Tíminn - 19.06.1990, Síða 5
Þriðjúdá'gur TÖ:júníi990
Tíminn 5
Trillukarlar á Þórshöfn deila um fiskverð við Hraðfrystistöð Þórshafnar:
Slegist um fiskinn
Við lá að til handalögmála kæmi milli trillukarla og starfs-
manna Hraðfrystistöðvar Þórshafnar á laugardaginn vegna
deilna um löndunarrétt og „nauðasamninga“ Hraðfrystistöðv-
ar Þórshafnar. Mikið þref um fiskverð hefur verið í gangi und-
anfarið. Hraðfrystistöðin hefur greitt lágmarks grundvallarverð
sem er ríflega 40 krónur kílóið. Fiskmiðlun Dalvíkur hefur hins
vegar sótt fisk til Þórshafnar og nágrannabyggða, og hafa sjó-
menn fengið allt að 80 krónur fýrir kílóið þar. Þá hefur fisk-
verkandi á Dalvík keypt fisk fyrir austan fyrir 60 krónur kílóið.
Á fostudagskvöld náðist sam-
komulag um fiskverðshækkun, og
miðast það við 52 krónur fyrir
tveggja kílóa físk, og fer síðan stig-
hækkandi, eða lækkandi eftir þyngd
og gæðum fisksins. Hins vegar gera
forsvarsmenn Hraðfrystistöðvarinnar
þá kröfu að trillukarlar skrifi undir
Orðuveitingar forseta íslands á þjóðhátíðardaginn 17. júní:
Ní tjái 1U irðu
rid Idai rai rog
ei nn v< irð
sti órri lari
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. sæmdi forseti íslands, að tillögu
orðunefndar, eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu:
Ásgrim Kristjánsson fv. yfirsíldar-
matsmann í Reykjavík riddarakrossi
fyrir störf að gæðamálum íslenskra
sjávarafurða.
Bjöm Hermannsson tollstjóra ridd-
arakrossi fyrir störf í opinbera þágu.
Bjöm Sigurbjömsson dr. phil. í Vín-
arborg riddarakrossi fyrir vísinda-
störf.
Friðgeir Guðjónsson ráðsmann að
Holti í Þistilfirði riddarakrossi fyrir
störf í þágu landbúnaðar og fjallskila.
Grétu Bachmann þroskaþjálfa í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
málefnum þroskaheftra.
Gunnar Wendler Jóhannsson for-
stöðumann í Frankfúrt í V - Þýska-
landi riddarakrossi fyrir landkynn-
ingarstörf.
Hannes Pétursson skáld í Reykjavík
riddarakrossi fyrir ritstörf.
Helga Bergs fv. bankastjóra í
Reykjavík stórriddarakrossi fyrir
störf að bankamálum.
Huldu Valtýsdóttur blaðamann í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
skógræktarmálum.
Jón G. Tómasson borgarritara í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
sveitastjómarmálum.
Danir fengu
44 milljónir
Þau mistök urðu í laugardagsblaði
Tímans að sagt var að Danir hefðu
haft 70 milljónir úr býtum í sameig-
inlegum HM getraunum Islendinga,
Svía og Dana. Hið rétta er að þeir
hlutu samtals 44 milljónir, og hver
um sig 11 milljónir í sinn hlut. Biðst
blaðið velvirðingar á þessum mistök-
samning um að landa eingöngu hjá
Hraðfrystistöðinni ffam til 1. desem-
ber, annars verða þeir sviptir hækk-
uninni. Þá fá aðrir en viðskiptaaðilar
Hraðfrystistöðvarinnar ekki af-
greiddan ís. Þess ber að geta að ekki
er eingöngu um trillukarla á Þórshöfn
að ræða því mikill fjöldi trillukarla
víðs vegar að af Norðurlandi stundar
veiðar kringum Langanes.
Deilan á laugardag snerist um það
að maður sem selt hafði fisk til Dal-
víkur á föstudag, vildi leggja upp hjá
Hraðfrystistöðinni á laugardag en var
neitað. Eftir mikið málþóf var þó tek-
ið við fiskinum. Vörubílstjórinn sem
sótti fiskinn á föstudag lenti einnig í
erfiðleikum, þar sem engin hafnar-
vog er á Þórshöfn og eina löggilta
vogin er í Hraðfrystistöðinni. Sam-
kvæmt lögum mátti hann ekki fiytja
fiskinn óvigtaðan af staðnum, og var
neitað um að vigta hjá Hraðfrysti-
stöðinni. Eftir mikið stapp fékkst
leyfi hjá Sjávarútvegsráðuneytinu til
að flytja fiskinn til Raufarhafnar og
vigta hann þar.
