Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 18. júlí 1990 Miðvikudagur 18. júlí 1990 Tíminn 9 *j ' : Mjólkurframleiðsla hefur aukist í sumar og er nú í góðu samræmi við neyslu: óhætt að losa um framleiðslu- höft í mjólkurframleiðslunni? Á miðjum síðasta vetri fór að bera á tali um mjólkurskort hjá mjólkursamlögum víða um land. Var þessu slegið upp í fjölmiðlum og ástandið að margra mati málað sterkum litum. Hins vegar þótti hagsmunaaðilum í mjólkur- framleiðslu ástæða til ráðstafana enda ljóst að framboð á mjólk var í minna lagi miðað við fyrri ár. Til að forðast hugsanlegan mjólkurskort var meðal annars gripið til þess ráðs að breyta reglugerð um mjólkurframleiðslu. Heimild til að flytja mjólkurframleiðslu milli ára var hækkuð úr 5% í 15%. Með því átti að auka svigrúmið hjá bændum, gera þeim kleift að sneiða hjá hugsanlegum sveiflum í ffarn- leiðslunni og forða frá samdrætti í mjólkur- ffamleiðslu. Þannig hafa kúabændur getað nýtt sér allt að 15% af fullvirðisrétti næsta árs til framleiðslu á þessu ári. Yfirstandandi verðlagsári lýkur 1. september og þá verður ljóst hversu mikið þessi heimild verður notuð. Reglan gildir sennilega aðeins út þetta verð- lagsár. Enginn mjólkurskortur í ár Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins er ljóst að mjólkur- ffamleiðslan í júní i ár er töluvert meiri en í sama mánuði í fyrra. Munurinn á milli áranna er um ein milljón lítra. Allt bendir því til þess, að ekki komi til mjólkurskorts í ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er meðaltalsaukning síðustu 12 mánuði 1,19%, en var á sama tíma í fyrra - 3,14%. Erfitt getur hins vegar reynst að spá fyrir um endanlega aukningu i mjólkur- ffamleiðslu fyrr en yfirstandandi verðlagsár er endanlega uppgert. Skiptar skoðanir eru um ástæður aukningar- innar í mjólkurframleiðslu. Annars vegar telja menn að rýmkun heimildar til að færa full- virðisrétt milli ára hafi haft mest að segja. Einn viðmælandi Tímans orðaði það þannig að þetta væri spuming um eina kú til eða ffá. Hins vegar segja aðrir að aukningin sé til kom- in vegna hagstæðs árferðis og heyskapar. Fleira kemur þó einnig við sögu. Bændur vom t.d. hvattir sérstaklega til að framleiða meira í ár því maigir óttuðust að ef ekkert yrði að gert, myndi koma til alvarlegs mjólkur- skorts. Þá kemur til sú breyting að nú borgar ríkið ekki fyrir ónotaðan fullvirðisrétt eins og það hefúr gert síðastliðin tvö ár. Bændur sjá sér þess vegna hag í þvi að nýta allan sinn fúll- virðisrétt. 15% heimildin allt aö segja „Ég held að þessa aukningu megi að mestu leyti rekja til breytinga á reglugerð, sem heimilar tilflutning mjólkurffamleiðslu milli verðlagsára um 15%,“ segir Guðmundur Lá- russon, formaður Landssamtaka kúabænda. „Við vitum að á undanfomum ámm hafa menn bremsað kýmar vemlega af síðustu mánuði verðlagsársins vegna þess að menn hafa verið komnir fram yfir rétt. Núna hafa menn einfaldlega hægt á slátrun því þeir hafa von um að fá eitthvað fyrir umframffam- leiðsluna og því til sönnunar vantar nú kýrkjöt Mjólkursamlög Síðasti mánuður Síðustu 3 mánuðir Síðustu 12 mánuðir Breyting miðað við Síðasti Síðustu mánuður 3 mánuðir fyrra ár Siðustu 12 mánuðir Ms. Reykjavík 398.520 1.099.904 3.902.980 13,12% 6,85% -1,56% Ms. Borgarnesi 912.064 2.619.772 8.976.414 12,88% 7,01% -1,58% Ms. Búðardal 314.244 870.795 2.899.684 8,47% 3,64% -2,19% Ms. Patreksfirð 104.807 262.619 907.577 8,36% 10,31% 5,71% Ms. isafirði 152.156 414.241 1.465.481 0,73% -4,36% -4,32% Ms. Hvammstanga 281.176 779.856 2.421.795 2,33% 1,24% -1,17% Ms. Blönduósi 473.716 1.261.934 3.795.575 11,35% 9,05% 3,53% Ms. Sauðárkrók 886.550 2.392.591 7.835.523 8,09% 2,89% -2,61% Ms. Akureyri 2.193.517 5.914.853 20.846.815 11,20% 5,83% 2,96% Ms. Húsavik 659.155 1.734.093 6.035.128 8,15% 2,87% -2,69% Ms. Þórshöfn 0 46.238 174.044 -100,00% -19,84% -6,70% Ms. Vopnafirði 86.635 200.862 651.246 60,57% 36,61% 26,54% Ms. Egilsstöðum 310.614 804.757 2.853.288 7,10% 3,32% 8,60% Ms. Neskaupssta 57.413 173.126 644.085 -5,90% 5,48% 13,82% Ms. Djúpavogi 0 0 0 #DIV/0! #DIV/0! -100,00% Ms. Hornafirði 231.053 647.724 1.841.320 13,45% 9,25% 15,43% Mb. Flóamanna 3.859.846 10.706.587 36.907.787 13,69% 8,85% 1,97% SAMTALS 10.921.466 29.929.952 102.158.742 11,18% 6,54% 1,19% Innvigtun mjólkursamlaganna í júní 1990, bráðabirgöatölur. á markaðinn. Ég held að það sé fyrst og ffemst þetta sem er því valdandi að mjólkur- ffamleiðslan er meiri nú en undanfarin ár.