Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminri'
Miðvikudagur 18. júlí 1990
17. júní og 1. desember verða líklega helstu hátíðisdagarnir í nýju Þýskalandi:
Þýskaland sameinað á
fullveldisdegi Islands
Stjómarflokkurinn, CDU í Austur- Þýskalandi hvatti til þess í gær
að Austur-Þýskaland gengi í ríkjasamband Vestur-Þýskalands 1.
desember 1990, degi áður en kosningar verða haldnar í öllu
Þýskalandi. Talsmaður CDU sagði að austur-þýska þingið myndi
líklega samþykkja yfirlýsingu um þetta á sunnudaginn kemur. For-
sætisráðherra Austur-Þjóðverja Lothar de Maiziere, leiðtogi CDU,
hefur jafrían sagt að hann vildi að sameining þýsku ríkjanna yrði
ekki fýrr en eftir kosningar í öllu Þýskalandi Zdesember.
Udo Kamm þingflokksformaður
CDU í neðri deild austur-þýska
þingsins sagði við fréttamenn í gær
að de Maiziere hefði nú fallist á að
sameining verði 1. desember. Þessi
tillaga um dagsetningu sameiningar-
innar kemur degi á eftir samkomulagi
Helmuts Kohls kanslara og Gorbat-
sjovs Sovétleiðtoga um að Þýskaland
verði áftam í NATO. „Niðurstaða
þess samkomulags réttlætir þessa
þróun“, sagði Kamm.
Þar með virðist næsta víst að nýtt
Þýskaland muni fæðast á fúllveldis-
degi Islendinga 1. desember. Austur-
þýska þingið var nálægt því að sam-
eina þýsku ríkin á þjóðhátíðardegi Is-
lendinga 17. júní. Þá samþykktu
þingmenn að sameina rikin á þann
hátt að Austur- Þjóðveijar nýttu sér
ákvæði í vestur-þýsku stjómarskránni
sem gerir ráð fyrir að þýsk landsvæði
geti gengið í v-þýska ríkjasambandið
með því einu að samþykkja stjómar-
skrá þess. Um leið og Austur-Þjóð-
veijar gera þetta gilda v-þýsk lög í A-
Þýskalandi og kosningamar 2. júlí
verða sams konar og í V-Þýskalandi.
M.a. fá flokkar sem ekki ná 5% fylgi
enga fúlltrúa á þingi. Meðal þeirra
flokka sem gætu dottið út af þingi
vegna þessa ákvæðis er arftaki aust-
ur-þýska kommúnistaflokksins.
Þegar löndin sameinast munu þau
taka upp nýjan þjóðhátíðardag. Þjóð-
hátíðardagur íslendinga 17. júní er nú
hátíðisdagur í báðum þýsku rikjunum
en þá minnast Þjóðveijar misheppn-
aðrar uppreisnar verkamanna í A-
Berlín sem kröfðust sameiningar
Þýskalands. Sá dagur hefúr komið
sterklega til greina sem þjóðhátíðar-
dagur nýs Þýskalands. Annar dagur
sem líka hefúr komið til greina er
dagurinn þegar af sameiningu verður.
Nú virðist sá dagur ætla að verða 1.
desember, fúllveldisdagur Islendinga.
Tékkóslóvakía. Ágreiningur með forseta og fjármálaráðherra:
Havel segir ríkis-
stjórn geta fallið
Nýmynduð lýðræðisríkisstjóm í
Tékkóslóvakíu gæti misst völd sín
fyrir árslok vegna vaxandi efnahags-
erfiðleika í Tékkóslóvakíu. Þetta
sagði náinn aðstoðarmaður forsetans
Vaclav Havels í viðtali sem birt var á
þriðjudag. Mikael Zantovsky, tals-
maður forsetans, sagði í viðtalinu við
breska dagblaðið „Financial Times“
að Marian Calfa myndi ekki endast
lengi í embætti forsætisráðherra. Að
sögn „Financia! Times“ lýsa þessi
ummæli vaxandi ágreiningi á milli
Havels og rikisstjómarinnar en aðeins
em sex vikur síðan Havel tók þátt í að
mynda hana og í kjölfar þess var hann
kosinn forseti. Havel nýtur mikillar
hylli í landi sínu en ríkisstjómin hefúr
gripið til harðra efhahagsráðstafanna
sem reynst hafa óvinsælar. I fjölmiðl-
um í Tékkóslóvakíu var 26% verð-
hækkun á matvælum í síðustu viku
gagnrýnd og sögð koma verst niður á
fátæku fólki. í viðtalinu sagði
Zantovsky að engin óvild væri milli
forsætisráðherrans Calba og Havels
en að spenna væri í samskiptum for-
setans og fjármálaráðherrans Vaclav
Klaus sem vill hraða breytingum í átt
til markaðsbúskapar. Havel vill fara
vægar í sakimar og óttast ella fjölda-
atvinnuleysi og að mikill hluti iðnað-
ar í landinu leggist af. „Við höfúm
sigrast á einræðinu en við höfúm ekki
sigrast á neinum af efnahagsvanda-
málum okkar", sagði Zantovsky.
