Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 18. júlí 1990 Tíminri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Gmnnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þróunarsamvinna Ýmsar ástæður virðast valda því að íslendingar leggja mun minna fé hlutfallslega til svonefndrar þróunaraðstoðar eða þróunarsamvinnu en ná- grannaþjóðir. Þótt ísland teljist í hópi vel stæðra ríkja, þegar verið er að flokka löndin eftir ríki- dæmi, hefur ekki tekist að halda til jafns við aðrar velmegunarþjóðir um fjárveitingar í þessu skyni. Þar með er ekki sagt að íslendingar komi hvergi nærri þróunaraðstoð og láti ekkert af hendi rakna í því sambandi. Þess er fyrst að geta að íslending- ar taka eðlilegan þátt í ýmsu hjálparstarfi Samein- uðu þjóðanna, og á vegum ríkisins starfar Þróun- arsamvinnustofnun íslands sem hefur það aðal- hlutverk að sinna þróunaraðstoð samkvæmt gagn- kvæmum milliríkjasamningum. Þróunarsamvinnustofnunin hefur starfað rúm 8 ár á þeim lagagrunni sem hún hefur, en á rætur í eldra skipulagi, sem nefnt var Aðstoð íslands við þróunarlönd. Meginverkefni Þróunarsamvinnu- stofnunar hefur raunar verið arfur frá hinu fyrra skipulagi en það var að taka þátt í þróun fískveiða og fiskverkunar á Grænhöfðaeyjum við vestur- strönd Afríku. Það verkefni skiptist í ýmsa þætti ef rakið er frá upphafí, en lokaþátturinn hófst síðla árs 1987. Þróunarsamvinnustofnun fór þess á leit við Þró- unarsamvinnustofnun Svía að gera úttekt á ár- angri starfsins á Grænhöfðaeyjum. Samkvæmt upplýsingum í nýútkomnu fréttabréfí um þróunar- mál er skýrt frá því að það sé skoðun úttektar- mannanna að fiskveiðiverkefnið á Grænhöfðaeyj- um hafí verið vel rekið og frammistaða íslensku starfsmannanna hafí verið góð. Uttektarmennirnir benda á að í ljós hafi verið leitt með þessari ís- lensku starfsemi, að við Grænhöfðaeyjar séu þýð- ingarmiklir botnfískstofnar sem veiða má í drag- nót og botnvörpu. Hins vegar verði frekari reynsla að leiða í ljós hvort hér sé um að ræða afgerandi áhrif á þróun sjávarútvegs á eyjunum. Þess er sér- staklega getið að innlendir sjómenn hafí hlotið þjálfun við ýmsar veiðiaðferðir sem þeir þekktu ekki áður. Þar er bæði átt við dragnót og botn- vörpu og nýtísku handfæraveiðar. Þessu meginverkefni er lokið, en ákveðið er að Þróunarsamvinnustofnun standi fyrir nýju og smærra verkefni á Grænhöfðaeyjum, sem er trillu- útgerð. Hefur verið smíðaður 6 lesta bátur í Hafn- arfírði í þessu skyni og áætlað að smíða annan stærri bát síðar. Af ýmsum ástæðum má ætla að þessir litlu bátar eigi eftir að henta vel á Græn- höfðaeyjum, því að eyjarskeggjar eru vanir litlum bátum og ekki ólíklegt að vélbátar af þessari stærð falli vel að almennu tæknistigi landsins. Eins og fram kemur í fréttabréfí stofnunarinnar vinnur Þróunarsamvinnustofnun að undirbúningi sjávarútvegsverkefnis í Namibíu og hefur auk þess með höndum nokkra starfsemi í Malawi. Þrátt fyrir naumar fjárveitingar virðist Þróunar- samvinnustofnun reyna að halda í horfínu. Ólufur Ragnar Grimsson, fjár- máiaráðherra Íslendínga, sagði dönskum stéttarbróður sinnm, flenning Dyremose, á blaða- inannafundi í gær, að á íslandi gaetf ríJdsstjómfn komió saman fyrir liádegi og gefið siðan út lög eftir matinn. Þctta þótti Ólafi dáfitið fyndið, því danska ríkisstjórnin getur ckki gefið út fögupp á sitt einsdæmi eft- ir matinn. Svo sagði Ólafur bfaða- mönnum annan brandara, nefni- fega að á íslandi væru skattar mið- að við þjóðartekjur mun Itegri en í Danmörku. Þess vegna þyrftu Danir að lækka skatta þegar Evr- ópa verður samræmd efnahags- nauðbeygðir til að hækka skatta vegna þrýstings erlcndis frá. Og þctta var iíka dálítið fyndið. Alvarlegt tilefni Tilefni þein-a laga sem Ólaíur og rikisstjómin