Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 14
14* Tíminrr Föstudágur22. 'júní '1990 " ' - •• •.« UR VIÐSKIPTALIFINU Niðurgreiðsla ríkisskulda á Bretlandi ■c ro o ro ro ■o 250 200 150 |_SJð_áf««tri61ð j: j N«pát«on»»tyfj«ldknr [: = 100 ro ic 50 Ríkisskuldir sem % af vergri þjóöarframleiðslu Bretlands fra 1700. Heimlld: Robert J. Barro, Macroeconomics, New York, 1988. I stórum dráttum eru breskar ríkis- skuldir þrenns konar: l) Ríkisskulda- bréf til langs tíma og á fbstum vöxt- um, út gefin af Englandsbanka fyrir hönd fjármálaráðuneytisins (að upp- hæð 197,3 milljarðar punda um mitt ár 1988). 2) Spariskírteini ríkissjóðs (að upphæð 28,4 milljarðar punda 1989. 3) Erlendar skuldir (að upphæð 4,7 milljarðar punda 1988). Frámiðj- um níunda áratugnum hefur breska ríkið leyst inn skuldabréf umfram þau sem í gjalddaga hafa fallið, þann- ig að útistandandi upphæð þeirra hef- ur lækkað. Annars vegar hefur inn- lausn þeirra tengst einkavæðingu fyr- irtækja og hins vegar skattstigi sem hefur verið hækkandi hlutfall þjóðar- tekna. Nú eru jafnvel að því leidd rök að breska ríkið gæti, ef kapp á það legði, leyst að öllu inn skuldabréf sín til langs tíma fyrir 1997. Til innlausnar ríkisskuldabréfanna segir á breskum peningamarkaði. Helstu kaupendur þeirra eru vátrygg- ingafélög og lífeyrissjóðir. Á sjöunda og áttunda áratugnum keyptu þau meira að segja ríkisskuldabréf á kostnað annarra. Skuldabréf fyrir- tækja (debentures) námu 1965 um 15,3% af- eigum vátryggingafélaga en 1986 um 3,2% þeirra; og 1965 um 15,7% af eigum lífeyrissjóða, en 1986 um 1,2% þeirra. Ef þau tækju í fyrra mæli til við kaup á skuldabréf- um fyrirtækja myndu þau leggja þeim um 32 milljarða punda til í lánsfé. Fyrsta einkavæðingin I tilefni síðari einkavæðingar breska stáliðnaðarins 1988 gaf Historians Press i London út stutta bók um hina fyrri 1953 sem oftast er nefnd „fyrsta einkavæðingin“. (Kathleen Burk, The first privatization, the politici- ans, the City and the denationaliz- ation of steel, ix — 158 bls., paper- back, 4,95 pund.) Til fróðleiks áhugamönnum um þau efhi er bókar- innar getið. I fyursta hluta bókarinnar segir frá umræðum á peningamarkaðnum í London um hvemig staðið skyldi að sölu hinna þjóðnýttu stálsmiðja, en hin fyrsta, United Steel Company, var seld i nóvember 1973. Sala þeirra varð þó ekki gróðavegur sem þjóð- nýttra fyrirtækja á níunda áratugnum. Einkavæðing „bæj- ar“íbúða á Bretlandi Á Bretlandi var þriðja hver íbúð í eigu bæjarfélaga 1979, þegar íhalds- flokkurinn undir forsæti Thatchers myndaði ríkisstjóm. Fyrir forgöngu stjómarinnar vom þær boðnar íbú- endum til sölu með afföllum. I fyrstu allt að 60% eftir 15 ára búsetu. Affbll til íbúenda vom lækkuð 1986 niður í 44% eftir tveggja ára búsetu en 70% eftir 15 ára. Höfðu liðlega milljón bæjaríbúðir verið seldar 1986. Sakir sölu þeirra fjölgaði eigendum eigin íbúða úr 50% í 56% frá 1979 til 1986. Meðalverð íbúða til íbúenda var 13.800 pund í september 1986. Stígandi MINNING Tómasdóttir Helga Fædd 24. september 1908 Dáin 15. júní 1990 Hún amma er dáin! Osköp er undar- legt að eiga ekki eftir að hitta hana oftar í þessu lífi. Þó veit ég vel að hún var komin yfir áttrætt og síðustu ævi- árin hafa verið samfellt veikindastrið en samt er erfitt að