Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. júlí 1990 Tíminn 3 Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja möstrin í Gufunesi vestur á Mýrar, y en ekki á Keilisnes eins og áður hafði verið ákveðið: Alverið hrekur Póst og síma frá Keilisnesi Tekin hefur verið ákvörðun um að færa móttöku- og afgreiðslu- stöð Pósts og Ssíma frá Gufunesi að bænum Þverholtum vest- ur á Mýrum. Til stóð að stöðin yrði reist í Keilisnesi í Vogum en frá þeirri hugmynd var horfið vegna hugsanlegrar tilkomu álvers á svæðinu. Hætt hefur verið við að flytja þessi möstur til Keilisness vegna vangaveltna um álver. Þess í stað verða þau flutt í Þverholt vestur á Mýiurn. TímamyndiPjetur „Póstur og sími hætti við að flytja möstrin í Keilisnes eftir að búið var að benda þeim á að næsta svæði við væri, samkvæmt svæðaskipulagi Suðumesja, ætlað undir þungan iðn- að eða stóriðju. Þeir hefðu því átt á hættu á fá í ffamtiðinni þannig iðnað að orkuflutningar til og ífá gætu truflað sendingar. En við erum að vinna í því að fá menn til að velja besta staðinn á Islandi til að setja nið- ur álver, sem við teljum að sé hjá okkur“, sagði Jón Gunnarsson odd- viti hreppsnefhdarinnar í Vogum i samtali við Tímann. Sá hluti Keilis- ness, sem til stóð að yrði notaður, er i rikiseign. Ástæða flutnings mastranna er ört vaxandi byggð í nágrenni móttöku- stöðvarinnar í Gufúnesi, sem getur truflað sendingar. Póstur og sími hef- ur selt Reykjavíkurborg það land sem stöðin stendur á sem og land þar í kring. En í Gufúnesi stendur til að haldið verði áffam að byggja íbúðar- húsnæði og aðeins skilið eftir svæði þar sem varaloftnet verður staðsett. Reyndar hefúr borgin þegar hafið byggingu íbúðarhúsnæðis inni á því svæði sem um ræðir. I samningi borgarinnar og Pósts og síma segir, að um kaup á 11,7 hektur- um sé að ræða í Gufúnesi. Söluverð þess lands miðað við fasteignaverð í desember 1988 errúmar33 milljónir. Þessa dagana er síðan Póstur og sími að ganga ífá samningum við landeig- endur í Þverholtum, sem er ríkisjörð. „Slíkir samningar eru auðvitað háðir samþykki ábúandans og ég held að það mál sé allt í höfn núna. Ástæður þess að við urðum að hætta við að flytja í Keilisnes eru vangaveltur um álver á þeim slóðum. Þetta veldur okkur töluverðri töf og auknum kostnað“, sagði Svavar Bjamason verkffæðingur hjá Pósti og síma í samtali við Tímann. I samningi við borgina er gert ráð fyrir að borgarsjóður greiði 88 af hundraði kostnaðar vegna flutning- anna. Miðað við að flutt hefði verið í Keilisnes hefðu heildarútgjöld borg- arinnar numið rúmum 240 milljónum króna samkvæmt verðlagi í desem- ber 1988. Að sögn Sigrúnar Magnús- dóttur borgarfúlltrúa Framsóknar- flokks hefúr borgarráði ekki verið til- kynnt um breytingu á þeim stað er flutt verður til og sagðist hún ekki vita til þess að um breytingu á greiðslum væri að ræða. Samkvæmt heimildum Tímans var ákvörðun um að flytja möstrin í Þverholt tekin fyrr í þessum mánuði Gert er ráð fyrir að ffamkvæmdir í Þverholtum hefjist nú í haust. Stefnt er að því að uppsetning loftneta, vegagerð og bygging húsa verði langt komin í lok þessa árs. Uppsetning tækja og annað því til- heyrandi mun á hinn bóginn standa eitthvað ffam á næsta ár. „Það verður hins vegar bara að sjást hvemig þetta gengur, því nokkur hætta er á að ffamkvæmdimar geti tafist enn ffek- ar vegna veðurs í vetur. Við vonumst allavega til að geta farið að prófa tækin næsta sumar", sagði Svavar. Um töluverða seinkun verksins er þegar að ræða því ef flutt