gáfu út í gær cr hios vegar mikið aivörumál. í þjóðar- sátt númer flnnn fundu aðilar vinnumarkaðarins upp á þvi að hæta rauðum strikum inn á daga- talið. Þeir voru ekkl að fjölga sunnudögum cða lögbundnum hetgidögum, heidur að merkja við hvenær þcir ættu að sctjast niður samau og reikna út vísitölur og auoað sem venjulegt fólk botnar ekki mikið i. Ranðu sirikio eru sem sagt viðmiðun $em verðiag má ekki fara upp fyrir, þvi þá hækkar kaupið. Rikisstjórnin er þriðji maðurinn í hádramaþjóðarsáttarinnar. Ef að- iluin vjiinumarkaóarins tekst ekki að balda sig neðan við strikín á ríkissfjórnin aó gripa inn í með að- gerðnm tii að lækka verðiag. Þetta gerði ríkisstjómin i gær ng þess vegna þurffl hún að gefa útlög eft- Galiínn á gjöf Njarðar var hins vegar sá að hvorki atvinnurekcnd- um né vinnuvcitcndum þótti nóg að gert hjá rikisstjórninni. Ólafur Ragnar segistleggja 350 miHjóniri púkkið og það er miklu meira heldur en raér ber skylda tfl, segir hann, Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V. segja aftur á móti við Ólaf að hann geti gert betur, þvi samkvæmt hámákvæmum út- reikninguin faglærðra sérfræð- inga fcr vísitalan 0,1% fram yfir rautt strik i september. Sú tala er að vtsu innan skekJkjumarka, en yfir á rauðu samt. Hundvanur maður Tn Ólafi veröur ekki haggað, enda maður fasfnr fyrir og þaul- vanur pólitiskri hundalógik, eftir þátttöku I innanflokksóeirðum í þrcmur stjórnmálasamtðkum. Hann veit sem er að það er hvorki Asroundt né Þðrami V. til góðs að rikissjóður greiði niður verðbólg- una i landinu. Þvert á móti myndu slikar aðgeröir fyrr eða síðar koma illa f bakið á þeim þvi efpeu- ingar renna ót úr rikissjóði verða þeir að renna i hann iika. Ef rikið hefði orðið við óskum láfift nokkur hundruft miiljónum meira af hendi til þess að iialda verðluginu réftum meginvið strikið þýddiþað að nokkur hnudmð miiljónum meiri útgjöld en gert var ráö fyrir á Qárlögum, TÍI þess að bregðast að skera niöur opinber umsríf og þjónustu. Það er ekki góð ráðstöf- un, þvf minni umsvif þýða meira atvinnuieysi og að auki væri frá- leitt að skera niftur velferóarkerfið : rétt fyrir kosningar. Önnur leið er sú að hækka skatta til þm að Jjár- magna úfgjöldin. Það er heldur ekki gott, þvi greiddir skattar em glatað fé og bein kjaraskerðing fyrir þegna Ásmundar forseta. Þriðja leiðin er að taka lán. Við skuldum þegar of tnikið i útlönd- um ng aukin lántaka innaniands þýddi að Þórarinn V og félagar þyrffu að grciða hærri vesti til að Ijármagna byggingu stórmarkaóa og annarra burðarsfoða atvinnu- lifsins í iandbiu. Að anki er ekki sniðugt að reka rikissjóð með meiri haila en orðið er. Ragnar og rikisstjórnin gáfu út ágætis lög eftir hádegið f gær. Þór- arinn V. og Ásinundur fara yfir á rauðu 1. sepfember, en þó innan skckkjuinarka, ríkisstjórmn hefur gert meira góðverk en hún þurfti og kasslnn er ekki alveg tómur. En kannski var það það besta vlð bráðabirgðalögin að Dyremose afs Garri 1 víTT OG BREITT Natturuskemmdarverk Hart er sótt að hvalveiðiþjóðum eins og Islendingum og Norðmönn- um á alþjóðavettvangi og má ekki á milli sjá hvort sérstakir ástvinir hvala eða ríkisstjómir landa sem aldrei gera út á hval eru veiðimönnum andsnún- ari. Oþarfi er að endurtaka hvaða rök eru höfð í frammi til að sverta hvalveiði- þjóðir eða hvemig spilað er á strengi tilfinninga til að neyða þá sem byggja norðurslóð að leggja niður atvinnu- vegi sem eru jafhgamlir og búsetan fyrir norðan mörk hins byggilega heims. Það em ekki einasta hvalir sem veiðiþjóðir mega ekki lengur nýta fyrir ofríki iðnvelda i tempraða belt- inu, heldur öll sjávarspendýr og loð- dýr, villt og alin, em sett á bannlista. Allt fer þetta ofbeldi fram í nafhi náttúruvemdar. Háskinn En þeir sem