Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 3
Laijgíardagijr^O. júpí.,1990, , Fjölbreytt ferðaþjónusta á Ytri-Vík á Arskógsströnd: Sjóstangveiði á Eyjafirði Hestaleiga, laxveiði, gisting, skoðunaiferðir, kaffihlaðborð og það nýjasta nýtt sjóstangveiði ásamt ýmsum möguleikum öðrum er hluti þess sem ferðamönnum er boðið uppá á Ytri-Vík á Árskógs- strönd, þar sem þau Eria G. Sveinsdóttir og Hólmar Ástvaldsson reka gistihús sem er hlekkur í Ferðaþjónustu bænda Ytri-Vík er á Arskógsströnd, tæplega 30 km norðan Akureyrar. Þar hefitr ver- ið rekið gistihús og ýmis þjónusta við ferðamenn í átta ár. Að sögn Erlu G. Sveinsdóttur hefur þeim ferðamönnum sem sækja staðinn heim fjölgað jafnt og þétt. Jafhffamt er þeim möguleikum sem ferðamönnum er boðið uppá sífellt að fjölga. Boðið er uppá gistingu fyrir 16 manns i rúmum, og svefnpokapláss er fyrir 16-20 manns. Gestir og gang- andi geta keypt mat á Ytri-Vík, og í júli- mánuði er boðið uppá kaffihlaðborð á sunnudögum, og hefurþað notið mikilla vinsælda. Boðið er uppá stuttar ferðir um nágrennið á hestum og einnig nokk- urra daga ferðir með Pólarhestum, m.a. út í Fjörður. Skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni eru famar um ná- grennið, þar sem m.a. er skoðuð eina konungsgröfin á Islandi, á Hrærekshóli. Síðasta sumar var biyddað uppá þeirri nýjung að sleppa hafbeitarlaxi í Þor- valdsdalsá, og þar gefst ferðamönnum kostur á að renna fyrir lax í fallegu um- hverfi. Enn er boðið uppá nýjungar, og að þessu sinni er það sjóstangveiði á Eyja- firði. Famar verða reglubundnar ferðir tvisvar í viku á fimmtudags- og laugar- dagskvöldum, hin fyrsta 30. júní. Farið verður ffá Hauganesi kl. 20.30, siglt er um fengsæl fiskimið norðurfyrir Hrísey og allt norðurundir Ólafsfjarðarmúla. Reiknað er með að hver ferð taki 3-4 klst, en hugsanlegt er að þær verði lengri ekki síst ef miðnætursólin í Múlanum verður falleg. Hámarksfjöldi í ferð er 12-14 manns, og æskilegt er að fólk láti skrá sig fyrirffam í síma 96-61982. Auk skipulagðra ferða geta hópar sem telja fleiri en 5 manns pantað hvenær sem er. Verð fyrir einstaklinga er 3600 krónur, og böm yngri en 12 ára greiða 1/2 gjald. Hópar fá 10% afslátt, og þeir sem gista í Ytri-Vík fá 15% afslátt. Siglt er á 29 tonna bát, Níelsi Jónssyni, og um borð em veiðarfæri við hæfi, stangir og handfæri, og boðið er uppá hressingu um borð. Sveinn Jónsson, „guðfaðir" gistihúss- ins, sagði að markmiðið með aukinni fjölbreytni í ferðaþjónustu á Arskógs- strönd, væri fyrst og ffemst að efla at- vinnulífið. Hér hefur löngum verið gott atvinnuástand, og atvinnuleysi nánast óþekkt, en það má alltaf bæta við og opna nýjar leiðir. Við sáum okkur leik á borði með að prófa sjóstangveiðina í samvinnu við eigendur Níelsar Jónsson- ar, þar sem kvóti bátsins er búinn og fyr- ir lá að hann yrði bundinn við bryggju í allt sumar. Ahugi á sjóstangveiði er mikill, og hér fyrir utan em fengsæl fiskimið og fagurt umhverfi og því kjör- ið tækifæri að hrinda þessu í ffam- kvæmd nú. Norðlenskir blaðamenn tóku forskot á sjóstangveiðisæluna í blíðskaparveðri fyrir skömmu. Handatiltektimar vom misgáfulegar, og ekki laust við að eig- endur bátsins, þeir Gunnar og Níels Halldórssynir, glottu í kampinn yfir að- förunum. Þónokkrirþorskar álpuðust þó til að bíta á. Hins vegar bar alls ekki saman fjölda þeirra fiska sem landað var og samanlagðri tölu sem blaðamenn töldu sig hafa veitt, en slíkt ku vist til- heyra öllum sportveiðiskap. hiá-akureyri. Tímipp., 3 —mm—mm Akureyri: Ekiö á 2 kyrr- stæða bíla Á fimmtudagskvöldiö var ekið á tvo kyrrstæða bfla við Geislagötu á Akur- eyri, með þcim afieiðingum að annar bfliinn er talinn ónýtur, og bflinn, sem slysavaidurinn ók, er stórskemmdur. Að sögn varðstjóra í lögreglnnnl á Akureyri voru tildrög slyssins þau að lítilli Ðaihatsu bifrelð var ekið á mik- iUi ferð norðan Geislagötu og þar á of- an var bflstfórinn að „gera cinhverjar rósir". Á móts við Landsbankann roissti bann stjórn á bflnnm með þeim afleiðingum að hann ók upp á bfla- plan vestan Geislagötu og stór- skemmdi kyrrstæðan bð, kastaðist út á götuna aftur og uppá plan austan við götuna og stöðvaðist þar á kyrr- stæðum bfl. Farþegi sem var í seinni bflnum scm ekið var á slapp ómeidd- ur. Sjónarvottar að slysinn sögðu að citthvað þessn líkt hcfði hlotiö að ger- ast þar sera öknmaðurinn „hefði hag- að sér eins og fifl“ allt kvöldið. Að öll- um Ifldndum verður hann sviptur ökuleyfi. hiá-akureyri. PZ sláttuþyrlur Vinnslubr. 1,35 -1,65-1,85 m. Verðfrá kr. 138.000.- CLAAS rúllubindivél Best búna og öflugasta heybindivélin á markaðnum. Sérstakt afsláttarverð kr. 716.000.- i * y " CIHHS PZ tromlumúgavél Vinnslubr. 3,30 — 4,50 m. Verð frákr. 153.500.- PZ stjömumúgavél Vinnslubr. 3,30 — 3,70 m. PZ FANEX heyþyrla. Öflug og afkastamikil, vinnur vel, rakarfrá skurðbökkum og girðingum.Dragtengd, lyftutengd og með vökvalyftingu í flutningsstöðu. Verð frá kr. 205.000.- SILAGRIP vinsælasta baggagreypin KVERNELAND -UNDERHAUG rúllupökkunarvélin góðkunna. Margreynd við okkar aðstæður. Verð frá kr. 319.000.- Fæst í margs konar útfærslum. Nú fáanleg með breiðfilmubúnaði sem eykur afköstin og sparar plastið. Flestar vélanna eru til sýnis og sölu hjá eftirtöldum aðilum: Kf. Rang., Hvolsvelli — Bílasm. K.Á., Selfossi. B.T.B., Borgarnesi — Vélsm. Húnv., Blönduósi Þórshamri, Akureyri — Kf. Þing., Húsavík Kf. Skagf., Sauðárkróki — Kf. Hrútf., Borðeyri. Nýtið ykkur afsláttarverðið á CLAAS og KVERNELAND - UNDERHAUG SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 itllásúiífig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.