Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 30. júní 1990 Laugardagur 30. júní 1990 «• i f Tíminn 21 Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason: Heimili prestsins er undir verulegu álagi Eitt umræðuefna nýafstaðinnar presta- stefnu voru svokölluð innri mál, þ.e.a.s. andleg líðan og uppbygging prestanna sjálfra. Biskupinn yfir Islandi, hr. Olafur Skúlason, er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni. Hann var fyrst spurður hver væru tildrögin að því að hann ákvað m.a. að leggja sérstaka áherslu á þau mál? „Við töluðum um uppbyggingu safnað- arins á prestastefnu í fyrra og höfúm ákveðið að þessi áratugur verði helgað- ur þeirri uppbyggingu. I flestum tilfell- um er presturinn eini fasti starfsmaður safnaðarins. Þar af leiðandi verður sam- hliða að ræða uppbyggingu hans. Prest- ar hafa. jafnframt töluvert kvartað yfir sínum hlut bæði afkomu og öðru. Mig langaði að mæta þörfinni á einhvem hátt. Það er ekki á mínu færi að bæta við krónum í launaumslagið en ég gat veitt prestum annað sem ef til vill verður var- anlegra. Eg lagði áherslu á að kafað væri dýpra í uppbyggingu okkar sjálfra með bæn og biblíulestri, að guðfræði- legri iðkun væri haldið við og riQað upp það sem farið var yfir í okkar námi. Það er full þörf á að leita aftur þeirra upp- spretta sem við dvöldum við er við ákváðum að gerast prestar. En veröldin veldur því oft að ekki streymir jafn fag- urlega í gegn og ætti að vera“. Álag á prestsfjölskyldur er að sögn mikið. Hvað er til ráða í þeim efnum? „Ég hlýddi einmitt á prestastefnunni á erindi prestsfrúar þar sem hún ræddi hvemig prestsheimilið gegnir auðvitað sama hlutverki og önnur heimili en við það bætast síðan ótal aðrar skyldur. Heimilið er yfirleitt vinnustaður prests- ins. Þegar hann til dæmis tekur á móti sóknarbömum er ekki gengið inn á skrifstofu heldur til stofu á prestsheimil- inu. I öðm lagi á presturinn sjaldan frí um leið og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Hátíðir eru undirlagðar af skyldustörf- um og flestar helgar einnig. Allt þetta veldur auknu álagi á Qölskylduna. Nútíminn krefst þess að tveir vinni fyir hverju heimili. Sökum álags á heimili þurfa prestar mikið á maka sínum að halda. Þegar síðan maki prests vinnúr fúllan vinnudag utan heimilis getur ver- ið mjög erfitt að láta þetta ganga upp. Ef prestar hefðu þokkalegri laun væri ef til vill möguleiki að makar þeirra þyrftu ekki að vinna nema hálfan daginn. Þar að auki þegar prestar koma úr skóla, ef til vill með námslán á bakinu, þurfa þeir oft að útbúa sjálfir skrifstofu vegna embættisins. Jafnvel með kostnaðar- sömum hlutum eins og tölvu. Ef við tök- um til hliðsjónar embætti eins og skóla- stjóraembætti þá ætlast enginn til að skólastjórinn leggi sjálfur til kennslu- gögn. Hvað þá að hann taki nemendur og starfsfólk heim til sín þar til skóli er risinn eins og sjálfsagt þykir að prestur geri þegar hann byrjar í kirkjulausum söfnuði. En þessu fýlgir óhjákvæmilega álag umfram því sem er á venjulegu heimili“. Nú hefur mikil dulspekibylgja tröllr- iðið þjóðinni að undanförnu og vöxt- ur ýmissa sértrúarhópa verið mjög hraður. Hver er afstaða þjóðkirkj- unnar til þessa og er áformað að sækja eitthvað á í andlegum efnum? „Það er alveg rétt að dulhyggja, nýald- arhreyfing og hveiju nafni sem þetta allt nefhist er töluvert að sækja á. Við bregðumst auðvitað fyrst og fremst við með því að reyna að átta okkur á hvað um er að vera. Ég hef falið einum starfs- manni hér á biskupsstofú, Magnúsi Er- lendssyni fúlltrúa í fræðsludeild kirkj- unnar, að kynna sér sérstaklega þessi mál. Hann mun dvelja nokkum tíma er- lendis og kynna sér málin því vanda- málið er ekkert sérislenskt fyrirbrigði. Þegar hann kemur til baka með sínar til- lögur munum við leitast við að kynna þær. Á þann hátt