Tíminn - 03.08.1990, Síða 6

Tíminn - 03.08.1990, Síða 6
6 Tíminn Föstudagur 3. ágúst 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. ingvar Glslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifetofur.Lyngháls9,110 Reykjávlk. Slmi: 686300. Auglýsingasiml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðarsáttin varin Ekki er með neinum rökum hægt að halda því fram að ríkisstjómin hafi af bráðræði og undirbúningslaust ákveðið að grípa inn í þróun eíhahagsmála eins og hún blasti við eftir dóm í máli BHMR gegn fjármálaráð- herra. Ríkisstjómin reyndi til þrautar að fara samn- ingaleiðina í samskiptum við samtök háskólamennt- aðra manna. Lögð var áhersla á að sýna fram á að af- leiðing dómsins yrði efnahagskollsteypa, sem gerði að engu það víðtæka samkomulag sem í gildi er um sam- ræmda kjara- og efnahagsþróun til hausts 1991. Markmiðið með viðræðum við forystumenn BHMR var einfaldlega að fá samtökin til þess að gangast undir þjóðarsáttina, enda augljóst frá almennu sjónar- miði og efitir eðlilegum skilningi, að háskólamenntað- ir starfsmenn ríkisins hafa enga þá sérstöðu meðal launþega að þeir eigi að standa utan við þá megin- stefnu í efnahags- og kjaramálum sem ríkisvald og hagsmunasamtök almennt hafa komið sér saman um. Febrúarsamkomulagið um samræmda stefnu í efha- hags- og kjaramálum á svo víðtækan stuðning meðal áhrifaafla og hagsmunasamtaka í landinu og er auk þess svo eindregið stutt af ríkisstjóminni, að hún hef- ur fullan pólitískan rétt til að álykta út frá þeim stað- reyndum, að á bak við febrúarsamkomulagið búi raunveruleg þjóðarsátt, sem hið pólitíska vald hefur rétt og skyldu til að veija. Efnahagsmarkmiðum ríkis- stjómarinnar er ógnað ef áhrif dóms í BHMR-málinu em látin verka aðgerðalaust á efnahagskerfið. Við þær aðstæður getur ríkisvaldið ekki látið þróunina á sig ganga. Því hefúr verið hreyft í umræðum að undanfömu sem stundum áður, að íhlutun ríkisvalds í launamál bijóti gegn meginreglunni um fijálsan samningsrétt. Slíkt er þó ekki nema hálfur sannleikur. Meginreglan um fijálsan samningsrétt er jafngóð fyrir því, þótt viðurkennt sé að einstök atvik og sérstakt ástand geta réttlætt íhlutun í samninga. Slík íhlutun verður að sjálfsögðu að helgast af rökstuddri nauðsyn, sem rík- isstjóm metur svo, að viðlagðri pólitískri ábyrgð, þ.e. því sem hún á undir kjósendum. I forystugrein Tím- ans í gær var þessi réttur nefhdur neyðarréttur. Slíkan rétt hefur ríkisstjóm samkvæmt eðlilegri túlkun á ís- lensku stjómskipulagi. Væri sá réttur ekki fyrir hendi væri hér hvorki þingræði né virkt framkvæmdavald, heldur eins konar anarkismi, ríkisvaldslaust þjóð- skipulag. íslenskt þjóðskipulag er ekki stjómleysi, heldur lýðræðisleg þingstjóm. Undir slíku stjóm- skipulagi er ríkisstjóm síður en svo dæmd til afskipta- og aðgerðarleysis, ef henni þykir almannahag ógnað. Bráðabirgðalög þau sem nú hafa verið sett em til komin fyrir nauðsyn. Þeim er ætlað að tryggja að þjóðarsátt um skynsamlega efnahagsstjóm haldist og að launþegar fái varið kaupmátt launa sinna með var- anlegri verðbólguhjöðnun. Tímabil þjóðarsáttarinnar á að standa í rúmt ár enn. Ef þjóðin og ráðamenn hennar standa saman um markmið hennar má fullyrða að sá árangur sem orðið hefur fyrir hennar tilstilli á u.