Tíminn - 03.08.1990, Page 7

Tíminn - 03.08.1990, Page 7
Föstudagur4. ágúst 1990 Tíminn 7 BOKMENNTIR Lof heimsku og lygi Erasmus firá Rotterdam: Lof helmskunnar. fslensk þýðlng eftir Þröst Asmundsson og Arthúr Björgvin Bollason, sem einnig ritar Inngang. Hlð islenska bókmenntafélag — Lærdómsrit Rv. 1990. Þorieifur Halldóisson: Lof lyginnar. Með inngangi eftir Halldór Hermannsson i þýð- ingu Þorstelns Antonssonar. Hlð fslenska bókmenntafélag — Lærdómsrit Rv. 1988. Lærdómsrit bókmenntafélagsins tóku að koma út 1970, ritstjóri bóka- flokksins er Þorsteinn Gylfason frá upphafi og Þorsteinn Hilmarsson ásamt honum frá 1989. Alls hafa komið út 26 bindi þýddra rita. Mörg þessara rita eru lykilrit evrópskrar menningar. Með þessari útgáfu er gerð tilraun til að auka landsmönn- um meiri viðsýni og leggja lóð á vogarskálina til þess að ijúfa þá and- legu einangrun, sem heftir þrengt ís- lenskan menningarheim. Þessi ein- angrun er því furðulegri, sem sam- skipti og fjölmiðlun eykst í heimin- um. Astæðumar eru fjölmargar, en aðalástæðan er líkast til þekkingar- og menntunarleysi þeirra aðila, ekki síst opinberra, sem ættu að vinna að aukinni víðsýni 1 menningarefhum og aukinni menntun. Þessvegna er framtak Bókmenntafélagsins og ekki síst aðalritstjóra bókaflokksins meira en litið lofsvert. En minnast ber þess, að baráttan gegn einangr- uninni og heimskunni er oft Sisifús- ar-raun. „Lof heimskunnar" kom út 1511 og var titillinn „Morias Enkominon seu Laus Stultitiae", prentuð í Strass- burg. Höfundurinn var Erasmus Rotterodamus eða Desiderius Erasm- us frá Rotterdam, fæddur líkast til 1469 og látinn 1536. Hann var ein- hver fremsti fræðimaður um Biblíu- rannsóknir og útgáfúr og talinn ffemstur húmanista norðan Alpa- fjalla. Af hinum mörgu ritum hans er Lof heimskunnar það eina sem hefúr orðið sígilt, enda er það meðal kunn- ustu háðrita heimsbókmenntanna. Erasmus setti það saman á ferðalagi ffá Ítalíu til Englands sumarið 1509 og vann fyrstu gerð þess á skömmum tíma, eftir að hann settist að hjá vini sínum Thomas More. Huizinga, hinn kunni sagnffæðing- ur, telur að þemu ritsins séu: Heimsk- an sem hin sanna viska og ímynduð viska sé hin sanna heimska. Heimsk- an sem hin sanna viska glæðir menn lífskrafti, því að sá sem er gæddur raunsýni og skynsemi til þess að sjá galla og veikleika annarra og sjálfs sín, hlýtur að örvænta: Skynsemin og vískan er því drepandi en heimskan veitir lífskraft og lífsfýllingu, sem er aldrei gagnrýnin. Siðan tekur heimskan að lofa sjálfa sig, hún sýnir ffam á að það er hún sem gerir mannkynið hamingjusamt ffá blautu bamsbeini til hárrar elli. Heimskan mótar og stjómar mennsk- um viðbrögðum i ást, vináttu, stjóm- málum, styijöldum, bókmenntum og vísindum, heimskan og hamingjan eiga alltaf samleið. Höfúndurinn sýn- ir ffarn á áhrif heimskunnar í öllum stéttum samfélagsins, ekki síst virðist honum heimskan móta prestastéttina og alla kirkjuna sérstaklega. Þegar höfúndur fjallar um klerka og kenni- dóm daprast honum irónian og háðið og árásin á þá stofnun verður bein. Skilin milli gamans (íróníunnar) og alvöm verða óglögg. í lokin nær sjálfslof heimskunnar hápunkti í út- listun á trúaræði ofsatrúarmannsins og útlistun Platóns á ástaræðinu sem fúllkomnun mannlegrar sælu. I báð- um tilvikum rýfúr maðurinn allar hömlur og upphefst til hins algjöra frelsis bijálæðisins. „Ridendo dicera verum,“ segir Horatius eða „að segja sannleikann hlæjandi“ er tækni Er- asmusar í þessu einstæða riti. Þýðing ritsins á íslensku er mjög lipur, háðið nær yfir, og það fyllilega og verður á íslensku