Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 18. júlí 1990
Sigrún Jónsdóttir
Látin er Sigrún Jónsdóttir á Rangá í
Kaldakinn í Suður-Þingeyjarsýsiu.
Hún var til grafar borin á Þórodds-
stað laugardaginn 7. júlí, að við-
stöddu miklu fjölmenni. Gengin er
merk og mæt kona. sannkölluð hér-
aðsprýði. Með hrærðum huga minn-
ist ég vinkonu minnar, sem lést um
aldur ffam, og þykir mér sem hér-
aðsbrestur hafi orðið við ffáfall
hennar. Mestur harmur er þó kveð-
inn að manni hennar og fjölskyldu.
Sigrún fæddist 17. nóvember 1923
á Halldórsstöðum í Reykjadal. For-
eldrar hennar voru hjónin Jón bóndi
á Hömrum í Reykjadal Friðriksson
b. og landpósts á Helgastöðum í
Reykjadal Jónssonar b. á Krauna-
stöðum í Aðaldal Jónssonar og kona
hans Friðrika Sigfúsdóttir b. á Hall-
dórsstöðum í Reykjadal Jónssonar af
Reykjahlíðarætt og k.h. Sigríðar
Jónsdóttur b. á Helluvaði í Mývatns-
sveit Hinrikssonar.
Föðursystkin Sigrúnar voru: Emel-
ía húsfreyja á Halldórsstöðum, Júlí-
ana hjúkrunarkona og húsífeyja í
Reykjavík, g. Haraldi leikara
Bjömssyni, Sigrún húsffeyja í Valla-
koti í Reykjadal, Halldór smiður í
Kópavogi, Jónas bóndi á Helgastöð-
um og Valgerður húsfreyja í Dan-
mörku.
Móðursystkin Sigrúnar voru: Jón
Aðalsteinn bóndi á Halidórsstöðum,
Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri
á Húsavík, kv. Huldu skáldkonu,
Kristjana húsffeyja á Landamótsseli
á Rangá
og Akureyri, Pétur kaupfélagsstjóri á
Borðeyri, Þóra húsfreyja á Einars-
stöðum í Reykjadal og María hús-
ffeyja á Helgastöðum.
Sigrún ólst upp á heimili foreldra
sinna á Hömrum ásamt systkinum
sínum, en þau em: Jón Aðalsteinn,
húsvörður á Laugum í Reykjadal, kv.
Elínu Ingu Jónasdóttir frá Helluvaði,
Sigriður, húsfreyja á Fáskrúðsfirði,
g. Kára Norðfjörð, Valgerður, hús-
ffeyja á Hömmm, f. Benóný bónda
þar Amórssyni ffá Húsavík, Unnur,
húsfreyja á Húsavik, g. Helga smið
Vigfússyni og Þórdís húsfreyja í
Hamraborg í Reykjadal, d. 1971, g.
Illuga bifw. Þórarinssyni frá Borg í
Mývatnssveit.
Sigrún hlaut í vöggugjöf flesta þá
kosti sem menn mega prýða. Hún
var ágætum gáfum gædd, einstak-
lega vel máli farin og hafði leiftrandi
ffásagnargáfu svo að unun var á að
hlýða. Hún hafði ríka kímnigáfú, var
glöð og glæddi andrúmsloftið hvar
sem hún kom, ekki hvað síst með
dillandi hlátri sínum sem hreif við-
stadda með. Hún setti svip á um-
hverfi sitt og til hins síðasta gladdi
hún og huggaði alla sem hún mátti.
Svo sem margir ættmenn hennar
hafði hún rika tónlistargáfú, en fram
úr öllum gáfúm hennar skaraði þó
íðilfögur söngrödd, silfúrskær og
hljómmikil, sem hreif hvem þann er
á hlýddi. Ekki leikur minnsti vafi á
því að Sigrún hefði getað náð langt á
því sviði, hefði hún lagt fýrir sig
söngnám og starf. En hún kaus sér
annað hlutskipti sem víst er að varð
henni og fjölskyldu hennar til mikill-
ar gæfu.
Sigrún giftist þ. 29. júlí 1945 Bald-
vini Grana Baldurssyni. Foreldrar
hans voru Baldur Grani, bóndi, odd-
viti og kunnu hagyrðingur á Ófeigs-
stöðum í Kinn, Baldvinsson og f.k.h.
