Tíminn - 03.08.1990, Page 5
Föstudagur 3. ágúst 1990
Tíminn 5
Ríkisstjórnin gekk frá bráðabirgðalögum í gær sem verða gefin út í dag:
LOG A STETTIR MEÐ
BUNDNA SAMNINGA
Ríkisstjómin gekk frá setningu bráðabirgðalaga í gærkvöld,
sem verða gefin út fýrir hádegi í dag. Þau fela í sér frestun á
4,5% launahækkun BHMR þartil í september á næsta árí, þ.e. út
gildistíma þjóðarsáttar. Lögin ná til allra samtaka launamanna,
sem ekki eru með lausa samninga. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjómarfundinn, að ríkisstjómin
værí sannfærð um að þessi lög myndu tryggja framkvæmd efna-
hags- og launastefnu ríkisstjómarinnar. Þar með sé afstýrt hætt-
unni á nýrrí verðbólguöldu sem allir eru sammála um að hefði
orðið við allshetjar 4,5% launahækkun á vinnumarkaði.
Ríkisstjómin sat á fundi frá miðjum
degi og fram á kvöld í gær á meðan
verið var að ganga endanlega frá
innihaldi Iaganna. Lögin voru síðan
kynnt fyrir aðilum vinnumarkaðar-
ins, öðmm hagsmunaaðiljum og
stjómarandstöðunni í gærkvöldi. I
gær lá fyrir umboð frá þingflokkum
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
til sinna ráðherra um að ganga frá
setningu bráðabirgðalaga sem ffest-
uðu hækkun launa hjá háskólamönn-
um í þjónustu ríkisins. Þingflokkur
Alþýðubandalagsins fundaði síðan í
gærmorgun, þar sem sex af átta þing-
mönnum flokksins féllust á að hækk-
unin yrði tekin til baka með lögum.
Hjörleifur Guttormsson og Geir
Gunnarsson, þingmenn Alþýðu-
bandalagsins lýstu sig andvíga því að
hækkunin yrði dregin til baka. Þing-
flokkur Alþýðubandalagsins setti
hins vegar fram þá kröfii að bráða-
birgðalögin yrðu ekki sett á þá aðila
sem eiga lausa samninga á árinu og
að þeirri kröfu var gengið.
- En em bráðabirgðalögin sem verða
gefln út i dag skotheldir pappírar?
Standast þau fyrir dómstólum ef á
reynir?
„Það fer eftir hvað menn nota stórar
kúlur og mikið púður“, sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra eftir ríkisstjómarfúndinn í gær.
„En við teljum að þetta sé jafn ömggt
og við frekast getum haft það“.
Steingrímur sagði að athugasemdir
hefðu komið frá aðiljum allra ríkis-
stjómarflokkanna við þau drög að
bráðabirgðalögum, sem lágu fyrir í
Arekstrar í Kópavogi
Nokkrir árekstrar vom í Kópavogi
í gær. Einn þeirra var á Reykjanes-
brautinni, við Nýbýlaveginn.
Þar ók jeppi á fólksbíl með þeim
afleiðingum að fólksbíllinn
skemmdist. Engin meiðsl urðu hins
vegar á fólki.
Eins og við sjáum á myndinni, er
fólksbíllinn töluvert skemmdur, en
við áreksturinn fór hann út af vegin-
um.
gærmorgun. Breytingamar væm hins
vegar ekki stórvægilegar. „Eg tel að
við höfúm náð mjög ásættanlegri
niðurstöðu“, sagði Steingrímur.
„Eg er mjög ánægður með það að
bráðabirgðalögin em í þeirri mynd,
sem þingflokkur Alþýðubandalags-
ins lagði áherslu á nú síðasta sólar-
hringinn", sagði Ólafúr Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra í gær-
kvöld. „Við vildum ekki takmarka
rétt þeirra sem em með lausa samn-
inga og það er ekki gert í þessum
bráðabirgðalögum og almennur
samningsréttur og lýðréttindi em
ekki skert“.
Samkvæmt þeim tillögum, sem lágu
fyrir í gær, fyrir ríkisstjómarfúnd
taka bráðabirgðalögin úr sambandi
víxlverkunarákvæði, endurskoðunar-
ákvæði og ,4,5% hækkun launa í
samningi BHMR. Öll þessi ákvæði
em því út úr myndinni á tíma þjóðar-
sáttarsamninganna. Þó má reikna
með að á móti komi viljayfirlýsing
frá ríkisstjóminni þess efhis að sam-
anburður á kjömm háskólamanna hjá
ríkinu og þeirra sem vinna hjá einka-
aðilum liggi fyrir eftir að tuttugu
mánaða tímabili þjóðarsáttar er lok-
ið.
