Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 22. júní 1990 FRÉTTAYFIRLIT TEHERAN - Öflugur jarð- skjálfti reiö yfir landsvæði í (ran við Kaspíahaf. Meira en 10.000 menn slösuðust eða dóu. ( skjálftanum hrundu öll hús í mörgum þorpum. í að- alstöðvum neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna í Brus- sel var haft eftir (rönum að 3710 menn hefðu dáið. Út- varpið í Teheran sagði að þúsundir hefðu dáið í norð- vesturhéraðinu Zanjan. Björgunarmenn komust ekki til neyðarsvæðanna vegna þess að heilar fjallshlíðar höfðu hrunið yfir vegi. Jarð- skjálftinn mældist 7.3 stig á Richter-kvarða. MOSKVA - Forseti Rúss- lands, Bóris Jeltsín, sagðist hafa hvatt Míkael Gorbat- sjov til að segja af sér emb- ætti flokksleiðtoga. Hann sagði að forsetaembættið sem Gorbatsjov gegnir líka væri fullt starf fyrir einn mann. Sjálfur hefur Jeltsín sagst hugleiða að segja sig úr kommúnistaflokknum en gegna áfram embætti for- seta Rússlands. Aöalritari NATÓ sagðist vera viss um að Gorbatsjov myndi halda völdum þrátt fyrir ákafa gagnrýni sem hann hefur sætt. AMSTERDAM - Maður grunaður um að vera í IRA, var kærður fyrir að hafa drepið tvo ástralska lögfræð- inga i síðasta mánuði. Þeir voru drepnir í misgripum fyr- ir breska hermenn. BÚKAREST - Bróðir Niku- lásar Ceausescus, einræð- isherrans sem var tekinn af lífi siðasta jóladag, var dæmdur í 15 ára fangelsi sakaður um þjóðarmorð. NEW-YORK - Nelson Mandela deildi hart við Suð- ur-Afríkustjórn á öðrum degi heimsóknar sinnar í New- York. Deilt var um hvor aðil- inn kæmi í veg fyrir viðræður um endalok hvítrar stjórnar í S-Afríku. BÚDAPEST - Ungverjar opnuðu að nýju hlutabréfa- markað sinn sem kommún- istar lokuðu fyrir 42 árum KOLOMBÓ - Öryggissveit- ir á Srí Lanka náðu aftur á sitt vald héraði í austurhluta landsins eftir harða bardaga í 11 daga að sögn ríkisstjórn- arinnar. Aðskilnaðarsinnaðir Tamílar höfðu áður héraðið á valdi sinu. PORT-AU-PRINCE - Að minnsta kosti fjórir byssu- menn hófu skothríð á fundi verkalýðsleiðtoga og ríkis- stjórnar á Haítí. Einn maður dó og að minnsta kosti tveir særðust að sögn útvarps- stöðvar. Trabant og Benz. (hugum margra tákn Austur- og Vestur-Þýskalands. Austur-þýska þingið samþykkir landamæri og efnahagssamning: Hindrunum rutt úr vegi sameiningar Austur-þýska þingið ruddi úr vegi tveimur mikilvægum hindr- unum fýrir sameiningu Vestur- og Austur- Þýskalands í gær með því að viðurkenna að landamæri Póllands væru endan- leg og með því að samþykkja samning um efnahags- og gjaldeyrissamruna sem ríkisstjómir landanna hafa undirrítað. Búist var við því að v-þýska þingið myndi gera slíkt hið sama seinna um daginn. Helmut Kohl kanslari sagði á v-þýska þinginu að Þjóðverjar í báð- um löndunum ættu að grípa þetta sögulega tækifæri til sameiningar og sætta sig við landamissinn til Pól- lands sem væri það verð sem greiða þyrfti fyrir sameininguna. „í dag stöndum við frammi fýrir einföldu vali. Annað hvort staðfestum við nú- verandi landamæri eða missum af tækifæri á þýskri sameiningu", sagði hann. Hann hvatti líka V-Þjóðverja til að sætta sig við efnahagslegar fómir