Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 4
4 Thrwn v FRÉTTAYFIRLIT CANAVERALHOFÐI - Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, stöðvaði tímabundið öll ferðalög geimferja sinna vegna dularfulls eldsneytis- leka í tveimur af þremur skutlum sínum. M.a. varferð Atlantisferjunnar frestað en ferðin átti að hefjast 15 júlí. AUSTUR-BERLÍN- Morð- rannsókn er hafin á hendur fyrrverandi leiðtoga komm- únista, Erich Honecker, vegna fyrirmæla stjórnar hans um að skjóta og drepa Austur-Þjóðverja sem reyndu að flýja yfir landa- mærin til Vestur- Þýska- lands. LUSAKA - Hermenn þrömm- uðu inn á háskólalóð Zamb- íu fýrir dögum til að bæla niður mótmæli gegn Kenn- eth Kaúnda forseta. Forset- inn boðaði þjóðaratkvæða- greiðslu 17. október um hvort snúið skyldi aftur til fjöl- flokkakerfis í landinu. DETROIT- Nelson Mandela, við lok heimsóknar til átta borga í Bandaríkjunum, sagði að heimsókn sín hefði styrkt Bandaríkjamenn sem vilja halda áfram viðskipta- þvingunum við S-Afríku og þá sem vildu styðja svarta menn í heimalandi hans tæknilega og efnahagslega. WASHINGTON - Georg Bush Bandaríkjaforseti hét því að koma á viðræðum milli ísraelsstjórnar og Pal- estinumanna og sagði að þær væru nauðsynlegar til rjúfa óþolandi drátt á friðar- umleitunum í Mið-Austur- löndum. Laugardagur, 30'..júní 1990 ,: UTLOND Frestun sjálfstæðis og upphaf samningaviðræðna: LITHAUGAR SAMÞYKKJA Þing Lithaugalands sam- þykkti í gær að fresta gild- istöku sjálfstæðisyfirlýs- ingar landsins í 100 daga frá og með upphafi samn- ingviðræðna við Sovét- stjóm um sjálfstæði. Atkvæðagreiðslan kom í kjölfar sögulegrar stefhu- breytingar Vytautas Landsbergis sem lagði til á fostudag að þingið sam- þykkti þessa frestun og lyki með því 15 vikna löngu þrátefli við Moskvu um sjálfstæðismál sín. Þingið samþykkti tillögu Landsbergis með 69 at- kvæðum gegn 35. Landbergis hafði lengi barist gegn því að sjálf- stæðisyfirlýsingin frá 11. mars yrði dregin til baka. Hann er áhrifamikill með- al þingmanna og hann er leiðtogi Sajudis hreyfing- arinnar sem er í meirihluta á þingi. Landsbergis sagði að sjalfstæðisyfirlýsingin yrði því aðeins dregin tímabundið til baka að Sovétstjómin hæfi viðræð- ur við Lithauga um full- veldi. Hann sagði að Sov- étstjómin ætti nú næsta leik. Efnahagssamruni Ijúlí: Merkisdagur í sögu Þýskalands Helmut Kohl kanslari sagði að fyrsta júlí 1990 yrði minnst sem merkisdegi í sögu Þýskalands en þann dag mun efnahagssamningur þýsku ríkjanna taka gildi. „Sunnudagurinn verður merkur dagur í sögu þýskrar þjóðar“ sagði kanslari íhaldsmanna í grein í dagblaðinu Bild sem birtist í dag, laugardag. Efnahagskerfi Austur- og Vestur-Þýskalands renna þá saman og v-þýska mark- ið verður eini löglegi gjaldmiðill Þýskalands. „Þetta er ákveðið skref í átt til einingar foðurlands- ins“ sagði Kohl. „Við upplifúm nú einingu í daglegu lífi okkar. Þjóð- verjar eru á ný órjúfanlega tengd- ir saman“. Kohl sagði að mikil vinna væri framundan og að Aust- ur-Þjóðveijar yrðu að venjast ýmsu sem væri þeim nýtt og ffam- andi“. Einn gjaldmiðill í Benelúxlöndum, Frakklandi og Þýskalandi á undan öðrum EB-löndum: Belgar vilja gjald- miðil í Shengenlandi Belgar og nokkur önnur EB-lönd eiga ef til vill eftir að koma sér upp sameiginglegum gjaldmiðli innan fimm ára á undan öðrum EB-löndum. Forsætisráðherra Belga, Wilfied Martens, sagði á föstudag að vegna þess að Belgar og nokkur önnur lönd í Efna- hagsbandalagi Evrópu hefðu náð meira samræmi í efnahags- málum sínum en önnur EB-lönd gætu þessi lönd ákveðið að færa ákvarðanatöku úr höndum þjóðbanka sinna í hendur sam- evrópsks banka árið 1995 á undan öðrum EB-löndum. Belgíska ríkisstjómin varð með þessu fyrsta rikisstjómin í Evrópu- bandalaginu til að taka undir skoðanir v-þýska seðlabankastjórans, Karls