Tíminn - 19.07.1990, Side 17
Fimmtudagur 19. júií 1990
Tíminn 17
Vorhappdrætti Framsóknarflokksins
1990
Dregiö var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings-
númer eru sem hér segir:
1. vinningur nr. 29352
2. vinningurnr. 14359
3. vinningur nr. 38822
4. vinningur nr. 8039
5. vinningur nr. 13391
6. vinningur nr. 33369
7. vinningur nr. 14360
8. vinningur nr. 14874
9. vinningur nr. 127
10. vinningur nr. 33064
11. vinningur nr. 2606
12. vinningur nr. 6749
13. vinningur nr. 17642
14. vinningur nr. 29032
15. vinningur nr. 13417
Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379.
Framsóknarflokkurinn
Lokað vegna sumarleyfa
Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og
rmeð 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks.
Framsóknarflokkurinn.
Þing Sambands ungra
framsóknarmanna
verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst og 1. september.
Flannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þingsins
og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl.
9.00-13.00.
Slys gera ekki
boð á undan sér!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Ert þú að hugsa um að
byggja t.d. iðnaðarhúsnæði,
verkstæði,
áhaldahús, gripahús,
bílskúr eða eitthvað annað?
Þá eigum við efnið fyrir þig.
Uppistöður, þakbitar og lang-
bönd eru valsaðir stálbitar og
allt boltað saman á byggingar-
stað. Engin suðuvinna, ekkert
timbur. Allt efni i málmgrind
galvaniserað.
Upplýsingai gefa:
MALMIÐJAN HF.
SALAN HF.
Sími 91-680640
V
JEPPA-
HJÓLBARÐAR
Hágæða hjólbarðar
HANKOOK frá KÓREU
235/75 R15 kr. 6.650.
30/9,5 R15 kr.6.950.
31/10,5 R15 kr. 7.550.
33/12,5 R15 kr. 9.450.
Örugg og hröð þjónusta.
BARÐINN hf.
Skútuvogl 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 84844.
t
Móðir okkar
Andrea Pálína Jónsdóttir
Leirhöfn, Norður-Þingeyjarsýslu
andaðist 18. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhann Helgason,
Jón Helgason,
Hildur Helgadóttir,
Helga Helgadóttir,
Bima Helgadóttir,
Anna Helgadóttir.
Simpson flölskyldan samankomin. Eins og sjá má er þetta hiö furðu- Eiríka Alexander leikur nýju per-
legasta fólk. sónuna, Pam.
Cosbyþættimir hafa nú fengið keppinaut Hér sjáum við eina fígúru úr Simpson flölskyldunni.
Fyrirmyndarfaðir
eignast keppinaut
Bill Cosby hefur þénað vel á þátt-
unum sínum The Cosby Show
(„Fyrirmyndarfaðir"). Hafa þeir
gert hann einn af auðugustu mönn-
um í skemmtigeiranum. Þættimir
hafa verið efstir á vinsældalista
sjónvarpsins í sex ár í Bandaríkjun-
um.
En nú stafar nokkur hætta af öðra
dagskrárefni, The Simpsons (Simp-
sonsíjölskyldunni), sem er teikni-
myndaþættir um fimm manna stór-
skrítna fjölskyldu. Þeir þættir stefna
hratt upp vinsældalistann. Þetta er
mjög vinsælt í Bandaríkjunum og
hafa alls kyns vörur verið fram-
leiddar með myndum af Simpson-
fjölskyldunni á. Framleiðendur
þáttanna ætla nefnilega að breyta
sýningartímanum og hafa hann á
nákvæmlega sama tíma og „Fyrir-
myndarfaðir“. Nú bíður fólk spennt
eftir þvi að sjá hvor stöðin verður
vinsælli. Cosby hefúr því gert ýms-
ar ráðstafanir til að halda vinsæld-
um sínum. Hann segist ætla að láta
nýju þættina sína höfða meira til
kvenþjóðarinnar.
Þrír karlkynsrithöfúndar þáttanna
hafa verið reknir og fjórir kvenkyns
ráðnir í staðinn. „Með þessu móti
fæ ég að vita hvað og hvemig kon-
ur hugsa en ekki hvemig karlmenn
halda að þær hugsi,“ segir Cosby.
„Við munum einblína á vandamál
kvenna og sýna heiminn með þeirra
augum.“ I þessum nýju þáttaröðum
mun Rudy, yngsta dóttirin, fá sínar
fyrstu blæðingar. Sýnt verður
hversu viðkvæmt tímabil þetta er
hjá stúlkum og hvemig Rudy sjálf
tekur því. Einnig verður þáttur um
ófrískar konur sem em eiturlyfja-
neytendur. Nýju þáttaröðinni fylgir
ný persóna en það á að vcra frænka
Claire sem heitir Pam. Fjallað verð-
ur um fyrstu kynlífsreynslu hennar
cn hún á að vera 16 ára gömul. Með
þessu móti vill Cosby leggja
áherslu á hversu mikilvægt er fyrir
ungt fólk að nota getnaðarvamir.
Liza Bonet, sem leikur Denise í
þáttunum, fær að koma með hug-
myndir í þættina. „Liza hefúr
þroskast mikið á síðustu ámm sem
leikkona og persóna og því getur
hún fært þáttunum þann næmleika
sem til þarf,“ segir Cosby.
Það er vonandi að við hér uppi á
ísiandi fáum að sjá hvemig þessir
nýju þættir koma út.