við að hjálpa bágbomum efhahagi Bandaríkin: Aðstoða ekki Sovétstjórn Austur- Þjóðveija til að rétta úr kútn- um. Ein aðalhindrunin í vegi alþjóð- legrar viðurkenningar á sameinuðu Þýskalandi hefúr verið tregða margra Þjóðverja viðað viðurkenna landa- mærin við Oder og Neisse-fljótin sem nú skilja að Pólland og A-Þýska- land. Tákn kaldastríðsins, landamæra- stöðin „Checkpoint Charlie“ verður rifin í dag, föstudag að viðstöddu flölmenni. Við þá athöfn verða við- staddir utanríkisráðherrar fyrrver- andi Bandamanna úr stríðinu frá Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Bretar og Frakkar auk utanríkisráðherra þýsku ríkjanna. Öll landamæragæsla um Berlín mun enda 2. júlí þegar v- þýska markið verður gjaldmiðill Austur- Þjóðverja. Fyrrverandi félagar um Lech Walesa: Ognvið Fyrrverandi fétagar Lech Walesas réðust að honum í gær vegna lát- lausrar gagnrýni hans á ríkisstjórn Samstöðu. Þeir sögðu að Walesa væri farinn að ógna veikburða iýð- ræði í landinu. Bronislaw Geremek, sem cr áhrifanukill talsrnaður Sam- stöðu á þingi iandsins, andmæiti Walesa vegna orða, sem hann lét hafa cftir sér i viðtaii á miðvikudag, um að hann lýsti yfir striði við ráða- menn og kreiðist þess að hann yrði kjörinn forseti og gæti stjórnað með tilskipunum. „Ég held að herra Wa- iesa geri sér ekki grein fyrir því að með hngsunum sínum, orðum og yfirlýsingum er hann að skapa ógn- un við hið viðkvæma iýðræði sem komist hefur á I Póllandi“, sagði Gcremek í útvarpi Póiverja. Hann sagði að kröfur Walesas um örari breytingar, endurspegluðu aðeins ósk hans um að verða sem fyrst kosinn forseti iandsins. Walesa sagði á miðvikudag að hann myndi neyðast til að gerast forseti og beita cxi til að hraða umbótum og koma í veg fyrir að Samstaða einokaði öll völd. Geremik sagðl um þessi orð að það ætti betur við að skógarhöggs- maður talaði um að halda á exi heldur en sljómmálamaður. Orð hans eru harðasta gagnrýni sem gamlir samstöðufélagar Walesa hafa látið hafa eftir sér en margir hafa í einkaviðræðum lagst gegn því að hann yrði forseti og sagt að hann skorti bæðí mcnntun og rétt uppeldi tU að gegna slikri stöðu. Dagblaö ríkistjórnarinnar Rzecz- popolita varaði við þvi að Waiesa græfi undan lýðræðinu. „Öðru hverju heyrist sagt að þörf sé á að Stjómað sé mcð sfyrkri hendi,“ sagði blaðið. „Þetta er auðveldasta leiðin til að grafa undan lýðræði. Þreytt þjóð á auðvelt með að sam- þykkja sterka stjórn“. Bandaríkjastjóm hefur gefið sterk- lega í skyn að hún muni ekki taka undir tillögu Frakka og V- Þjóðverja um efnahagsaðstoð við Sovétríkin. Embættismaður í föruneyti Bakers ut- anríkisráði.erra, sem nú er i Berlín, sagði fréttamönnum að „það væri lík- legur möguleiki að Bandaríkjamenn myndi ekki leggja til fé í slíka að- stoð“. Frakka og V-Þjóðverjar hafa lagt til að Sovétmenn verði styrktir með 20 milljónum dala og verði það hluti af ráðstöfunum til að sætta þá við aðild Þýskalands að NATÓ. Utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, James Bak- er, sagði við fréttamenn: „Það þurfa að gerast umtalsverðar umbætur í Sovétríkjunum áður en slík aðstoð gæti komið að