Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 9
.\ Láugardðgur 16, jóní .1990 ' 'Tíminn 9 Um 20-50% verðmunur á fiskimjöli og kúafóðurblöndu milli landshluta: TONN 10. iii KR. DYRARA A HERAÐIENIEYJAFIRÐI Bændur á Héraði þurfa að borga hátt í tíu þúsund krónum meira (22%) fyrir tonn af kúafóðurblöndu (í kögglum) hjá Kaupfélaginu á Egils- stöðum heldur en bændur í Eyjafirði sem skipta við KEA á Akureyri. KEA seldur fóðurblöndu á áberandi lægra verði en aðrir, en fiskimjöl er á hinn bóginn hvergi dýrara en þar. Þetta eru dæmi um mikinn verðmun (oft 20-50%) sem könnun Verðlags- stofnunar leiðir í Ijós á nokkrum helstu aðföngum til búvörufram- leiðslu. Mikill verðmunur reyndist bæði á fóðurvörum og ekki síður á girðingarefni og timbri. Benda má á að þessi verðmunur á „matvælum" kúa virðist miklu meiri heldur en munur á meðalverði matvæla eftir landshlutum. Eftir að hafa samþykkt óbreytt verð á landbúnaðarafurðum til bænda frá fcbrúar til desember á þessu ári óskaði Stéttarsamband bænda eftir því að Verðlagsstofnun annaðist verðgæslu með þeim vörum sem bændur nota við framleiðslu sína. I frétt frá stofnuninni scgir að fylgst hafi verið með allmörgum aðföngum og verði verð á fieiri vörutegundum birt þcgar líður á sumarið. Þessi könnun var gerð hjá 25 verslunum og fóðursölum og sýnir verð eins og það var um mánaðamótin maí/júní. Verð á tonni af kögglaðri kúafóðurblöndu í sekkjum, án hcimsendingar, á hin- um ýmsu stöðum var scm hcr segir (hlaupandi á heilum hundruðum króna): Verð á kúafóðurblöndu kr./tonn Reykjavík 46.500 (3) Borgarnes 48.600 (5) Búðardalur 50.800 (9) Isafjörður 50.000 (7) Blönduós 51.900 (1) Sauðárkr.(mjöl) 46.400 (2) Akureyri 44.400 (1) Húsavík 47.200 (4) Egilsstaðir 54.100 (2) Höfh Hornaf. 51.200 (10) Hvolsvöllur 49.800 (6) KA Selfossi 50.600 (8) Hvernig skyldi standa á því hún- vetnskir bændur skuli þurfa að borga 7.500 kr. meira fyrir fóðurtonnið heldur en bændur í Eyjafirði og bændur á Héraði nær 10 þús.kr. meira? (Svigatölurnar sýna röðun staðanna eftir verði.) Og þar sem fóðurbætiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn við mjólkurfram- leiðslu hvaða áhrif hefur þetta fyrir bændur, sem eiga að fá sama verð fyrir hvern mjólkurlítra hvar sem er á landinu? „Þetta þýðir vitanlega mismunandi afkomu hjá bændum eftir landshlut- um. Það er mjög einfalt," sagði Guð- mundur Lárusson, form. Félags kúa- bænda. Nefna má sem dæmi, að talið er eðlilegt að gefa mjólkurkú um 550-600 kg. af fóðurbæti á ári, þ.e. eða um 12-13 tonn á ári fyrir grund- vallarbú (22-23 kýr). Fyrir slíkan bónda getur því munað um 120.000 kr. í útgjöldum á ári hvort hann kaup- ir fóðurblöndu af KEA á Akureyri Lifandi fortíð á Árbæjarsaf ni Nýlcga voru opnaðar þrjár nýjar sýningar á Árbæjarsafni. Þar hcfur vcrið opnuð krambúð að hætti alda- mótakaupmanns og cr þar m.a. á boðstólum nýmalað kaffi, þurrkaðir ávcxtir og kandís. I sama húsi er til sýnis mcrkilcgt safn vigta og voga er nvlcga bárust safninu að gjöf. I tilefni 550 ára afmælis prcntlistar á íslandi hefur vcrið opnuð prent- minjasýning. Þar verður í einu safn- húsanna hcimili og vcrkstæði prcnt- ara og bókbindara og munu fagmenn sýna þar handbragð fyrri tima. Þá vcrður cin af sumarsýningum safnsins um mannlífið í Reykjavík á stríðsárunum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að breskur her steig hér á land. Til sýnis verða munir frá striðsárunum er tengdust mannlífi Rcykvíkinga, hlutir frá herru'm og hægt verður að skoða heimili í bragga. Safnið er opið frá 10-18 og kaffihús staðarins, Dillonshús, er opið á sama tíma. Þar mun Karl Jónatansson harmonikkuleikari spila á sunnudag, á boðstólum cr