hefði verið í Keilisnes hefðu ffamkvæmdir hafist strax síðastliðið vor. Stöðin í Gufúnesi er móttöku- og af- greiðslustöð fyrir skip og flugvélar. Sendamir em allir staðsettir uppi á Rjúpnahæð og verða ekki fluttir. „ís- lenska flugstjómarsvæðið er nokkuð stórt. Það þarf að sinna öllu flugum- sjónarsvæðinu allt inn á Norðurpól, bæði vestur fyrir og austur fyrir og skipum að auki. Jafnffamt er séð um þjónustu innanlands svo sem stutt- bylgjustöðvar. Þetta em ein átta fjörutíu metra möstur sem verða flutt. Hluti af þeim em í rauninni ekki stök möstur heldur er um að ræða loftnetasamstæður“, sagði Svavar. Um sextíu hektarar lands verða teknir undir móttökustöðina í Þver- holtum. Ekki er um það að ræða að netin taki svo mikið pláss heldur þykir ákjósanlegt að halda töluverðu landssvæði i kring um þau óbyggðu vegna hættu á truflunum ffá íbúa- byggð. jkb Alþýðubandalagið vill að nýtt álver verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins: Alver á Keilisnesi veldur koll- steypu og byggðaröskun Þingflokkur Alþýðubandalagsins ítrekaöi á fundi sínum á mánu- dagskvöld fyrri samþykkt sína þess efnis að nýju álveri verði valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þar með hefur þingflokkurinn tekið afstöðu gegn einum þriggja kosta sem til greina koma, þ.e. Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Að sögn Steingrims J. Sigfussonar, land- búnaðar- og samgönguráðherra, lítur hann svo á, að Keilisnes til- heyri ódeilanlega atvinnusókn höf- uðborgarsvaeðisins og suð- vestur- homsins. Því er Keilisnes ekki inn í myndinni að háffu Alþýðubanda- lagsins. Með samþykktinni er lögð áhersla á það sem þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefúr áður látið koma ffam, þ.e. „að hugsanleg bygging þessa risa- fyrirtækis stuðli ekki að enn ffekari byggðarröskun i landinu og þess vegna verði því valinn staður utan höf- uðborgarsvæðisins." Einhugur var um þessa samþykkt en Geir Gunnarsson, þingmaður Reyk- nesinga, mun þó hafa lagst gegn henni. Að sögn Steingrims vildu margir, þar á meðal hann sjálfúr, ganga lengra í samþykktum og taka af öll tvímæli um staðsetningu álversms. „Það er alveg ljóst og hefúr lengi ver- ið og ég tala skýrt í þeún efhum, að ég er á móti því að menn setji þetta risa- fyrirtæki hér niður, ofan í þéttbýlis- svæðið. Vegna þess að hér er verið að tala um stóra fjárfestingu til langs tíma og ef að bæði iðjuverið sjálft og svo væntanlega öll þau maigfeldisáhrif sem af því leiða í íslenskan þjóðarbú- skap ættu að verða hér á þessu svæði, þá myndi það kalla á meiri kollsteypu og byggðarröskun heldur en menn hafa áður séð ffaman í. Til þess er ég ekld tilbúinn", segir Steingrímur. Islensk stjómvöld og fúlltrúar Atl- antsáls-hópsins hafa einsett sér að taka ákvörðun um staðsetningu í haust. Ak- ureyri, Keilisnes og Reyðarfjörður koma nú aðeins til greina. I fféttum undanfarið hefúr komið ffam að fúll- trúar Atlantsáls- hópsins hafa sýnt hvað mestan áhuga á Keilisnesi, þar sem þeir telji þá staðsetningu að mörgu leyti hagstæða. „Það gæti vel verið að miðbær Reykjavíkur væri enn hagstæðari stað- ur ef mönnum byðist það. Ég tel að við eigum sjálfir að leggja þama áhersl- umar og það sem er náttúrulega vont er að menn skyldu hafa verið að þvæla um þennan kost, þegar svo í ljós kem- ur, sem mér þykir trúlegt, að það sé einfaldlega ekki pólitískur meirihluti fyrir því, að setja þetta risafyrirtæki niður hér ofan í allt annað sem hér er að byggjast upp“, segir Steingrímur. Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti á fúndi sínum á mánudags- kvöld að Landsvirkjun veitti lOOmillj- ónum króna á næstu tveimur mánuð- um til rannsókna og vegagerða fýrir væntanlega virkjunargerð. Aðrir þing- flokkar stjómarflokkanna höfðu áður tekið málið til umfjöllunar og sam- þykkt. Þingflokkur Álþýðubandalags- ins telur að íslensk stjómvöld eigi á næstu þremur til fjórum vikum að ákveða hvar reisa eigi álverið og síðan tilkynna þá ákvörðun erlendum samn- ingsaðilum, áður en samningar um aðra þætti þróast nánar. , J>ví, sem menn standa ffammi fýrir í dag, er að mínu mati það, að taka þessa ákvörðun fýrr en seinna, þannig að óvissu hvað þetta snerti verði eytt. Það liggur alveg ljóst fýrir að þetta getur ráðið talsverðu um afstöðu manna til málsins í heild sinni“, segir Steingrim- ur. -Telur þú að þetta verði tilefni til ágreinings innan ríkistjómarinnar? ,Jdér hefúr nú skilist að það væm fleiri svipaðrar skoðunar og ætli þeir gangi þá ekki í lið með okkur. Það er alveg ljóst hvað við viljum í þessu efhi“. -Er þetta stjómarslitamál? „Ég ætla enga spádóma að hafa uppi með það, en þetta er stórt mál, það liggur í hlutarins eðli. Hér er um stóra og mikla ákvörðun að ræða; hvort og þá hvar og hvemig verður farið í þess- ar framkvæmdir. En spádómar um það hvort að þetta muni hafa áhrif á heilsu- far ríkisstjómar er nú leikfimi sem ég ætla að láta ykkur blaðamenn um í bili“, segir Steingrímur. Steingrímur hefúr oft sagst vera til umræðu um staðsetningu álvers á suð- vesturhominu ef gert yrði bindandi samkomulag um það að vamarliðið á Keflavíkurflugvelli færi og álverið kæmi þá í staðinn. „Ef menn væm að tala um að líta á álverið sem lið i at- vinnuuppbyggingu beint i tengslum við það að herinn væri að fara úr landi, og sú atvinna sem honum hefði tengst væri að verulegu leyti að hverfa, þá væm menn komnir með góðan um- ræðugrundvöll við mig allavega", seg- ir Steingrímur. Ekki náðist f Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra í gær, þar sem hann er nú í Kanada að ræða við stjómvöld i Otta- wa og ráðherra orku- og iðnaðarmála í Quebecfýlki um ýmis sameiginleg hagsmunamál. Þar mun hann meðal annars þiggja boð Quebecmanna um að skoða eitt fúllkomnasta álver i Kan- ada, sem ffamleiðir um 200.000 tonn árlega og er að mörgu leyti sambæri- legt því sem Atlantsálsaðilamir hyggj- ast reisa og reka hér á landi. GS. Athugasemd frá frétta- mönnum Stöðvar 2: Svar til Jóns 1. Það er rangt að Stöð 2 hafi neitað að taka við leiðréttingu frá þér vegna hugsanlegra kaupa Landsbankans á fast- eignum Blaðaprents. í kjölfar þess að Landsbankinn lýsti þvf yfir að fréttin væri úr lausu lofti gripin, sagðir þú að ófonnlegar viðræður hefðu farið fram við bankann um þessi kaup, og því var komið á framfæri í fréttum Stöðvar 2 hinn 11.7. 2. Tveir fréttamenn ræddu við þig um málefni Biaðaprents. Þeir lögðu báðir sama skilning i það sem þú sagðir um málið, þ.e. þú áttir í viðræðum við bankann um kaup á fasteign Blaðaprents við Lyngháls í Reykjavík til að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti. Ummæli þin var ekki nokkur leið að misskilja. Að þú skulir ekki vilja kannast við orð þín um síðir, elns og skflja má á yfirlýsingu þinni f Tímanum þann 14.7., verður þú að eiga við sjálfan þig, og ekki þýðir að nota fréttastofu StÖðvar 2 sem blóra- böggui. Elín Hirst, Helgi Már Arthursson, fréttamenn á Stöð 2 Slys gera ekki boð á undan sér! sasr ÚUMFEROAR RAO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.