Hildur Friðgeirsdóttir frá Þórodds-
stað. Sigrún og Baldvin reistu sér ný-
býlið Rangá á þriðjungi Ófeigsstaða
og hafa búið þar síðan rausnarbúi I
nábýli við Baldur og s.k.h. Sigur-
björgu Jónsdóttur frá Litluströnd í
Mývatnssveit og dóttur þeirra Svan-
hildi og man hennar Einar Kristjáns-
son ffá Finnsstöðum í Kinn. Má
segja um bæina Ófeigsstaði og Ran-
gá að þeir hafi staðið um þjóðbraut
þvera, því að gestrisni og rausn er
þar slík að fágætt má telja. Atti Sig-
rún þar mikinn hlut að máli. Allir
voru alltaf velkomnir og veittur riku-
legur beini. Avallt var þar griðastað-
ur þeirra er minna máttu sín um
lengri eða skemmri tíma. Sigrún var
ávallt boðin og búin að leysa hvers
manns vanda og taldi þá ekki eftir
sér fyrirhöfn, enda var dugnaði
hennar og hjálpsemi við brugðið. Má
með sanni segja að hún hafi ávaxtað
vel sitt pund.
Sigrún bjó manni sínum og bömum
fallegt og gott heimili og ríkti þar
eindrægni og hamingja. Sigrún og
Baldvin eignuðust 5 böm. Þau eru:
1. Jón Aðalsteinn, f. 1946, sendi-
ráðsprestur í Londin, kv. Margréti
ritara Sigtryggsdóttur rakaram. á
Akureyri Júlíussonar. Dætur þeirra
em Sigrún og Róshildur. Áður átti
Jón soninn Ragnar Þór. Ragnar er kv.
Helgu Björgu Sigurðardóttur á
Húsavík Hákonarsonar og eiga þau
soninn Amar Aðalstein. 2. Baldur, f.
1948, fyrrv. bóndi á Hnjúki í Kinn,
nú biffeiðarstjóri á Húsavík, kv. Sig-
rúnu Aðalgeirsdóttur, bifrstj. þar
Sigurgeirssonar. Böm þeirra em
Baldvin, heitb. Guðrúnu Brynjars-
dóttur á Húsavík Halldórssonar og
k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur frá Sult-
um í Kelduhverfi. Baldvin og Guð-
rún eiga soninn Baldur. Ragnheiður,
f. Heiðari Gunnarssyni á Húsavík,
dóttir þeirra er Heiðrún og Friðrik.
3. Baldvin Kristinn, f. 1950, bóndi í
Torfunesi í Kinn, kv. Brynhildi
kennara Þráinsdóttur skstj. á Skútu-
stöðum Þórissonar. Böm þeirra em
Margrét og Þráinn Ámi. 4. Hildur, f.
1953, hárgreiðslumeistari á Húsavík,
g. Garðari verslm. Jónassyni Egils-
sonar hagyrðings á Húsavík Jónas-
sonar. Synir þeirra era Jónas Grani
og Unnar Þór. 5. Friðrika, f. 1961,
aðstm. tannlæknis á Húsavík, var g.
Gunnari málara Jóhannssyni. Þau
slitu samvistum. Synir þeirra era Jó-
hann Kristinn og Hilmar Valur.
Sigrún tók mikinn þátt í félagslífi
og var þar ávallt í fararbroddi. Hún
var í Kvenfélagi Þóroddsstaðarsókn-
ar, söng í kirkjukómum, lék í leikrit-
um og fleira mætti telja. Síðast en
ekki síst skemmti hún með söng sín-
um á samkomum og hvar sem menn
vora saman komnir. Synir hennar,
Baldur og Baldvin, Rangárbræður,
hafa tekið upp merkið og syngja fyr-
ir sveitunga sína og sýslunga. Böm
Sigrúnar stóðu fyrir því 1972 að
rödd hennar varðveittist á plötu.
Æ oftar hugleiði ég það, hve mikils
virði það er fyrir sveitir og hérað að
fá að halda hæfileikafólki sínu og
njóta krafta þess í stað þess að allir
haldi út í heim að leita ffægðar og
frama. Sigrún var sjálf sannfærð um
að hún hefði valið rétt. Hún átti góða
og hamingjusama ævi við hlið góðs
eiginmanns og fjölskyldu sem mátu
hana að verðleikum. Góða ævi, þar
sem hún gat sífellt miðlað öðram og
látið gott af sér leiða. Góða ævi í hér-
aðinu sem ól hana, meðal fólksins
síns, sem mat hana sem vert var.
Kynni mín af Sigrúnu era eitt af því
sem upp úr stendur þegar ég lít yfir
farinn veg. Þó að vík hafi verið milli
vina eftir að ég flutti aftur suður átti
ég vináttu hennar alltaf vísa.
Eg sendi Baldvini og fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningin um góða konu vera þeim
styrkur.
Guðrún Þórðardóttir
Munu f rjálsar fjármagnshreyf ingar
halda íslensku efnahagslífi gangandi?
