Tíminn - 03.08.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn
Föstudagur 3. ágúst 1990
ÚTLÖND
írakar hernema
smáríkið Kuwait
Hersveitir íraksstjómar réðust í gær
inn í smáríkið Kuwait ,og virtust í
gærkvöldi hafa náð öllum völdum í
landinu. Innrásin var mikið áfall fyrir
leiðtoga heimsbyggðarinnar. Hún olli
mikilli reiði á Vesturlöndum en ríkis-
stjómir Arabalanda vom sem lamað-
ar og komu ekki upp orði. Emírinn í
Kuwait flúði í gær til Saudi-Arabíu
en sendinefnd hans í Washington
hvatti Bandarikjamenn til að skerast í
leikinn. Bandaríkjamenn hafa sent
herskip á vettvang en í gær virtust
þeir ekki ætla að verða við beiðni Ku-
wait um að senda þangað hersveitir.
Her Iraks er fjölmennasti og öflugasti
her í Arabaheiminum með milljón
menn undir vopnum og hefúr mikla
vígvallareynslu eftir stríðið við íran.
Her Kuwaitmartna átti ekki mögu-
leika á að standast íraksher snúning
en íbúar landsins em aðeins tvær
milljónir og em tveir þriðju hlutar
þeirra erlendir farandverkamenn.
Herir Saddams Husseins forseta ír-
aks, réðust yfir landamærin klukkan
02 i gæmótt eftir að Kuwaitstjóm
neitaði að láta undan kröfúm Iraka
KUWAIT ER
RÍKT LAND
Nú beinast allra augu að smá-
ríkinu Kuwait sem írakar réðust
á með hersveitum sínum í gær.
Kuwait er fámennt land en olíu-
auðurinn hefur gert ibúa þess
ríka og þar eru þjóöartekjur á
mann með því hæsta sem gerist í
heiminum. Kuwaitbúar eru að-
eins 650.000, en þeir hafa flutt
inn nærri eina og hálfa milljón
útlendinga til að sinna ýmsum
störfum. Landiö er að mestu
eyðímðrk og þegar mestur hiti er
á sumrum fer hitinn yfir 40 stig á
celcius. Þá flýr mikill hluti ibú-
anna Iand, en þeir sem verða eft-
ir flykkjast á baðstrendurnar.
Dýrir bílar og nýtískuiegar bygg-
ingar einkenna landið. Þrátt fyr-
ir að íbúarnir bafi tekið upp vest-
ræna lifnaðarhætti halda þeir
fast í fornar hefðir. Þeir eru
ihaldsamir i klæðaburði, bannað
er að drekka áfengi og moskur
eru vel sóttar við bænahald á
föstudögum. í landinu er ríkj-
andi mikið umburðarlyndi og
frjálslyndi í stjórnmálum.
Stjórnendur þess komust ekki til
valda með ofbeldi eins og algeng-
ast var í nágrannalöndum
þelrra, heldur var Sabah-fjöl-
skyldan kjörin til aö stjórna
landinu á 18. öld af kaupmönn-
um. Sabah- fjölskyldunni var
ætlað að stjórna kaupmönnun-
um eins og jafningjum og þeir
reiddu af hendi fé til að styrkja
Qölskylduna í sessi. Nokkrum
sinnura hefur komið til mótmæla
við stjórn landsins. í Kuwait var
stofnað þing þegar landiö hlaut
sjálfstæði frá Bretum 1961 og
prentfrelsi hefur vcrið meira en
annars staðar i Arabaheiminum.
Þegar Persaflóastríðið geisaði
var þingið kaflað heim. í desem-
ber og i janúar fóru stjórnarand-
stæðingar i mótmælagöngur til
að krcfjast þess að þing kæmi
saman.
Sendifulltrúar erlendra rikja
sögðu að mótmælin heföu fariö
mjðg „séntilmannlega“- fram.
Mótmælendur voru milljóna-
mæringar á dýrum bílura sem
ræddu viö lögregluþjóna í gegn-
um bflasíma.
um landamæri, olíu og skuldir. Herir
Iraksstjómar náðu höfúðborg Kuwa-
its innan nokkurra ldukkustunda og
lögðu undir sig helstu stjómarstofn-
anir m.a. höll emírsins, Sheikhs Ja-
bers al-Ahmed al-Sabah. Yngri bróð-
ir emírsins féll við vöm hallarinnar
sem írakar réðust að með þotum og
herþyrlum. Sprengingar og skot-
hvellir glumdu um alla borgina í gær
að sögn erlendra sendimanna. Allur
olíútflutningur landsins stöðvaðist en
samkvæmt OPEC- samningum má
það frameiða 1.5 milljón olíutunna á
dag. Stjómendur landsins útvörpuðu
áköllum til landsmanna um hjálp og
áskorunum um að beijast gegn Irök-
um.
