Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. júní 1990 Tíminn '13 Kvennahlaup Í.S.Í. Ætlar þú að taka þátt í Kvennahlaupi i.S.Í. laugardaginn 30. júní nk.? Ef svo er komdu þá á sameiginlega göngu- og skokkæfingu LFK-hópsins, sem verður í Laugardalnum í Reykjavík, fimmtudaginn 21. júní kl. 20. Safnast verður saman við anddyri Laugardaishallar. Leiðbeinandi er Ragnheiður Ólafsdóttir íþróttafræðingur, fulltrúi LFK í undirbúnings- nefnd. Mætum hressar. Stjórn LFK. Heimilisþjónusta í boði Tek að mér að sitja hjá gömlu fólki í heimahúsum, ef ættingjar bregða sér frá, eða hvernig sem stendur á. Er vön, hef unnið við þetta í mörg ár. Upplýsingar í síma 91-23592. Hrossakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal auglýsir eftirtalin hross til sölu: Eðall, 1. verðlaun, stóðhestur 5 v. glófextur, rauðbles- óttur M: Eldey 5477 F: Feykir 962 Þökk, 5 v. jörp í ættbók M: Þerna 4394 F: Feykir 962 Katla, 5 v. brún í ættbók M: Kólga 4653 F: Fáfnir 897 Blakkur, 7 v. brúnn geldingur M: Blökk 3445 F: Sváfnir Brandur, 6 v. rauðblesóttur geldingur M: Byssa 4808 F: Þrymur Óskað er eftir skriflegum tilboðum fyrir 8. júlí 1990. Réttur áskilinn til að taka hverju tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar um hrossin gefa Þórir Magnús Lárusson og Grétar Geirsson í síma 95-35962. ZT rkvai\ð« i m IB m u 19. júní - Kvenréttindadagurinn Við hvetjum konur á öllum aldri til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum í dag í tilefni 75 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Munið hátíðarfundinn í Islensku óperunni kl. 20.30 í kvöld þar sem Betty Friedan ávarpar fundinn. Landssamband framsóknarkvenna Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og imeð 2. júni 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. SPEGILL Renée Simonsen, ein af heimsins frægustu módelum, hefur snúið baki við frægðinni og er komin aft- ur til síns heimalands, Danmerkur. Hún gaf módelstarfið upp á bátinn fyrir ári síðan þegar hún var enn á hátindi frægðar sinnar. Nú er hún 25 ára gömul. Hún var í sambandi með John Taylor úr Duran Duran í fjögur ár en sleit því og fór til ísra- els til að búa um tíma á samyrkju- búi. Eftir dvölina sína þar komst hún að þeirri niðurstöðu að hún var ekki ánægð með líf sitt. Hún sleit sambandinu við John og ákvað að flytjast aftur til Danmerkur. Nú hef- ur hún keypt sér hús þar nálægt fjöl- skyldu sinni og er í skóla þar sem hún hefur tekið upp þráðinn að nýju eftir átta ára hlé. Renée var aðeins 17 ára gömul er hún vann Face of Renée Simonsen er sátt við sjálfa sig í dag. the 80’s keppnina í Danmörku. Hún var send til New York þar sem hún vann í aðalkeppninni. „Ég var að- eins 17 ára og allt í einu var ég orð- inn heimsfJæg og mér boðnir him- inháir samningar“, segir Renée. I byijun fannst henni þetta ofsa spennandi en þegar árin liðu hafði hún fengið sig fullsadda af þessu starfi. „Ég var eins og Barbídúkka sem allir mátu snerta og fara með eins og þeir vildu. Þegar fólk borg- ar svona mikinn pening fyrir þig þá áttu þig ekki lengur sjálf‘. Á endan- um var ekki litið á Renée sem per- sónu heldur dúkku sem mátti að klæða og gera fína. Hún var sjálf farin að líta þannig á sjálfa sig og fannst því tími til kominn að hætta. Hún lifir nú eins og áður segir í Danmörku og er komin með nýjan kærasta og er ánægð með lífið og tilveruna og sátt við sjálfa sig sem er aðalatriðið. Renée sló strax í gegn og birtist eitt sinn á forsíðu þriggja frægustu tískublaða heims í sama mánuð- inum. John Taylor var kærasti Renée um fjögurra ára skeið. Madonna hefiir miklar áhyggjur - bróðir hennar í klandri Madonna hefur miklar áhyggjur þessa dagana af hálfbróður sínum. Hann heitir Mario og er tvítugur að aldri. Hann hefur þrívegis verið kærður fyrir líkamsárás og á yfir sér dóm vegna þess. Nú er drengurinn farinn í felur og er eftirlýstur af lög- reglunni. Madonna heftir reynt að hafa uppi á honum en ekki orðið ágengt. Mario er einnig í eiturlyfj- um og þarf á meðferð að halda. Madonna veit ekki sitt rjúkandi ráð og kennir sjálfri sér um hvemig komið er fyrir hálfbróður sínum. „Mario hefur átt erfitt með að taka því hversu fræg ég er“, segir Mad- onna. Hún hefur áður reynt að hjálpa honum í vandræðum sínum og reynt að beina honum inn á rétta braut og beðið hann um að hætta í eiturlyfjum. Ekkert virðist hafa dugað en Madonna hefur ekki gef- ist upp. „Ég ætla að finna Mario og veita honum bestu hjálp sem völ er á. Þetta er að hluta til mér að kenna og því ber mér skylda til að hjálpa honum", segir söngkonan. Madonna kennir sjálfri sér um hvemig komið erfyrir hálfbróöur sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.