ákaflega skemmtileg lesning og sannarlega tímabær. ftarlegur inngangur fylgir um lífshlaup Erasmusar og verkið sjálft og i' bókarlok eru skýringar. Smávegis ágalli er á þýðingunni, þegar þýðendur ætla að staðfæra samlíkingar, þ.e. setja „úldinn há- karl“ i stað úldins fisks og „lax“ í stað styiju. Mjög er vafasamt að Er- asmus hafi nokkum tímann fúndið lykt af kæstum hákarli, en úldinn fiskur var algengur. En þetta eru smá- munir. Rit þetta kom fyrst út í Strass- burg 1511, síðan í Basel 1515, Lei- den 1703-6 (í Opera omnina) og oft síðan. Síðasta heildarútgáfa af Er- asmusi tók að koma út i Amsterdam 1969. Auk þessara komu út fjölmarg- ar aðrar útgáfúr, alls 40 útgáfúr með- an höfúndur var og hét. Þýðingar á þjóðtungur eru margar og nú kemur ritið út í ágætri íslenskri þýðingu. Þormóður Torfason sagnameistari líkti Þorleifi Halldórssyni við Pico della Mirandola og kallaði hann „mir- aculum" (undur) og gáfnafar hans „fúrðulegt og gífúrlegt“. Þorleifúr Halldórsson var studdur til náms af Jóni Þorkelssyni Vídalin upphaflega, síðan veltist svo að Jón Vídalín varð biskup 1 Skálholti og það var hann LESENDUR SKRIFA HOLMARINN OLMI eða (Hólminn ægilegi) Reykjavík 16.7. 1990. Við erum enn að súpa seyðið af „styijöldinni síðari", sem soðin var i súpu, krydduð atómi. Það tekur að minnsta kosti 100 ár að ná kryddinu úr, svo að súpan verði boðleg mann- fólki. Sagan gegnum aldir er ekki fogur, hvorki hér á Fróni né annars staðar í heiminum, nema ef vera skyldi á meðal frumbyggjanna sem lifðu sam- kvæmt lögmálinu, ims hvíti maður- inn kom til sögunnar. Ég er ættaður að vestan í báðar ættir og þess vegna þekki ég engan bar- lóm. Ef Vestfirðingi líður illa á sál- inni, hristir hann það bara úr henni án þess að líkaminn hljóti tjón af. Að minnsta kosti voru Vestfirðingar þannig forðum daga, áður en mið- stýringin í þjóðfélaginu, sem auðvit- að smitaði inn á heimilin, sýkti þjóð- félagsskútuna eins og maðkur tré. Nú ólmast Hólmari, sem er að tala um „daginn og veginn“. Ólmast yfir öllu — og út í alla. Þjóðin sé á leið til glötunar, ef hún snúi ekki við og gluggi í Biblíuna — bókina sem hef- ur staðið opin sérhveijum íslendingi frá kristnitöku. sem studdi Þorleif til utanferðar og náms við háskólann í Kaupmanna- höfn. Á leiðinni utan hrakti skip Þor- leifs til Noregs og þar kynntist hann Þormóði Torfasyni og vann að útgáfú rita hans ásamt fleiri ritum eftir dvöl i Kaupmannahöfn. Þorleifúr ritaði „Mendacii encomium", lof lyginnar, á hinni langsömu siglingu frá Islandi til Noregs 1703, síðan þýddi hann verkið á íslensku 1711. Halldór Her- mannsson gaf ritið út í Islandica 1915, Vin. bindi, og það er nú gefið út endurskoðað auk formála Halldórs að því, þýddum á íslensku. Rit þetta er eitt „trúðskaparmála“ en upphaf þeirra er oft talið „Narren- schifT Sebastians Brants 1494. Fyr- irmyndin eru trúðar og fifl og þeirra gamanmál við hirðir konunga og fúrsta fyrr á öldum. Rit Erasmusar „eru kunnustu trúðskaparmál bók- menntanna" (H.H., formáli). Margir stældu rit Erasmusar og einn þeirra er Þorleifúr Halldórsson sem tók lygina sem málsvara. Halldór Hermannsson ber saman rit Erasmusar og Þorleifs í formála: „Orðafar og röksemdafærsl- ur ritanna tveggja eru víða mjög ámóta, en það sem manni finnst ís- lensku ádeiluna einkum skorta við hliðina á hinni er biturleiki háðsins og léttleiki kímninnar. En hafa verður i huga að ástæðan er að nokkru leyti skapgerðarmunur málsvaranna tveggja. Gleðin stendur heimskunni nær en lygin.