Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 30. júní 1990 TÍMTNN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur. Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verö í lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Blautfiskmarkaðir r Islenskur þjóðarbúskapur er að verulegu leyti fólginn í því að gera peningaverðmæti úr fiski, sem dreginn er úr sjó. Utgerðarmenn og sjómenn stunda fískveiði í áþataskyni, en ekki sér til gam- ans. Þegar svona stendur á, sýnist einfalt að álykta að sjómenn og útgerðarmenn eigi að selja fisk sinn þar sem hæst verð fæst fyrir hann. Reyndar þarf ekki að kenna neinum slíka rökfræði nema ef það væri til þess að áminna þá í leiðinni að alltof ein- föld rökleiðsla getur leitt menn á villigötur í leit- inni að því sem er rétt og satt. Er ekki örgrannt um að einföldunarrökfræði sé farin að afvegaleiða hina mætustu menn að því er varðar þann kjama þjóðarbúskaparins að gera peningaverðmæti úr físki upp úr sjó. Reynt er að halda fram þeirri kenningu, að ekki sé til nema ein aðferð til þess að gera sér peninga úr blautfiski, en hún á að vera sú að selja hann ævin- lega ísleginn og óunninn upp úr skipi á uppboðs- markaði, helst erlendis. Þessi niðurstaða fæst með því að benda á að hæsta verð sem fengist hafi fyr- ir fisk hafi orðið á uppboðsmörkuðum með blaut- fisk. Hins vegar er minna hirt um að kanna, hvort það sé ekki einnig á uppboðsmörkuðunum þar sem lægst verð hefur fengist fyrir fisk og varla að þeir, sem tekið hafa trú á blautfiskmarkaðina, fáist til að huga að markaðsprísunum sem þar gefast. Nú verður því síður en svo haldið fram hér, að uppboðsmarkaðir með fisk séu af hinu vonda. Það eru þeir ekki fyrir sjálfs sín tilverknað, en gætu orðið það ef þeir verða gerðir að trúaratriði um það hvemig best sé að koma fiski í verð. Eins og lang- flestum útgerðarmönnum og sjómönnum er ljóst em fiskmarkaðir aðeins ein aðferðin við að gera peningaverðmæti úr fiski. Reyndir og athugulir menn vita að uppboðsverð á fiski á blautfiskmörk- uðunum veltur á framboðinu, jafnvel á dagstund, viku eða mánuði, ef ekki veðurfari og margs kon- ar illútreiknanlegum markaðsduttlungum. Mark- aðir, sem yfirfyllast af blautfiski í ótíma, svara auðvitað fyrir sig með því að heimta söluvaming- inn fyrir lítið og í sumum tilfellum fyrir ekki neitt. Þegar öllu er á botninn hvolft er sú gamla og góða fullvinnslustefna stoðin í sjávarútvegi og fiskiðn- aði. Þau viðhorf sem bera hana uppi er megin- tryggingin fyrir því að sjómönnum og útgerðar- mönnum verði nokkuð úr iðju sinni og áhættu. Hitt er annað mál að hæfileg sala fisks á erlendum uppboðsmörkuðum á fullan rétt á sér sem auka- geta, enda viðurkenndur þáttur í sjávarútvegs- stefnu íslendinga. Það er því jafnslæmt að ala með sér hleypidóma um fisksölur á erlendum blautfisk- mörkuðum eins og það er að taka einhverja kýr- rassatrú á slíka markaði. D ÓMINÓ, Dóminó, ertu frönsk eða fædd hér á Fróni, söng Brynjólfur Jóhannesson í ágætum sönglagatexta við lag sem ágrein- ingur var um hvort samið var á Is- landi af íslenskum höíundi eða væri ffanskt að uppruna og upp- lagi. Ur því deiluefni fékkst aldrei skorið og er lagið jafngott fyrir því, og er enda ekkert líklegra en að þessi hugþekka melódía hafi dottið jöfnum höndum inn í koll- ana á íslensku tónskáldi og ffönskum starfsbróður hans. Báðir settu þeir það á blað og lagið var sungið með tregablöndnum þokka við álika góðar undirtektir á Fróni og i ríki Franka. Svona tengjast menning og listir