harðast ganga ffam í að banna hefðbundna atvinnuvegi á norðurhjara og nýtingu sjávardýra eitra láð, lög og loft af slíkum fitons- krafti að öllu lífríkinu stendur bráður háski af. Þær ríkisstjómir sem banna óvið- komandi þjóðum nýtingu sjávarspen- dýra telja sig ekki hafa efni á að setja lífiíkið á með þvi að gera ráðstafanir til að draga svo úr banvænni mengun að lífð eygi von. Islendingar hafa ásamt öðrum þjóð- um sem eiga auðlindalögsögu í Norð- ur-Atlantshafi um árabil mótmælt harðlega meðferð geislavirkra úr- gangsefna í kjamorkustöðinni í Do- unreay á Skotlandsströnd. Augljósar ástæður liggja að baki mótmælunum. Öll veiðislóð er í stór- hættu vegna hættu á að úrgangsefhin komist í sjó, sem þau gera íýrr eða síðar. Nú á að fara að taka við geislavirk- um úrgangi frá kjamorkuverum víða að í Skotlandsstöðinni og endur- vinna. Fyrir það hættuspil fá Bretar ríflega greiðslu frá þeim sem losna við skelfinguna sem lengst frá eigin ströndum. Þeim kemur ekkert við þótt fiskimið íslendinga og það sem eftir er af stofnunum í Norðursjó verði sjálflýsandi af geislavirkni. Þegar svo Islendingar, Færeyingar, Norðmenn og Danir leita fulltingis annarra Norðurlandaþjóða til að beita sameiginlegum áhrifamætti til að mótmæla atómstöðinni miklu á nyrsta nesi Skotlands og fyrirhugaðri endurvinnslu geislavirks úrgangs í stórum stil snúa Svíar og Finnar upp á sig og vilja ekkert af hryðjuverkum gegn lífríkinu vita. Ekki samstiga Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, er ómyrkur í máli þegar hann fullyrðir að Sviar sturti sínum geislavirka úr- gangi í Eystrasalt og því geti þeir ekki veri að amast við þótt Bretar reisi sína endurvinnslustöð við Atlantshafið. Finnar afhenda Rússum úrganginn úr sínum kjamorkuverum og hann er grafinn í viðlendi Síberíu samkvæmt samningi. Þetta er ástæðan til þess að Norður- löndin geta ekki staðið að sameigin- legum mótmælum gegn endur- vinnslufabrikkunni í Dounray, sem mun m.a. taka við úrgangi-frá banda- riskum kjamorkuverum þvi þar í landi þykir nú orðið ekki fysilegt að endurvinna geislavirku efnin vegna gifurlegrar mengunarhættu. Hins vegar sjá Ameríkanar ekkert athugavert við að endurvinnslan fari fram við austanvert Atlantshaf. Þar hafa þeir aðeins áhyggjur af að hvalir séu deyddir með skutli og braðdrep- andi sprengju, en kemur ekkert við þótt skepnumar svamli í geislavirk- um sjó þann tíma sem tekur þær að deyja út. Ekki treystandi Öllum sem vilja vita er ljóst að at- ómorkuver em stórhættuleg. Áður íyrr var talað um að nota kjamorku í friðsamlegum tilgangi og var þá átt við orkuframleiðslu. I ljós hefhr kom- ið að það skiptir ekki höfuðmáli hvort kjamorkan er notuð i friðsamlegum tilgangi eða sem hemaðarógn. Hún er stórhættuleg hvort sem hún springur eða geislar. Tæknikratar marglofa að það sé ekkert mál að gera kjamorku- ver og endurvinnslustöðvar örugg. Dæmin sanna að þeir vita lítið um hvað þeir em að tala, og er þeim ekki treystandi. Til dæmis rak sérfræðinga i rogast- ans þegar þeir fengu að rannsaka kjamorkuver í fyirum kommarikjum í Evrópu. í austurhluta Þýskalands vom t.d. höfð snör handtök að loka orkustöðvum sem komnar vom á síð- asta snúning. Eitt þeirra var í ágætu færi við Berlín, Hamborg, Kiel, Kaupmannahöíh, Málmey, Rostock auk ögn stijálbýlli landssvæða Svo ömurlega er búið að klúðra þessum málum öllum, að meira að segja Sviar og Finnar eru ekki í fær- um að standa með öðrum Norður- landabúum að mótmælum gegn þvi að austurhluta Norður-Atlantshafsins verði þyrmt fyrir geislavirku úrhelli. Með þetta í huga ættu menn að fara að hugleiða hvers virði mengunar- lausir og endumýjanlegir orkugjafar, eins og Islendingar eiga gnægð af, em. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.