Tíminn - 20.06.1990, Page 7
Miðvikuclag'ur 2Ö.'juhí '1'ððÖ
Tíminn 7
Jónas Jónsson:
Umhverfismál og landbúnaður
Ekki er allur landbúnaður í jafngóðri sátt við náttúruna
Umhverfismál eru ofarlega á baugi í umræðum um
landbúnað úti í hinum stóra heimi. Menn hafa áhyggjur
af mörgu bæði í hinum ríku löndum og þeim fátækarí.
Ríku löndin hafa einkum áhyggjur af mengun en mörg
þau fátæku af jarðvegseyðingu og eyðingu skóga.
Jarðvegseyðingin heijar reyndar í
mörgum mestu komræktarlöndum
heimsins. Hún birtist bæði sem
uppblástur og sem vatnsrof þegar
jarðvegurinn skolast burt. Hvort
tveggja getur stafað af því að jarð-
vegur er óvarinn af gróðurþekju ut-
an vaxtartima komsins. Því meira
samfelld og einhliða komrækt ár
eftir ár því meiri verður hættan á
jarðvegseyðingu, m.a. af því að líf-
ræn efni verða smám saman minni í
jarðveginum.
Eyðing skóga í íjallahlíðum í bak-
löndum komsvæðanna hefur víða
leitt til meiri flóða á láglendinu sem
skola burt gróðurmoldinni. Dæmi
um þetta em í ýmsum suðlægum
löndum, svo sem á Indlandsskaga.
Lækkun á gmnnvamsstöðu sem ber
á í stóram hluta komræktarsvæða í
Bandaríkjunum gerir erfiðara um
vökvun og það bíður fokhættunni
heim.
Þurrkar hafa upp á síðkastið verið
tíðari og alvarlegri en áður var í
ýmsum suðlægum löndum og eyði-
merkur breiðast þar út. Menn óttast
að þar sé farið að gæta veðurfars-
breytinga sem kunna að stafa af
margumræddum gróðurhúsaáhrif-
um.
Sagt er að jarðvegseyðingar gæti
nú þegar á um það bil 1/3 af rækt-
uðu landi jarðarinnar og að þessa
hljóti að gæta í vaxandi mæli á
næstu ámm í minnkandi ffam-
leiðslugetu.
Aætlað er að stórfljótið Gulá í
Kína hafi borið 1,2 milljarða lesta
afjarðvegi til hafs árið 1983. í Eþí-
ópíu er talið að einn milljarður lesta
af gróðurmold tapist á ári. í Banda-
ríkjunum tapast 3 milljarðar lesta af
jarðvegi á ári og í Indlandi 5 millj-
arðar að talið er. Heildartap jarð-
vegs af ræktunarlöndum heims er
talið 24 milljarðar lesta á ári, sem
svarar til alls jarðvegs á hveitiökr-
um Astralíu.
Mengun frá landbúnaði er annað
stóra vandamálið
Mengun frá landbúnaði er fyrst og
ffemst vandamál í hinum riku, þétt-
setnu og þaulræktuðu löndum.
Annars vegar er um það að ræða
að mikið er notað, eða hefur verið
notað, af plágueyðandi efhum;
skordýraeitri, sveppaeitri og ill-
gresislyfjum. Ef þessi efni eyðast
ekki í náttúmnni heldur safnast og
stigmagnast í lífkeðjunni getur orð-
ið af þeim langvarandi mengun.
Þau berast í vötn og sjó, menga
fiskinn og gera hann óneysluhæfan
ef hann þá drepst ekki í hrönnum
eins og dæmi em til.
Hins vegar er það mikil notkun
áburðarefna; tilbúins áburðar sem
og búfjáráburðar, að viðbættum líf-
rænum úrgangsefhum ffá búskap
og mannabústöðum, sem ofauðgað
vam af næringarefhum planma,
þannig að gróður þess gerir fiskin-
um ólífvænt fyrir súrefnisskorti.
Þannig er víða komið um nær allt
ferskt vatn í þéttbýlum landbúnað-
arlöndum, eins og t.d. Danmörku
og Hollandi.
