Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 7
Hverju er sleppt og hvað hreppt? Tímamynd: OÓ 7 emisrembings og ómóttækileg fyrir erlendum menningarstraum- um og útlendum áhrifúm og að- ferðum. Þá er nauðsyn á þeim umbrota- tímum sem nú ganga yfir þjóðim- ar, að fámenn þjóð í stóm landi, eins og Islendingar em, geri sér grein fyrir hver er staða þeirra í veröldinni í dag og hverra úrkosta þeir eiga völ. Það verður ekki gert með fljót- fæmislegum ályktunum um að Is- land sé einhver einangraður út- kjálki þar sem útsýni er ekki til neinnar áttar og allt er bannað og enginn veit neitt um afganginn af heiminum. Það ætti að vera hveijum manni ljóst að Island er í nánum menn- ingarlegum tengslum við um- heiminn og ekki síst við hinn enskumælandi heim og Evrópu. Sammni við hið nýja ríkjabanda- lag mun ekki bæta þar neinu við svo nokkm nemi. Það mun aðeins flýta fyrir þeirri þróun að lands- menn glutri niður tungu sinni og öðrum sérkennum sem nú gera þá að einni þjóð. Islenskur menningararfur er grein á meiði evrópskrar arfleifð- ar, sem verður ögn fátæklegri ef sá angi hverfúr í samsullið. Ný viðhorf Sé rétt munað hefúr utanrikisráð- herra lýst yfir áhyggjum vegna þess að þegar hin nýju bandaríki verða komin á laggimar muni verða erfitt fyrir íslenska náms- menn að komast í evrópska há- skóla. Areiðanlega þarf ekki að minna Jón Baldvin á hve sjálfsagt hefúr þótt og þykir að íslenskir menn sæki menntun sína til út- landa og flytji með sér nýja strauma og ný viðhorf til heima- landsins. Ef nú á að fara að loka evrópsk- um menntastofnunum fyrir ís- lendingum er það alveg nýtt í ís- landssögunni og - þótt í litlu sé - í veraldarsögunni. Engar hótanir hafa komið ífam sem benda til að þetta sé rétt, ekki opinberlega að minnsta kosti, en tæpast er ástæða til að óttast að Evrópubandalagið verði svo lok- aður heimur þegar til kemur, að enginn komist þar út eða inn og að þar verði rekin slík menningarieg einangrunarstefna að mennta- stofnanir verða öllum lokaðar nema innfæddum bandalagsböm- um. Að hinu má líka gæta að Evrópu- menn em famir að velta fyrir sér í fúllri alvöm hvemig þeir eigi að gæta landamæra sinna og veija þau fyrir takmarkalitlu aðstreymi. Hin þegar mjög þéttbýla Evrópa verður ekki lengi sá sælureitur sem haldið er að hún sé nú þegar, ef hún á að vera endastöð og eilíf- ur griðastaður annars og þriðja heimsins og er bannað að tala um nema í hvíslingum. Glötuð lífsgæði Hér hefúr nokkuð verið tæpt á hve náin menningarleg tengsl hafa verið og em milli íslands og Evr- ópu. Með það í huga sætir fúrðu að upplýstir menn fari að viðra þær hugmyndir sínar að náin tengsl eða innganga í Bandaríki Evrópu verði til þess að efla ís- lenska menningu eða að hún þurfi á einhverri sérstakri evrópskri vít- amínsprautu að halda. Islensk menning er eins evrópsk og hún getur orðið og er litlu þar á bætandi, nema að eftirsjá er að dönskukunnáttu bama sem núorð- ið fara á mis við þann unað að lesa um hann Andrés önd og félaga á þjóðtungu H.C. Andersens. En innganga i Evrópubandalagið mun ekki bæta þau lífsgæði upp. Svo em allir hinir sem líta á Evr- ópubandalagið eingöngu með við- skiptahagsmuni í huga. Úr þeim músarholum virðist sjónsviðið vera það, að sameinuð Evrópa eða innri markaður EB eða hvað þetta er kallað, verði einn stór útflutn- ingsmarkaður fyrir íslenskar af- urðir en í staðinn verður flutt inn fjármagn og tækniþekking. ís- lenskir verðbréfabraskarar munu leika lausum hala á þeim velli en útlendingar verða hófsamir að kaupa íslensk landgæði og kannski svolítinn hluta í pínufyrir- tækjum, svona rétt til að laga fjár- haginn og halda þeim gangandi. Einhveijum hefúr tekist að koma þeirri flugu í kollinn á þorra lands- manna að það sé ekkert mál að tengjast Bandaríkjum Evrópu nánum böndum en fískveiðilög- sagan og aðrar náttúmlegar auð- lindir eiga með einhveijum dular- fúllum hætti að vera séreign Is- lendinga eftir sem áður. Kannski kvótaeigendur verði það haldreipi sem treyst er á að haldi auðlindalögsögunni í islenskri eigu um aldur og ævi? Fijálsir fjármagnsflutningar og gagnkvæm atvinnu- og búseturétt- indi innan væntanlegra Banda- rikja Evrópu em mál sem enginn á Islandi