Jóhann Jónsson ffamkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvarinnar neitaði því al-
farið að ekki hefði fengist leyfi til að
vigta fiskinn, og sagði að engin
beiðni hefði borist þar um. „Hins
vegar höfúm við byggt hér upp að-
stöðu og erum sjálfum okkur nógir,
og teljum okkur hafa fúllt vald yfir
þessum hlutum hvort sem það er ís-
sala eða annað. Við erum ekkert upp
á það komnir að selja mönnum sem
ekki eru í viðskiptum við okkur ís,
eða veita þeim aðra fyrirgreiðslu.
Þessi deila snýst ekki um sanngimi
eða fiskverð, hún snýst um nýtingu á
valdi sem lagt er í hendur missann-
gjamra trillukarla með kvótaúthlut-
un, og þeir ættu ekki að taka sér neitt
alræðisvald í þeim efnum. Það verð
sem greitt er á þessum fiskmarkaði á
Dalvík er langt umfram allt sanngim-
isverð og það stendur engin vinnsla
undir því. Við greiðum hærra verð en
staðimir í kringum okkur og verðum
hér til staðar áfram. Það verður svo
bara að koma í ljós hvort þessir trillu-
karlar ætla að vera í viðskiptum við
okkur eða leita annað. Fiskverðs-
hækkanir hafa mikil áhrif á vinnsluna
í landi, og svo má spyrja hvort það sé
einhver sanngimi að trillukarlamir
skilji verkafólkið eftir verkefnalaust
með því að selja fiskinn í burtu“,
sagði Jóhann að lokum.
hiá-akureyri.
Ferðamálaráð vill loft-
ferðasamning við Sov-
étmenn og brýnir utan-
ríkisráðherra:
Hafðu hraðar
hendur, Jón
Ferðamálaráð samþykkti á
fundi sínum nýlega að skora á ut-
anrfldsráðherra að beita sér nú
þegar fyrir því að gerður verði
loftferðasamningur við Sovétrik-
in.
Allfkst vestræn ríki hafi nú þegar
gert slíkan samning og skemmst
sé að minnast loftferðasamnings
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
í samþykkt ráðsins segir að veru-
legu máli skipti íslenska ferða-
þjónustu að umsvif millflanda-
flugs aukist hér á landl Aukin
umsvif feli í sér aukna þjónustu á
miflilandaflugyelli eða - á flugvöfl-
um íslendinga. Jafnframt gætu
þau þýtt aukinn straum ferða-
manna hingað til lands, bæði frá
N-Ameríku, A-Evrópu og Asíu
enda sé ísiand vel í sveit sett raeð
tilliti tfl Ðugsamgangna milli aust-
urhluta N-Ameríku og A-Evrópu.
Þá mæli einnig aukinn útflutn-
ingur á ferskum sjávarafurðum
frá íslandi til Austur-Asíu með
loftferðasamningi við Sovétmenn.
Utanríkisráðhcrra er hvattur tU
að láta ekki sitt eftir liggja í þessu
máll —sá
Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
kirkjumálum.
Ólaf E. Ólafsson fv. kaupfélags-
stjóra riddarakrossi fyrir störf að
mannúðar- og félagsmálum.
Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
tónlistarmálum.
Sigríði Haraldsdóttur hússtjómar-
kennara í Reykjavík riddarakrossi
fyrir fræðslustörf.
Sigurð Pétur Bjömsson fv. banka-
útibússtjóra á Húsavík riddarakrossi
fyrir störf að félags- og bankamálum.
Sigurð Helgason forstjóra í Reykja-
vík riddarakrossi fyrir störf að flug-
málum.
Tómas Áma Jónasson lækni í
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf að
heilbrigðismálum.
Valtý Hákonarson fv. skrifstofú-
stjóra í Reykjavík riddarakrossi fyrir
störf að siglingamálum.