kveðja. I gegnum lífið safnar maður sífellt í lífsreynslupokann. Oft er litið í hann og athugað hvað nýtist hverju sinni. Reynist þá vel ýmislegt frá bemsku- dögum sem ofl hefur komið frá elstu kynslóðinni. Eg hef átt því láni að fagna að þekkja báðar ömmur mínar vel og eiga þær að vinum. Föður- amma mín, Guðrún Ámundadóttir, lést þegar ég var tólf ára gamall en svo ótrúlega rifjast upp fyrir mér ým- islegt sem hún sagði mér og kenndi. Móðurömmu mína, Helgu Tómas- dóttur, kveð ég í dag, nú þegar ég er að byrja að potast upp á fertugsaldur- inn. Minningasjóðurinn er stór. Sam- band okkar hefur alltaf verið sterkt þó það hafi tekið eðlilegum breyting- um með aldri okkar beggja. Amma var fædd að Tröð í Fróðár- hreppi 24. september árið 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Tómas Sigurðsson (1865-1952) og kona hans Ragnheiður Ámadóttir (1879- 1973) enn þau bjuggu í Tröð um þetta leyti. Tómas var sonur Sigurðar Pálssonar (1819-1883) bónda að Höfða í Eyrarsveit og seinni konu hans Jóhönnu Sigurðardóttur (1829- 1901). Jóhanna var dóttir Sigurðar Natanelssonar (1789-1869) sem síð- ast bjó að Hömrum í Eyrarsveit og Helgu Halldórsdóttur f. 1791 frá Miðhúsum í Þingi. Helga giftist aldr- ei en átti tvö böm með Sigurði. Helga þessi var hagmælt og svo var einni með Jóhönnu og Tómas. Amma bar nafn þessarar langömmu sinnar. Ragnheiður Ámadóttir, móðir ömmu, var fædd að Kársstöðum í Helgafellssveit, dóttir Áma Jónas- sonar (1848-1901) bónda þar og konu hans Kristínar Sigurðardóttur (1850-1940). Ámi var sonur Jónasar Ögmundssonar (1809-1878) bónda að Kársstöðum og konu hans Ragn- heiðar Ámadóttur f. 1812 Jónssonar bónda að Laxfossi í Stafholtstungum og Borg í Miklaholtshreppi. Kristín var dóttir Sigurðar Natanelssonar sem áður er getið og konu hans Sól- veigar Gísladóttur. Faðir hennar var Gísli Sigurðsson „skógstrendinga- skáld“, bóndi á Klungurbrekku á Skógarströnd. Foreldrar ömmu, Tómas og Ragn- heiður, vom gefin saman 10. nóvem- ber árið 1900 og hófu sinn búskap að Nýlendu í Fróðárhreppi. Síðar fluttu þau að Ósi sem var nýbýli sem þau stofnuðu rétt við Nýlendu. Þaðan flytja þau að Tröð árið 1907 og þar fæðist amma árið eftir. Amma var sjötta bam foreldra sinna en tvo þeirra höfðu dáið í frumbemsku. Þegar amma var á þriðja ári fiutti fjölskyldan að Tungukoti í sömu sveit. í Tungukoti var lítill torfbær og þar bættust fjórar systur í hópinn svo bömin urðu alls tíu en átta komust til fullorðinsára. Bömin sem upp kom- ust vem þessi í aldursröð: Kristensa, Pálína, Sigurður, Helga, Guðrún, Að- alheiður, Sigríður og Kristjana. Þegar amma var ellefur ára fiutti fjölskyldan að Bakkahlíð á Brimils- völlum í sömu sveit. Amma lýsti því sem hreinu ævintýri að fiytja að Völlum. Fjölskyldan komst í betri húsakynni og á Völlum var margt fólk á þessum tíma, líf og og fjör. Þetta vom dálítið sérstakar aðstæður, Vallnabærinn var höfuðbólið en síð- an vom einar níu hjáleigur sem höfðu grasnyt en aðalframfæri hafði fólkið af fiskveiðum. Þama vom stórar Qöl- skyldur og mikið af ungu fólki scm safnaðist saman þegar tími var til og skemmti sér við leik og dans. Amma ljómaði alltaf af gleði þegar hún lýsti unglingsárunum, enda er fallegt á Völlum og þar hefur áreiðanlcga ver- ið á margan hátt gott að vera á