þ.b. hálfu ári mun ekki verða minni þá mánuði sem eftir em. 11111 GARRI Jón Óraiur Halidórsson rithöf- undur skrifar stundum pistla í Prcssuna, fylgirit Alþýðublaðs- ius. sero ktmur út á fírorotudog- um. Grein Jóns Orras I gær er hesileg hugleiðiug um ákveöinn segir réttiiega aö hafí loðaö við iandift og íandann langalengi, að stilla umræöunni þannig npp að vinnandi fólk hafi ekki til hnífs og svo Menn fá hér há iaun fyrir alls kyns störf sem eru ilia launuð annars staftar, en Íág laun fyrir þaft scni cru hátekjuslörr í iíest- uro nágrnnnalöndum.“ f því saro- bandi bendir Mn á að próíessor- ar við báskóla í Hollandi hafí þre- fóid ef ekki flóriöld lawn á vift andí, hins vegar rétilæti fuilnægt, en ba-tir vift: „Mcnn gera sjálfum sér hins vcg- ar engan grciöa meft þvi nft líta ekki lengra nefí sínu, huga ckki að sögu sinni og horfa ekki á saro- hengi hl«tanua,“ segir Jón Orro- ur Halldórsson. veginn reddast. Hálaunaland? Ef Garri skilur Jón Orm rétt er hann roeð hógværam orfturo að benda á, hvernig umræöum um efnahags- og kjaramái hættir tii ómögulegt sé að knma aö orði í slíkuni uroræftum nema ailt $é út- raálað á hinn versta veg, ng ef eiífbvað þarf að gera i slíkuro roálaro þá stafl það af þvi allt sé á heljarþröm. Jón Ormur er ekki þeirrar skoðunar að tekjur séu slíkum fyrirtækjum vinnur flölskyidan baki hrotnu ag vili hetdur það frelsi sem í þessu er fóigið en bnfa hærri tekj- ur í vinnu hjá ððrum. „En hér á Isiandi verða roenn liins vegar óvíða hærri en á íslandi og þeini er hér. haö þýðir ekkl aö þetta sé allf í góöu JagL i»aö er hins vegar i betra lagi en víftast annars staó- En Jón Orrour Halidórsson seg- ir einnigt „Tekjndreifing er ann- arseitt þeir koma sér upp húftarholu, knæpu efta lífilli helldsðlu, seni allt sortérast í lægri kanta mahn- félagsstigans og iaunastigans i flestum löndnm, Xlíkir menn hér skammta sér svo laun á horft við forstjúra stórfyrirtækja edendís á roiÚi þess sem þeir fara á haus- inn.“ Greinarhöfundur Press- nnnar segir aft síðan haWi al- menningur þessu verslunariagi uppi með því að kaupa „alls kyns drasl“ á verði sem þætti léiegur brandari i ilestum lönduro. En þrátt fyrir viðskiptahætti af þessu tagi — sero Garri leyfír sér að kalla okurstarfscmi — segfr Jón Ormur að kaupmáttur al- meaoings hafi ekki staöið i stað, þvert á móti hafi hann vaxiö ár frá ári. Ekki vill greinarhöfundur þó segja aö allt þurfi aft vera í stakasta lagi með kjörin og öHu unarorðum sem er í rauninui skot á þá sem halda uppi heimskulegri kröfupólitik í launamáio ro úr öUu samhengi vift þankabrotum Jóns Orms er líka aó flnna ádeilu á verslunarsukkið ann aö þvi máli. 'liininn hefur bent á hvernig gj aldþrotio i miUi- tiðakerfínu veröa til þés$ að hækka vöroverð og stórauka álögur á heimiiin í iandina. Biað- ið hefur i ýmsum skrifum sínum leitf athygli að því að það er milii- iiðakerfiö sem á drýgstan þátt i að halda uppi háu vðruverði á ís- iandi, þótt reynt sé að kama þvf á framlciðendur, ckki síst matvæla- framleiöendur eins Og hændur. haö er rétt sem fram kerour hjá Jóni Orroí Haildórssyni að Is- lendlngar þarfa að taka sér tak i Ufnaðarháttnro slnuro og gildis- flfllll VÍTT OG BREITT É.'A' ■ Falsanir og skoðanakúgun Nasistar brenndu bækur, kommún- istar banna bækur og umskrifa sög- una að geðþótta, femínistar og ástriðufiillir útjöfnunarsinnar for- dæma bækur og láta skrifa þær upp á nýtt öðrum til sáiuhjálpar. Það hafa hreintrúarmenn einnig gert