suður í Evrópu og uppi á Islandi og er enginn hissa. Rúðólfur sem stofhsetti fyrsta íslenska skólann í Bæ i Borgrfirði var afsprengi evr- ópskrar hámenningar, kristinn lærdómsmaður. Isleifur biskup nam á Englandi, Sæmundur Sig- fússon í Svartaskóla. Gunnar á Hlíðarenda er skilgetið afkvæmi franskra riddarabókmennta og ffanskari í klæðaburði og háttemi en nokkur íslendingur hefur nokkm sinni verið. Róm var höfúðborg Islands þar til Kaupmannahöfh tók við skatt- gjaldi og stjómsýslu. Sjálfir komu landnemamir ffá Evrópu og fluttu með sér siði og háttu fyrri heimkynna sinna og síðar náðu alls kyns tískustraumar á andlegu sviði sem veraldlegu allt að Islandsströndum ffá Evr- ópu og var margt sem festi rætur í íslensku menningarlífi enn lengra að komið. Ekki er verið að telja upp þessi dæmi um samskipti Islands við um- heiminn í gegnum tiðina til að ffæða neinn um eitt eða annað, heldur aðeins að minna á það sem allir vita, að íslensk tilvera er byggð á lífsháttum, menningu og þeim siðalögmálum sem gilda og hafa verið við lýði í þeim heimshluta sem Islendingum stendur næst. Það þarf ekki að reka neinn áróð- ur fyrir því hver íslenska þjóðin er og hvert hún sækir menningu sína og lífsviðhorf og að hún er ekki einangruð og hefúr aldrei verið ffá öðrum byggðarlögum, þótt haf sé á milli, og oft illt yfirferðar. Nú á allra síðustu árum, eða öllu fremur síðustu mánuðum, er kom- in upp sú staða að Islendingar eru famir að endurskoða utanríkis- stefhu sína svo hressilega að svo getur farið að ekki skipti máli hvort Dóminó er ffönsk eða ís- lensk að þjóðemi. Hún verður ein- faldlega evrópsk. Sú einhæfa og staglkennda um- ræða sem aðeins hefúr verið bryddað upp á hérlendis um innri markað Evrópubandalagsins og viðræður Fríverslunarbandalags Evrópu um gagnkvæma samninga hefúr aldrei verið upplýsandi um eitt eða neitt. A því hlýtur að verða breyting og það fyrr en síðar. Bandaríki verða til Þeir sem einkum hafa sig í ffammi í opinberri umræðu um málin era þeir sem steðja vilja inn í Bandaríki Evrópu og taka þátt í stofhun þeirra. Helst er á þeim að skilja að þetta sé eitthvert lausgyrt tollabandalag með ffelsin fjögur sem aukagetu fyrir aðilarríkin, eða fylkin, sem lúta munu alríkislög- um. 12% tollur á saltfisk og ein- hveijir aðrir smávægilegir tollar á íslenskan fisk eiga að gera það að verkum að öll utanríkisverslun Is- lendinga er í stórhættu ef ekki verður gengið í EB eða gerðir viðamiklir viðskiptasamningar við Bandaríki Evrópu. Allt tekur þetta tal eingöngu mið af viðskiptum, gagnkvæmu fjár- magnsstreymi og sameiginlegum rétti þjóða ríkjasambandsins til búsetu, vinnu og auðvitað eigna. Landlausir, eignalitlir og kvóta- lausir Islendingar ættu að fara að sjá hvað kemur í þeirra hlut þegar braskið og brallið byrjar. En fleira hangir á spýtunni og var orðið meira en tímabært að fara að hyggja að öðmm tengslum en við- skiptalegum eingöngu þegar Guð- mundur Magnússon, sagnffæð- ingur, skrifaði grein i DV sem hann kallar Tækifæri til að efla menningu og listir. Guðmundur hefúr áður sett ffam skoðanir um ffamtíðarhlutverk Evrópubandalagsins og er greini- lega hlynntur náinni samstöðu Is- lendinga með eða í hinum nýju Bandaríkjum. En í tilvitnaðri grein fer höfúndur inn á nýjar slóðir í ís- lensku umræðunni og telur að ffamundan séu mikil tækifæri að efla og styrkja íslenskt mennta- og menningarlíf. Þótt sá sem hripar þetta Tímabréf sé í flestu á öndverðri skoðun við ágæti þeirrar ffamtíðarsýnar sem Guðmundur Magnússon setur ffam, að