vonumst við til að geta bent prestum á hvað hér er á seyði og hvað er til ráða. Við erum auðvitað ekki í nokkrum vafa um að Jesús Kristur er svarið. Við eigum að leita til hans og þurfúm ekki að sulla einhverju saman. Margir þessara hópa hafa viljað taka eitthvað úr trúnni og eitthvað annars staðar frá og segja síðan: „Þetta er hin fullkomna blanda“. Við höfum sann- leikann í Jesú Kristi og trúum að hann sé vegurinn sem beri að halda. Auðvitað er það áfellisdómur um okk- ur sem hjá kirkjunni störfum ef fólkið finnur ekki í kirkjunni það sem það leit- ar og verður að snúa sér annað. Þetta er atriði sem ber nauðsyn til að skoða. I stofnun jafn stórri og þjóðkirkjunni hættir öllum til að vera ekki nógu vel á varðbergi. Þá eru alltaf einhverjir í jöðr- unum sem heltast úr. Við vitum að í söfnuðum er það ákveðinn kjami sem helst nýtur þess sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Þegar síðan einhver kemur á vettvang og gerir sér annt um að hjálpa því fólki sem ekki finnur sig heima í kirkjunni lái ég því ekkert þó það fari. í þessum hópum er borin umhyggja fyrir einstaklingum sem við höfúm vanrækt eða höfúm ef til vill ekki getað sinnt vegna fjöldans. Þetta ýtir auðvitað við okkur. Við viljum átta okkur á hvað áð- umefndir hópar hafa upp á að bjóða og benda síðan á að í kirkjunni er að finna það sem öllu máli skiptir. Við viljum hjálpa fólki að ná fótfestu í kristinni trú. Okkar markmið er að reyna að verða að- ili sem getur komið til móts við fólk með margvíslegar þarfir á ýmsum svið- um. En þar komum við að mikilvægi uppbyggingar prestanna sjálfra". Á það hefur verið minnst að guð- fræðinámið búi presta ekki sem skyldi undir það tilfinningalega álag sem því fylgir að taka við söfnuði og glíma við ýmis vandamál sem þar kunna að koma upp. Hver er þín skoðun varðandi þetta? „Eitt það fýrsta sem ég gerði þegar ég tók við starfi biskups var að setja á laggirnar nefnd í samvinnu við guð- fræðideild Háskólans. Markmið nefnd- arinnar var að huga að hvemig best væri hægt að búa guðfræðistúdenta undir prestsstarfið. Síðastliðið vor, í framhaldi af starfi nefndarinnar, voru samþykkt ný lög um prestaköll, pró- fastsdæmi og starfsmenn þjóðkirkjunn- ar sem taka gildi á morgun. I þeim er kveðið á um að enginn geti sótt um prestakall nema viðkomandi hafi í ákveðinn tíma starfað með presti á ábyrgð hans og prófastsins. Þeim tíma er gert ráð fyrir að guðfræðingar verji til að kynna sér hina ýmsu þætti prest- legrar þjónustu. Ég sótti nýlega fúnd í Skálholti með guðfræðinemum og þeir fagna öllum þessum breytingum. Við finnum öll hvað við emm vanbúin til þess að gerast prestar. Þó einhver útskrifist með ágætis próf er ekki þar með sagt að viðkomandi geti orðið góður prestur. Starfið krefst mikilla mannlegra samskipta og annars þess háttar sem ekki þarf endilega að eiga neitt skylt við námshæfileika. Jafnframt er nú í guðffæðideildinni verið að vinna að gagngerri uppstokkun og endurskoðun námsskrár kennimann- legrar guðfræði. Ég bind miklar vonir við þá endurskoðun og tel þetta vera skref í þá átt að við finnum út hvemig kirkjan og guðfræðideildin geti boðið þjóðinni upp á sem allra bestu prest- ana“. Svo við víkjum nú aðeins að fjármál- um þjóðkirkjunnar og einstakra safn- aða. Breiðholtskirkja, til dæmis, hef- ur verið auglýst í Lögbirtingarblað- inu í tvígang sem bendir óneitanlega til slæmrar fjárhagsstöðu. Hvernig er fjármálum þjóðkirkjunnar varið al- mennt? „Það vom gerðar breytingar á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum fýrir fáum ámm. Þá var bundið í lögum að söfnuðir fengju ákveðinn hundraðshluta af gjald- heimtu ríkisins og kirkjugarðar annan. Síðar tengdist þetta staðgreiðslu skatta og þá fengu söfhuðir greiðslur mánaðar- lega. Þessi þróun var okkur til góðs en því miður var framlagið skert í