“ Erasmus frá Rotterdam. Þorleifúr þræðir slóð Erasmusar í úr- drætti, H.H. telur að latneska gerðin hafi verið skeleggari og að Þ.H. hafi dregið nokkuð úr ádeilunni. Honum var einnig ljóst að hætta var á að skil- litlir lesendur myndu e.t.v. álíta að hann væri málsvamarmaður lyginnar og að ritið væri ekki írónía. Þess- vegna skrifar Þ.H. eftirmála þar sem hann varar við þeim misskilningi. Lof lyginnar og tvö rit eftir Guð- mund Andrésson, „Nosce te ipsum“ og „Discursus oppositivus“, gaman- rit og gagmýnisrit á Stóradóm, þessi þijú rit eru einu uppreisnarritin gegn ráðandi hefðum samtímans á 17. öld. Þorleifúr Halldórsson lauk ævi sinni sem rektor Hólaskóla, hann sótti um Hólabiskupsdæmi þegar það losnaði, en hlaut ei. Hann varð skammlífúr, léstáHólum 1715. Fæddur 1683. Siglaugur Brynleifsson UR VIÐSKIPTALIFINU Efnahagur Litháen Máttvana er orðið óséð á milli spjaldanna, bíður á siðum blaðanna. Það bara er þama. Orkan leysist fyrst úr læðingi við lestur — og flutning — orðsins og sá sem flytur orðið er jafn nauðsynlegur og sá er skóp það, reit það, gaf því afl. Hann, ef á að koma orðinu til skila, þarf að búa yfir sömu andlegu orkunni og höfúndur- inn. Semsagt: Þjóðir hafa verið andlega — og flestar líkamlega — vannærðar ffá upphafi sögunnar. Spaugstofúr, gamanleikarar og sprellikarlar eiga að koma léttmetinu til skila, dægurdópinu, en alvömleik- arar, þjálfaðir upplesarar — lista- menn í orðsins fyllstu merkingu — em þeir einu og „sönnu“, fyrir utan góðan ræðuprest, sem geta skilað orðinu, túlkað merkingu þess án við- náms, án orkutaps, svo hlustandinn fái skilið, verði hlutaðeigandi í orð- inu. Sá sem ekki hlustar, sá sem ekki les, ellegar sá sem ekki notar sjáandi augu, vanvirðir skynfæri sín. Hann hlýtur að fá bata fýrir sunnan Barða- strönd. Hassi. í Litháen vom 1989 meðaltekjur á íbúa jafngildi 6.110 $ eða 9% yfir meðaltali í Ráðstjómarríkjunum. (Hér á eftir verða allar upphæðir í rúblum.) Frá 1985 til 1989, þ.e. á skeiði pere- stroika, — hefúr verg landsffam- leiðsla í Litháen aukist um 26%, en um 11% í Ráðstjómarríkjunum yfirleitt. Fyrir sakir aukningar og endumýjunar tækjakosts jókst ffamleiðni iðnverka- manna í Litháen 1989 (eða 1985-89?) um 5,9%, en um 3,1% i Ráðstjómar- ríkjunum yfirleitt, og var aukning ffamleiðni á iðnverkamann meiri í að- eins einu ráðstjómarlýðveldi. Litháen sem eitt lýðvelda Ráðstjóm- arríkjanna hefúr mjög verið að þeim fellt. Verg landsffamleiðsla Litháen nam 9,3 milljörðum (en í sovéskum hagtölum em þjónustuliðir lækkaðir), en innflutningur þess 7,5 milljörðum og útflutningur 5,9 milljörðum. Gagn- vart öðmm ráðstjómarlýðveldum og umheiminum (nokkum veginn að jöfnu), nam greiðsluhalli um 16% landsffamleiðslu. Á viðskiptum við önnur ráðstjómarlýðveldi var halli Litháen mestur á þessum liðum: Ollu og gasi 563 milljónir, málmum 538 milljónir, efhavörum 467 milljónir og tækjakosti 624 milljónir. Aðflutt orka til Litháen ffá öðmm ráðstjómarlýðveldum, umbreytt til jafngildis í kolum, svarar til 33,7 milljóna tonna. Eigin orkunotkun þess, einnig metin til kola, svarar til 19,1 milljóna tonna (og fara jafúgildi 1,9 milljóna tonna til efnaiðnaðar). Rafmagn er unnið í einu kjamorku- veri, við Ignalio, með tveimur kjama- kljúfúm, og leggur hvor til 1500 megavött, og í einni fallvatnsvirkjun, við Kaichiadoris, upp á 1600 mega- vött. Upphitun er aðallega með kolum og gasi. í leiðslu frá Minsk berst gas (og um Vilníus liggur hún síðan til Kaliningrad-svæðisins). Höfnin i Klaipeda hefúr ekki útbúnað til af- fermingar tankskipa. (Út flytja Ráð- stjómarríkin oliu um höfn í Lettlandi, Ventspils.) Litháen hefúr 52% vergrar landsffam- leiðslu sinnar af