Sósíalistaflokkur í stað kommúnistaflokks:
Sósíalistar í Serbíu
velja sér foringja
A þriðjudag var vinsæll serbneskur
þjóðernissinni, Slobodaz Milosevic
kosinn leiðtogi nýs sósíalistaflokks í
Serbíu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu.
Milosevic hét að gera hinn nýstofn-
aða sósíalistaflokk að allt öðmm
flokki en gamli kommúnistaflokkur-
inn var. Sósíalistaflokkurinn var
stofnaður þegar serbneski kommún-
istaflokkurinn samþykkti á mánu-
dag að sammeinast bandalagsflokki
sínum „Sósíalistabandalaginu" og
bæta með því imynd sína fyrir frjáls-
ar kosningar sem haldnar verða á
næsta ári. „Við verðum að skapa
nýjan sósíalisma í samræmi við hin-
ar miklu breytingar sem orðið hafa
og verða munu á næstunni", sagði
Milosevic þegar hann tók við stöðu
sinni. „Tími vinstristefhu er fram-
undan“, sagði hann á stofnþingi
sósíalistaflokksins í Belgrad. Mi-
losevic hefúr verið forseti Serbíu
síðan í maí 1989 og er fyrrverandi
leiðtogi kommúnistaflokksins.
Hann á frama sinn að þakka vaxandi
þjóðemisvakningu Serba, sem eru
langfjölmennastir Júgóslava, en
hann hefúr lagst eindregið gegn
kröfum annarra þjóða innan ríkja-
sambandsins um aukið sjálfræði.
Milosevic hefur verið í forsvari
þeirra sem hafa viljað bæla niður
kröfur íbúa Kósóvó-héraðs um sjálf-
stæði frá Serbum. íbúar Kósóvó eru
að langmestum hluta af albönskum
uppmna og hafa 50 menn dáið í
mótmælum gegn yfirráðum Serba á
síðustu 18 mánuðum.
Serbar hafa verið seinni til en aðrar
þjóðir í Júgóslavíu að koma á lýð-
ræðisumbótum og þeir hafa ekki
viljað halda fijálsar kosningar fyrr
en ný stjómarskrá hefúr verið sam-
þykkt sem draga mun úr réttindum
minnhlutahópa. Engu að síður hefúr
sósíalistaflokkurinn frjálsar kosn-
ingar á stefnuskrá sinni, prentfrelsi
og málfrelsi. Hann styður markaðs-
hagkerfi og vill selja ríkiseignir f
hendur einkaaðilum.
Fljúga
Frá 29. maí hefúr geimskutluflota
Bandaríkjamanna verið lagt vegna
eldsneytisleka sem tvisvar hefur komið
fram. Skutlunum mun sennilega affur
verða leyft að fljúga fyrir 1. september
sagði Richard Tmly, stjómandi Geim-
ferðastofhunarinnar NASA á þriðju-
dag. ,NASA hefúr komist að því hvers
vcgna vetni lak úr tönkum tveggja
geimskutla og íhugar nú að senda skutl-
umar á !oft“, sagði Tmly. „í ljós kom að
það vom aðeins tvær makalausar tilvilj-
anir sem ollu þvi að eldsneyti lak þegar
senda átt tva;r geimskutlanna á loft og
Hermenn of skotglaðir
Mannréttindasamtök í ísrael saka
israelska hermenn um að vera of
skotglaöa í samskíptum sfnum viö
Palestinumenn á hernámssvæðun-
um. Talsmaður „Btselem“-hðps-
ins, sem birti skýrsluna á mánudag
um þetta, sagði að hundruð þeirra
630 Araba, sem hefðu verið drepn-
ir, hefðu verið skotnir þegar her-
menn brutu fyrirroæli um notkun
og meðferö skotvopna. Talsmaöur
ísraelshers hafnaði niðurstöðum
skýrslunnar og sagöi að hún væri
ónákvæm en hann vildi ekki segja
meira um málið á meðan hæstirétt-
ur fsraels fjallar um lögmæti fyrir-
skipana til hermanna um að skjóta
á Araba. Fréttamyndir, sem sýnd-
ar hafa veriö um allan heim, hafa
sýnt hermenn skjóta á menn sem
kasta grjóti og hefur ísraelsher oft
verið sakaður um að beita of mik-
illi hörku i uppreisninni i Gaza og á
Vesturbakkanum en hún hefur nú
staöið í þrjátíu og einn mánuð.