- ÁG
Engin viðbrögð
frá BHMR ennþá
Ríkisstjómin samþykkti setningu
bráðabirgðalaga í gærkvöldi eftir
fimm tíma fúndarsetu. Á meðan sátu
aðiljar vinnumarkaðarins fúndi en
urðu að halda að sér höndunum, þar
til ríkisstjómin lyki sér af, þar sem
nokkur óvissa var um endanlegan
texta laganna, svo að allir stjómar-
flokkamir gætu sæst á niðurstöðuna.
Alþýðubandalagið kvaddi til þing-
flokksfúndar í gærmorgun þar sem
farið var rækilega í kjölinn á hugsan-
legu innihaldi bráðabirgðalaga, og
lauk fúndinum með því að formaður-
inn Ólafúr Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra fékk umboð flokksins
til setningu bráðabirgðalaga þar sem
stéttarfélög með lausa samninga vom
undanþegin lagasetningu þjóðarsátt-
ar.
Þingflokkar Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks fúnduðu einnig fyrir
ríkisstjómarfúndinn sem hófst kl. 15,
en þegar var Ijóst í fyrradag að ráð-
herrar beggja flokka hefðu fúllt um-
boð síns iolks til setningar bráða-
birgðalaga. Til stóð að þessir flokkar
héldu þingflokksfúndi að ríkisstjóm-
arfúndi loknum, en þar sem textagerð
laganna dróst á langinn var hætt við
þá fundi.
BHMR boðaði til almenns félags-
fúndar í Templarahöllinni kl. 14. Páll
Halldórsson formaður BHMR ávarp-
aði fúndinn og rakti feril samninga-
viðræðnanna við ríkisstjómina, frá
því að þeim var gert lokatilboð um
úrlausn deilunnar sl. fostudag, þar til
slitnaði upp úr viðræðum á mánudag-
inn var. Páll sagði að með tilboði rík-
isstjómarinnar hefði þeim í raun að-
eins verið gefinn sá kostur að gefa út
bráðabirgðalögin sjálfir. Þeim hefði
alltaf verið sagt, að það sem þeir
hefðu möguleika til að semja um væri
í þessum bráðabirgðalögum, og þeir
hefðu að sjálfsögðu ekki getið fallist
á það. Páll neitaði alfarið að ræða
hugsanleg viðbrögð samtakanna við
bráðabirgðalögunum, og kvaðst bíða
með yfirlýsingar þar til hann hefði
texta þeirra undir höndum.
Alþýðusamband Islands, Vinnuveit-
endasambandið og Vinnunmálasam-
bandið hófú samningafúnd kl. 17 í
gær, en þar sem fúndur ríkisstjómar-
innar dróst til kl. 19:30 gátu þessi
samtök ekki gefið út neina ályktun af
fúndi sínum í gærkvöldi. Ásmundur
Stefánsson formaður ASI sagði í
samtali við Tímann í gær, að þar sem
þeir hefðu ekki fengið löggjöfma í
hendur og vissu ekki í hveiju hún fæ-
list, gæfu þeir ekki út neinar yfirlýs-
ingar að svo stöddu.
—só
Rútuferðir um verslunarmannahelgina
Það verður án alls efa mikil stemmning sem skapast í þeim flölda
langferðabifreiða sem geysast um allt land núna um helgina. Rútu-
bflsstjórar koma til með að bera hita og þunga af fólksflutningum
milli landshluta, eins og svo oft áður, og í Umferðamiðstöðinni við
Vatnsmýrarveg slær hjarta þessarar miklu ferðahelgi.
Fyrirhugaðar era margar fcrðir þaðan
á allar útihátíðar sem verða um helg-
ina. í dag verða famar tvær ferðir til
Þorlákshafnar, kl. 07:30 og 15:30. Á
laugardag er farin ein ferð, kl. 12:30
og ein ferð á sunnudag, kl. 16:30. Rúta
fer siðan frá Þorlákshöfn kl. 17:30 á
sunnudag og á mánudag eru famar
þijár ferðir frá Þorlákshöfn, kl. 08:30,
17:30 og klukkan 01:30 aðfaranótt
þriðjudagsms 7. ágúst.