landbúnaði. Til ann- arra ráðstjómarlýðvelda sendir það kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkur- vörur og dálítið af fiski, en fær ffá þeim sykur, matarolíur, ávexti og loks áburð. Kennari við Háskólann í Oxford, Mi- chael Kaser, sagði í grein í Financial Times 20. apríl 1990: „Yfirvöld 1 Ráðstjómarríkjunum kosta kapps að draga ffam, að verði á orku innan- lands sé haldið niðri, þannig að að- keypt olía og gas hlytu að kosta Lithá- en miklu meira á heimsmarkaðsverði. I nýlegri álitsgerð halda hagffæðingar í Moskvu því ffam, að greiðsluhalli Litháen (reiknaður eftir aðföngum 1988) næmi 3.687 milljónum (rétt um 3,5 milljörðum sterlingspunda), ef að- föng þess kæmu öll ffá útlöndum. Á mælikvarða efnahagslífs Vesturlanda er það ekki feiknarlega há tala, en það er til marks um, hve mjög Litháen á undir öðrum, að það gæti ekki innt hana af hendi af eigin rammleik." Vaxandi tekjumunur í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum jókst munur á tekj- um manna á níunda áratugnum. Að því vék Financial Times 20. april 1990: „í nýlegri skýrslu ffá allsheijar- nefnd fulltrúadeildar Þjóðþingsins (the House Ways and Means Comm- ittee) koma ffam miklar breytingar á tekjuskiptingu. í henni er talið, að 5% tekjuhæstu fjölskyldna hafi 1990 haft 26,2% tekna fýrir sköttun, en hlutu hins vegar 21,4% þeirra 1980. En hlutur 20% hinna tekjulægstu mun á sama árabili hafa fallið úr 4,5% i 3,7%. Frá 1980 hafa tekjur þess fimmtungs (fjölskyldna), sem mestar tekjur hefúr, hækkað um 31,7% að raungildi, en þess fimmtungs, sem minnstar tekjur hefúr, lækkað um 3,2%.“ í tölublaði þessu segir enn: „Nálega 32 milljónir manna voru 1988 undir hinum opinberu fátæktarmörkum (um 6.000 $ fýrir einhleyping), en um 24 1/4 milljóna manna seint á áttunda áratugnum. Hundraðstala lands- manna undir fátæktarmörkum hefúr á þessu árabili hækkað úr 11,5% upp 1 liðlega 13%. ... Nálega þriðjimgur allra blökkumanna er undir fátæktar- mörkum og meira en fjórðungur af- komenda spænskumælandi Suður- Ameríkubúa. Á meðal bama(fjöl- skyldna) þeirra eru 44,2% og 37,9% undir fátæktarmörkum. Nálega fimmtungur allra bandariskra bama telst fátækur.“ Stígandi Bein útlend fjárfesting „Aukning á flæði beinnar útlendrar fjárfestingar (foreign direct invest- ment, FDI) er komin að mörkum þess að valda eigindalegum breytingum á tengslum á milli háþróaðra hagkerfa," segir í álitsgerð eftir DeAnne Julius, helsta hagfræðing Shell-olíufélagsins, sem út kom snemma árs 1990: Glob- al Companies and Public Policy, The Growing Challenge of Foreign Direct Investment (Royal Institute of Intemational Affairs/Pinter Publis- hers, 7,95 sterlingspund). Það aukna flæði hefúr fýlgt á eftir þróun fjar- skipta, sem fellt hafa saman peninga- markaði, og þá einkum kauphallir, i helstu iðnaðarlöndum. Frá 1983 til 1988 jókst bein fjárfest- ing landa á milli um 20% á ári eða Qórum sinnum hraðar en heimsversl- imin. Helstu iðnaðarlöndin fimm (G- 5), Bandaríkin, Japan, Vestur-Þýska- land, Bretland og Frakkland, áttu i lok þess skeiðs 757 milljarða $ I beinni út- lendri fjárfestingu eða mn 75% henn- ar allrar, en samanlagður hlutur þeirra í heimsversluninni var um 42%. Fáfnir Bein útiend fjárfésting fimm helstu iðnaðarlanda ut Inn Eign alls 1988 Raunvöxtur flæðis Heildarflæði Heildarflæði $-milljarðar áári 1983-88,% 1980-88, S-milljarðar 1980-88, $-milljaiðar Bandaríkin 324 20 157 252 Bretland 184 16 133 65 Japan 114 37 96 3 Vestur-Þýskaland 78 15 52 9 Frakkland 57 32 43 28 Heimild: DeAnne Julius

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.