hefúr enn sem komið er hugsað um, að minnsta kosti ekki upphátt. Hrikalegar offjárfestingar, vit- lausar kalkúlasjónir og landlæg óskhyggja hafa gert fjölmörg ís- lensk fyrirtæki og stofnanir að bónbjargaraumingjum sem em auðveld bráð fyrir þá sem hirða vilja hræin upp af götu sinni. Skuldsettar eignir fást fyrir lítið og geta þeir sem eiga aura gert ágæt kaup eins og nú standa sakir. Is- lenski markaðurinn er alltof lítill fyrir öll þau umsvif sem stofnað hefúr verið til en hann má stækka með sammna við stóra markaðs- heild eða með því að margfalda íbúafjöldann, eða jafnvel hvom- tveggja. Erlendar skuldir og þær dráps- klyfjar sem með fylgja auðvelda íslendingum ekki að semja sig inn í öfluga markaðs- og fjármagns- heild. Skuldarinn stendur nefni- lega þannig að vígi að honum em settir kostimir. Nema auðvitað þegar einhver hefúr asnast til að lána honum svo mikið að eigin flárhag er hætt. Þá ræður skuldar- inn yfir bankanum eða sjóðnum. En svo öflugir em íslendingar því miður ekki hvað varðar erlendu skuldimar. En með samningum ættu ein- hveijir aðilar að geta komið sínum eigin fjármálum á hreint og þeir em auðvitað spenntir fyrir að ger- ast feitir Evrópumenn. Jámtjöld íslendingar reka viðskipti um víða veröld og gengur takkbæri- lega. En það er eins og með menn- ingarsamskiptin, að upp hefjast alls kyns aðilar sem halda að Is- lendingar muni fyrst hefja utanrik- isverslun árið 1992 þegar innri markaður Evrópubandalagsins á að taka gildi. Eða jafnvel ekki fyrr en Bandaríki Evrópu verða stofn- uð og iða margir í skinninu eftir að við gerumst stofnþjóð þar. Þá þarf engin utanríkisviðskipti, því jám- tjald bandaríkjanna nýju mun ná vestur fyrir Island. Austurlandamæri hinnar nýju Evrópu em með öllu óráðin. Þau geta orðið við Oder-Neisse, Úral eða Beringssund, eða næstum hvar sem er þar á milli. Fyrir sunn- an. Balkan, Bospoms, lönd kalífa og áhangenda Spámannsins. Hver veit? Enn er ótalinn sá ljóður á háttemi Islendinga að vera sérsinna eyþjóð sem ekki þorir að tengjast öðrum neinum þeim böndum sem raskað geti þjóðemissinnaðri sérstöðu. En málið er að Islendingar taka þátt í fjölmörgum alþjóðlegum samtökum og sinna fjölþjóðlegu starfi á mörgum sviðum og standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa tekið á sig. Er kosta völ? Vel getur svo farið að Island eigi ekki annarra eða betri kosta völ en að ganga í Evrópubandalagið í einhverri mynd. Fyrst er samt að sjá hvemig það kemur til með að líta út og hvort Bandaríki Evrópu séu líkleg til langlífis, fremur en mörg keisaradæmi, Sovétríkin, Júgóslavía, jafnvel Kanada og hvenær láta sjálf landamæri Bandaríkja Norður-Ameríku und- an? En eins og stendur em góðar lík- ur á að Evrópa sameinist og sam- þykki yfirþjóðlegt vald og efli landamæravörslu út á við um allan mun. Ef til vill verða íslendingar best komnir innan þeirra landa- mæra. Það er ekkert að fortaka í því efni. Hitt er óhugsandi að farið verði að æða inn í slíkt ríkjabandalag nema að vel athuguðu máli og með samþykki allrar þjóðarinnar. Umræðan um ffamtið Evrópu og íslands hefúr öll verið í skötulíki til þessa. Einstaka braskarar og ungir menn með menntun sem dugir til þægilegra og vel launaðra embætta á alþjóðavettvangi em aðaltalsmenn þess að Island gang- ist undir yfírþjóðlegt vald. Þeir sem eiga auðlindimar og landið fært á sitt nafn í veðbókum munu hagnast vel. Aðrir fá að keppa við erlent vinnuafl, bæði heima og í hinum fylkjunum þegar frá líður. Hægt verður að fá búseturétt i Þýskalandi og á Spáni, jafnvel í slömmunum í Liverpool. Auðvelt verður að stunda nám í iðnaðar- hémðum Slésíu og heimamenn þar geta farið til Islands til að draga andann. Allt er þetta hin ágætasta ffamtíð- arsýn. En óskandi væri að menn fæm að tala um Evrópubandalagið og umbrotin i kringum það af skynsamlegu viti og geri sér grein fyrir því hvað við hreppum með nánum ráðahag með Evrópuþjóð- um og hvað við látum í staðinn. Spumingin er hvort það sé góður bisniss að ganga í Bandalag Evr- ópu eða hvort við látum Akra og hreppum Kaldbak. En umffam allt, opnum heiðar- lega umræðu um málin og látum ekki einkahagsmunapotara villa sýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.