í „Greinargerð Seðlabanka íslands
um áhrif ffjálsra fjármagnsheyfinga á
íslenskt efnahagslíf* segir um
„ftjálsan fjármagnsmarkað Evrópu-
bandalagsins":
„Tilskipun Evrópubandalagsins frá
júní 1988 fýlgir yfirlit. ... Verður hér
reynt að lýsa í stærstum dráttum
þeim atriðum, sem falla undir ftjálsar
fjármagnshreyfingar samkvæmt
þessu yfirliti: 1. Beinar fjárfestingar:
Stofnun eða stækkun útibúa eða nýrr-
ar starfsemi að fullu í eigu þess aðila,
sem leggur ffam fjármagn og yfir-
töku að fúllu á starfandi fýrirtæki.
Einnig þátttaka í nýju eða starfandi
fýrirtæki. ... Jafnframt lánveiting til
fimm ára eða lengri tíma eða endur-
fjárfesting hagnaðar í sama skyni.“ 2.
Fjárfesting í fasteignum: Kaup ein-
staklinga og lögaðila á fasteignum og
landi og byggingu fasteigna í öðra
landi til einkanota eða í ábataskyni.
... 3. Verðbréfaviðskipti: Heimildir
innlendra aðila til að kaupa erlend
verðbréf, skuldabréf og hlutabréf ...
og sams konar heimild fýrir erlenda
aðila til kaupa á bréfúm á innlendum
markaði. Jafnffamt heimild til að
bjóða innlend verðbréf á erlendum
markaði og veita viðtöku erlendum
bréfúm á innlendum markaði. 4. Við-
skipti með hlutdeildarbréf verðbréfa-
sjóða: Hliðstætt við 3. lið. Hér eink-
um átt við ... víxla gefna út af ríkis-
sjóði eða öðram aðilum, innlánsskír-
teini (certificates of deposit), ýmis
viðskiptabréf banka o.s.ffv. 6.
Bankareikningar: Sparisjóðs- og
ávísanareikningar innlendra aðila við
erlenda banka og samsvarandi fýrir
erlenda aðila við innlenda banka. 7.
Greiðsluffestur:... tengdur viðskipta-
samningi ... veittur innlendum aðila
af erlendum aðila og samsvarandi. 8.
Lán og greiðslufrestir: ... fjármögnun
veitt af fjármálastofnun og greiðslu-
ffestir. ... Veðlán húsbyggjenda og
íbúðarkaupenda, neytendalán og
eignarleiga. 9. Tryggingar og ábyrgð-
ir: Veittar af innlendum aðilum til er-
Iendra aðila og öfugt. 10. Greiðslur
vegna tryggingasamninga. 11. Per-
sónulegar yfirfærslur: Lán, gjafir og
heimanmundur, arfur, eignayfirfærsl-
ur í tengslum við búferlaflutninga....
12. Flutningur milli landa á fjár-
skuldbindingum: Verðbréf og hvers
kyns greiðslumiðlar. 13. Aðrar fjár-
magnshreyfingar: M.a. skaðabætur,
endurgreiðsla vegna riftunar samn-
ings, greiðslur vegna höfnndaréttar.
...“ (Bls. 11-12)
II hluti
„Evrópubandalagið lítur ekki svo á,
að fijálsar fjármagnshreyfingar
tryggi sjálfkrafa rétt til stofnunar og
starfsemi fýrirtækja. Einstök aðildar-
ríki Evrópubandalagsins geta jafn-
framt reist skorður við beinni fjár-
festingu og fasteignakaupum aðila
ffá öðra EB-landi.“ (Bls. 13) „... Tak-
mörkunum á þessu sviði er gjaman
skipt í fjóra meginflokka. Þeir era:
(1) atvinnugreinar, sem njóta sér-
stakrar vemdar (ath. svo sem) ... í
loft- og sjóflutningum og hergagna-
iðnaði.... (2) í einkasölufýrirtækjum,
sem rekin era af opinberam aðilum
eða öðrum aðilum í skjóli stjóm-
valdsfýrirmæla. Nokkur dæmi af
þessu tagi era: flutningar í lofti og
með jámbrautum, almenningssam-
göngur, póstur og sími, fjarskipti, út-
varp, hafnir, vatnsveitur, orkufýrir-
tæki. Oheimilt er þó að reka ríkis-
einkasölur, sem lúta að innflutningi
og útflutningi og vöraviðskiptum.“
(Bls. 14)
„... áformar Evrópubandalagið að
reisa hinn sameinaða fjármagns-
markað á þremur meginreglum. Þær
eru: 1. að löggjöf Evrópubandalags-
rikjanna verði samhæfð í þá vera að
skapa fjármálastofnunum sambæri-
leg samkeppnisskilyrði á hinum sam-
einaða markaði; 2. að sérhver fjár-
málastofnun sæti eingöngu eftirliti af
hálfú yfirvalda í heimalandi sínu en
ekki af hálfú yfirvalda í gistilandi; 3.
