Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. júní 1990 Tímirm 15 Eyjamenn höföi ástæðu til að fagna í gær þegar þeir lögðu Skagamenn að velli í Eyjum. Tímamynd Pjetur. íslandsmótið í knattspyrnu: Fjör í Vesturbænum HM í knattspyrnu: Kólumbíumenn áfram eftir mjög spennandi lokamínútur Lengi vel leit út fyrir að V- Þjóð- verjar og Kólumbíumenn mundu deila með sér stigunum í markalausu jafntefli. Eftir leik sem var allt annað en prúðmannlega leikinn. Það var síðan varamaðurinn Pierre Littbarski sem skoraði fyrir V- Þjóð- veija á 89. mín. og dagar Kólumbíu- manna í keppninni virtust vera taldir. En hið ótrúlega gerðist, Freddy Rin- con jafhaði leikinn í meiðslatíman- um, nokkrum sek. áður en leikurinn var flautaður af. Þar með komust Kólumbíumenn áfram í 16 liða úrslit keppninnar. V- þjóðverjar höfðu þegar tryggt sér sig- ur í riðlinum. BL Júgóslavar áfram í 16 liða úrslit í fyrsta sinn síðan 1974 Júgóslavar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum HM í gær með því að leggja Sameinuðu arabísku fúrstadæmin 4-1 í D-riðlinum. Þar með urðu Júgóslav- ar í öðru sæti í riðlinum, á eftir V- Þjóðveijum. Mörk þeirra gerðu Safet Susic á 4. mín. Darko Pancev á 8. mín. og á 46. mín. og Robert Prosinecki á 90. mín. Ali Thani Juma náði að minnka muninn í 2-1 á 21. mín. leiksins. Furstadæmin eru þar með úr leik á HM, en leikmenn jDeirra urðu fyrir all nokkrum skakkaíollum í leiknum í gær. Þar að auki var Khalil Ghanim rekinn af leikvelli á 77. mín. BL Austurríki á von - þegar KR vann FH - Valsmenn upp að hlið Framara eftir sigur á Þór - Skagamenn lágu í Eyjum - Annar sigur KA í röð Það var mikið fjör í Vestur- bænum í gær, þegar KR-ing- ar tóku á móti FH- ingum í 1. deildinni í knattspymu - Hörpudeildinni. Fimm mörk vom gerð og með smá heppni hefðu þau getað orðið mun fleiri. FH-ingar fengu óskabyrjun þegar þeir hlotnaðist vitaspyma á 6. mín. Hörður Magnússon féll í vítateign- um eftir viðskipti við KR-ing, en ekki voru allir á eitt sáttir um dóm Egils Más Markússonar dómara. Hörður skoraði sjálfúr úr spymunni. KR- ingar sóttu stíft það sem eftir var af fyrri hálfleik, áttu mörg góð færi, en tókst ekki að skora fyrr en á 33. mín. er Pétur Pétursson jafnaði af stuttu færi. FH-ingar hófu síðari hálfleik eins og þann fyrri, komust á ný yfir eftir 5 mín. leik. Kristján Hilmarsson var þar að verki, en vöm KR svaf illa á verðinum. FH-ingar vom enn að fagna þegar Rúnar Kristinsson jafn- aði leikinn. Hann fékk sendingu fyr- ir markið frá Hilmari Bjömssyni og skallaði í netið af stuttu færi. Ekki liðu meira en 30 sek. milli mark- anna. Sigurmark KR gerði Ragnar Margeirsson síðan á 72. mín. og aft- ur var það Hilmar sem sendi fyrir markið. Ragnar gaf sér góðan tíma, tók knöttinn niður og lagði hann fyr- ir sig og gerði út um leikinn. Valsmenn á toppinn Valsmenn em nú við hlið Framara á toppi deildarinnar með 13 stig, eftir 2-1 sigur á Þór fyrir norðan. Sigur- jón Kristjánsson gerði bæði mörk Vals, en Luca Kostic svaraði fyrir Þór. ÍA lá í Eyjum ÍBV er nú í 3.