Tíminn - 19.07.1990, Qupperneq 20

Tíminn - 19.07.1990, Qupperneq 20
AUGL.ÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKiP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN Í BYGGÐUM LANDSINS A \ « • NORÐ- AUSTURLAND , f \ AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniiiin FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1990 Stjórn Samtaka dýraverndunarfélaga vill að villt dýr verði fjarlægð úr Húsdýragarðinum í Laugardal enda hafi vera þeirra þar...: EKKERT UPPELDIS- GILDI FYRIR BÖRN Stjóm Samtaka dýravemdunarfélaga hefur sent Borgarráði ályktun þar sem mótmælt er að villt dýr em höfð til sýnis í Húsdýragarðinum í Laugardal. Segir í ályktuninni að slíkt brengli eðlilega hegðun dýranna og oft veröur um mikla van- líðan að ræða. Það hafi ekki verið markmið með Húsdýra- garðinum í upphafi að vista þar villt dýr og þess vegna skor- ar stjóm Sambanda dýravemdunarfélaga á borgarstjóm að sjá til þess að þau verði fjarlægð. „Á sínum tíma var samþykkt í borgarráði að hafa þama eingöngu húsdýr", sagði Sigríður Ásgeirs- dóttir lögfræðingur Sambandsins í samtali við Tímann í gær. „Málið hefur hins vegar þróast þannig, að þama em villt dýr einnig. Það er álit okkar dýravemdarmanna að það eigi ekki að halda dýr í búmm til að sýna bömum, slíkt hefur ekkert uppeldisgildi". Sigríður benti á að til væri ógrynni af myndefni af villtum dýram í sinu náttúralega og eðlilega umhverfi, sem hafi miklu meira kennslugildi heldur en dýr í búram. „Þannig að við leggjumst alfarið gegn því að höfð séu villt dýr í búram". Þau dýr sem nefnd era sérstaklega í ályktun stjómar Sambandsins og era í Húsdýragarðinum era refir, minkar, hreindýr og selir. „Þetta er ekki rétta umhverfið fyrir böm að sjá villt dýr alast upp í, lokuð í búr- um. Það er alveg útilokað, slitin úr tengslum við náttúrana", sagði Sig- ríður. „Þama era hreindýr höfð í stíu, sem er svo óeðlilegt og við viljum ekki láta troða þessu í bömin eins og þetta sé einhver stórisann- leikur“. Sigríður var spurð um það, hvort einhveijir úr stjóm Sambandsins hefðu skoðað Húsdýragarðinn eftir að hann var opnaður. „Já, og sam- kvæmt reglugerð um dýrasýningar og dýragarða er reksturinn þama langt frá því að vera i samræmi við hana.“ Sigríður átti ekki von á þvi að Borgarráð tæki tillit til ábend- inga Sambands dýravemdunarfé- laga. „Það er yfirleitt ekki venja að gera það, en við reynum sem við getum“. Sigurður Sigurðarson formaður Dýravemdamefndar ríkisins sagði, að þetta mál hafi ekki verið tekið fyrir í Dýravemdamefhdinni. Hann sagði að það hafi verið rætt örlítið þegar verið var að undirbúa stofnun dýragarðsins, en engin formleg af- staða nefndarinnar liggur fyrir. „Ég held að það skipti mestu máli að vel sé búið að dýranum þar sem þau era og ekkert til sparað að þau megi hafa sem eðlilegast umhverfi. Þau villtu dýr, sem þama era, hafa sum hver verið gerð mannvön áður en þau vora sett í garðinn og það er já- kvætt.