“ Guðmundur var ekki viss um að tíðarfarið hefði eins mikið að segja um þessa aukningu og 15% heimildin. „Tíðarfar er svo misjafnt eftir landshlutum, hefúr verið kalt fyrir norð- an og ekki mjög hagstætt, en á sama tíma hag- stætt hér á Suðurlandi. Sumarið var hins veg- ar tiltölulega hagstætt síðasta sumar einnig og þess vegna held ég að tíðarfarið skipti hér ekki eins miklu máli og breytingin á reglu- gerðinni. Ég sé heldur ekki að ytri skilyrði séu almennt betri á landinu nú en oft áður.“ Betri nýting Guðmundur sagði það nauðsynlegt að ein- hver ákveðin prósenta væri í tilfærslurétt ffam og til baka. „Menn geta aldrei stefnt að ákveð- inni tölu og hafa alltaf einhver ffávik.“ ,J4enn þurfa ekki að óttast neinn mjólkur- skort í haust,“ segir Guðmundur. „Hins vegar held ég að þeir sem fylgjast með þessum mál- um hafi vitað það strax í fyrrahaust að getan er miklu meiri en afúrðir hafa sagt til um und- anfarin ár. Það kemur meðal annars ffam í þessari 15% tilfærslu, að hægt er að nýta get- una mun betur en gert hefúr verið undanfarin ár. Við vitum líka um það, að menn hafa sein- ustu mánuði undanfarinna verðlagsára hrein- lega hellt niður mjólk, gefið hana kálfúm í mjög auknum mæli og fleira. Þessir menn leggja mjólkina hins vegar inn í afúrðasölum- ar núna þar sem þeir hafa von um að fá eitt- hvað fyrir hana.“ En taka kúabændur ekki mikla áhættu með því að nýta sér t.d. þessi 15% í ár og standa síðan ffammi fyrir miklum samdrætti á næsta ári? ,Jú, vissulega er það. I sumum tilfellum er þetta réttlætanlegt hjá einstaka mönnum, ef þeir sjá ffam á að á næsta ári verði minni ffamleiðsla af einhveijum ástæðum og full- nýta sinn rétt núna. En það er kannski ekki skynsamlegt hjá mönnum sem eru með ffam- leiðslu í jafhvægi að nota þennan rétt núna, því þeir eru þá að taka af framleiðslurétti næsta árs. Hugsanlega geta menn þó komið til móts við þann samdrátt með því að minnka enn kjamfóðumotkunina, þó menn séu víðast hvar komnir með hana í lágmark,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði ekki enn Ijóst hvemig þessi 15% heimild yrði nýtt og það liggur ekki endanlega fyrir fyrr en þetta verðlagsár er á enda. Kúabændur náö góöum heyjum Jón Viðar Jónmundsson hjá Búnaðarfélagi íslands var ekki alveg sama sinnis og Guð- mundur. ,3g tel engar minnstu líkur á mjólk- urskorti í haust. Þar skiptir meginmáli að kúa- bændur hafa maigir hveijir þegar náð gríðar- lega góðum heyjum og þess vegna eiga þeir að standa miklu betur að vígi í haust en í fyrra.“ Jón sagði að sl. haust hafi heyfengur ekki ver- ið sem skildi og einkum það hafði áhrif á að mjólkurffamleiðsla dróst saman. „Þess vegna á ég von á því, að við getum séð mikil um- skipti í mjólkurffamleiðslunni og komumst aftur i þau spor að bændur verði að beijast við að standa í og innan þeirra marka sem sett eru. Menn eru sammála um að bændur gætu auðveldlega aukið framleiðsluna fái þeir til þess heimild. Myndin er tekin í nýju flósi á Þorvaldseyri. Eins og sjá má eru kýmar að bytja að koma sérfýrir í nýjum húsakynnum. Meðan þannig helst getum við verðið bjart- sýnir á að komi mikil ffamleiðsla." Jón sagði að ef ekki hefði komið til þessi bati í vor og þar af leiðandi aukin ffamleiðsla, þá hefðu kúabændur ekki getað nýtt allan þann ffam- leiðslurétt sem þeim hefúr verið úthlutaður. ,T>íkumar á því eru hins vegar minni, eftir því sem ffamleiðslan er meiri.