Val Valsson bankastjóra í Reykjavík
riddarakrossi fyrir störf að bankamál-
um.
Þór Guðjónsson fv. veiðimálastjóra
í Reykjavík riddaraakrossi fyrir störf
að lax- og silungsveiðimálum. —sá
Margrét Bjömsdóttir, Sigríður Fríðjónsdóttir og Herdís Sæmundsdóttir em hluti af stofnendum kvennasmiðj-
unnar á Sauðárkróki. Timamynd hs.
75 ár síðan konur
fengu kosningarétt
75 ár em liðin siðan konur fengu
kosningarétt og kjörgengi til Alþing-
is. Af því tilefhi hittast konur víða
um land og minnast þessa tímamóta.
Konur á höfuðborgarsvæðinu ætla
að safnast saman við gamla Miðbæj-
arskólann rétt eins og gert var árið
1915. Þaðan verður gengið um mið-
bæinn að Alþingishúsinu, en þar
verður stutt samkoma og síðan er
konum boðið að skoða Alþingishús-
ið. I kvöld verður hátíðarsamkoma í
Islensku Ópemnni og hefst hún
klukkan 20.30. Þar verða flutt ávörp.
Betfy Friedan, sem er hér í boði ís-
lenskra kvenna, ávarpar fúndinn og
síðan verður flutt samfelld dagskrá
um sögu kvennabaráttunnar allt frá
frönsku stjómarbyltingunni til okkar
daga. Að þessari hátíð standa konur
úr kvenfélögum, stjómmálasamtök-
um og stéttarfélögum.
Á Sauðárkróki er þessa aftnælis
einnig minnst og þar verður í dag
stofhað félag um kvennasmiðju í
Skagafirði. Meiningin er að slík
smiðja þjóni sem menningar- og
fræðslumiðstöð kvenna á öllum aldri
f Skagafirði. Fram hafa komið ýmsar
hugmyndir hvemig starfseminni
verður háttað og má þar nefha
möguleika fyrir konur til að kynna
og selja framleiðslu sína, bókakaffi,
leshringir, skiptimarkaður og nám-
skeið. Að sögn Herdísar Sæmunds-
dóttur á Sauðárkróki hefur hópur
kvenna úr Skagafirði unnið að undir-
búningi að stoftiun kvennasmiðjunn-
ar. Stofhfundurinn hefst klukkan 21.
Þegar em starfandi 3 slíkar kvenna-
smiðjur á landinu og mun fulltrúi ffá
Húsfrú Lám á Seyðisfirði vera við-
stödd stofhun Skagfirsku kvenna-
smiðjunnar.
-hs.
Samkomulag minnihlutaflokkanna um hlutkesti gegn Sjálfstæðisflokki í nefndir og ráð borgarinnar:
Forsjonin eða tilviljunm?
Nýlega befiir tekist samkomulag
mflli fulltrúa minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn Reykjavfloir um fram-
boð tfl hlutkestis í nefndir og ráð
borgarlnnar.
Samkvæmt samkomulaginu fær
Framsóknarflokkur að bjóða fram
fulltrúa tO hlutkestis gegn Sjálfstæð-
isflokknum í skipulagsnefnd, um-
hverfismálaráði, hafnarstjórn,
mennlngarmálanefnd og Innkaupa-
stofnun Reykjavíkur.
Kvennalistinn býður fram fulltrúa í
félagsmálaráð, trygginganefnd aldr-
aðra, fræðslu- og skólamálaráð, heil-
brígðisnefnd og atvinnumálanefnd.
Alþýöubandalagiö býður fram í
b.vgginganefnd, íþrótta- og tóm-
stundaráð, umferðarnefhd, SPRON
ogSVR,
Nýr vettvangur býður fram í dag-
vist barna, stjórn veítustofnana,
svæðisstjórn fatlaðra, ferðamálaráð,
Sorpu, almannavarnanefnd, stjórn
Lífeyrissjóðs borgarstarfsmanna og
framtalsnefnd.
Fyrsti fundur í nýrrí borgarstjórn
verður haldínn nk, fimmtudags-
kvöld. Þá fæst úr þvi skoríð hvemig
forsjónin, eða tilviljunin, vill að skip-
ist í nefndir og ráð borgarinnar
næsta kjörtímabiL —sá