Fyrir þessar sakir er nú farið að
takmarka áburðamotkun og reynd-
ar einnig búið að setja strangar regl-
ur um notkun plágueyða í mörgum
löndum. A sama hátt hafa ýmis
lönd sett reglur sem takmarka bú-
fjárhald á einstökum jörðum þannig
að tryggt sé að með góðu móti sé
hægt að koma þeim búfjáráburði
sem fellur til í akra eða á annað
ræktað land. Þetta setur verk-
smiðjubúum ákveðnar skorður, og
kemur í veg fyrir að hægt sé að
koma upp stómm svínakjötsverk-
smiðjum eða alifuglabúum í þröng-
býli.
Utskolun næringarefna úr jarðvegi
er mjög háð því hvaða ræktun er
stunduð á landinu. Rannsóknir sýna
að hún er sáralítil úr graslendi sem
er „lokað“ allt árið og í reynd nær
alveg bundin við garðrækt eða ak-
urlendi sem liggur opið hluta úr ár-
inu og plönturætur því ekki fyrir
hendi til að taka efnin upp.
Það er fyrst og fremst einhæfur
stórrekstur sem er umhverfinu
varahugaverður
Af ffamansögðu er ljóst að það er
fyrst og ffemst einhæfur stórbú-
skapur, þar sem mest áhersla er
lögð á þaulræktun sömu tegunda og
að fá sem mestan affakstur af flatar-
einingu sem og verksmiðjuffam-
leiðsla í búfjárrækt, sem ekki er
Landbúnaður í
brennidepli
3. grein
vinsamlegur umhverfmu. Hins veg-
ar er það alhliða fjölskyldubúskap-
ur þar sem fer saman akuryrkja og
búfjárrækt með grasnytjum, sem er
vinsamlegastur umhverfinu og i
bestri sátt við náttúmna.
Þetta þekkir umhverfisvemdarfólk
í öðmm löndum og þetta þekkja
neytendur þar sem þeir láta sig
framleiðsluhætti í landbúnaði
nokkm skipta. Þar fer andúð á ein-
hæfum stórbúskap (verksmiðjubú-
skap) vaxandi.
Auk umhverfissjónarmiða kemur
þar til mat neytenda á vömgæðum
og hollustu varanna en einnig dýra-
vemdunar- eða mannúðarsjónar-
mið.
Það má vera öllum ljóst að land-
búnaður á íslandi stendur vel að
vígi í þeim efnum sem að ffaman
em rædd. Þó ber að hafa hér á landi
sem annars staðar gát á öllum slík-
um hlutum. Við megum hvorki
sýna hirðu- né andvaraleysi í þess-
um efnum.
Engu að síður er hægt að fullyrða
að íslenskar landbúnaðarvömr séu
þegar á hcildina er litið heilnæmar
og þola vel samanburð við þær
bestu sem framleiddar em í öðmm
löndum.
Bændur álykta um GATT viðræður
og umhverfismál
I fyrri greinum var nokkuð rætt um
þær mikilvægu milliríkjaviðræður
sem nú fara ffam bæði á milli EFTA
og EB og hins vegar GATT viðræð-
umar um verslun með landbúnaðar-
vömr og raunar hvaða landbúnað-
arpólitík einstökum löndum skuli
leyfast að hafa.
Þar fara Bandaríkjamenn fremstir
af þeim sem vilja helst affiema allar
hindranir í verslun með landbúnað-
arvörar svo og að löndin skuldbindi
sig til að minnka mjög og nánast af-
nema stuðning við landbúnað.
Nýlega áttu fulltrúar frá bænda-
samtökunum í Austurríki, Sviss,
Vestur-Þýskalandi og öðmm EB
löndum, Bandaríkjunum, Kanada,
Svíþjóð og Noregi með sér fund í
Sviss. I sameiginlegri yfirlýsingu
þeirra kemur ffam afstaða bænda í
þessum löndum til GATT viðræðn-
anna.
I ályktun fúndarins kemur m.a.
ffam að það fijálsræði sem stefnt er
að leiði til meiri verslunar með
landbúnaðarvömr á milli landa.
Hins vegar stefni það í hættu mat-
vælaöryggi þjóðanna, vinni gegn
umhverfisvemd og því að búseta
haldist við á mikilvægum landbún-
aðarsvæðum.
Ennfremur segir að hvert land eigi
að hafa rétt til að hafa vald á land-
búnaðarsteffiu sinni til að tryggja
öryggi þegna sinna og treysta heilsu
þeirra.