írakar hafa varað erlend riki við að
koma Kuwait til hjálpar og hafa hót-
að að breyta Kuwait í „grafreit“. Þeir
hafa sagt að þeir hafi ráðist inn í land-
ið til að styðja byltingaröfl í landinu
og hafa sagt að Kuwaitmenn hafi
sjálfir gert uppreisn. Þeir hafa sagt að
ný stjóm hafi tekið við völdum en
þeir hafa ekki getað neíht neinn Ku-
waitbúa í þeirri stjóm.
íröksk eldflaug. frakar hafa komið
sér upp efnavopnum,
langdrægum eldflaugum og eru
taldir vera að reyna að koma sér
upp kjamorkuvopnum.
Sviptingar á mörkuðum
Bandariskir dalir og gull hækkuðu
mikið í verði eftir innrás íraka í Ku-
wait. Verð á olíu hækkaði enn ffekar
og hefúr ekki verið hærra í fjögur ár.
Það hefúr nú hækkað um hvorki meira
né minna en um níu dali frá því að Ir-
akar byijuðu að ógna Kuwaitbúum í
síðasta mánuði. Undanfama daga hef-
ur dalur fallið í verði en við innrás ír-
aka hefúr verð hans hækkað mikið
vegna þess að menn telja hann jafnan
vera tryggasta gjaldmiðilinn á tímum
óvissu. Það sama gildir um gull, sem
hækkaði í verði í gær, en verð þess
hefúr lækkað í kjölfar vaxandi friðar í
heiminum. Dalurinn komst fyrir
nokkmm dögum niður fyrir 1.5 þýsk
mörk á mörkuðum og hafði ekki verið
verðminni í tvö og hálft ár. Þá bjugg-
ust fjármálasérfræðingar við því að
hann yrði jafnvel verðminni í vestur-
þýskum mörkum en nokkm sinni fyrr.
Þessi þróun snérist við í gær og náði
hann að komast í 1.62 mörk á evr-
ópskum mörkuðum en féll síðan aftur
niður í 1.60 mörk þegar orðrómur
komst á kreik um að Irakar væm að
kveðja hersveitir sínar heim ffá Ku-
wait. Verð á olíu úr Norðursjó hækk-
aði um 3 dali vegna kvíða manna af
ástandinu við Persaflóa, en þaðan
kemur fjórðungur þeirrar olíu sem
notuð er í heiminum. Verð á hlutabréf-
um féll í Evrópu og í Bandaríkjunum
eins og jafnan þegar menn búast við
verðlagshækkunum af einhveijum or-
sökum. Verðbréfasalar segja, að á
mörkuðum sé ríkjandi mikil óvissa og
taugatitringur. Þau verð, sem nú em
skráð, geta breyst á næstu dögum þeg-
ar markaðamir jafna sig.
Afrekaskrá mannsins sem fyrirskipaði innrásina í Kuwait:
Hussein er alræmdur fantur
Heimurinn for-
dæmir árásina
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna,
bæði risaveldin, öll efnahagsbanda-
lagsríki Evrópu, og fjöldi annarra
ríkja fordæmdi í gær árás Iraks á Ku-
wait. í fréttatilkynningu ffá utanríkis-
ráðuneyti íslands er innrásin for-
dæmd. „Utanrikisráðherra, fyrir
hönd ríkisstjómarinnar fordæmir
harðlega árás Iraka á Kuwait, sem er
skýlaust brot á sáttmála hinna Sam-
einuðu þjóða. Skorað er á stjómvöld
í Bagdad að draga herlið sitt þegar og
skilyrðislaust til baka og greiða
þannig fyrir friðsamlegri lausn á
deilu ríkjanna“, segir í fféttatilkynn-
ingunni. Bæði risaveldin hafa for-
dæmt innrásina hvort í sínu lagi en í
gær tilkynnti utanríkisráðherra
Bandaríkjanna James Baker að hann
myndi í dag fljúga til Moskvu og
hann og utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna myndu gefa út sameiginlega yf-
irlýsingu sem fordæmdi innrás Iraka.
Bandaríkjamenn hafa lagt að banda-
mönnum sínum í NATO að setja al-
gert viðskiptabann á írak og kaupa
meðal annars ekki af þeim olíu. Irak-
ar hafa fengið flest vopn sín ffá Sov-
étmönnum en Tass fréttastofan sagði
í gær að Sovétríkin hefðu stöðvað all-
ar vopnasendingar til Iraks vegna
innrásarinnar. Margar ríkisstjómir á
Vesturlöndum hafa tilkynnt að þær
hafi „ffyst" bankainnistæður Irak-
stjómar og muni koma í veg fyrir að
írakstjóm geti tekið út innistæður
Kuwaitstjómar. A fúndi Öryggisráðs
S.Þ. í gær var innrásin fordæmd. Af
15 fulltrúm, sem þar eiga sæti,
greiddu 14 atkvæði með ályktun um
fordæmingu en fulltrúi eina Araba-
ríkisins, Yemen, sat hjá vegna þess að
hann sagðist ekki hafa fengið nein
fyrirmæli frá rikisstjóm sinni um
hvað hann skyldi gera.