meðan mannlíf stóð í blóma. Amma fór snemma að vinna fyrir sér og var í vistum eða vann í fiski. Þegar hún var rétt um tvitugt var hún eitt sumar í kaupavinnu á Mófells- stöðum í Skorradal. Þegar kaupa- vinnuni lauk um haustið keypti hún orgel á Gmnd í sömu sveit og fór með það vestur að Völlum. Um vet- urinn sótti hún nokkra tíma í orgel- leik til Ólafsvíkur. Þetta var eina til- sögnin sem hún fékk en áhuginn var brennandi og hún náði umtalsverðri leikni i orgelleik. Amma átti þrjú org- el um ævina og þótti henni ákaficga vænt um þessi hljóðfæri. Hún var mjög músíkölsk og skilaði mikið á meðan hún gat. Amma hafði einnig háa og fallega sópranrödd og hafði mikið yndi af söng. Það veitti henni mikla lífsfyllingu að syngja og spila undir á orgelið. Hún tók virkan þátt í starfi kirkjukóra og söng meðal ann- ars með kirkjukór Óháða safnaðarins í tuttugu ár. Ógleymanleg em mér aðfangadags- kvöldin hjá afa og ömmu þegar öll Qölskyldan safnaðist við orgelið hjá ömmu og sungnir vora jólasálmamir. Söngur og tónlist gáfu henni mikið og því hafði það djúp áhrif á hana þegar hún hafði misst söngröddina og gat ekki lengur spilað á orgelið sitt. Amma giftist 14. júní árið 1930 leikfélaga af æskuslóðunum. Þetta var hann afi, sem reyndar heitir Ámi Kristinn Hansson, fæddur 5. desem- ber 1907 á Holti á Brimilsvöllum. Foreldrar hans vom Hans Bjami Ámason (1883-1958), formaður og bóndi á Holti, og kona hans Þorbjörg Þórkatla Ámadóttir (1879-1969). Afi ólst upp á Holti en þaðan var stutt til Bakkabúðar og hafa þau sjálfsagt fengið nóg tækifæri til að gefa hvort öðm auga í leik og starfi. Þetta varð langtímahjónaband, það varði í sex- tíu ár og einn dag. Amma og afi hófu búskap í Hjalla- búð á Brimilsvöllum þar sem þau bjuggu fyrstu sjö árin. Þar fæddust þeim tvær dætur, Björg Ragnheiður 1931 og Ingibjörg 1935. Margar sög- ur sagði amma mér frá Hjallabúðar- ámnum og lífinu á Völlum, þar skipt- ust á skin og skúrir. Þau höfðu lítið bú sem sá fyrirþörfum heimilisins og afi stundaði sjóinn. Hann var formað- ur á síðasta bátnum sem gerður var út frá Völlum. Vegna hafnleysis lagðist útgerðin af 1937-38 og fólkið á hjá- leigunum flutti burtu. Afi og amma fiuttu til Reykjavíkur og bjuggu þar í leiguhúsnæði. Þar fæddist yngsta dóttirin árið 1939, Ragnheiður Dóróthea, móðir undir- ritaðs. Erfitt var að fá vinnu í lok kreppunnar og því fluttu þau til Ól- afsvíkur snemma vors 1940, rétt áður en landið var hemumið. I Ólafsvík byggði afi hús og notaði í það efni úr Hjallabúðarbænum. Þetta hús köll- uðu þau Sólvelli og stendur það enn. Foreldrar þeirra beggja vom þá einn- ig komnir til Ólafsvíkur og bjuggu í næsta nágrenni, á Kaldalæk og Fögravöllum. Ólafsvíkurárin urðu sjö og nú var fiutt búferlum suður á Kópavogsháls. Þar keyptu þau sum- arbústað sem seinna varð Digranes- vegur 62. Á þessum stað bjuggu þau næstu Qömtíu árin. Afi fór að vinna við trésmíðar, dreif sig síðan í Iðn- skólann og varð trésmíðameistari og starfaði við það æ síðan. Á Digranes- vegi 62 komu þau sér vel fýrir, byggðu við húsið og ræktuðu falleg- an garð. Garðurinn skipaði stóran sess hjá ömmu og hún sinnti honum vel eins lengi og hún gat. Kópavogs- hálsinn var nú ekki mjög blómlegur frá náttúmnnar hendi og því þurfti talsvert átak til að koma þar