Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 14
26 T'ímirtrt.’'. ’ Latj|gárt3lá^Lír'3Ö.'jðíif íððöJ MINNING Karel Valtýsson Fæddur 17. apríl 1900 Dáinn 18. júní 1990 Hinn 18. júní sl. lést Karel Valtýs- son, afabróðir minn, rúmlega níræð- ur að aldri. Karel var fæddur að Seli í Austur-Landeyjum hinn 17. apríl árið 1900, sonur hjónanna Guð- bjargar Guðmundsdóttur og Valtýs Brandssonar, bónda á Seli. Karel var eitt sex bama þeirra hjóna, en þau voru: Magnús og Geirmundur, sem báðir em látnir; Þórhildur, Þuríður og Helga, sem allar búa í Reykjavík. Karel ólst upp með foreldrum sín- um og systkinum á Seli við venjuleg sveitastörf. Þegar Valtýr faðir hans lést, bjó Karel fyrst ásamt móður sinni og systkinum að Seli, en síðan með Þórhildi systur sinni og Geir- mundi bróður sínum. Þau systkinin bjuggu að Seli fram til 1972, en þá fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu síðan. Ég á ekki nema skemmtilegar minn- ingar sem tengjast Kalla, eins og hann var jafnan kallaður. I minningunni lif- ir hann sem glaðlyndur og skemmti- legur maður sem alltaf gat komið auga á Ijósu hliðamar á tilvemnni. Hann lék sér við okkur krakkana sem komum í heimsóknir að Seli, gantað- ist við okkur og á slíkum augnablik- um gleymdum við bæði stað og stund. Ánægjan skein úr andliti þessa vinar okkar og okkur leið öllum vel, bæði okkur krökkunum og ekki síður Kalla, sem naut þess svo sannarlega að leika sér við þessa ungu vini sína. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Kalli kom til Vestmannaeyja til þess að læra á bíl. Þá dvaldi hann hjá ömmu og afa í Lambhaga. Hann var alltaf jafn glaðlyndur og við átt- um saman margar skemmtilegar samvemstundir. Þegar hann svo hélt heim að Seli aftur, fannst mér eins og einn besti vina minna væri far- inn. En ég minnist Kalla ekki einungis sem góðs félaga, heldur einnig sem manns sem vann hörðum höndum við að yrkja jörðina. Hann var dug- legur, sívinnandi og skilaði vel sínu verki. Ásamt Geirmundi og Þórhildi bjó hann myndarbúi að Seli og þangað var alltaf gott að koma. Árið 1972 fluttu þau systkinin frá Seli og settust að í Reykjavík. Þau bjuggu sér hlýíegt og fallegt heimili í Ljósheimunum og þegar ellin færðist smám saman yfir vom þau hvert öðm stytta og stoð. Það var alltaf gott að heimsækja þau systkinin í Ljósheimana. Þar ríkti sama hlýjan og sama gleðin og forðum á Seli. Allt var gert til þess að láta gestunum líða sem best. Full- orðnir fengu kaffi og kökur og alltaf var eitthvað sérstakt til fýrir bömin. Litabækur og litir og alls konar gjaf- ir aðrar biðu þeirra gjaman, þegar komið var í heimsókn. I þessum heimsóknum var Kalli jafnan hrókur alls fagnaðar, hann tók upp létt spjall við þá fúllorðnu og gantaðist við bömin, sem skynjuðu vel þá hjartahlýju sem hann hafði til að bera. Fyrir nokkm tók heilsu Kalla að hraka, enda færðist ellin yfir. Langri ævi er nú Iokið, en minningin um Karel Valtýsson lifir meðal okkar, minning um góðan samferðarmann. Ég votta eftirlifandi systmm Karels og ættingjum samúð mína. Blessuð sé minning hans. Ragnar Óskarsson Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir júní er 2. júlí nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. REYKJAVÍKU RHÖFN Verkstjórí í Bækistöð Reykjavíkurhafnar Reykjavíkurhöfn leitar eftir verkstjóra í Bæki- stöð Reykjavíkurhafnar. Fyrirtækið: Reykjavíkurhöfn er borgarfyrirtæki með sjálf- stæðan fjárhag. Bækistöð Reykjavíkurhafnar sinnir alhliða viðhaldi á hafnarmannvirkjum og húseignum Reykjavíkurhafnar og veitir notend- um hafnarinnar ýmsa þjónustu. Starfið: Starfið er verkstjórn á viðhalds- og þjónustu- hópum, stjórnun á tækjarekstri og verkstjórn á járnsmíðaverkstæði Bækistöðvar. Verkstjóri vinnur undir stjórn deildarstjóra Bækistöðvar að skipulagningu viðhalds og mannafla. Krafist er: Iðnmenntunar og þekkingar og reynslu af verk- stjórn á járniðnaðarsviði. Umsóknirog upplýsingar: Umsóknir um starfið veitir deildarstjóri Bæki- stöðvar í síma 28211. Umsóknarfrestur er til 16. júlí 1990. Hafnarstjórinn í Reykjavík Utboð f.r/-V//i V, •TfcSÉ* Styrking Norðurlandsvegar um Bólstaðarhlíðarbrekku 1990 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í ofangreint verk. Lengd vagarkafla 5,6 km, magn 10.600 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. september 1990. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aöalgjaldkera) og á Sauöárkróki frá og meö 2. júlí 1990. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 16. júlí 1990. Vegamálastjórí BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 26102 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á deiliskipulagi við Hverfisgötu 20 Breytingartillaga á staðfestu deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.0, sem markast af Hverfisgötu, Smiðjustíg, Laugavegi og Traðarkotssundi, er hér með auglýst sam- kvæmt 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis frá mánudeginum 2. júlí til mánudagsins 13. ágúst 1990 alla virka daga frá kl. 8.20- 16.15 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, 105 Reykjavík. Athugasemdum við breytingartillöguna, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 27. ágúst 1990. REYKJMIÍKURBORG J.OUMVI At&dvi Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Staða deildarstjóra við dagdeild aldraðra að Dalbraut 27, er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Deildarstjóri annast daglega stjórnun og skipulagningu starfseminnar, sem felur m.a. í sér félags- og tómstundastarf, ásamt þjónustu við aldraða, sem á dagdeild dvelja. Áskilin er menntun á sviði hjúkrunar og reynsla við hjúkrun aldraðra. Staðan er laus frá og með 20. september, nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður og/eða deildarstjóri í síma 685377 næstu daga frá kl. 10.00-11.30 f.h. TIL SÖLU HÚSEIGN f VESTMANNAEYJUM. VESTMANNABRAUT 35 Kauptilboð óskast í húseignina Vestmannabraut 35, Vestmannaeyjum, samtals 548 rúmmetrar að stærð. Brunabótamat kr. 7.346.000.-Húsið verður til sýnis í samráði við Pál Einarsson bæjarstjóra, sími: 98- 11088. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð merkt „Útboð nr. 3603/90“ berist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 mið- vikudaginn 11. júlí nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK m VÁTRYGGINGAFÉLAG ^rlar íslandshf ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Lada Sport árgerð 1989 Suzuki Swift GL 1000 árgerð 1989 Toyota Corolla 1300 árgerð 1988 Daihatsu Hi Jet árgerð 1988 Mazda 626 árgerð 1987 Suzuki Swift GL árgerð 1987 Mazda 626 LX árgerð 1987 Chevrolet Monza árgerð 1986 Lada Vaz árgerð 1986 Toyota Twin Cam árgerð 1985 Mercedes Benz 190 E árgerð 1985 Ford Sierra GL árgerð 1984 Renault 11 Turbo árgerð 1984 Subaru 1800 árgerð 1983 Sapparo2000 árgerð 1982 Peugeot 305 GLS árgerð 1982 MMC Galant 2000 Super Salon árgerð 1982 BMW728Í árgerð 1981 Toyota Celica árgerð 1980 Saab 99 GL árgerð 1980 Toyota Cressida DL árgerð 1979 Nýtt plasthús á AMC Willys árgerð 1982 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 2. júlí 1990, kl. 12- 16. ÁSAMATÍMA: Á Akranesi: Honda Civic í Borgarnesi: Opel Kadett Á Sauðárkróki: Mazda 323 GTI Dodge Ramcharger árgerð 1985 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1979 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags (s- lands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða um- boðsmanna fyrir kl. 16:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS hf. - Ökutækjadeild - !*■ í|> DAGVIST BARNA Starfsmann vantar tímabundið til aðstoðar, umsjónar og þjón- ustu við gæsluvelli Reykjavíkurborgar. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra í síma 27277.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.