Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 13
ÞriðjudagurlO. júlí 1990 Tímirtn 13 Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdraetti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Hli Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og 'með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þings þess sem haldið verður í lok ágúst. Hægt verður að ná í Hannes í síma 686300 alla virka daga milli kl. 9-13. SUF Útsala Útsala Britains landbúnaðarleikföng. Indíánatjöld. Fjarstýrðir bíl- ar. Barbie leikföng. Fisher Price. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöðvar áður kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugar Rafhlöður: Stærð Áður Nú 152x25 kr. 1550 kr. 1200 183x38 kr. 2489 kr. 1990 224x46 kr. 3400 kr. 2700 Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 — 20 — 50% afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 8. Sími14806 Garðsláttur Tökum aö okkur aö slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. POSTFAX TIMANS Chrístina og maður hennar, Brazzel, á brúðkaupsdeginum. Þau höfðu aðeins þekkst í fjóra mánuði áð- ur en þau ákváðu að gifta sig. „Endir á vondum draumi“ Dóttir Joan Crawford, Christina, sem er best þekkt fyrir ævisöguna um móður sína, „Mommie Dearest" (Elsku mamma), gifti sig um dag- inn. Hún og maður hennar, Michael Brazzel, höfðu aðeins þekkst í fjóra mánuði áður en þau ákváðu að ganga í hjónaband. Athöfnin fór fram í lítilli kapellu í Los Angeles og aðeins nánustu skyldmennum var boðið. Christina var aðeins nokkurra vikna gömul, þegar Joan tók hana í fóstur. Fjórum ámm síðar tók Joan annað bam í fóstur, Christopher. Jo- an Crawford var ein af ffægustu leikkonum Hollywood áranna og var dregin upp falleg mynd af henni sem elskulegri og ástkærri móður. En sú var ekki raunin, því hún mis- þyrmdi bömum sínum hrottalega, sérstaklega Christinu, og áttu böm- in mjög erfiða æsku. Hún kenndi bömum sínum um allt sem miður fór og þau fengu ávallt að kenna á því. Joan misþyrmdi þeim andlega og líkamlega og nú fyrst í dag seg- ist Christina geta séð björtu hliðar lífsins. „Stundum gat mamma sýnt okkur svo mikla blíðu, en svo allt í einu gat hún gefið okkur högg. Við vissum sjaldnast fyrir hvað var ver- ið að meiða okkur. Ég spurði stund- um en fékk aldrei nein svör. Mamma gat verið ánægð eina stundina en síðan grátið og lagst í mikið þunglyndi". Joan dó fyrir 13 ámm og erfði bömin ekki að einni einustu krónu. - Christina segir frá Hún var orðin mjög drykkfelld til hins síðasta og saknaði gömlu góðu Hollywood áranna. Christina sjálf var leikkona í fimmtán ár áður en hún hlaut heimsffægð fyrir bókina um móður sína. Gerð var kvikmynd eftir bók- inni með Fay Dunaway í hlutverki Joan Crawford. Bókin fékk mikla athygli og Christina varð tákn um sfyrk hjá bömum sem beitt em and- legu og líkamlegu ofbeldi. Christ- ina hefur nú stofnað samtök til hjálpar þessum bömum. Um hjónaband sitt segir hún: Þetta er endir á vondum og löngum draumi og byrjun á nýju og ham- ingjusömu lifi“. Hér sést Chrístina ásamt móður sinni Joan Crawford. Joan lét oft mynda sig með bömum sínum og var hin elskulegasta við þau þeg- ar aðrir sáu til. ..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.