Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASfMAR: 680001 — 686300 j RÍKIS^KIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhusinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN 1 í BYGGÐUM IANDSINS I AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SLJBARLJ Ingvar 1111 Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM V^öwF/ Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1990 ISLENSK-NORSK SAM- VINNAISJAVARUTVEGI Sjávarútvegsráðherrar Noregs og íslands sammála um að stefna að nýtingu hvalastofna: „Við munum vinna saman innan EFTA og koma málum okkar sameiginlega á framfæri gagnvart Efnahagsbandalaginu. Við teljum að tvíhliða samningar á þessu stigi verði ekki að gagni. Þá er- um við sammála um að líta beri á fiskveiðamar og fiskiðnaðinn með sama hætti og allar aðrar at- vinnugreinar og að þeim beri þar sami forgangur og öðrum greinum atvinnulrfsins", sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á fréttamanna- fundi sem haldinn var til að kynna efni viðræðna hans og Sveins Munkejords sjávarútvegsráðherra Noregs. Að sögn Sveins er það mjög umdeilt og hefur ekki verið tekin til þess afstaða enn sem komið er hvort Noregur gangi í EB eða hvort stefnt skuli að EES (evr- ópsku efnahagssvæði) og fríversl- unarsamningum án þess að ganga beinlínis í EB. Sagði hann það vera samninga milli EFTA og EB, sem skipti höfuðmáli núna, þar sem lönd innan EB flytja inn mik- ið af fiski, og þvi yrði ekki að vænta ákvarðanatöku varðandi inngöngu Noregs í EB á næstunni. Á fundinum, sem haldinn var í gærdag, ræddu ráðherramir einn- ig stefnu í hvalveiðimálum þjóð- anna. „íslendingar og Norðmenn eru sammála um að hvalastofnana skuli nýta og við munum leita til þess allra leiða að heíja þá nýt- ingu á nýjan leik“. Sömuleiðis voru ræddar gagn- kvæmar veiðar í landhelgi land- anna. „Um langa tíð hafa Norð- menn haft hér takmarkaðan rétt til veiða sem þeir hafa ekki í ár. Við munum halda áfram að ræða þessi mál og athuga hvort við getum fundið einhverjar leiðir, í sam- bandi við hugsanlcg skipti á veiðirétti, er geti hagnast báðum löndunum“. Einnig var rætt um hinn svokallaða norsk-íslenska síldarstofn. En þetta var stærsti fiskistofninn á Norður-Atlants- hafi, ein tíu milljón tonn. Að sögn Halldórs benda rannsóknir til þess að stofninn sé 1 örum vexti og rík- ir þvl nokkur bjartsýni um að hann komi til með að ganga á ný Sjávarútvegsráðherramir Svein Munkjord og HalldórÁsgímsson. út á Atlantshaf. Ráðherramir voru sammála um nauðsyn þess að halda áfram rannsóknum á stofn- inum og að hefja undirbúning að skiptingu hans. Hingað til hefiir þetta ekki þótt tímabært af hálfu Norðmanna en sú afstaða hefur breyst að tilstuðlan fýrrgreindra niðurstaða og sagðist Halldór fagna því mjög. Aðrar rannsóknir vom líka á dagskrá umræðanna, sérstaklega þær er tengjast fiskirækt. „Hér 1 sjávarútvegsráðuneytinu eram við að undirbúa aðgerðardagskrá 1 þessu sambandi. Norðmenn era komnir töluvert lengra 1 þessum rannsóknum en við og við höfum áhuga á að nýta okkur þá þekk- ingu sem þeir hafa öðlast". Ráðherramir skiptust á upplýs- ingum varðandi löggjöf Norð- Tlmamynd: Pjetur. manna um löndunarrétt erlendra skipa og löggjöf