Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 15
Tíminn1 27 Laugarcjagur ,3Q. jún|,1 Q.9.0, IÞROTTIR HM á Ítalíu: V-Þjóðverjar mæta Tékkum á sunnudag V-Þjóðverjar leika á sunnudag gegn hinu sterka tékkneska liði, sem sló lið Costa Rica út í 16 liða úrslilum. Vestur-Þjóðverjar, sem hafa skorað 12 mörk í keppninni og hafa slegið út hollenska liðið i 16 liða úrslitum, er í hörkuformi þessa dagana, en Tékkar hafa nú sýnt það að þeir eru færir í flestan sjó. Vestur-Þjóðverjar verða án Rudi Völler, en engir aukvisar verða nú í fremstu víglínu. Þar verða þeir Klins- mann, sem átti stórleik gegn Hol- lendingum, Riedel, Matthaus og Pi- erre Littbarski. En Þjóðveijar þurfa að gæta sín á Tomas Skuhravy, sem er búin að skora 5 af þeim 10 mörk- um sem Tékkar eru búnir að skora. En ljóst er að við fáum að sjá hörku- leik. En leikir helgarinnar eru eftir- farandi: írar- Ítalía og Argentina- Júgóslavía, á sunnudag V-Þýskaland- Tékkóslóvakíu og England-Kame- rún. V-þýska landsliðið í knattspymu. Margir spá þessum piitum heimsmeistaratitlinum í ár. HM á Italíu: HM á Ítalíu: Bonner vonast til að stöðva ítalina írski markvörðurinn Pat Bonner, sagði Bonner. sem af mörgum er falinn besti Bonner á ekki von á rólegum eft- markvöróur HM á Ítalíu, vonast til irmiðdegi í dag og hann veit það. að Irar verði þeir sem komi til með „Ég mun njóta þess. Mér finnst að stöðva sigurgöngu ítalaua í dag. gaman að leika þar sem nóg er að „Við verðum Itölunum erfiðir, við gerast“ komum til með að berjast og berj- Walter Zenga sagði um Bonner að ast. Við spflum þannig að við gef- hann vaeri besíi markvörður um liðum ekki neinn möguleika tíl keppninnar bingað til og hann von- að leika boltanum mikið, eins og aðist til að írar féllu út núna svo að sást þegar England vann Belgíu. Zenga ætti cinhvern möguleika i Evrópsku Kðin eru ekki vön því.“ þann titil. Knattspvrna: FIFA breytir rangstöðureglu Alþjóðleg nefnd á vegum FIFA hef- ur ákveðið að breyta rangstöðuregl- unni. Að sögn þeirra er breytingin fólgin í því að sóknarmaður sé ekki lengur rangstæður samsíða vamar- manni, heldur þurfi hann að vera fyr- ir innan. Breytingin sé gerð til hvetja til meira sóknarbolta og gera hann auðveldari. Breytingin komi til fram- kvæmda í næsta keppnistímabili í hveiju landi fýrir sig. Hér á landi kemur þessa nýja regla ekki til fram- kvæmda fyrr en næsta ár. Þá verður reglum einnig breytt til að vemda menn fyrir ljótum brotum og að gjör- endur fái þyngri refsingar fyrir. HM á Ítalíu: Madonnu finnst Zenga kynæsandi Poppsöngkonan fræga hefúr greini- lega mjög ákveðnar skoðanir á karl- mönnum og nú þessa dagana fylgist hún grannt með Heimsmeistara- keppninni á Ítalíu. í viðtali við ítalskt dagblað segir hún að sér finnist Walt- er Zenga mest kynæsandi í ítalska liðinu og jafnvel í keppninni allri. Madonna, sem er ættuð frá Ítalíu, heldur tónleika von bráðar í höfúð- borginni. Haft var eftir henni að hún ætlaði að bjóða ítalska liðinu á tón- leika sína og síðan í veislu á eftir. En í staðinn vildi hún fá peysuna hans Baggios. Madonnu þótti markið hans gegn Tékkum alveg ffábært. Fyrir keppnina vissi hún ekki hver Baggio var, „... en markið og grænu augun hans heilluðu mig upp úr skónum.“ „Það verður sko party ... Italir gera það best, á allan hátt. Því hef ég alltaf haldið ffarn og Zenga er þeirra mest kynæsandi og er ffægur sem mikill kvennamaður,“ sagði Madonna. Kamerúnar trúa ekki á sigur gegn Englandi HM á Ítalíu: Tékkar eftirsóttir Þjálfari liðs Kamerún á í tölu- verðum erfiöleikum með suma liðsmenn sína fýrír leikinn á Sunnudag gegn Englendingum. Leikmenn eru famir að missa sjálfstraustið og trúa hreinlega ekki að þeir geti sigrað Englend- ingana. Affíkuliðið er með fjóra leikmenn í banni í leiknum og setur það töluvert strik í reikninginn, hvemig þjálfaran- um tekst að stilla upp sigursælu liði. „í dag trúa þeir því ekki að þeir geti unnið. Það verður að koma á morg- un. Venjulega hefúr liðið mitt helm- ings möguleika á sigri, en í þetta skiptið er hlutfallið okkur óhagstætt. Að missa fjóra leikmenn í bann er eins og að spila á öðrum fæti,“ sagði Nepomniachy. Tékkneski leikmaðurinn Ivan Ha- sek hefúr ákveðið að leika með ffanska liðinu Strasbourg næsta keppnistímabil. Þá hefúr Tomas Sku- hravy verið orðaður við Genua á Ital- íu en hann hefúr borið það til baka. „Mig langar til að leika erlendis, kannski á Italíu, en ég hef ekki skrif- að undir neinn samning. Það geri ég ekki fyrr en eftir HM.“ Hasek og Skuhravy leika saman i Tékkóslóv- akíu með Sparta Prag. Níu af tuttugu og tveggja manna hópi Tékka Italíu leika nú þegar með liðum á Ítalíu, Hollandi, Englandi, Spáni og V- Þyskalandi. Við velgengni Tékka á HM hafa margir aðrir vakið athygli erlendra liða á tékkneskum leik- mönnum. Fyrir utan þá Hasek og Skuhravy hefúr Moravic verið orðað- ur við ffanska félagið St. Etienne. Þá hafa viðræður átt sér stað milli er- lendra félaga og Venglos, þjálfara Tékka, en ekkert er enn ákveðið, eða eins og hann sjálfúr sagði: „Eg bíð bara eftir tilboði." Stofnlánadeild landbúnaðarins Laugavegi 120,105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1991 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1991 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, búnað- arsamböndum og útibúum Búnaðarbanka íslands, en í þeim kemur fram hvað fylgja þarf með umsókn. Eyðublöðin ber að fylla greinilega út. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána, þó fram- kvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fýrír. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opin- berum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Líf- eyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkom- andi jörð. Stofnlánadeild landbúnaðaríns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.