Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. júní 1990 « rnj ( Tímínn 5 Patreksfirðingar á ný sólarmegin í lífinu - og með „sólarlandabúa" í saltfiskinum sem: Éta beitu og hausa og safna laununum í sjóð Sólin skín nú aftur á Patreksfirði í tvennum skilningi. Hjól atvinnulífsins eru nú aftur komin í fullan gang og atvinnuleysi, sem var þar töluvert fyrir ári, hefur nú verið óþekkt í marga mánuði. Auk nægrar vinnu fýrir allt heimafólk og skólafólk nú í sumar hefur verið tölu- vert um útlendinga á Patreksfirði. Þeirra á meðal er um nú um tugur sólbrúnna Portúgala, sem reynast víkingar til verka við saltfiskvinnslu og - ótrúlegt nokk - telja slíkar upp- gripatekjur í fiskvinnslu á íslandi, að þeir snúa jafhvel heim „auðugir" menn eftir nokkurra ára dvöl. Portú- galir telja nefnilega ýmislegt, sem hér er hent í gúanó, til kóngafæðu og hvarflar ekki að þeim að éta út meiri- hluta launa sinna. Um þessa ólíku afstöðu þjóða í mill- um til launakjara og hvað telja megi til matar og hvað ekki frétti Tíminn í samtali við Halldór Leifsson hjá hinu nýja Frystihúsi Odda á Patreksfirði, sem fyrir nokkru er tekið til starfa í fýrrum Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. A Patreksfírði hafa þau umskipti orð- ið að vart nokkur maður hefúr þar komist á atvinnuleysisskrá mánuðum saman, borið saman við 25 atvinnu- lausa á sama tíma i fyrra og allt upp í 50 manns í byrjun síðasta árs. íbúðaverð rokið upp „Já, sólin skín nú allan sólarhring- inn hér á Patreksfirði. Og hér er líka mikið að birta yfir fólki og allt annað yfirbragð á þessu öllu. T.d. eru nú nær allar íbúðir, sem áður voru til sölu, gengnar út, varla nokkur smuga að fá leiguíbúð, og íbúðaverð hefúr rokið upp á ný“. Þegar brottflutning- ur var sem mestur frá Patreksfirði sagði Halldór íbúðaverð hafa farið niður í um 30-40% af brunabótamati en það sé nú komið upp í 70-80%, sem gæti svarað til svona 6-7 millj.kr. fýrir venjulegt hús. Eigin- lega sé kvótinn að verða eina hallær- ið, sem við er að búa, því hann fari stöðugt minnkandi. Ef ekki væri kvótakerfið væri allt á fúllu og meira til á Patreksfirði. Portúgalir klárir í saltfiski Hvað vinnu snerti sagði Halldór alla heimamenn hafa nóg að starfa og sömuleiðis sé nú allt fullsetið af skólafólki. „Það er líka þó nokkuð af Bank- inn ber ábyrgð „Við höfum ekki þurft að fúnda vegna þess að málið er fúll upp- lýst. En það er ljóst að við berum ábyrgð í þessu sambandi, en við vitum ekki enn hvort okkur verði staðið skil á fjármununum," sagði Sverrir Hermannsson Lands- bankastjóri aðspurður um hvað bankinn hefði gert í sambandi við peningastuldinn á Seyðisfirði. „Vitanlega hefur viðkomandi starfsmanni verið sagt upp.“ Sverrir sagði að eftir þessa reynslu þá verði framkvæmd þessi skoðuð betur til þess að setja undir hugsanlega leka. „Það leiðir að sjálfu sér að gerð verður aðsjón í þessu og jafhffamt hindrað að slík ógæfa hendi menn.“ -hs. útlendingum hjá okkur, bæði hér í Odda og Straumnesi. Flestir voru þeir yfir veturinn og margir eru enn- þá. Þeirra á meðal hafa verið nokkrir Portúgalir og aldrei eins margir og á þessu ári. Ætli þeir séu ekki um tíu um þessar mundir. Þetta eru alveg hörkumenn til vinnu í saltfiskinum og svo höfúm við líka verið að kenna þeim að beita", sagði Halldór. Og þar virðast þeir hafa komist í feitt. „Þeir borða líka beituna - enda borða þeir eiginlega allt“, sagði Hall- dór. „Þeir hafa verið að steikja loðn- una og síldina sem þeir handera á ótal vegu og þykir herramannsmatur. Þeir hirða líka hausa og sundmaga og fiskinn, sem eftir er á hryggnum úr bolfiskinum, sem annars færi beint í þróna. Þetia segja þeir alveg úrvals- mat, jafnvel bestu bitana af fiskinum, sem hreint fáránlegt sé að henda í gú- anó“. ...og safna hér „auöi“... Halldór segir algengast að útlend- ingar ráði sig til svona hálfs árs í senn. Þótt Portúgalimir séu yfirleitt fjölskyldumenn framlengi þeir oftast dvölinni, jafnvel í nokkur ár. Nokkrir séu t.d. nýfamir núna til að heim- sækja fólkið sitt í Portúgal, en séu væntanlegir aftur ef'tir nokkrar vikur eða mánuði. „Þess séu dæmi að þeir hafi verið hér ámm saman, enda finnst þeim það svoddan rífandi laun sem hér em borguð. Einn þekki ég á Tálknafirði, sem búinn er að vera hér f 4 ár, síðasta árið með konuna með sér. Hann stefnir nú á að flytja heim í haust, og er þá orðinn vellríkur á portúgalskan mælikvarða". Einhveijum þykir nú ólíklegt að saltfiskvinna