að sérhver fjármálastofnun, sem
fengið hefúr starfsleyfi í heimalandi
sínu og fullnægt skiljTðum, sem þar
era sett, öðlist sjálfkrafa rétt til að
starfa í öllum öðram löndum Evrópu-
bandalagsins." (Bls. 17)
„Hvað áhrærir fjármagnsflutninga
ríkir samstaða innan bandalagsins
um erga omnes regluna svonefúdu,
sem felur i sér, að fijálsræðið tekur
ekki einungis til viðskipta milli landa
innan Evrópubandalagsins heldur og
gagnvart löndum utan þess. Að formi
til felur reglan í sér rétt, en ekki
skyldu, til að opna fjármagninu far-
vegi til og frá löndum utan banda-
lagsins.“ (Bls. 18)
„Þess má geta, að athugun á vegum
EFTA-ráðsins leiddi í ljós ... um
ávinning (ath. af samfelldum fjár-
magnsmarkaði og þá aukinni sam-
keppni) í mynd lækkaðs tilkostnaðar
í fjármálaþjónustu. Hvað Ísland
áhrærir era áhrif þessi talin samsvara
0,6-0,9 af landsffamleiðslu, sem er
nálægt meðaltalinu fýrir riki EFTA í
heild." (Bls. 19)
Um kauphöllina í New York
1 Bandaríkjunum era 14 kauphallir.
Sú langstærsta er New York Stock
Exchange (sem í hérlendum blöðum
er oftast nefnd „Kauphöllin í New
York“) og hefúr hún um þrjá fjórðu
hluta viðskipta þeirra. Hin næst-
stærsta er líka í New York, American
Stock Exchange.
New York Stock Exchange er félag
verðbréfasala (1.366 að tölu í upp-
hafi níunda áratugarins). Eru félags-
menn sagðir eiga „sæti“ i kauphöll-
inni. Þar eð félag þeirra er nánast lok-
að, ganga „sætin“ kaupum og sölum.
Saman geta nokkrir félagsmenn haft
með sér firmu. (í árslok 1971 vora
firmun 577.)
Kaupum og sölum á New York
Stock Exchange ganga aðeins hluta-
bréf á skrá hennar. Skráningu fá að-
eins fýrirtæki, sem uppfýlla skilyrði
hennar um birtingu endurskoðaðra
reikninga, fjárhagsstöðu, uppbygg-
ingu og atvinnulegt mikilvægi. Auk
þess þarf samþykki rikisstofnunar,
Securities and Exchange Commissi-
on, til skráningar fýrirtækis á kaup-
höllinni.
Félagsmenn í New York Stock Ex-
change skiptast í sex flokka eftir
störfúm: (1) Miðlara gegn þóknun
(commission brokers), sem kaupa og
selja hlutabréf fýrir aðila utan félags-
ins, og hafa þeir með sér mörg firmu.
(2) Miðlarar á gólfi (floor brokers),
sem kaupa og selja hlutabréf fýrir
aðra félagsmenn gegn þóknun. (3)
Skráðir höndlarar (registered tra-
ders), sem kaupa og selja hlutabréf
fýrir eigin reikning án aðstoðar eða
milligöngu annarra félagsmanna. (4)
Sérhæfðir miðlarar (specialists) sem
eiga í kaupum og sölum ýmist fýrir
eigin reikning eða annarra, og hafa
þeir sinn bás á „gólfinu", en eiga að-
eins í viðskiptum með tiltekin hluta-
bréf. Þeir sjá um, að á kauphöllinni
falli ekki niður viðskipti með hluta-
bréf „þeirra". Ef á framboði eða eftir-
spum hlutabréfa „þeirra" slaknar,
selja þeir eða kaupa þau. (5) Viðlaga-
miðlarar (odd-lot dealers), sem í senn
kaupa eða selja færri en 100 sams
konar hlutabréf fýrir viðskiptamenn
„miðlara gegn þóknun". (Stórar pant-
anir era að jafnaði í „hundraðum"
hlutabréfa, svonefndum „full lots“
eða „round lots“, og einungis kaup
eða sala á þeim fer ffam á „gólfi"
kauphallarinnar.) Viðlaga-miðlarar
fá ekki þóknun, heldur hljóta tekjur
sínar af verðmun keypts og selds
hlutabréfs. (6) Blakkar-bjóðendur,
sem selja eða kaupa hlutabréf fýrir-
tækja í einu lagi fýrir 200.000 $ eða
meira. Frá sjöunda áratugnum hefúr
hlutur þeirra farið vaxandi.
' Fáfnir