Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 22. júní 1990 Föstudagur 22. júní 1990 Tíminn 9 : E Sextíu ár liðin frá stofnun Sólheima í Grímsnesi og þar með fyrstu skipulögðu starfseminnf fyrir þroskaheft fólk á Islandi Hinn 5.júlí n.k. eru 60 ár liðin frá því að skipulagt starf fyrir fatlaða hófst á Islandi, með stofnun Sólheima í Grímsnesi. I tilefni afmælis heimilisins verður gestum boðið til sérstakrar hátíðardagskrár á afmælisdaginn og helgina 7. og 8.júlí verður opið hús á Sólheimum. Þessa daga verður ýmislegt á döfinni til hátíðabrigða og m.a. mun Leikfélag Sól- heima sýna Ævintýrið um stígvélaða kött- inn. Þá verður einnig opnuð ljósmyndasýn- ing og sýning á myndverkum heimilisfólks, auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Ævintýralegt þrekvirki Bygging Sólheima á sínum tíma var gríð- arlega mikið brautryðjandastarf og voru Sólheimar fyrsta heimilið fyrir þroskahefta einstaklinga. Upphaflega voru þó Sólheim- ar ætlaðir sem bamaheimili og í þeim til- gangi keypti bamaheimilisnefnd þjóðkirkj- unnar jörðina Hverakot í Grímsnesi, þar sem Sólheimar standa nú. Þetta gerðist árið 1930, en þá var ætlun þjóðkirkjunnar að byggja slíkt bamaheimili í hverjum lands- fjórðungi, en aðeins var byggt heimili á Suðurlandi. Það má segja að upphafið hafi verið ævin- týralegt. I marsmánuði 1930 kom til lands- ins Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir, sem hafði verið að nema uppeldisfræði í útlönd- um. Þáverandi formaður bamheimilis- nefndar þjóðkirkjunnar, Guðmundur Ein- arsson, fyrrv. prestur á Mosfelli, bað Sess- elju í seinni hluta marsmánaðar að hafa um- sjón með byggingu Sólheima. Hinn 10. maí 1930 var Sesselja kominn upp eftir með tjald ásamt bróðursyni sínum og hóf að leggja drög að byggingu heimilisins. Fyrstu bömin komu síðan 5. júlí, sem er afmælis- dagur Sólheima og jafnframt afmælisdagur Sesselju. Sesselja, bróðursonur hennar og bömin bjuggu í tjöldum fram í miðjan nóv- ember, en þá var kjallari fyrsta hússins til- búinn og bjuggu þau þar við erfið skilyrði fyrsta veturinn. Engir vegir voru á staðnum og því þurfti að fara með byggingarefnið 10 km leið yfir vegleysur og mýrlendi. Fyrst um sinn voru Sólheimar bamaheim- ili en þróaðist strax á fyrsta ári í heimili fyr- ir þroskahefta. Einnig ólust böm, sem bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður, upp á staðnum fyrstu árin. Þess má geta að Jónína Mikaelsdóttir, rit- höfundur, vinnur nú að gerð bókar um Sess- elju og það þrekvirki sem hún vann. Aðalsmerki Sólheima Eins og áður segir var Sesselja menntuð í uppeldisfræðum, svokallaðri antroposop- hie, og áhrif þessara fræða á starfsemi Sól- heima voru og eru enn afgerandi. Sem dæmi má nefna að Sólheimar eru ekki stofnun heldur heimili, þar sem starfsfólk á heimiliseiningum vinnur eftir vinnulotu- kerfl í samfellt ljóra sólarhringa á móti hverju íjögurra sólarhringa fríi, í stað hefð- bundins vaktkerfis í sambærilegri starf- semi. Með þessu næst ákveðinn stöðugleiki milli starfsfólks og vistmanna. Heimilislíf mótast einnig af því að starfsfólk býr með vistfólki á sex heimiliseiningum og skapar þannig mikilvæga festu og öryggi í lífi þess. Að sögn Olafs Mogenssen, forstöðumanns Sólheima, er hér um að ræða eitt aðals- merki Sólheima ásamt þeirri áherslu sem lögð er á að vistmenn gangi til fastrar vinnu milli níu og fimm á daginn. Sú vinna er mjög margvísleg og reynt er að sníða vinn- una eftir getu hvers og eins. Unnið er á verkstofu, smíðastofu, við kertagerð, skó- rækt, garðyrkju eða eldhússtörf svo eitt- hvað sé nefnt og á sumrin vinna allir úti. Allt hráefni er úr lífrænum efnum og vör- Eftir Guðmund Steingríms- Ék 1 son umar frá vinnustofunum eru eftirsóknar- verðar og hafa skapað sér orðstír fyrir gæði. Lifandi menningarstarfsemi Sesselja átti sér draum um lifandi menn- ingarstarfsemi innan