Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKJP NÚTIMA FLUTNIN6AR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, ________S 28822________ >i „ru okW fa9l UERÐBRfcFAVrBSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 l.'ll-i-'.V'l NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Sœvamöfða 2 slmt 91-674000 . LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM DALLAS ^—^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminri ÞRIÐJUDAGUR10. JÚLÍ1990 Spá um hækkun vísitölu fer yfir „rautt strik" í haust. Forsætisráðherra átti fund meö aöilum vinnumarkaöaríns um verðlagsmál í gær: Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra segir að sérstakar að- gerðir ríkisins til þess að halda verðlagi innan ramma kjarasamninga í haust hafi verið ræddar innan rikisstjómarinnar. Það komi hins vegar ekki til greina að gripið verði til einhliða aðgerða af hálfu ríkisins heldur verði þar fleiri að leggja hönd á plóginn. Forsætisráðherra átti fund í gær með aðilum vinnumarkaðarins þar sem farið var yfir þróun verðlags og vísitöluspár fyrir næstu mánuði. Þessi mál verða tekin fyrir á fundi ríkistjórnarinnar á fimmtudag og aftur strax eftir helgi IVAf þeirri 0,7% vísitöluhækkun sem varð í síðasta mánuði reyndust 0,2% stafa af opinberum hækkunum," sagði Steingrímur í samtali við Tímann í gær. „0,5% stafa af hækkunum einkaaðila sem eru að- ilar að kjarasamnignunum. Sumar þessara hækkana eru á bilinu 10 - 12%. Það kemur vel til greina að ríkissjóður að leggi eitthvað til málanna en það verða aðrir að gera líka." - Nú bera menn því við að hækk- anir á vörum og þjónustu stafi af verðhækkunum erlendis frá? „Sumt af því er það en sumt ekki. Vísitala framfærslukostnaðar mið- að við verðlag i júlíbyrjun 1990 reyndist vera 0,7% hærri en í júni samkvæmt útreikningum kaup- lagsnefhdar. Undanfarna 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,3% og jafhgildir það 9,6% verðbólgu á heilu ári. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir þessa hækkun setja vísitöluna í þau mörk sem eru viðmiðunar- mörkin í september og að með þessari niðurstöðu sé þurrkað út allt svigrúm sem eftir sé. Ásmundur sagði að ef ekki væri með einhverjum niðurfærsluað- gerðum hægt að vinna á móti þeim hækkunum sem fyrirsjáanlegar eru þá stefridu hækkanir væntanlega í 1% umfram kjarasamninga í sept- ember. „Það er hins vegar rétt að leggja áherslu á það að þrátt fyrir allt er þetta sjötti mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan er undir 10% á ársgrundvelli og það verður að fara æði mörg ár aftur í tímann til þess að fá þann árangur þannig að við erum væntanlega með mikið betri árangur í þessum efhum en ýmsir hafa búist við," sagði Ásmundur. Hann sagði einnig að frávik upp á hálft eða heilt prósent væri ekki meira en það sem menn gætu reiknað með í svona verðbólgu- spám, það væri eðlilegt frávik. „En það breytir því ekki að það verður að taka á þessu ef komast á hjá því að það valdi því að við for- um fram yfir rauða strikið í sept- ember," sagði Ásmundur. Launanefhd ASI og VSI átti fund með ríkisstjórninni í gærmorgun þar sem fjallað var um niður- færsluaðgerðir til að komast hjá þvi að farið verði fram yfir rauða strikið í byrjun september. Visitala framfærslukostnaðar er nú 146,4 stig. Hækkun á áfengi og tóbaki 12. júní síðastliðinn olli tæplega 0,2% hækkun vísitölunnar og verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,5% hækkun hennar. — ÁG/só ; Ferjuflugvél fór í sjóinn 250 km. vestan af Reykjanesi: Árangurslaus leit að tveimur mönnum Ferjuflugvél með tvo menn innan- borðs fór í sjóinn um 250 km. vest- an af Reykjanesi á laugardagskvöld. Tilkynning barst til Landhelgis- gæslunnar kl.20:20 og fóru þá þrjár flugvélar og ein þyrla á vettvang til leitar. Leitað var þangað til myrkur skall á en án árangurs. A sunnudag hélt flugvél Landhelgisgæslunnar áfram leitinni en hvorki sást til mannanna né flugvélarinnar. Þó sást til hlutar sem líktist óuppblásnum gúmmíbát. Leit hefur nú verið hætt. Mennirnir tveir voru á leið firá Gæ- saflóa á Nýfundnalandi til Reykja- víkur. Talið er að þeir hafi verið bandarískir að þjóðerni. Flugvélin sem þeir voru að ferja var af gerð- inni Cessna 182, fjögurra sæia, eins hreyfils og bar einkennisstafina N- 756 MC. Það var önnur flugvél sem stödd var á svipuðum slóðum sem til- kynnti flugstjórninni í Reykjavík að flugvélin ætti í erfileikum. Skömmu siðar heyrðist í stutta stund sending frá neyðarsendi. Ekki er vitað neitt um orsakir slyssins. GS. Hagvirki semur við norrænt fyrirtæki Landsmót hestamanna: Tvær stúlkur kæröu nauðgun Tvær kærur hafa borist logreglunni á Sauðárkróki vegna nauðgunar á lands- móti hcstaniunna sein haldið var í S kagafirði um helgi nu. Máiið er nú í rannsókn hjá lögreglunni i Sauðárkróki og Rannsóknarlðgreglu rík- isins. Hagvirki hf. heldur upp á níu ára afmæli sitt með undirritun samnings við norrænt verktaka- fyrirtæki, NCC A/S Norge (Nordic Construction Company) sem er í eigu NCC í Svíþjóð en það er annað stærsta verktaka- fyrirtækið á Norðurlöndum. Fyrirtækin tvö munu vinna saman að jarðgangagerð og virkjunum svo eitthvað sé nefnt. Unnið hefur verið að þessum samningum frá því í febrúar sl. og hafa sérfræðingar á vegum NCC kannað stöðu og starfsemi Hagvirkis á þessum tíma. —só Á næstunnl verður Strákagöngum lokað og þá verða vegfarendur að aka yfir Skjlufjaroarskarð. Timamynd öþ Siglufjarðarskarð opnað: Stráka- göngum lokað í mánuð Þann fimmtánda næsta mánaðar verður Strákagöngum lokað vegna viðgerða. Gert er ráð fyrir að við- gerðin taki um mánaðartima en á meðan á henni stendur verða göngin opnuð þrisvar á dag fyrir umferð. Þá verður Siglufjarðarskarð rutt en ekki er gert ráð fyrir að skarðið verði fært nema jeppaumferð. Strákagöng, sem eru 793 metra löng, voru opnuð árið 1967. Að sögn Þráins Sigurðssonar bæjartæknifræð- ings Siglufiarðar hefur göngunum ekki verið lokað síðan nema rétt yfir blánóttina. Nú stendur til að endur- nýja slitlag og bæta holræsalögn. „Við komum til með að ryðja Siglu- fjarðarskarð og fjarlægja einhverja steina sem hafa hrunið. En það verð- ur ekkert borið ofan í veginn þannig að hann verður ekki fær nema jepp- um" sagði Þráinn í samtali við Tím- ann. Göngin verða síðan opin frá sjö til átta á morgnana frá hálf eitt til hálf tvö um miðjan dag og frá sjö til átta á kvöldin. Nokkur hætta er talin á erfiðleikum vegna lokunarinnar en meðaltal bif- reiða sem fara um göngin yfir sumar- timann eru 348 bifreiðar hvern dag. „Það þarf ekki annað en að nefha um- ferð sjúkrabíla. Við sinnum sveitun- um héma i kring alveg inn í Fljót. Það tekur sjálfsagt einhvern tíma að stöðva framkvæmdir ef á því þarf að halda þannig að það gætu skapast einhver vandræði. Svo eru það veiði- mennimir sem vilja komast inn í Fljótá til að veiða. Það er hætta á að þeir geti tafist," sagði Þráinn. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.