gegnum tiðina og enn í dag era þeir duglegir að bannfæra höfunda og hóta lesend- um óæskilegra bóka illu. Allt er þetta af einni og sömu rótinni: skoðanakúgun. Svo á að heita að á Vesturlöndum, þar með töldu Islandi, ríki rit- og skoðanaftelsi. Þetta er alrangt. Tabúin era á hveiju strái og óvarlegt orð, mælt eða skrif- að, setur nashymingakórinn í gang og ásakanir um fáfræði, fordóma, sálar- rembu og hvaðeina dynja á þeim sem ekki hefúr viðurkenndar og opinberar skoðanir á hugsjónum fijálslyndis og útjöfhunar. Hugmyndir um jafnrétti og barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum koma útjöfnunarhugsjóninni ekkert við. Ekki má Morgunblaðið birti í gær frétt um að verið sé að umskrifa Doddabækumar í Bretlandi. Skáldkonan vinsæla Enid Blyton passar ekki lengur í kramið og er verið að breyta bamabókum henn- ar að hætti femínista og annarra skoð- anakúgara. í bæjum þar sem Verkamannaflokk- urinn fer með völd era Doddabæk- umar bannaðar í bókasöfnum. Breska nútímakonan Caroline Bis- hop er forstjóri bókaforlags og út- skýrir bragarbót á texta og hugsun látins rithöfúndar á þessa leið í þýð- ingu Mogga: „Breytingar verða gerð- ar á bókunum að hluta til vegna gagn- rýni á kynþáttafordóma og kvenhatur sem sagt er að birtist í þeim og einnig vegna þess að okkur finnst sem Doddi byggðist á gildum sem ekki væra lengur mikils metin.“ Til að engum verði fótaskortur á hin- um nýja rétttrúnaði er sögufÖlsunin undirstrikuð með því að breyta upp- haflegum teikningum og fella þær að hugmyndum feminista og ritskoðara breska Verkamannaflokksins um bamabækur, hvemig þær eiga að vera skrifaðar og hvemig þær eiga að líta út og hvers konar hugmyndum þær eiga að planta í vamarlaus bömin. Fordómar „Vér einir vitum“ er gömul og ný ranghugmynd allra skoðanakúgara. Allar aðrar skoðanir era fordómar sem stafa af þekkingarskorti og for- dómunum á að útrýma með „frasðslu". Fræðslan er auðvitað aldr- ei neitt annað en að troða eigin skoð- unum og fordómum upp á aðra með góðu eða illu. Rök útjöfnunarsinna og bókafalsara em ákaflega einhliða og fúrðulik. Ef minnsti grunur leikur á að einhver hafi ekki kórrétta skoðun á ritningum þeirra og hugmyndum er sá hinn sami úthrópaður fyrir fáfræði, for- dóma, kvenhatur, kynþáttahatur og hvaðeina sem þetta afar þröngsýna fijálslyndi telur sér sæmandi í belg- ingslegum málflutningi sínum. Þótt Vesturlandamenn hælist um að tjáningarfrelsi sé virt í þjóðfélögum þeirra, er það augljós blekldng. Rit- skoðarar era í öllum kvikmyndaver- um, sjónvarpsstöðvum og útvörpum. Sama í útgáfúfyrirtækjum og mennta- stofinmum. Þetta era ekki opinberar og launaðar stöður, ems og í alræðis- og einræðis- ríkjum, en varðhundar tabúaima era hvarvetna og vei þeim sem ekki þekkja smn vitjunartíma og missa frá sér ógætileg orð á prent eða út í ljós- vakann. Alfrelsi ríkir í málflutningi á mörg- um sviðum. Það má t.d. segja allt ljótt um stjómmálamenn, hvíta karla og stjómendur velferðarríkja Vestur- landa og fyrirtækja. Enda byggist sú gagmýni öll á mikilli undirstöðu- þekkingu og fordómaleysi og er því lofsverð, samkvæmt rétttrúnaði. Um það, sem ekki má segja, þorir undirritaður alls eklri að setja á prent og lái honum hver sem vill. Þó skal þeirri skoðun tíst á pappírinn að bókabrennur era miklu heiðarlegri en bókafalsanir. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.