í siðustu viku sögðu mannrétt-
indasamtökin „Amenstv Interna-
tional“ í London að dráp öryggis-
sveita á óvopnuðum palestínskum
almenningi benti til þess að ríkis-
stjórnin hvetti til aftaka án dóms
og laga.
Þing Úkraínu
samþykkir full-
veldisyfirlýsingu
Ef Úkraína segír sig úr lögum og Rússar tengjast sögulegum
viö Sovétrikin er það miklu alvar- böndum Iangt aftur i aldir. Þjóð-
legra mál fyrir Rússa en ef irnar tala náskyld tungumál og
Eystrasaltsrikin veröa sjálfstæð. hafa lengst af verið í rfkjasam-
Á mánudag samþykkti þing bandi frá því að rússneska keis-
Úkraínu yfirlýslngu um fuliveldi aradæmið varð til. í lok seinni
og sagði að lög þess væru æðri heúnsstyrjaldar var landbúnaður
sovéskum lögum en með þessu er i Úkrainu illa leikin af bylting-
opnað fyrir þann möguleika aö unni og borgarastyijöldum en
sjálfstætt riki óháð Sovétríkjun- milli stríða var Úkraina sjálfstætt
um verði stofnað. Úkraína er ríki skamma stund áður en landið
næststærst Sovétlýðveldanna sem gerðist „sovét“ i Sovétrikjunum
eru 15 talsins. Þar er mikill iðnað- 1922. Sovétlýðveldið Úkraína
ur og landbúnaðarframleiðsla framleiddi meira en það þurfti tU
sem er samoiin sovéskum efna- eigin nota af Iandbúnaöarvörum
hag. íbúaQöldinn er rúmlega 51 en þegar bændur voru þröngvað-
milljón sem er 21% af íbúafjölda ir tíl að taka upp samvinnubú-
Sovétríkjanna. Fréttaskýrendur á skap dróst framleiðsla saman sem
Vesturlöndum segja að fuUveldis- leiddi tU hungursneyðar 1932-33.
yfirlýsingin á mánudag boði ekki Vestrænir sagnfræðingar telja að
að aðskilnaður Úkrainu frá Sov- 5 mUljón menn hafi þá dáið. Vest-
étríkjunum sé á næsta leyti, en urhluti Úkraínu tílheyröi áður
hins vegar varpar hún ljósi á Póllandi en var innlimaður í Sov-
hversu veikt ríkjasamband Sovét- étríkin 1939. Úkrania varð aftur
rikjanna sé orðið. Úkrainumenn hart úti i innrás Þjóðverja 1941.
Geimskutla. Þær munu brátt fljúga á ný.
aftur í ágúst
við höfúm komist að því hveijar orsak-
ir lekanna voru“, sagði hann. Truly
bjóst við að mannaðar geimferðir hæf-
ust aftur einhvem tíma á tímabilinu 15.
ágúst til 1. september en hann vildi ekk-
ert segja um næstu geimferð. Sérftæð-
ingar búast hins vegar við að næsta ferð
verði farin með geimferjunni Atlantis
fyrir bandariska vamarmálaráðuneytið.
Þessi orð Truly komu aðeins einum
degi eftir að Georg Bush Bandarikjafor-
seti fyrirskipaði rannsókn utanaðkom-
andi aðila, sem eiga að fjalla um fram-
tíð geimferða, en bandariska geim-
ferðastofnunin hefúr beðið mikinn
álitshnekki að undanfömu vegna bilana
í hinum 2.1 milljarða dala geúnsjón-
auka „Hubble“ og vegna kyrrsetningar
geimskutlanna. Geúnskutlan Challeng-
er sprakk í flugtaki í janúar 1986 og 7
menn í áhöfn hennar dóu. Talsmenn
Bandarikjastjómar sögðu í gær að fyrir-
huguð rannsókn beindist ekki að þvi að
gagnrýna NASA og líta um öxl heldur
yrði horft fram á við og leitað að leiðum
til að halda Bandarikjunum áfram í for-
ystusæti þjóða sem stunda geimrann-
sóknir.