Islendinga um fiskveiðikvóta. „Síðan hafa þeir upplýst okkur um mjög alvarleg mál 1 Noregi gagnvart bæði Efna- hagsbandalaginu og Bandaríkjun- um“. Er þar um að ræða losun úr- gangsefna og andstöðu Banda- ríkjamanna við hvalveiðar. jkb Ríkisstjórnin samþykkti að grípa til ráðstafanna til að draga úr hækkun fram- færsluvísitölu. Vísitalan fer 0,1% fram yfir sett mörk í september: Hækkun innan skekkjumarka rauðra strika 1. september Dyremose í boði Olaffs Ragnars Henning Dyremose, fjármála- ráðherra Danraerkur, er nú í viku heimsókn á íslandi I boði Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra. Dyremose kom hingað til lands á laugar- dag ásamt eiginkonu sinni, EUv Dyremose og Öðru fylgdarliði. A dagskrá ráðherrans eru viðræð- ur við íslenska ráðherra og áhrifamenn og heimsókn til Ak- ureyrar og Mývatns. - ÁG. Flpgslysið í Asbyrgi Maðurinn sem lést, er lítil flugvél flaug á raflínu í Ásbyrgi á mánudagskvöld, hét Jörund- ur Sigurbjörnsson frá Akur- eyri. Hann var ókvæntur og barniaus. Ríkisstjómin gaf út bráðabirgða- lög um efnahagsmál í gær. Með lögunum og öðmm aðgerðum hyggst stjómin lækka framfærslu- vísitöluna um 0,6% frá núverandi stigi og 0,78% sé miðað við fram- reiknaða stöðu vísitölunnar í september. Þrátt fyrír þessar að- gerðir stefnir í að vísrtalan farí 0,1% yfir „rautt strik“ hinn 1. sept- ember. 0,1% er langt innan við skekkju- mörk í spá um verðlagsþróun á næstu mánuðum að sögn Más Guðmunds- sonar, aðstoðarmanns fjármálaráð- herra., J>ess vegna gæti útkoman veri 0,2% undir, á strikinu, eða 0,1 yfir“, sagði Már í gær. „Það veit enginn ná- kvæmlega nú. Við eigum líka eftir að sjá hvað gerist varðandi verðlagn- ingu á bensíni og olíu eftir 1. septem- ber. Það hafa orðið miklar verðlækk- anir erlendis og þær gætu átt eftir að skila sér. Ég held að það sé tómt mál að ræða um þessi 0,1 % sem eitthvað vandamál núna.“ Aðspurður um hvort segja mætti í ljósi þessa að markmið efnahags- stjómunar hefðu náðst, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: „I reynd er svarið já. Við eram að segja að markmiðið hafi náðst. Markmiðið var það að koma verð- bólgunni á Islandi niður í eins stafs tölu, færa hana niður í það sem hún er í nágrannalöndum okkar og jafn- vel niður fýrir það. Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem raskar því“. Áætlað tekjutap ríkissjóðs af að- gerðunum, sem kynntar vora i gær, er um 350 milljónir á þessu ári. Þær fel- ast í því að virðisaukaskattur verði felldur niður af íslenskum bókum frá og með 1. september í stað 16. nóv- ember, eins og gert er ráð fyrir á fjár- lögum. Að endurgreiddur verði virð- isaukaskattur af viðhaldi íbúðarhús- næðis og ekki einungis endurbótum. Þá verður ýmsum gjaldskrárhækkun- um, sem gert var ráð fyrir í forsend- um fjárlaga, frestað. Þar era um að ræða hækkun á bensíngjaldi, hækkun á afnotagjaldi síma og hækkun af- notagjalda Rikisútvarpsins. Þar með liggur fyrir að afnotagjöld RÚV og afriotagjöld síma munu ekki hækka það sem eftir er ársins. Ákvæði bráðabirgðalaganna um að virðisaukaskattur af endurbótum og viðhaldi íbúðarhúsnæðis verði end- urgreiddur gildir ftá 1. janúar á þessu ári. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.