I Húnaver verða famar fimm ferðir í
dag, kl. 08:00, 13:00, 16:00, 17:00 og
19:00. Á laugardag eru ferðir klukkan
08:00 og 13:00 og á sunnudag kl.
08:00 og 17:00. A sunnudag verða
famar þijár ferðir frá Húnaveri, kl.
11:30, 15:30 og 19:00. Á mánudag er
búið að fastsetja tvær ferðir frá Húna-
veri, kl. 11:30 og 19:00 en aukaferðir
verða famar eftir þörfúm.
Famar verða þijár ferðir í Galtalæk í
dag, kl. 08:30, 17:00 og 21:00. Á laug-
ardag fara rútumar frá Umferðamið-
stöðinni kl. 08:30 og 13:30 og á sunnu-
dag kl. 08:30. Frá Galtalæk er farið kl.
16:00 alla dagana en á mánudag er
einnig ferð kl. 13:00.
Á bama- og fjölskylduhátíðina í
Húsafelli verður farið kl. 18:30 í dag
og kl. 13:00 á morgun. Frá Húsafelli
verður farið kl. 15:15 basði sunnudag
og mánudag.
Fjölskylduhátið er í Vík í Mýrdal og
fara rútur þangað kl. 08:30 og 17:00 í
dag. Á morgun fer rúta kl. 08:30 og á
sunnudag kl. 08:30 og 20:30. Frá Vík
fara rútur kl. 15:15 bæði sunnudag og
mánudag og að auki kl. 07:30 á mánu-
dag.
í Þórsmörk fara rútur kl. 08:30, 13:00
og 20:00 í dag. Á moigun og á sunnu-
dag fara rútur kl. 08:30. Frá Þórsmörk
fararúturkl. 13:00 til 15:30, sunnudag
og mánudag og miðast brottfarir þaðan
við flutningaþörf.
Valaskjálfti verður á Egilsstöðum og
era ferðir þangað fyrirhugaðar kl.
08:00 og 19:30 frá Neskaupsstað. Frá
Akureyri er farið daglega til Egilsstaða
kl. 08:15. Frá Höfn í Homafirði er far-
ið daglega kl. 09:00. Frá Reykjavík
Að sögn Óla Bjöms Kárasonar
ffamkvæmdastjóra Almenna bókafé-
lagsins á félagið við mikla erfíðleika
að stríða, og verður auka aðalfúndur
fyrirtækisins haldinn hinn 9.ágúst.
Óli Bjöm sagðist ekki geta greint frá
stöðu AB þar sem hluthafar ættu
heimtingu á því að fá að vita hver
tekur ferðin tvo daga þar sem skipta
þarf um rútu á Akureyri eða Höfh.
Fyrir þá sem vilja losna við skarkala
útihátíðanna stendur margt til boða.
Farið er í Skaftafell og að Skógum,
ferðir era á Þingvelli, að Bifröst, á
Snæfellsnes, ferðir era í Flókalund í
Vatnsfirði og á marga fleiri áhuga-
verða staði. Þess ber að geta að ný og
endurbætt leiðabók er komin út hjá Fé-
lagi sérleyfishafa. Bókin hefúr að
geyma upplýsingar um áætlanir allra
raunveraleg staða fyrirtækisins væri
áður en þeir læsu um það í dagblöð-
um.
Hann sagði að fyrirtækið ætti við
mikla erfiðleika að stríða, og það
hefði lengi verið vitað, þar sem árs-
reikningur AB hefði verið birtur op-
inberlega í apríl eftir aðalfúnd félags-
sérleyfishafa á íslandi ásamt sérferð-
um um byggðir og óbyggðir landsins.
Ferðamenn geta fengið leiðabókina
ókeypis í Umferðamiðstöðinni við
Vatnsmýrarveg.
BSI býður upp á alls kyns ferða-
möguleika um verslunarmannahelgina
sem og aðrar helgar og ef að líkum læt-
ur hljóma rútusöngvar um þjóðvegi
landsins um alla helgina, flestum til
óblandinnar ánægju.
—SE
ins. AB væri eina útgáfúfyrirtæki
landsins sem birti opinberlega tölur
úr sínum ársreikningi.
Auka aðalfundur fyrirtækisins heíúr
verið boðaður 9. ágúst, og þá verður
hluthöfúm gert grein fyrir því hver
staða fyrirtækisins er nú.
—só
Auka aðalfundur AB í ágúst