“ Sigurður taldi nauðsynlegt að slíkur staður væri ávallt undir smásjá og mælir með því, að hægt verði farið í að stækka garðinn þannig að vel fari. „Ég tel að Samtök dýravemdunar- félaga og Húsdýragarðurinn hafi í raun og vera sameiginleg markmið. Dýravemd er okkar mál hér og að dýranum líði sem best“, sagði Tóm- as Óskar Guðjónsson forstöðumað- ur Húsdýragarðarins í Laugardal. „En þó að um sömu markmið geti verið að ræða, era skoðanimar mis- munandi". Tómas vildi láta það koma fram að hann telur dýra- vemdunarsamtök vinna gott starf Stjóm Sambands dýravemdunarfélaga hefur mótmælt við borgar- ráð Reykjavíkur vem villtra dýra í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þessi refur virtist ekki eiga sériega bágt í gær þar sem hann var úti að viðra sig á útivistarsvæði sínu. Tfmamynd, Pjetur. að mörgu leyti. „Ég ber mikla virð- ingu fyrir þeirra starfsemi, hins vegar er ég ekki alltaf sammála þeim. Það verður ekki séð annað en að aðbúnaður á dýrunum sé góður og hér er starfsfólk sem vinnur fag- lega að málefnum dýranna. Dýrin era vel haldin og þau leika sér mik- ið“. Tómas benti á að gott rými væri um öll dýrin og t.d. varðandi min- kinn og refinn, þá væri þau höfð í girðingu sem veitti þeim mikið at- hafhafrelsi. Þeir hafa sitt eigið greni, stóran garð og sundlaug til að athafna sig í og menn verða hverjir að dæma fyrir sig, hvort ekki sé vel að þessum dýrum búið sagði Tómas að lokum -hs. Þessir bílar skullu saman í gærkvöldi skammt frá Múlafjalli í Hvalfirði. Lögreglunni í Reykja- vfk barst tilkynning um áreksturinn um bílasíma og auk lögreglu hétt sjúkrabíll, sem bæki- stöð hefur á Ártúnshöfða, af stað þegar í stað. Þar sem óttast var um að mikil meiðsli á fólk var auk þess sendur á slysstaðinn neyðarsjúkrabíll meö lækni um borð. Einn maður var T ímamynd, Pjetur Heimtur á hafbeitarlaxi Heimtur á tveggja ára hafbeitar- laxi hafa verið yfir meðallagi það sem af er sumars, en eins árs lax hefur verið tregur til að skila sér, og er það mikið áhyggjuefni að sögn Vilhjálms Guðmundssonar framkvæmdastjóra Vogalax hf. Vilhjálmur sagði að heimtur á tveggja ára laxi hefðu byijað snemma, Vogalax hefði tekið sinn fyrsta lax í lok maí, en það er tveimur vikum fýrr en venjulega, og fiskurinn hefði verið í góðri meðalþyngd. Hvað snertir heimtur á eins árs laxi sagði hann að þær yrðu annað hvort í seinna lagi, eða að þær yrðu lélegar. Meðalþyngd eins árs laxins væri hins vegar þokkaleg. „Það er þó of snemmt að segja nokk- uð um þetta. Það getur allt gerst enn- þá, tímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok ágúst“, sagði Vilhjálmur. Hann sagði að stundum hefði laxinn verið seinni til og komið að mestu Ieyti í ágúst. Þetta væri eins út um allt land, og því væri ekki annað hægt en að spá í spilin. „Mér sýnist hins vegar göngur af tveggja ára laxi stefna í 2%, sem er helmingi meira en í meðalári," sagði Vilhjálmur. „Venjan er sú að meðal- heimtur eins árs Iax sé um 7%, en ekki nema 1% af tveggja ára laxi. Hins vegar ef það endurheimtist lítið af eins árs laxi eitt árið þá bendir allt til þess að tveggja ára lax komi í meira mæli á næsta ári.“ Vilhjálmur sagði að heimtur á eins árs laxi í fyrra hefðu verið lélegar, þannig að miklar heimtur á tveggja ári laxi í ár væri staðfesting á því, sem þeir héldu ffarn í fyrra haust, um að laxinn ætti eftir að koma í meira mæli á þessu ári. Hann sagði að ef það reyndist rétt að það yrði lítið af eins árs laxi í ár, þá væri það annað árið í röð, sem það gerðist, og það væri mikið áfall. Eftir að seiðum er sleppt í sjóinn á vorin koma þau ýmist til baica sem eins eða tveggja ára lax, að sögn Vil- hjálms. Hann sagði að fiskur sem væri tvö ár í sjó væri ffá 6-10 kg., en eins árs fiskar væra ekki nema um 2,5 kg. —só

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.