I gærkvöldi gaf stjóm Irans út yfir-
lýsingu þar sem innrás Iraka var for-
dæmd. Kuwait-búar vora dyggir
stuðningsmenn íraka í Persafióastríð-
inu og er ekki líklegt að Iranstjóm
hafi mikla samúð með þeim. Það hef-
ur vakið athygli hversu gersamlega
einangraðir Kuwaitbúar virðast vera
meðal nágrannaríkja sinna. I gær
hafði engin þeirra Arabaþjóða, sem
venjulega era taldar til bandamanna
þeirra, Iýst opinberlega yfir stuðningi
við þá.
Forseti íraks, Saddam Hussein, er
ekki óvanur bolabrögðum. 1980
skipaði hann herjum sínum að ráð-
ast inn í íran og hóf með því Persa-
flóastríðið sem stóð í átta ár. Eftir
að vopnahlé komst á við Iran hóf
hann geysimikla hervæðingu og
hafa herskáar yfirlýsingar hans
hvað eftir annað vakið óhug á Vest-
urlöndum. Hann hefur orðið sér úti
um efnavopn og í stríðinu við Iran
beitti hann þeim gegn vopnlausum
íbúum kúrdískra þorpa. Hann hefur
komið sér upp langdrægum eld-
flaugum og er fullvíst talið að hann
sé að reyna að smíða sér atóm-
sprengjur. Sendifúlltrúar og olíusér-
fræðingar óttast að langtímamark-
mið hans sé að stjóma hinum olíu-
auðugu nágrannaríkjum við Persa-
flóa. Hann vill neyða OPEC- löndin
til að draga mikið úr framleiðslu
sinni og hækka olíuverð svo Irak
geti greitt eitthvað af hinum geysi-
miklu skuldum sínum. Kuwaitar
vora dyggir bandamenn Iraka í
stríði þeirra við írani. Þá lánuðu
þeir Irakstjóm geysiháar upphæðir
sem Irakar vildu að þeir gæfu að
fullu eftir. Hussein vill líka að aðrir
fyrrverandi bandamenn sínir gefi
upp allar stríðsskuldir sínar þar á
meðal eru Saudi-Arabar og Samein-
uðu arabísku furstadæmin. Nú hefur
hann sýnt að hann er reiðubúinn að
beita valdi, ef ekki er orðið við
kröfum hans.
Saddam fæddist 28. apríl 1937 í
Tikrit norður af Bagdad, á bökkum
Tígris-fljóts. Hann hóf skólagöngu
9 ára gamall en 18 ára fluttist hann
til Bagdad og hóf afskipti af stúd-
entapólitík. Hann gekk í Baath-
flokkinn og tók þátt í uppreisn gegn
stjórn Breta í Bagdad 1956. 1959
var hann meðal þeirra sem reyndu
að ráða þáverandi forsætisráðherra,
Abdel Karim Kassem, af dögum.
Saddam varð að fiýja land eftir að
upp komst um tilræðið en 1963 kom
hann aftur til íraks eftir að Baath-
fiokkurinn hafði rænt völdum en
hann lenti í fangelsi þegar flokkur-
inn missti völdin skömmu síðar.
Honum var sleppt 1966 og tók hann
þátt í að skipuleggja valdarán i júlí
1968 þegar Baath-fiokkurinn komst
aftur til valda. Á næstu tíu áram jók
hann jafnt og þétt völd sín og komst
til æðstu metorða innan Baath-
fiokksins. Hann varð forseti og ein-
valdur 1979 og sýndi þá að hann
myndi ekki líða neiná andstöðu, er
hann lét skjóta 20 háttsetta embætt-
ismenn sakaða um að skipuleggja
landráð. Saddam hefúr reynt að
auka veg Iraks í stjómartíð sinni. ír-
akar og Sovétmmenn hafa undirrit-
að vináttusamning og Sovétmenn
hafa útvegað þeim vopn en Hussein
hefur líka aukið tengsl íraka við
önnur Arabaríki. Hann þóttist sjá
leik á borði þegar keisaradæmið í
Iran riðaði til falls en íranir vora áð-
ur valdamesta þjóð við Persaflóa.
Með stríðinu við íran hugðist hann
koma Irak í forystusæti múslimskra
Ianda og um leið hefta útbreiðslu
múslimskrar öfgatrúar. Saddam hef-
ur tekist vel að nýta sér mikla andúð
Vesturlandabúa og íhaldsamra Ar-
aba á öfgastjóm íranskra múslima.
Það er kaldhæðnislegt að vegna
þess að Kuwait-búar studdu íraka í
Persafióastríðinu era þeir einangr-
aðir. Iranir hafa litla samúð með
þeim og önnur ríki er annað tveggja
bandamenn Iraka eða óttast hervald
þeirra. Helstu bandamenn Kuwait-
stjómar era Saudi-Arabía, Bahrain,
Sameinuðu arabísku furstadæmin,
Oman og Qatar. Ríkisstjómir í þess-
um löndum höfðu ekki fordæmt
innrásina í gær og opinberir íjöl-
miðlar í löndunum hafa þagað um
hana.