Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 5
Laugárdagur 30* júnl 1990' Tímirtn 5T Hrossum í landinu fjölgaði um 14% milli jólaföstu og góu: Um 9.000 hulduhross fundust í fyrravor Yfirmenn landbúnaðarmála hrukku við í fyrravor þegar í Ijós kom að um 9.000 „hulduhross" höfðu fúndist við talningu full- trúa á vegum lögreglu og sveitarstjóma. Um 63.500 hross vom sett á vetur haustið 1988 en þeim hafði óvænt fjölgað í 72.300, eða um 14%, í apríl að vorí. Hvað flest fundust „huldu- hrossin“ í Skagafirði (1.530) og í Rangárvallasýslu (1.650). Hrossum (landinu hefur flölgað mikið á sföustu árum. Fjölgunin varð mest (vetur þegar níu þúsund hulduhross fundust Mest hlutfallsleg fjölgun varð hins vegar á Ólafsfirði þar sem fjölgaði um 58% í hesthúsum manna milli jólafostu og góu. I Isafjarðarsýslu fjölgaði um 48%, í Eyjafirði um 30% og um fjórðung hjá Austur- Skaftfellingum. Þessi mikli fjöldi „hulduhrossa" virðist m.a. athygli- verður í ljósi þess að vart nokkra „felukind" var að finna í fjárhúsum manna við vortalningu, nema þá helst hjá einhveijum „kofabænd- um“ í kaupstöðum landsins. Niðurstöðutölur hinnar umdeildu aukatalningar á búfé í apríl í fyrra- vor eru birtar í nýjasta hefti Hagtíð- inda ásamt árlegum skýrslum um fjölda búfjár árin 1988 og 1989 sem jafnan byggjast á skýrslum forða- gæslumanna i hverju sveitarfélagi. En þeirra tölur byggjast á talningu i nóvember ár hvert, þ.e. að lokinni sláturtíð. Nær sex af hveijum tíu hrossum i landinu eru á Suðurlandi (21.900) og Norðurland vestra (20.300). Um 2.640 „hulduhross" komu í ljós á hvoru þessara landsvæða. Ríkastir eru Rangæingar og Skagfirðingar, ekki síst eftir að í stóði þerra hafði óvænt fjölgað um 16% og 18% frá hausti til vors. Alíka fjölgun í stóði sínu áttu menn einnig að fagna í Kópavogi, Kjós, Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Dölum og sömuleið- is hjá Austur-Húnvetningar. Hjá Vestur- Húnvetningum fækkaði hins vegar í stóðinu um 110 hross á milli talninga. Fjöldi hrossa í hveiju kjördæmi, annarsvegar i nóvember og hins vegar við talningu i apríl (og hlut- fallsleg fjölgun á tímabilinu), var sem hér segir: Haust’88 Vor’89Fjölg. Reykjanessv. 8.050 8.760 9% Vesturland 8.500 9.780 15% Vestfirðir 1.080 1.200 11% Nl.vestr. 17.700 20.340 15% Nl.eystr. 5.680 6.630 17% Austurl. 3.300 3.690 12% Suðurland 19.210 21.860 14% Alls: 63.520 72.260 14% Haustið 1989 hafði hrossum svo aftur fækkað um 3.000 frá vori. Hvort förgun hrossa er þar um að kenna eða nýjum „hulinshjálmi“ er ekki unnt að ráða af tölum Hagstof- unnar. Þessi fækkun varð mest á Norðurlandi vestra (1.820) og á Vesturlandi (680). Hins vegar fjölg- aði hrossum nokkuð á Reykjanesi og Austurlandi ffá vori til hausts í fyrra. Fjöldi hrossa, sem og sauðfjár, hefði að öllu eðlilegu átt að vera nokkumvegin sá sami í nóvember 1988 og í apríl árið eftir. Það sama á aftur á móti ekki við um breytingu á fjölda nautgripa þar sem kýr bera árið um kring og kálfar verða að kvígum og kvígur að kúm á nokkr- um mánuðum. Menn töldu því ekki unnt að lesa neitt óeðlilegt út úr fjölgun naut- gripa (fyrst og ffemst kálfa) úr 70.800 að hausti upp í 79.300 í apr- íl árið 1989, en að hausti það ár hafði gripum aftur fækkað í 72.800. Hins vegar má næstum telja með ólikindum hve niðurstöður voru líkar í hausttalningu og vortalningu á sauðfjárstofninum. í sýslum landsins kom aðeins ffam 0,4% fjölgun í heildina og ánum hafði m.a.s. heldur fækkað yfir veturinn. Smávegis fjölgun, eða um 6%, kom hins vegar ffam í kaupstöðum landsins. Svínin (fúllorðin) sluppu ekki við lögreglutalningu ffemur en annar búsmali. Segja má að tölum hafi stefnt álíka vel í svínastíum og í fjárhúsunum. Nær eina undantekn- ingin var að kaupstaðasvínum fjölgaði úr 42 að hausti í 93 að vori. Viðbótarsvínin voru flest til „heim- ilis“ í Kópavogi. - HEI Hjálparstofnun kirkjunnar: Fjárhagur traustur KJARABARATTA ÁN VERKFALLA SEGIR BHMR „Ef samningar verða ekki haldnir er alveg tryggt að við grípum til aðgerða nú í haust, ég lofa því hér og nú,“ sagði Eiríkur Brynjólfs- son ritstjóri Félagsblaðs Bandalags kennara en í nýj- asta tölublaði þess rits hvet- ur hann kennara til að beita nýjum baráttuaðferðum í stað verkfalls. Hugmyndir Eiríks um nýjar bar- áttuleiðir eru m.a. að afhenda ekki einkunnir í annarlok, að koma ekki á kennarafundi, að hafna yfirvinnu, að halda fundi