Tíminn - 03.08.1990, Side 2
2 Tíminn
Fcjstudaguf 3. ágúst 1990
Veðurfréttir í sjónvarpi:
Eitt kort og lýs-
ingar í lágmarki
Veðurfréttir í sinni gömlu mynd
birtast ekki á skjánum hjá ríkissjón-
varpinu nú um ókomna tíð, eftir upp-
sögn fjögurra af sjö veðurfræðingum
í þjónustu þess, en brugðið verður
upp einu Islandskorti með veðurhorf-
um næsta dags og texti ffá Veðurstof-
unni verður lesinn upp um leið af
fféttaþuli, og sagði Markús Á. Ein-
arsson, deildarstjóri á Veðurstofunni,
þetta vera alveg í lágmarki.
Einar sagði að Veðurspárdeild gæti
ekki neitað Ríkisútvarpi-Sjónvarpi
um upplýsingar, ffekar en öðrum
fjölmiðlum. Hann sagði að ffétta-
stjóri ríkissjónvarps hefði farið ffam
á að sjónvarpið fái drög að ísland-
skorti með veðurhorfum næsta dags,
likt og Stöð 2 og Morgunblaðið fá, og
þeir muni svo vinna úr því korti auk
þess sem fréttaþulur mun lesa texta
með því í stað þess að veðurffæðing-
ur lýsi veðri og veðurhorfum eins og
verið hefur.
Einar sagði að kjaraviðræður veður-
ffæðinga við Sjónvarpið hefðu siglt í
strand, en Sjónvarpið greiðir þeim
veðurffæðingum, sem birtast á skján-
um, laun. Veðurffæðingar sinna
þessu starfi í frítíma sínum, en þeir
hafa aðstöðu til kortagerðar á Veður-
stofunni. Að mati Einars er á þessari
stundu ekki hægt að ræða um annað
fyrirkomulag en sem nú hefur verið
ákveðið. Annað hvort yrðu veður-
ffæðingamir sjö, sem starfað hafa
fyrir sjónvarp, að setjast niður með
forráðamönnum þess og komast að
niðurstöðu, eða að hinkra við og
finna nýja lausn á deilunni. —só
Undirbúa alheimsráö-
stefnu umhverfismála
Umhverfismálaráðherra ís-
lands, Júlíus Sólnés, er um þess-
ar mundir staddur i Nairobi í Ke-
nýa. Ráðherrann situr fund á
vegum umhverfísstofnunar Sam-
einuðu Þjóðanna, UNEP, sem
hefur aðsetur sitt í Nairobi. Meg-
inmarkmið fundarins er undir-
búningur að heimsráðstefnu um
umhverfismál sem haldinn verð-
ur í Brasilíu árið 1992. En hug-
myndir munu vera uppi um gerð
alþjóðlegs umhverfíssáttmála i
sambandi við ósonlagið, mengun
sjávar, eyðingu skóga og fleira.
„Alheimsráðstefhan rekur upp-
runa sinn til ráðstefnunnar sem
haldin var í Stokkhólmi árið
1972 og Brundtlands-skýrslunn-
ar um umhverfismál, sem var
samin á árunum ‘83 til ‘87. Á
undanfÖmum ámm hafa verið
samdar mjög viðamiklar greinar-
gerðir víða um heim, varðandi
hvemig þeim tillögum, sem fram
koma í skýrslunni, hefur verið
ffamfylgt og á fundinum verður
efni greinargerðanna tekin til
umræðu,“ sagði Páll Líndal,
ráðuneytisstjóri umhverfismála-
ráðuneytisihs, í samtali við Tím-
ann. jkb
Álagningarskrá Norðurlands eystra lögð fram:
Oddur Thorarensen
og KEA á toppnum
Álagningarskrá skatta á Norður-
landi eystra hefur verið lögð fram.
Heildarálagning gjalda er 4.316
milljónir króna, sem skiptist þann-
ig að einstaklingar greiða 3.163
milljónir króna, böm 5.5 milljónir
og félög 1.147 milljónir króna.