kaffi og nýbakað mcðlæti og hægt er að upplifa sann- kallaða lifandi fortið. í i 1 i j f f H^ i i í 11JJ j 'v &lw *' ¦/ '"*' * ^ * u P 1 t íl f. j ¦ 7 EDDUHOTEL Ísumar verða starfrœktsautján Edduhótel viós vegar um landió. Eitt Edduhótel bœtist nú við, á Reykja- nesi við Isajjarðardjúp. Hótelin verða rekin með svipuðu sniði og áður, hjóða gistingu i upphúnum herhergjum eða svefnpokapláss og veitinga- þjónustu allan daginn. Meðfylgjandi mynd erfrá vorfundi hótelstjóra Edduhótelanna. eða Kf. á Egilsstöðum. Guðmundur segir flutningavegalengdir skýra verðmuninn að nokkru leyti og sömuleis hafi samkeppni milli fóður- sala (sem sums staðar er engin) tölu- vert að segja. Hann segir brýnt að bændur fylgist vel rneð verði aðfanga sinna og reikni út hvar heppilegast sé að versla í hverju tilfelli. Afkomu- möguleikar þeirra byggist á því að reyna að gera hagstæð innkaup. Sjálfur kaupir Guðmundur (sem býr skammt frá Selfossi) t.d. fóðurbæti beint frá Reykjavík, en þarf þá að greiða um 1.000 kr. á tonn (auk vsk.) i flutningskostnað. Mikill verðmunur er einnig á fiski- mjöli milli staða. Það var hins vegar dýrast á Akureyri, 46.300 kr. tonnið (og litlu ódýrara á Selfossi, Hvol- svelli og Sauðárkróki) sem er um 50% hærra verð en hjá fiskimjöls- verksm. Frosta í Súðavík (30.500 kr.). Faxamjöl í Reykjavík kemur þarna mitt á milli (37.400 kr. tonnið). Um þriðjungs verðmunur var einnig á fóðurlýsi (frá 707 kr. til 936 kr. 5 lítra brúsi). Á hinn bóginn eru það Árnesingar og Rangæingar sem fá girðingarefni (net, lykkjur og nagla) hvað ódýrast í kaupfélögunum sínum. Girðingarnet var á hæsta verði í BYKO, 34% dýr- ara en á Hvolsvelli. Mótatimbur (1 x6 3,6-4,2 m.) var hins vegar ódýrast á Egilsstöðum (84 kr.), Húsasmiðjunni í Reykjavík (86 kr.) og í Kf.í Borgar- nesi (87 kr.), en hins vegar dýrast (95 kr.) hjá KÁ á Selfossi og Kf. á Reyð- arfirði (115 kr. kvistalaust). -HEI Aðferðir, áherslur og árangur Vorþing Kvennalistans verður 22.-24. júní í Garðalundi, Garðabæ. Kvennabarátta á krossgötum? Komið og takið þátt í spennandi umræðu. Skráning í síma 91-13725. Kvennalistinn. Til sölu Notaðar búvélar og fleira: MASSEY FERGUSON 3060 án framdr................................Kr. 1.350.000.- LANSING lyftari 7/5.0 árg. 1985...........................................Kr. 800.000. STILL diesellyftari 2,5 t, árg. 1974 SELDUR........................Kr. 260.000, STILL diesellyftari 2,51, árg. 1986.......................................Kr. 1.100.000, GRÖFUSKÓFLA 60 cm.......................................................Kr. 51.750, CHLORIDE hleðslutæki.......................................................Kr. 115.000, TAARUP DM 1350 sláttutætari............................................Kr. 69.000, YLOkrókur...........................................................................Kr. 14.375, TAARUP DM 1500 árg. 1981 sláttutætari............................Kr. 93.026, NEW HOLLAND 370 bindivél SELD....................................Kr. 276.000. AEBI votheyshnífur............................................................Kr. 40.250. YAMAHA MJ 650T marþota SELD......................................Kr. 287.500. SKIDOO SAFARI árg. 1988 Rb-313....................................Kr. 300.000. YAMAHA ET 340 TR árg. 1988 Mb-130 .............................Kr. 437.000. YAMAHA ET 340 TR ÁRG. 1988Mb-133...........................Kr. 437.000. GUNTESTAD 4000 lítra snekkjudreifari, SELDUR..............Kr. 275.000. KIMADAN mykjudæla, ný upp tekin, SELD.........................Kr. 90.000. ar —r SAVBAND ISLENSKRA SA\l\ !NNl,F£lA^A HÖFÐABAKKA9 H2REYKJAVÍK SÍMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.