bjóði mönnum upp á að safna auði á nokkrum ámm? „Launin hjá þessu fólki í þeirra heimalandi em ekki neitt á okkar mælikvarða. Þeir sjá að maturinn og margt sem við kaupum er mjög dýr, en þeir lifa öðruvísi. Þeir borða eins og fyrr segir mjög ódýrt með því að nota til matar ýmislegt sem við leggj- um okkur ekki til rnunns". Frá Siguröi Boga Sævarssyni fréttarítara Tímans á Selfossi „Við fögnum þessu verki. Það eina sem dugir til vamar byggðinni er að byggja svona volduga sjóvamar- garða", sagði Magnús Karel Hannes- son, sveitastjóri á Eyrarbakka í sam- tali við Tímann en þessa daganna er verið að byggja upp sjóvamargarða framan við byggðimar á Eyrarbakka og Stokkseyri. Magnús Karel fúllyrðir að ef garðamir hefðu verið til staðar í ofsaveðrinu við suðurströndina hinn 9. janúar f vetur heföu þeir breytt miklu. Að sögn Gústafs Jónssonar hjá vita- og hafharmálastofnun verða 720 metr- ar byggðir upp á Stokkseyri og 690 á Eyrarbakka. Þetta er það sem á að byggja á þessu ári en annað eins verð- ur byggt í náinni framtíð. Garðamir em að meðaltali 10 metrar yfir stór- straumsfjöm og í þá fara 50.000 rúm- metrar af gijóti. Lægsta tilboð í gerð þeirra var 37,8 milljónir en það hæsta Vanir fjarvistum frá fjölskyldunni Hvað snertir langar fjarvistir frá fjöl- skyldum sínum segir Halldór það ekk- ert nýtt fyrir þessa menn. „Margir þeirra, sem verið hafa að koma hing- að, vom áður vanir útilegum í marga mánuði á togurum sem hafa saltað afl- ann um borð. Einn var búinn að vera samfleytt í 9 mánuði að heiman“. var aftur á móti í kringum 87 milljón- ir. Kostnaðaráætlun var 55,9 milljónir. Að sögn Magnúsar Karels verður það að ráðast hvort höfnin á Eyrarbakka Fiskvinnslu á Patreksfirði sagði Hall- dór að mestu hafa verið í saltfiski. En einnig sé nú töluvert orðið fryst eftir að tvö frystihús vom svo sett á stofn s.l. vetur. Jafnan sé reynt að láta fisk- inn í þá vinnslu sem gefúr betur af sér. Stærsti fiskurinn sé t.d. yfirleitt settur í salt. Hráefnisöflunina segir Halldór að mestu byggjast á togaranum Látra- vík (áður Þrym), auk afla handfæra- og dragnótabáta. - HEI verður byggð upp aftur eða þá afskrif- uð en hún því sem næst eyðilagðist í ofsaveðrinu í vetur. Framtíð hafnar- innar breytir ekki öllu fyrir Eyrbekk- BrQtlenti á Oxna- dalsheiði Lítil tveggja hreyfla flugvél brot- lenti á Öxnadalsheiði í fyrradag. Vél- in var á leið frá Reykjavík til Akur- eyrar. Flogið var sjónflug. A Öxna- dalsheiði var mikil þoka og hugðist flugmaðurinn snúa við af þeim sök- um. Er vélinni var snúið vildi svo óheppilega til að annar vængur henn- ar rakst í jörðina og féll hún við það til jarðar. Þrír menn vom í flugvélinni og sluppu þeir allir ómeiddir. Vélin, sem er af gerðinni PA-23 og ber einkennisstafina TF-REF, er mik- ið skemmd. Hún var flutt til Reykja- víkur í gær. Málið er í rannsókn. -EÓ inga því eftir að Óseyrarbrúin var tek- in í notkun, fýrir tæpum tveim ámm, hefur höfnin nær ekkert verið notuð, en Þorlákshöfn hennar í stað. Gömlu vamargarðamir þoldu ekki álagið þegar á reyndi. Tímamynd: Ámi Bjama Þrír lögreglubílar frá Saab sem lögreglan hefiir keypt. Naestur er Saab 9000 CD en hinir tveir eru af gerð- inni Saab 900 sem fer til lögregiunnar í Hafnarfirði og á Sauðárkróki. I AADCAI AM CICD L\/Li tiEiLiL/ÁIM r/tn ÞRJÁ SAAB-BÍLA Þrír bflar frá Saab-verksmiðj- unum sænsku hafa nú bæst í lög- reglubflaflota landsmanna. Einn er af geröinni Saab 9000 CD og veröur hann notaður við vegaeft- írlit lögreglunnar en hinir eru Sa- ab 900 sem fara til iögreglunnar á Sauðárkróki og í Hafnarfirði. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík tók við lyklum Saab 9000 úr hendi Agústs Ragnars- sonar hjá Globus. Bfllinn sem fer í vegaeftirlitið er af gerðinni Saab 9000 CD og er búinn aflmikilli vél og sjálfskipt- ingu og að öllu leyti útbúinn sem Iögreglubfll af hendi verksmiðj- anna eins og sænska lögreglan notar. Siðan hafa tækninienn lög- reglunnar búið hann tækjum og Öðrum búnaði sem nauðsynlegur er. Hinir bílarnir eru Saab 9000 Turbo með aflmikilli 16 ventla vél. Athuganir og samningar vegna kaupanna hafa staðiö lengi og náðust hagstæð kjör hjá Saab- vcrksmiðjunum. Böðvar Braga- son lögreglustjóri í Reykjavfk seg- ir hugsanlegt að fleíri Saab-bflar verði keyptir verði reynslan af þeim góð. AUs eru nú um 20 lög- reglubílar af Saab-gerð vítt og breitt um landið. Sjóvarnargarðar í byggingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.