-4. sæti með 12 stig eftir 2-1 sigur á 1A. Mörk IBV gerðu þeir Bergur-Ágústsson og Sigurlás Þorleifsson, en Alexander Högna- son skoraði mark í A. Annar sigur KA í röö Islandsmeistarar KA unnu Stjöm- una 3-1 í Garðabæ og em þar með komnir af botninum. Kjartan Einars- son, Ormar Örlygsson og Ámi Her- mannsson gerðu mörk KA, en Láms Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Stjömuna. BL HM í knattspyrnu: Fulit hús ftala Italir unnu Tékka 2-0 í Róm og fengu því fullt hús stiga úr A- riðlin- um. Fyrir vikið leika þeir áffam í Róm í 16 liða úrslitunum. Sikileyingurinn Salvatore Schillaci, sem nú lék í byijunarliði, skoraði fyrra markið á 9. mín. en dýrasti knatt- spymumaður heims Robcrto Baggio kom Ítalíu í 2- 0 á 77. mín. BL Golf: Irwin sigraði á US open Bandaríkjamaðurinn Hale Irwin sigraði á US open golfmótinu sem lauk í Medinah í Illinois á mánudag. ÞAð var á fyrstu holu í bráðabana sem Irwin náði „fugli“ á meðan and- stæðingur hans Mike Donald fékk „skolla“. Þeir kappar þurftu að heyja bráða- bana þar sem þeir luku báðir keppni á sunnudaginn á 74 höggum, eða á 2 höggum yfir pari vallarins. Irwin, sem er 45 ára gamall, sigraði á mótinu í þriðja sinn og er elsti kylf- ingur sem sigrað hefúr í mótinu. BL Austurríkismenn eiga örlitla von um að komast í 16 liða úrslitin á HM eftir 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í gærkvöldi. Austum'kismenn léku 10 eftir að Peter Artner var rekinn af leikvelli á 34. mín. I síðari hálfleik tókst þeim að skora tvi- vegis. Fyrst Andreas Ogris á 51. mín. og síðan Gerhard Rodax á 63. mín. Andrew Murray varði fyrir Bandaríkin á 82. mín. BL r N Staðan í HM A-riðlll 3 3 0 0 6-06 Tckkóslóvakía ........ 3 2 0 1 6-34 Austurríki 3 1 0 2 2-32 Bandaríkin 3 0 0 3 2-80 B-riðill 3 2 0 1 3-54 Rúraenía 3 1114-33 Argentina Sovétríkin 3 1 0 2 4-42 C-riðill 2 2 0 0 3-1 4 Skotland 2 10 12-22 Costa Ríca 2 10 11-12 Svíþjóð 2 0 0 2 2-40 D-riöill V-Þýskaland ...3 2 1 0 10-3 5 Júgóslavía ...3 2 01 6-5 4 Kólumbia ...3 111 3-2 3 S.A. Furstadæmin .. ...2 00 2 1-7 0 E-riðill 2 2 0 0 5-1 4 Úrúgvay 2 0111-31 Suður-Kórea 2 0 0 21-50 F-riðilI Egyptaland 2 0 2 01-1 2 England írland 2 0 2 01-1 2 Holland ................... 2 0 2 0 1-1 2 nunauu U L U 1*1 Z I ______ J Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum: ÍR-STÚLKUR SETTU MEISTARAMÓTSMET á lokadegi Meistaramótsins í Mosfellsbæ Keppni á Meistaramóti fslands í frjálsum íþróttum lauk á Varmár- velli í Mosfellsbæ á mánudags- kvöld. Veður var þá þokkalegt til keppni, en þegar mótiö hófst á laugardag viðraði ekki vel til íþróttaiðkunnar. Það bar einna helst til tíðinda á mánudaginn að sveit ÍR í 4x400m boðhlaupi kvenna setti meistaramótsmet, hljóp á 4:04,3 mín. Urslitin urðu annars þessi: 3000m hindrunarhlaup: 1. Gunnlaugur Skúlason UMSS 9:30,7 2. Daníel S. Guðmundsson USAH 9:41,7 3. SighvaturD. Guðmundss.ÍR 10:17,9 4. Ólafur Gunnarsson ÍR 10:31,2 Gestur: ísleifur Karlsson UBK 10:41,9 4x400m boðhlaup karla: 1. Sveit FH (Bjöm, Guðmundur, Steinn og Finnbogi) 3:28,4 2. Sveit KR (Marinó, Egill, Kristján og Ingi Þór) 3:36,0 3. Sveit USAH (Hilmar, Viðar, Rafn og Daníel) 3:44,1 4. Sveit ÍR (Amaldur, Anton, Hjalti og Ólafur) 3:44,1 4x400m boðhlaup kvenna: 1. Sveit ÍR (Guðrún, Hulda, Bryndís H. og Oddný) 4:04,3 2. Sveit KR (Ema, Helga, Kristín og Thelrna) 4:21,3 3. Sveit ÍR-b (Hmnd, Mekkin, Am- heiður og Sigrún) 4:36,9 Stangarstökk: 1. Sigurður T. Sigurðsson FH 4,80 2. Kristján Gissurarson UMSE 4,60 3. Einar Kr. Hjaltested KR 4,00 Gestur: Rolf Nucklies Þýskalandi 4,20 Fimmtarþraut: 1. Friðgeir Halldórsson USAH 3125 2. Pétur Friðriksson UMSE 2568 3. Hjálmar Sigurþórsson HSH 2475 BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.