bága við lög og ríkið hélt hluta eftir. Vandi Breiðholtskirkna og annarra kirkna sem staðið hafa í fjárfrekum framkvæmdum er auðvitað nokkuð ann- ars eðlis. Langholtskirkja, til að mynda, skuldar það mikið að sóknargjöldin á hverju ári rétt hrökkva fýrir vöxtum og afborgunum af lánum. Fámennir söfn- uðir eins og í Breiðholtskirkju hafa átt erfitt með að standa undir afborgunum. Þetta er mjög slæmt því kirkjan þarf að geta boðið söfnuðinum ekki aðeins inn í kirkjuskipið heldur inn í safnaðarheim- ilið líka. Þessum söfnuðum þarf að hjálpa úr úlfakreppu skuldanna. Þvi meðan hver einasti eyrir fer í afborganir skulda er hættunni boðið heim því þar með er ekki hægt að bjóða upp á víð- tæka þjónustu. Við fengum til ráðstöf- unar svokallaðan jöfnunarsjóð sókna sem á mælikvarða okkar kirkjunnar manna var stór, hundrað milljónir en hefði þurft að vera i það minnsta þrefalt stærri til að við gætum orðið við öllum óskum safúaðanna“. Hvað er annað til ráða? „Við höfúm einnig verið að kanna hvort semja mætti við bankastofnanir um að söfnuðir losni við afborganir í ákveðinn tíma og fái lægstu vexti. Einn- ig er hugsanlegt að söfhuðir sem hafa rýmri fjárráð gætu hlaupið undir bagga með einhveijum hætti. Ástandinu má eiginlega líkja við ástandið í þriðja heiminum sem er að bugast undan skuldum og vöxtum. Það er ekki hagur neins að þriðja heims land verði gjald- þrota eða að söfúuðurinn missi kirkjuna sína. Þar að auki ef söfúuður er bundinn af timbrinu og steypunni en getur ekki sinnt því sem byggingin á að hýsa er eðlilegt að fólk leiti annað“. Kirkjusókn hefur verið dræm und- anfarin ár. Kannt þú á þessu nokkrar skýringar eða geturðu bent á leiðir til úrlausna? „Það fer effir því við hvað er miðað. Ef við til dæmis miðum við almenna fúnd- arsókn á íslandi er kirkjusókn ekki jafú slæm og ætla mætti. Ég er þó engan veg- inn ánægður með ástandið. Má þar nefúa sem dæmi að á sunnudegi fýrir fermingar eru kirkjur troðfúllar af fólki. Síðan taka við nokkrar vikur á meðan hátíðin stendur yfir. En sá sunnudagur sem ég átti alltaf erfiðast með að undir- búa predikun og fara til kirkju, í mínu starfi sem prestur, var fýrsti sunnudagur eftir fermingar á vorin. Þá voru iðulega örfáir mættir. Ástæðumar eru að mínu mati tvær. Annars vegar að á meðan fermingar standa yfir hætta fastagestir að koma því það er hreinlega ekki pláss í kirkjunni. Hinsvegar er því um að kenna að fermingarfjölskyldumar átta sig ekki á því að kirkjan bíður þeirra þó feirningin sé afstaðin. Ég held að ráðið sé að byija fýrr að kynna bömum kirkjuna og það starf sem þar fer fram. Svo ég taki dæmi úr minni eigin fjölskyldu, þá ólust mín böm upp við að heimilið væri kirkjunni samofið. Nú finnst þeim að í sunnudag, án þess að farið sé í kirkju, vanti eitt- hvað. Kirkjan á ekki að vera, eins og glassúr á vínarbrauðum, aðeins sótt á jólum. Við stefnum að hugarfarsbreyt- ingu í þá átt að tengja betur fjölskyld- una og kirkjuna. Takist það þurfum við ekki að óttast að kirkjan standi tóm eft- ir fermingar. Við emm sífellt að brydda upp á ýms- um nýjungum. Á prestastefúunni til dæmis fékk ég tvo unga listræna presta til að kynna nýja sálma og söngva úr sálmabókarviðbæti sem þeir hafa verið að vinna að. Þessir nýju sálmar ætlumst við til að verði notaðir með þeim hefð- bundnu. Aðrar nýjungar sem bryddað var upp á við guðsþjónustur prestastefú- unnar var til dæmis víxllestur. Við færð- um fóm tij presta í Austur-Evrópu og gengum um meðan við sungum sálm sem vakti athygli okkar á þörfum þeirra er líður illa. Við höfum uppi ýmis áform varðandi það hvemig megi takast að gera fólki grein fýrir að kirkjan er ekki bara eitt- hvað gamalt fýrirbrigði heldur ferskt tæki til að gera hvem og einn hamingju- samari. Jóhanna Kristín Birnir Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.