um kjaramál í vinnu- tíma, skæruverkfoll og að sinna ein- ungis þeirri vinnu sem er „kennsla" í þrengsta skilningi þess orðs. „Við höfum ekkert efni á því leng- ur að fara í verkfall. Við höfum farið í verkfóll nú síðustu árin. Hins veg- ar nennum við ekkert að leika alltaf góðu krakkana og sitja þegjandi yfir því þegar við erum svikin trekk í trekk,“ sagði Eiríkur. Eiríkur sagði að verkfollin væru of dýr og erfið og aðrar baráltuaðferðir kæmu því vel til greina en þetta ætti enn eftir að ræða meðal kennara. Páll Halldórsson sagði að menn væri út um allt að velta því fyrir sér hvaða aðferðum yrði að beita til þess að ná þessum samningi gangi það ekki með góðu. „Menn eru búnir að leggja út í langt og dýrt verkfall og menn vilja bara tryggja árangurinn af því en ekki fóma meiru með þeim hætti,“ sagði Páll. Hann sagði að vel kæmi til greina að grípa til aðgerða í þá vem sem eru reifaðar í fréttablaði BK en enn sem komi er væra þetta bara hug- myndir. „Þetta getur orðið með mismun- andi hætti á mismunandi stöðurh hvað menn gera en við ætlum bara að draga þennan samning að landi,“ sagði Páll. Páll taldi það einnig mjög sennilegt að menn gripu til einhverra aðgerða í haust verði samningurinn ekki haldinn en hann sagðist þó vona að ekki þyrfti til slíkra hluta að koma þannig að það tækist að fá viðsemj- andann til þess að standa við sinn samning. —só f starfsskýrslu Hjálparstofn- unar kirkjunnar fyrir árið 1989 kemurfram að fjárhagur stofn- unarínnar er nú traustur eftir það aðhald sem sýnt hefur veríð í rekstrí hennar s.l. ár. Hjálparstofnun kirkjunnar hefúr veitt nokkra fé til verkefna innan- lands, m.a. stutt styrktarsjóð Sjálfs- bjargar og auk þess veitt einstakling- um stuðning fyrir milligöngu presta. A erlendum vettvangi hefúr stofn- unin tekið þátt í verkefnum í Indlandi þar hún styrkir 100 böm til skóla- náms og byggingu dagheimilis fyrir vangefin böm. Þá er stofnunin að láta reisa heilsugæslustöð í Eþíópíu í samvinnu við íslenska kristniboða. í Nairobi í Kenýu styrkir stofnunin uppbyggingu starfsgreina fýrir ein- stæðar mæður og í Leshoto styrkir stofnunin átak gegn áfengisvanda- málum. Þá hefúr Hjálparstofnun kirkjunnar stutt ungan mann frá Senegal til 2ja ára náms við Bænda- skólann á Hvanneyri í samvinnu við Þróunarstofnun Islands og mun í ár styrkja unga stúlku ffá Kenýu til náms í Iðnskólanum í Reykjavík. Loks hefur stofnunin styrkt ýmis samstarfsverkefni á vegum Lút- herska heimssambandsins og Al- kirkjuráðsins. Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkj- unnar var haldinn 9.júní s.l. og urðu nokkrar breytingar á stjóm. Formað- ur hennar, Ámi Gunnarsson alþingis- maður, Haraldur Olafsson lektor, og sr. Þorbjöm Hlynur Ámason gáfú ekki kost á sér til endurkjörs. I stað þeirra vora kjörin í stjómina Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur, stjóm- arformaður, Friðrik Sophusson al- þingismaður og Eysteinn Helgason viðskiptafræðingur. Endurkjörin Ákveðið hefur verið að leggja Hitaveitu Borgarfjarðar niður. Þetta þýðir þó ekki að íbúar Ijarðarins verði án heita vatnsins framvegis heldur er hér uin að ræða einföldun í stjórnkerfi en ekki breytingu á rekstri að sögn Óla Jóns Gunnars- sonar bæjarstjóra í Borgamesi. „Hitaveita Borgarfjarðar var eignar- aðili á móti Akranesskaupstað að Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og þetta er bara verið að fella niður til þess að Andakílshreppur og Borgar- nesbær verði beinir eignaraðilar en vora Hanna Pálsdóttir, féhirðir og sr. Úlfar Guðmundsson. Sigríður Guðmundsdóttir sem verið hefúr framkvæmdastjóri stofnunar- innar mun láta af störfúm um þessi mánaðamót og í hennar stað hefúr verið ráðinn Jónas Þórisson. Hann er kennari að mennt og starfaði í þrettán ár að kristniboðs- og hjálparstörfúm í Eþiópíu. GS. ekki með millilið," sagði Óli Jón. Óli Jón sagði þetta einungis vera stjórnkerfisbreytingu en engin breyting yrði á rekstri. Þama væri einungis verið skipta þessu beint upp á eignaraðilana í stað þess að áður átti Hitaveita Borgarfjarðar ákveðinn hluta af Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar og svo stóðu eignaraðilarnir þar að Hitaveitu Borgarfjarðar. „Þama er því verið að deila þessu beint á sveitarfélögin," sagði Óli Jón. —só Hitaveita Borgarfjarðar lögð niður: Fá samt áfram heita vatnið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.