vébanda heimilisins. Árið 1931 hóf Leikfélag Sólheima starf- semi sína með uppfærslu á leikritinu Ásu eftir Margréti Jónsdóttur. Leikfélagið hefur síðan verið mjög virkt og sett upp a.m.k. eitt leikverk á ári. Félagið er aðili að banda- lagi íslenskra leikfélaga og tekur þátt í þeirri starfsemi. Þessi menningarstarfsemi var mikil nýjung, þar sem þroskaheflir nutu víðast hvar mjög skertra mannréttinda á þessum tíma. Nú er einnig starfrækt á staðnum mjög öfl- ugt íþróttafélag, sem tekur virkan þátt í allri íþróttastarfsemi fyrir fatlaða. Skátafélag hefur einnig verið starfandi en er af ýmsum ástæðum ekki í gangi í augnablikinu og blandaður kór heimilisfólks og starfsmanna er starfræktur á staðnum. Að sögn Olafs hafa þessi atriði verið burðarásinn í félags- lífi Sólheima. Nýjungar á sínum tíma Fjölmargar nýjungar á Islandi litu dagsins Ijós með byggingu Sólheima. T.d. var með sérstakri byggingarlist leitast við að gera umhverfið aðlaðandi og hlýlegra. Þá var fjölbreytt mataræði í hávegum haft með áherslu á neyslu grænmetis og kommetis á þeim tímum þegar umræða um heilbrigt mataræði var nánast óþekkt fyrirbæri hér- lendis. I dag er áhersla lögð á varðveislu þeirra hefða og sérkenna sem Sólheimar hafa til- einkað sér frá fyrstu tíð, en stefna Sólheima er ekki bundin í neinn hugmyndafræðilegan klafa. Bjarga sér með fjárstyrkjum Sólheimar eru sjálfseignarstofnun innan þjóðkirkjunnar, en þjóðkirkjan rekur ekki heimilið. Sólheimar em á föstum fjárlögum og fá fé frá ríkinu í rekstrarkostnað og til launagreiðslna, en á Sólheimum em 32 starfsmenn. Allt fé til uppbyggingar og endurnýjunar hefur heimilið afiað sér að mestu sjálft í gegnum árin og reitt sig á ljár- hagsstuðning fyrirtækja, stofnanna og ein- staklinga. Að sögn Olafs hefur mikið uppbyggingar- starf verið unnið á Sólheimum og staðurinn hefur verið meira eða minna endumýjaður. Samkomuhús hefur verið byggt, en fræg er söfnun Reynis Péturs fyrir því á sínum tíma. Þá er risið nýtt húsnæði fyrir vinnu- stofur og unnið er að byggingu og endur- nýjun heimiliseiningar fyrir vistmenn. Fyr- i-: þeirri byggingu hafa safnast átta og hálf milljón, en sú söfnun hefur að mestu farið fram á bak við tjöldin með símhringingum í fyrirtæki og samtök. „Alveg frá upphafi hafa Sólheimar reitt sig á styrki fyrirtækja og samtaka. Og vegna þess að við höfum verið dugleg að bjarga okkur á því sviði þá fáum við ekki eðlilega fyrirgreiðslu frá þeim sjóðum sem eiga að íjármagna svona framkvæmdir. Við höfum verið látin sjá um okkur sjálf, og það er allt HOFSTI EINU TJALDI Fólk hrífst af staönum Frá einni sýningu Leikfélags Sólheima, en þær hafa veríð margar um dagana. í lagi. Við björgum okkur,“ segir Ólafur. fjölga vistmönnum. Vistmenn hafa verið í nýjum vistmönnum kemur á ári hverju. aldursflokk, þ.e. fýrir fólk sem er tilbúið til kringum 40 manns síðustu áratugi og eru nú Fólkið sem nú dvelur á Sólheimum er allt þess að fara að vinna. Það er á öllum stigum EkkÍ Stefna aö 39. Mjög hæg endumýjun á fólki er á Sól- komið af skólaskyldualdri og er því yfirleitt Fótlunar en flest fólkið er þó sjálfbjarga. Við Fjöldi fólks kemur í heimsókn á Sólheima ..... . .. heimum og visskjami, um fjórðungur fólks- á aldrinum 16-18 ára þegar það kemur á höfum lagt áherslu á að kenna þeim að daglega og finnst flestum þangað gaman að TJOiga Vistmonnum ins, hefur verið þar í áratugi. Einn eða tveir staðinn. vinna og það vinna allir eitthvað. Við sníð- koma. Óhætt er að fullyrða að fólk hrífist af Ólafur segir það ekki stefnu Sólheima að fara frá Sólheimum árlega og álíka fjöldi af „Staðurinn er byggður upp íyrir þennan um störfin að þeirra getu,“ segir Ólafúr. staðnum, þeim góða anda sem þar ríkir og þeirri starfsemi sem þar er starfrækt og hef- ur verið starfrækt við góðan orðstír í 60 ár. GS. • M ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.