Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Trvggvagötu, 3 28822 WERÐBBÉFftUWSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU HelgMon hl Saevartroföa 2 sim. 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 9 Tímiiin LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1990 Mannrækt - Landrækt Búnaðarbankinn gefur 6 milljónir í tilefni 60 ára afmælis bankans. Kjörorð hans á þessum tímamótum er: Búnaðarbankinn veitti í gær þremur milljónum króna til mann- ræktar og landgræðslu. Bankinn veitti Landgræðslu ríkisins að Gunnarsholti 3 milljónir og einnig fengu þijú samtök eina milljón hver. Þessar gjaftr eru í tilefni af 60 ára afmæli bank- ans sem er á morgun. Búnaðarbankinn hóf göngu sína fýrír 60 árum og minnist bankinn þeirra tímamóta með ýmsum hætti. Forsvarsmenn bankans hafa ákveðið að verja umtals- verðum fjárhæðum til uppbyggingarstarfs á sviði mannræktar og landræktar undir kjörorðinu: „Mannrækt - landrækt". Bankinn veitir Sólheimum í Grímsnesi eina milljón króna í því skyni að styrkja starf Sólheima til byggingar skógræktarstöðvar til eflingar atvinnu vistmanna þar. Umsjónarfélag einhverfra hlaut einnar milljón króna styrk til upp- byggingar almennrar starfsemi fé- lagsins. Þá hlaut íþróttafélag fatl- aðra eina milljón til eflingar íþróttastarfs félagsins. Búnaðarbankinn veitir einnig Landgræðslu ríkisins þriggja milljón króna styrk og tók Sveinn Runólfsson forstjóri Landgræðsl- unnar við fénu í gær. Guðni Ag- ústsson stjómarformaður Búnað- arbankans sagði við það tækifæri að fáir hafi dugað jafn vel og Landgræðslan við uppgræðslu landsins og því væri hún vel að fénu komin. Bankinn hefur, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, látið fram- leiða og dreifa um landið „Land- _________________________________ græðslupokum Búnaðarbankans". Landgræðslupokinn hefur að geyma áburð, grasfræ og birkifræ og fæst hann í öllum útibúum bankans meðan birgðir endast. í Gunnarsholti verður útbúinn sér- stakur „Gróðurreitur Búnaðar- bankans" þar sem komið verður upp öllum þeim plöntutegundum sem Landgræðslan hefur sáð til og ræktað. Þó að afmælisdagurinn sjálfúr sé á morgun var haldið upp á það i gær. Þá voru bomar fram veitingar í aðalbanka og öllum útibúum bankans ásamt því að lúðrasveitir léku utandyra. Á Alþingi árið 1929 vom sam- þykkt lög um Búnaðarbankann og hóf hann starfsemi sína rúmu ári síðar eða 1. júlí 1930. Bankinn heíúr dafnað vel á þessum ámm og i dag rekur hann starfsemi sína í 34 útibúum og afgreiðslum víða um land. I tilefni afmælisins er Fjölmargir viðskiptavinir Búnaðarbankans mættu í kaffi hjá afmælisbaminu í gær. Timamynd Ámi Bjama ársskýrsla bankans fyrir árið 1989 mjög vegleg. Þar kemur m.a. fram að á síðasta ári var afkoma bank- ans mjög góð en þá skilaði hann 240 milljón króna hagnaði. Þá var hlutdeild bankans í innlánum við- skiptabankanna um 24% um síð- ustu áramót sem jafnframt er hæsta hlutfall ffá upphafi. Góða stöðu Búnaðarbankans má einnig merkja af því að lausafjárstaða hans hefúr jafnan verið góð og sennilega aldrei betri en á árinu Dreifingarkosnaður olíu farinn að lækka m.a. vegna lækkandi vaxta: VERÐ Á BENSÍNI OG OLÍU LÆKKAR Hátíð ÍSÍ er hafin Opnunarhátið íþróttahátíðar íþróttasambands íslands fór fram á Laugardalsvelll sl. flmmtudags- kvöld. Athöfnin hófst með inn- göngu íþróttafólks inn á vöUinn og síöan setti Sveinn Björnsson, for- seti ÍSÍ, hátíðina. Mikið ijölmenni var við athöfnina og talað er um að gestir hafl verið rúmlega 20 þúsund sem er nýtt aðsóknarmet. Vngsta kynslóðin var fjölmennust á þessari opnunarhátið, eins og sjá raá á meðfylgjandi mynd, og gegndu þau sérstöku hlutverki í athöfninni. Tfnunnynd Árni Bj>m> Ákveðin hefur verið verðlækkun á olíum og bensíni. Þessa lækkun má þakka bæði lækkun á innkaupsverði og jaínframt lækkandi tilkostnaði við dreifmgu á olíu innanlands, m.a. vegna lækkandi vaxta, samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar. Verðlækkun á bensíni er að vísu óvcruleg eða úr 52,10 kr. á lítra niður í 52 kr. Afiur á móti lækkar verð á gasolíu um 5,7% eða úr kr. 15,90 fyr- ir hvem lítra niður í 15 kr.. Svartolía lækkar um 2,6% úr 11.600 kr. tonnið niður í 11.300 kr. Lang mest er lækk- unin á steinolíu eða um 17,8%. - HEI Asparræktendur álykta um Mógilsárdeiluna: Afbragðs samstarf við Mógilsármenn í nýlega gefinni yfirlýsingu Stein- grims J. Sigfússonar landbúnaðar- ráðherra um tilefni og ástæður Mó- gilsárdeilunnar kemur fram að hann hafi ákveðið að fallast á uppsögn for- stöðumanns stöðvarinnar; Jóns Gunnars Ottósonar vegna samstarfs- örðugleika yfirstjómar Skógræktar ríkisins og Jóns Gunnars. Garðyrkjubændur sem stundað hafa trjárækt í samvinnu við stöðina að Mógilsá komu saman til fúndar í fyrradag í tilefni af yfirlýsingu land- búnaðarráðherra og samþykktu eftir- farandi ályktun: „Af gefnu tilefni viljum við garð- yrkjubændur, sem í samvinnu við Rannsóknarstöð Skógræktar rikisins að Mógilsá stöndum að framleiðslu aspa í svonefnt Iðnviðarverkefni, koma því á ffamfæri að við höfúm átt afbragsgott samstarf við Jón Gunnar Ottósson sem og aðra starfsmenn Mógilsárstöðvarinnar." —sá Deilu BHMR og ríkis vísað til nefndar Ákveðið hefur verið að vísa um framkvæmd kjarasaman- ágreiningi um kjarasamning burðar eða tulkun niðurstaðna BHMR til þeirrar úrskurðar- geti hvor aðili vísað ágreiningn- nefndar sem gert er ráð fyrir í um til þriggja manna nefndar kjarasamningnum. Fjármála- þar sem sitji fulitrúar samnings- ráðherra hefur farið fram á það aðila og oddamaður frá yfir- bréílega við BHMR og yfirborg- borgardómara i Reykjavík. Þess ardómara i Reykjavik að skipa vegna hefur fjármáiaráðherra fuiltrúa sína í nefndina þannig sent þessum aðilum bréf þar sem að hún geti haflð störf sem fyrst. ágreiningnum er vísað til um- í 9. grein kjarasamningsins er ræddrar nefndar. kveðið á um að ef ágreiningur rís -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.