upp garði. Garðræktaráhuginn hafði fýlgt ömmu alveg frá Hjallabúðarámnum, þar byrjaði hún að safna að sér plönt- um, aðallega íslenskum. Mér finnst gaman að því að eiga venusvagn sem amma ræktaði fýrst í Hjallabúð. Á Sólvöllum kom hún sér einnig upp garði en á þeim ára vom Ólsarar nú lítið í garðræktinni og þótti þetta hálfundarlegt uppátæki. Við Digra- nesveginn vora skilyrði betri og þar óx upp reglulegur skrúðgarður sem ber eljusemi ræktendanna fagurt vitni. Þegar ég var bam fannst mér garð- urinn hjá afa og ömmu hreinn ævin- týraheimur. Amma kenndi mér snemma að umgangast gróðurinn af varfæmi með því að láta mig klappa blómunum og segja „esku lómin“. Þetta hafa sennilega verið fýrstu kennslustundimar í garðyrkju og ýtt undir það að garðyrkja er nú orðin mitt aðalstarf. Þessi garður var ekki bara blómagarður, þar uxu líka rifs- ber, sólber og jarðarber. Þetta var mikið lostæti og alltaf var hægt að fá leyfi til að bragða á berjunum. Amma var einstakur aðdáandi allra berja og hvers konar nýting á berjunum minn- ir mig alltaf á hana. Eftir að þau fiuttu suður var farið vestur á hverju ári til berja og komið heim með krækiber og bláber í kílóatali. Ég hef aldrei kynnst annarri eins eljusemi við berjatínslu og hjá ömmu og afa. Amma var lagleg kona, ffernur lág- vaxin, með falleg brún augu. Hún var alltaf smekklega klædd og vildi líta vel út allt til síðasta dags. Húsmóður- starfið var hennar aðalstarf eftir að hún stoftiaði heimili. Þar var henni metnaðarmál að heimilið og um- hverfi þess væri fallegt og snyrtilegt. Mér finnst í minningunni að allir hlutir hafi alltaf verið á sínum stað, en þó var þetta allt þannig að manni leið alltaf vel en var ekki þvingaður af einhverjum finheitum. Amma var mjög lagin í höndunum og saumaði margt og föndraði um ævina. Hafði hún af þessu mikið yndi á meðan heilsan entist. Eins og fýrr segir eignuðust amma og afi þrjár dætur sem allar giftust og barnabömin urðu níu. Bamabama- bömin em orðin sex. Síðustu æviárin vom ömmu á marg- an hátt erfið. Heilsan var mjög léleg af ýmsum orsökum, þetta þreytti hana mjög og tók frá henni alla starfsorku og starfslöngun. Afi hlúði að henni á allan hátt eftir bestu getu og sýndi einstaka fómfysi og þolin- mæði. í ágúst 1987 var svo komið að þau treystu sér ekki lengur til að halda heimili og fengu inni á Hrafn- istu í Reykjavík, þar sem þau hafa dvalið síðan. Þrátt fýrir margvísleg veikindi fékk amma að halda sínum andlega styrk til hinstu stundar. Við töluðum lengi saman í síma kvöldið áður en hún dó og ræddum margt gamalt og nýtt í lífinu eins og svo oft áður. Hún var hress í máli en orðin langþreytt á veikindastríðinu. Daginn eftir er hún öll og ég er hnugginn yfir því að hitta hana ekki oftar en um leið þakklátur fýrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég ætla að enda þessi kveðjuorð með bæn sem amma kenndi mér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilifri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sœnginniyfir minni. (H.P.) Ég veit að systkini mín em, eins og ég, ákafiega þakklát ömmu fýrir þá umhyggju sem hún sýndi okkur alla tíða. Élsku afi, við biðjum Guð að vera með þér og styrkja þig um ókomin ár. Arni Brynjar Bragason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.