Kaupfélag Eyfirðinga greiðir
hæsta skatta á Norðurlandi eystra,
tæplega 113 milljónir króna.
Næst á eftir kemur Álafoss hf.,
sem greiðir um 80 milljónir króna.
Oddur C. Thorarensen ber hæst
gjöld einstaklinga, ríflega 5.3
milljónir króna. Næstur honum
kemur Önundur Kristjánsson á
Raufarhöfn, sem greiðir 4.3 millj-
ónir króna. Skattskráin liggur
frammi á skattstofunni á Akureyri
til 14. ágúst, og er kærufrestur 30
dagar.
Félög með hæstu samanlögð gjöld:
1. KE A Akureyri
112.901.314
2. Álafoss hf., Akureyri
79.364.738
3. Útgerðarfél. N.-Þingeyinga,
Þórshöfn 68.490.819
4. Manville hf., Húsavík
37.834.569
5. Útgerðarfélag Akureyringa,
Akureyri 36.554.040
6. Hreifi hf. Húsavík
26.662.807
7. Akureyrarkaupstaður
18.113.555
8. Slippstöðin hf., Akureyri
17.778.051
9. Samheiji hf., Akureyri
17.683.768
10. KÞHúsavík 16.272.119
Einstakl. með hæstu samanlögð gjöld:
1. Oddur Thorarensen,
Akureyri 5.340.934
2. Önundur Kristjánsson,
Raufarhöfn 4.368.655
3. Stefán Óskarsson,
Öngulsstaðahreppi 4.089.657
4. Pétur Bjamason,
Akureyri 3.700.770
5. Þorsteinn Thorlacius
Akureyri 3.398.594
6. Magnús Stefánsson,
Akureyri 3.310.089
7. Vigfus Guðmundsson,
Húsavík 3.295.433.
8. Gissur Jónasson,
Akureyri 2.937.634
9. Valmundur Einarsson,
Akureyri 2.819.594
10. Þorsteinn Vilhelmsson,
Akureyri 2.757.740.
hiá-akureyri.
Hugleiðsla:
Jóganámskeið
í Árnagarði
í sumar hafa verið í gangi helg-
arnámskeið í jóga í Árnagaröi.
Eymundur Matthíasson, leið-
beinandi á námskeiðunum,
sagði að m.a. hafi verið kenndar
Landsbankinn á Akureyri:
Hagdeild opnaði í gær
í gær tók formlega til starfa Hagdeild við útibú Lands-
banka íslands á Akureyri. Til að byrja með verður einn
starfsmaður við deildina, og er það Jakob Bjarnason sem
undanfarið hefur starfað hjá Hagdeild Landsbankans í
Reykjavík.
Jakob sagði í samtali við Tímann,
að starfssvið sitt yrði mestmegnis
vinna fyrir bankastjóm, svo sem
ráðgjöf varðandi útlán til fýrir-
tækja. „Eg verð tengiliður milli
bankastjómar og fyrirtækja, og
mun hafa yfimmsjón með viðskipt-
um sem að fyrirtækjum lýtur.“
Jakob sagði að þetta væri hugsað
sem tilraun til að efla þjónustu og
færa hana nær viðskiptavinunum.
Sömu starfsaðferðum verður beitt
og hjá Hagdeild Landsbankans í
Reykjavík, en þangað hafa for-
svarsmenn fýrirtækja þurft að leita
með faglega ráðgjöf og ýmsa þjón-
ustu. Einnig ef fýrirgreiðslur hafa
verið það stórar að þær hafa þurft
að fá umfjöllun hjá bankastjóm.
Þetta eykur hagræðingu, og einnig
verður nánara samband við við-
skiptavini. Þjónustusvæðið hefur
ekki verið skilgreint endanlega, en
búast má við að það nái frá Vopna-
firði til Skagastrandar. Á þessu
svæði hefur Landsbankinn 5 útibú:
á Vopnafirði, Raufarhöfn, Húsavík,
Akureyri, og Skagaströnd. Jakob
sagði, að auk starfa sinna við Hag-
deildina væri hugsanlegt að hann
sinnti samhliða öðmm verkefnum
fýrir bankann, en það skýrðist nán-
ar á næstu dögum.