Skýrt er tekið fram að mikilvægt
sé að allir framleiðslumöguleikar
hvers og eins landsvæðis verði not-
aðir í baráttunni gegn yfirvofandi
matarskorti í heiminum.
I ályktuninni er lögð áhersla á að
fjölskyldubúskapur tryggi betur en
annað rekstrarfyrirkomulag félags-
legan og pólitískan stöðugleika,
hagkvæmni og eðlilegt ffjálsræði
innan hvers landbúnaðarsvæðis og
þar með velferð viðkomandi þjóðar.
Því er slegið föstu að ekkert annað
rekstrarfyrirkomulag við búskap
geti með farsælum hætti leyst fjöl-
skyldubúskapinn af hólmi.
Fjölskyldubúskapnum er einnig
best treystandi til að vemda um-
hverfið og þá ásýnd sveitanna sem
menn helst vilja hafa. Sjálfseignar-
bændunum er best treystandi til að
varðveita náttúmlegar auðlindir og
skila þeim í fúllu gildi til komandi
kynslóða.
Það var fúll samstaða um þessa
ályktun fúndarins og fúlltrúi banda-
rískra bænda lýsti því m.a. yfir að
meirihluti bandariskra bænda væri
andvígur þeirri stefhu sem stjóm
landsins fylgdi í GATT viðræðun-
um.
UR VIÐSKIPTALIFINU
Fjárfesting
Japana í Suð-
austur-Asíu
Japan hóf að nýju fjárfestingu í
Suðaustur-Asíu um 1960 til að
tryggja sér aðflutning hráefna,
einkum frá Indónesíu. A áttunda
áratugnum og framan af hinum ní-
unda festi Japan einkum fé í nýju
iðnaðarlöndunum svonefndu, Tai-
wan, Hong Kong, Suður-Kóreu og
Singapore. Frá 1985 hafa laun í
löndum þessum, sem og gengi
gjaldmiðla þeirra, farið hækkandi.
Japanar hafa því fremur beint Qár-
festingu sinni til Thailands, Malas-
íu og aftur til Indónesíu. A síðari
hluta níunda áratugarins fór fjár-
festing Japans í heimshluta þessum
fram úr fjárfestingu Bandaríkjanna.
A fjárhagsári, sem lauk í mars
1989, festi Japan 5,6 milljarða $ í
Asíu, en á almanaksárinu 1988
festu Bandaríkin þar 2,3 milljarða
$.
Sakir hækkunar gengis japansks
gjaldmiðils, jens, hefur launakostn-
aður í Japan hækkað ört hlutfalls-
lega. Samkvæmt Mitsui- hagrann-
sóknarstofnuninni vom laun fag-
lærðra verkamanna 1989 í Singa-
pore um 20% af launum stallbræðra
þeirra í Japan, í Thailandi um 10%
og í Indónesíu um 4%. Japan er nú
stærsti markaður landa í Bandalagi
þjóða Suður-Asíu (Assan) og tekur
nú við 25% af útflutningi þeirra.
Aftur á móti era Bandaríkin enn
stærsti markaður nýju asísku iðnað-
arlandanna og tóku við um 31% af
útflutningi þeirra 1988, en innflutn-
ingur Japans frá þeim vex þó ört.
Óx hann um fimmtung 1988 og
varð 88 milljarðar $.
Heimild: Financial Times, 30. janúar 1990.
Fáfnir
Samanburður fjárfestingar Bandaríkjanna
og Japans í Suðaustur- Asíu 1985 og
1988-89 í milljónum dollara
JÁPAN
1985 88/89
Japan $100m $296m
US $172m $99m
1985 88/89
Japan $134m $483m
US $37m $171m
1985 . 88/89
Japan $114m $372m
US $1m $230m
1985 88/89
Japan $131m $1,662m
US $44m $729m
1985 88/89
Japan $61m $134m
US (-$244m) $77m
1985 88/89
Japan $48m $859m
US ( $43m) (-$154m)
1985 88/89
Japan $339m $747m
US (-$45m) $629m
1985 88/89
Japan $79m $387m
US $42m $316m
1885 88/89
Japan $408m $586m
US. $176m $61m