Ottós Poels, sem hefur sagt að Bene- lúx-löndin, Frakkland og Þýskaland gætu mynduð samevrópskt bankakerfí á undan öðrum Evrópulöndum. V- þýski seðlabankinn hefiír verið í sviðs- ljósinu að undanfomu en um helgina mun hann taka við gjaldmiðilsstjóm í Austur- Þýskalandi. Skoðanir Poehls hafa hlotið hljóm- grunn meðal annarra bankamanna, þar á meðal stjómanda Frakklandsbanka, Jacques de Larosiere, en Italir, Spán- veijar, írar og Bretar hafa gagnrýnt þær og óttast að verða hafðir útundan. Forsætisráðherra Ira hefúr sagt að hug- myndin um tveggja þrepa gjaldmiðils- samruna striði gegn hugsjón EB-rikj- anna um sameinað Evrópuþjóðfélag. Belgíski forsætisráðherrann sagði að Belgar vildu að önnur EB-lönd slægj- ust sem fyrst í hópinn og sögðust gera það að skilyrði fýrir tveggja þrepa gjaldmiðilssamruna að fyrirffam væri ákveðið að önnur EB- lönd yrðu með. Sendimenn frá Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Frakklandi og V- Þýska- landi samþykktu í lok júni á fúndi í Shengen í Lúxembúrg að afhema vegabréfaskoðun á landamæmm sín- um, að auka samvinnu lögreglu í löndunum og koma á sameiginlegum reglum um innflutning fólks frá öðr- um löndum. Búist er við að þing land- anna samþykki sáttmálann fýrir 1992. Samkvæmt honum er A-Þýskaland innan þess landssvæðis sem kallað hefúr verið Shengen-land og sem hugsanlega á eftir að koma sér upp sameiginlegum gjaldmiðli á undan öðrum EB-rikjum. WEST EAST CæRMAMY^ 8ELSIUM LUXEMB0U8G FRANCE ROtdANlA Shengen-land. Innan þess munu ferðamenn ekki þurfa að sýna vega bréf og hugsanlega verður óþarfi að skipta peningum. Helsti andstöðuflokkurinn í Mongólíu: HUNDSAR KOSNINGAR Helstu satntök andkommúnista samir kommúnistar njóti meira í Mongólíu, „Mongólsi lýðræðis- fylgls en í bæjum og borgurn. fiokkurinn“, ætiar ekki að taka Mongólia er næst elsta komm- þátt í frjálsum þingkosningum í únistaríki heims á eftir Sovét- næsta mánuði. Þetta sögðu emb- ríkjunum. Eftlr ákafar mómæla- ættismenn flokksins við frétta- aðgerðir lýðræöissinna í mars mann Reuters á föstudag. Syst- afsöluðu kommúnistar sér völd- urflokkur Jýðræðisflokksins, um og boðuðu tíl frjálsra fjöl- „Mongóiska lýðræðisbandalag- flokkakosninga, í apríl voru svo ið“, mun heldur ekki bjóða fram stofnuð samtök stjórnarand- 29. júlí vegna þess að fram- stöðuflokka sem ætíuðu að bjóða kvæmd kosninganna er ósann* fram sameiginlega. Helsti flokk- gjörn að sögn talsmanna flokks- urinn í þessum samtökum hefur ins. Þeir segja að samkvæmt nú ákveðið að hundsa kosning- kosningaskipulaginu verði óeðli- arnar en á sunnudaginn ákveða lega margir fulltrúar kosnir í aðrir flokkar hvað þeir muni sveitahéruðum þar sem íhalds- gera. Gagnrýnir harðlínumenn sem ekki vilja þiggja hjálp frá Bandaríkjunum og írak: Rafsanjani þakklátur Forseti írans, Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, réðist í gær harkalega að þeim írönum sem hafa gagnrýnt ríkis- stjóm hans fyrir að þiggja neyðarhjálp frá óvinum landsins. Rafsanjani hrós- aði þeim löndum sem sent hafa hjálp- argögn vegna jarðskjálfta sem drap 40.000 írani, særði um 100.000 og lagði í eyði heimili 500.000 manna. Fjöldi flugvéla hefúr lent í Teheran með lyf, tjöld, teppi og aðra,neyðar- hjálp handa írönum. Hjálp hefur með- al annars borist frá Bandaríkjamönn- um, Saudi-Aröbum og írökum. „Þetta var mjög fagurt. Ég var djúpt snortinn", sagði forsetinn við predik- un að viðstöddum nokkrum þúsund- um réttrúaðra múslima. Rafsanjani likti þeim sem gagnrýndu ríkisstjóm- ina fyrir að þiggja neyðarhjálp frá óvinaþjóðum við suðandi fiugur sem ekkert gerðu nema angra fólk og hann sagði að þeir sem sætu í lofkældum íbúðum sínum í Teheran hefðu engan rétt til að segja fyrir hönd nauðstaddra að þeir vildu ekki hjálp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.