“ Framleiöslustjómunar- kerfið staöreynd Jón segir að 15% heimildin hafi vissulega áhrif á mjólkurffamleiðslu. „Það sem er sér- stakt í stöðunni núna, er miklu meira ójafn- vægi í ffamleiðslu einstakra ffamleiðenda gagnvart fúllvirðisrétti heldur en áður hefúr verið. Það hlutfall sem kemur til ráðstöfúnar manna á meðal á hveiju búmarkssvæði verð- ur meira en nokkru sinni hefúr verið. Annað hefúr einnig sín áhrif, en það er að undan- gengin tvö verðlagsár gátu ffamleiðendur sem voru með mikinn ónotaðan rétt, sótt til ríkisins um að fá þennan ónotaða rétt endur- greiddan. Það var hins vegar fellt úr gildi nú, sem skapar breytta stöðu.“ Jón sagðist ekld halda að breytt staða vegna þessa ójafnvægis gæti orðið til of mikillar mjólkurffamleiðslu. „Menn eru í raun og veru búnir að búa við ffamleiðslustjómunar- kerfið það lengi, að því er tekið sem stað- reynd og þess vegna tel ég að í reynd verði ekki meiri oflfamleiðsla en verið hefur. Ég held að bændur þurfi ffekar að takmarka sig í ffamleiðslunni á næsta ári, heldur en að keppast við hana eins og þeir hafa verið að gera núna.“ Ólíkt tíöarfar „Ef við berum saman júní í ár og í fyrra, þá em þeir veðurfarslega mjög ólíkir. Það er al- veg eins og hvítt og svart og ég held að það sé langstærsti þátturinn í skýringunni,“ sagði Þórólfúr Sveinsson, bóndi á Feijubakka í Borgarfirði. „Síðan er annað hitt, að fúllvirð- isréttarleg staða manna hefúr verðið talsvert önnur núna en í fyrra og einhver ffamleiðslu- hvati hlýtur að liggja í því að ríkið greiðir ekki lengur fyrir ónýttan fiillvirðisrétt. Vissulega vom til menn þá, sem vom famir að draga saman ffamleiðslu á þessum tíma, en hafa hins vegar enga ástæðu til þess að gera slíkt nú.“ Þórólfúr sagði að heygjöf hafi verið miklu lakari í vetur en oft áður. Þegar kýmar komust síðan út í vor tóku þær betur við sér en árið áður. Þórólfúr taldi að heimild til að færa 15% ffamleiðslunnar milli ára hefði ekki mjög mikið að segja varðandi þessa aukningu. ,Jiún breytir kannski einhveiju, en ég hef ekki trú á að hún breyti mjög miklu." Þórar- inn taldi hins vegar nauðsynlegt fyrir kúa- bændur að hafa eitthvert svigrúm í sinni fram- leiðslu. Mjólkuraukning af hinu góöa Hólmgeir Karlsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlaginu á Akureyri, telur þessa mjólkuraukningu af hinu góða. „Okkur vant- aði ekki mjólk á sl. ári, en við erum búnir að ganga mjög mikið á biigðir og staðan í vor var eins tæp og hægt var að hafa hana. Það má segja að með því mjólkurmagni myndum við ekki þola miklar sveiflur. Þess vegna er þessi aukning í mjólkurffamleiðslu í ár mjög já- kvæð.“ Hólmgeir taldi að ekki væri nein hætta á of mikilli mjólk. „Umræðan um smjörfjall heyrir sögunni til og við höfúm ffekar verið í vandrasðum með að gera ostinn okkar nógu gamlan en hitt. Þess vegna veldur aukning í mjólkurffamleiðslu engum vandræðum. Auðvitað spilar tiðarfar inn í þessa mynd, þótt ég geti ekki sagt um tíðarfarið annars staðar á landinu. En það getur vitaskuld sett strik í reikninginn í báðar áttir,“ sagði Hólm- geir aðspurður hvort tíðarfar hefði ekki sitt að segja. Hólmgeir sagði að tveir eða þrír framleið- endur væru búnir með sinn kvóta og þeir væru þess vegna að byija á 15% heimildinni. „Það verður sennilega þó nokkur hópur sem þarf á þessari heimild að halda.“ Það kemur svo í ljós hvað kúabændur gera við þessa auknu heimild til að nýta 15% af framleiðslurétti næsta verðlagsárs í ár. Hins vegar er ljóst að hér er aðeins um tímabundna aðgerð að ræða og eftir 1. september verður heimildin aftur kominn í 5%. Það vekur spumingar um hvort þar með sé komið jafn- vægi í mjólkurffamleiðslu, eða hvort gripa þurfi til svipaðra aðgerða aftur í vetur. Menn virðast þó bjartsýnir á að svo verði ekki, hvort sem þeir þakka það þessari 15% heim- ild, eða bættu árferði. Eftir Hermann Sæmunds- son 1 J|H fiíí" í' , , * 11. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.