smáþjóðir eigi meiri möguleika á að styrkja menningu sína og þjóðemi innan væntanlegs bandalags en utan, á álit Guð- mundar vissulega fúllan rétt á sér og það ber að meta að hann er heiðarlegur og ffamsetning hans á skoðunum án útúrdúra og hann villir ekki um fyrir neinum með orðskrúði. Skilningur eða misskilningur? Til að spara óþarfa endurtekning- ar á grein sagnffæðingsins í DV sl. fimmtudag, ætti að duga að út- skýra að kjama skrifanna er að finna í fyrirsögninni „Tækifæri til að efla listir og menningu“. Það á að gera með mjög nánum tengsl- um við Evrópubandalagið og margvíslegar menningarstofhanir þess. En hér gætir svipaðs skilnings, eða misskilnings, eins og mikið ber á í allri umfjöllun þeirra sem mæla hvað ákafast með inngöngu í Evrópubandalagið, að Island sé lokað land, efhahagslega og menningarlega, og að hér séu nán- ast átthagafjötrar og ferða- og við- skiptabann. Frelsin fjögur, sem hin nýju Bandaríki Evrópu eiga,að byggj- ast á, eiga að leysa ísland og ábú- endur landsins úr þeim álögum sem einangrun og óffelsi halda þjóðinni, að því að stundum er haldið ffam. Hér vísast til upphafs þessa bréf- koms þar sem bent er á hve ís- lensk menning er samtvinnuð út- lendri, og þá helst þeirri sem öllu jöfnu er kennd við þann skaga heimsbyggðarinnar sem Snorri og nútímamenn kalla Evrópu. Island er ekki einangrað og hefúr ekki verið nema á vissum tímabil- um og síðustu áratugina hafa sam- skipti eybyggja og umheimsins verið slík að leitun mun á heims- borgaralegri byggð á jarðarkringl- unni ef mið er tekið af stærðar- gráðu þjóðarinnar og legu lands- ins. Útnárasjónarmiða gætir samt í ríkulegum mæli enn. En íslensk menning er í hæsta máta alþjóðleg. Landsmenn hafa aðgang að þeim heimsbókmennt- um sem þeir kæra sig um að lesa, ýmist í þýðingum eða geta lesið þær á öðrum tungumálum. Kvik- myndir og sjónvarpsefhi kemur hingað glóðvolgt beint úr verk- smiðjunum í útlöndum og bolta- leikir og dægurlagakeppni í út- löndum fara ffam í íslenskum sjónvarpsstofúm. Sömuleiðis ffið- þægingarpopp breska heimsveld- isins. Islenskir listamenn hafa sótt menntun sína til menntabrunna Evrópu ffá ómunatíð. Gullmedal- íur akademia féllu þeim í skaut á fýrri öldum og á tuttugustu öldinni sækja listamenn á öllum sviðum menntun sína til háskóla, akadem- ía, konservatóría, leiklistarskóla og ótal margra annarra uppeldis- stöðva upprennandi listafólks á bókstaflega öllum sviðum hand- mennta og túlkunar. Þessum alþjóðlegu viðhorfum sér alls staðar stað í íslenskri list- sköpun og þykir jafhvel mörgum nóg um. Enn er ótalið það fyrirbæri að ís- lenskir listamenn dvelja og starfa lengri eða skemmri tíma meðal er- lendra þjóða að námi loknu, sumir ævilangt. Þeir flytja hluta af is- lenskri menningararfleifð út í hinn stóra heim. Langar útivistir Það em fjölmargir aðrir en lista- menn sem sækja nám og stunda vinnu sína síðar í útlöndum. Þeir Islendingar sem stundað hafa nám í útlöndum skipta tugþúsundum og enn er hægt að bæta við ótöld- um Frónbúum sem dvalið hafa og unnið lengur eða skemur í hinum og þessum heimshomum og kynnst siðum og háttum milljóna- þjóða. Engin ástæða er til að fara að hælast um hve víðforlir íslending- ar em eða hve margir þeirra hafa numið og starfað hjá þeim út- lensku. En það er bersýnilega fúll þörf á að minna á að þjóðin er ekki ein- angmð á eyjunni stóm og hijóstr- ugu norður við Dumbshaf. Enn síður er hún reyrð í einhveija fjötra einangrunarstefhu og þjóð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.