gagni". Að auki sagði hann að Bandaríkjastjóm myndi eiga bágt með að fá slíka aðstoð sam- þykkta í landi sínu á meðan Sovét- menn héldu áfram íjárhagsstuðningi við Kúbu, Norður- Kóreu og Víetnam en Bush sagði að önnur Austur-Evr- ópuríki, sem fengið hafa aðstoð, veiti ekki fé til þessara landa. Bush Bandaríkjaforseti og Gorbat- sjov Sovétleiðtogi undirrituðu við- skiptasamning á fundi sínum fyrr í þessum mánuði en Bush hefúr sagt að hann muni ekki biðja Bandaríkjaþing um að staðfcsta samninginn fyrr en Sovétmenn setji ný lög um frelsi til að yfirgefa landið. Utanríkisráðherra Austur- Þýska- lands Markús Meckel sagði á þriðju- dag að hann myndi leggja til að leið- togar NATÓ og Varsjárbandalagsins héldu fúnd til að ræða hemaðarstöðu sameinaðs Þýskalands en embættis- BNA frestar viðræðum við PLO: Harmur og fögnuður vegna viðræðuslita James A. Baker utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. maður Bandaríkjastjómar sagði það vera afar ólíklegt að Bandaríkjastjóm samþykkti slíka tillögu. Ákvörðun Bandaríkjastjómar um að slíta viðræðum við PLO a.m.k. um tíma var fagnað af sumum en olli reiði annarra á fimmtudag. Eins og búast mátti við fagnaði Israelsstjóm tilkynningu Bush á miðvikudag um að slá á frest viðræðunum sem hafa staðið í 18 mánuði. Hún lýsti líka þeirri von að viðræðumar yrðu ekki hafnar að nýju en Bush skaut ekki loku fyrir það ef PLO fordæmdi mis- heppnaða sjóárás í síðasta mánuði. Bandaríkjaþing sem styður eindregið Pentagon hættir við framkvæmdir Vamarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna lagði í gær fram tillögur fýrir þing Bandaríkjanna um að hætt yrði við hemaðarframkvæmdir fyrir 327.4 milljónir bandaríkjadala. Flestar þessar ffamkvæmdir áttu að verða í V-Þýskalandi en að auki var lagt til að áfram verði beðið með framkvæmdir sem kosta mundu 6.7 milljarða dala víða um heim. Tals- maður vamarmálaráðuneytisins Pete Williams sagði að enn frekari niðurskurðar væri að yænta í fjár- lögum Bandaríkjahers. ísraela og róttækir Palestínumenn, sem em andvígir Arafat, fögnuðu yf- irlýsingunni. Hins vegar hörmuðu hófsamir leiðtogar PLO að viðræðum væri slitið og kenndu Washington um að hafa mistekist að fá ísrael til frið- arviðræðna. Sjálfúr viðurkenndi Bush að yfirlýsing sín gæti styrkt stöðu harðlínumanna í Miðaustur- löndum. Arababandalagið, samtök tuttugu og eins arabaríkis, sagði að ákvörðun Bush væri óréttlætanleg. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Javi- er Perez de Cuellar og leiðtogar Jórd- aníu sögðust vona að viðræður hæf- ust brátt að nýju. Mitterand Frakk- landsforseti sagði r gær á blaða- mannafundi að Bandaríkjamenn ættu að vera jafn ákveðnir við ísraels- menn og þeir væm við PLO. Tals- maður utanríkisráðherra Frakka hafði áður sagt að Frakkar myndu halda áfram að ræða við alla aðila deilunn- ar. Talsmenn PLO sögðu að alþjóða- þrýstingur myndi á endanum neyða Bandaríkjamenn til að viðurkenna PLO og sögðu að hingað til hefði þeim þótt Bandaríkjamenn aðeins ætlast til að PLO léti af kröfúm sín- um en fengi ekkert í staðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.