Þess má geta að Landsbankinn
hefur í bígerð ýmsar aðrar nýjungar
og breytingar í þá átt að stuðla að
aukinni þjónustu við landsbyggð-
ina, og munu þær koma til fram-
kvæmda innan tíðar.
hiá-akureyri.
aðferðir til slökunar og einnig
bent á leiöir til að skynja betur
hvemig maður upplifir hluti í
kringum sig og einnig hvemig
maður upplifir sjálfan sig. Þá er
veitt innsýn í jóga-heimspeki og
kenndar æfingar til slökunar og
farið í hugleiðslu.
Umsjónarmenn námsskeiðanna
em allir lærisveinar Sri Chinmoy
en hann er m.a. upphafsmaður Frið-
arhlaupsins. Hann hefur gefið út
íjölda bóka um jóga-hugleiðslu og
er mjög virkur í allri friðarbaráttu.
Þessir íslensku lærisveinar Sri
Chinmoy hafa bæði farið út til New
York, þar sem hann býr, til að nema
af honum og hann hefur komið
hingað til lands. Engin formleg
samtök em starfrækt hér á landi en
nemendur Sri koma reglulega sam-
an til hugleiðslu.
Eymundur sagði að jóga-hug-
leiðsla væri gott ráð við amstri
hversdagsins, ef að maður næði
góðum tökum á henni. Næsta nám-
skeið er fyrirhugað í september og
þess ber að geta að þessi námskeið
em ókeypis og opin öllum og ættu
það að vera góðar fréttir fýrir
streituhrjáða íslendinga.
—SE
Mauno Koivisto,
forseti Finnlands:
landið
Mauno Koivisto, forsetí Finn-
lands, Teliervo, kona hans og
Assi Komulainen, dóttir heirra,
koma i heimsókn tíl lslands
dagana 25.-28. ágúst n.k. Þau
munu i beimsókn sinni, sem
verður óopinber, hitta forseta
fslands og forsætisráðherra,
fara til Þingvalta og Vestmanna-
eyja og e.t.v. einnig tíi Austur-
Skaftafellssýslu. GS.
Austur-Þýska-
lendingum
Með erindaskiptum á milli Jóns
Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra og Markusar Mec-
kels, utanríkisráðherra Þýska al-
þýðulýðveldisins, hefur verið
gengið frá samkomulagi milli
Þýska alþýðulýöveldisins og ís-
iands um gagnkvæmt afnám
vegabréfsáritana, miðað við
þríggja mánaða dvöl, og tók
samkomuiagið gildi i gær. íslend-
ingum er þvi frjálst að ferðast
um Álþýðulýðveldið og þurfa
tæpast að óttast tímafreka vega-
bréfaskoðun, eins og áður gat
komið fyrir. Sama máli gegnir
um borgara A-Þýskalands sem
hingað koma. —-SE
UPPGJÖR
FLUGMIÐA
Valur Valsson, formaður banka-
stjómar Islandsbanka, og Gaby
Back, framkvæmdastjóri hjá BSP
(Bank Settlement Plan) undirrituðu
þann 31. júlí samning um greiðslu-
miðlun vegna uppgjörs á flugfar-
miðum milli ferðaskrifstofa og flug-
félaga. Samningurinn tekur gildi
þann 1. október n.k. og er gerður í
umboði IATA (Alþjóðasamtaka
flugfélaga). Samningurinn felur í
sér að ferðaskrifstofur skila andvirði
seldra flugfarseðla til Islandsbanka
sem síðan sér um að koma þeim til
flugfélaganna. Á myndinni eru Val-
ur Valsson og Gaby Back ásamt
fulltrúum Islandsbanka, ferðaskrif-
stofa og flugfélaga.