Tíminn - 11.08.1990, Síða 16

Tíminn - 11.08.1990, Síða 16
AUGLYSINGASfMAR: 680001 — RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhusinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN 1 j BYGGDUM LANDSINS | AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Síml 91-674000 HOGG- DEYFAR Verslió hiá faemönnum varahluti Hamarsböfða 1 - s. 67-67-44 686300 j LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST1990 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sat neyðarfund Nato í gær. Fundarefnið var Irak: Vonar að viðskiptabannið komi vitinu fyrir Hussein Neyðarfundi utanríkisráðherra Nato lauk í Brussel í gær, en þar var rætt um viðbrögð bandalagsins við innrás fraks inn í Kúvæt Jón Bald- vin Hannibalsson sat fundinn. Hann sagði í samtali við Tímann að Nato- ríkin væru sammála um að fýlgja fast eftir viðskiptabanni á írak. Ráð- herrafundurínn varaði fraka við að ráðast inn í Tyrkland og minnti á að litið yrði á árás á Tyrkland sem árás á önnur aðildarríki Nato. Ekki var rætt um beinar hemaðaraðgerðir gegn frak á fundinum. , J»að má draga niðurstöðumar saman í sjö meginatriði," sagði Jón Baldvin. „í fyrsta lagi lýsti fundurinn yfír full- um og skilyrðislausum stuðningi við fordæmingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hemaðarárás Iraks á sjálf- stætt og ffiðsamlegt grannriki, Kúvaet. í öðra lagi var sett íram krafa um að ír- akir dragi heri sína þegar í stað til baka og að sjálfstæði og fiillvalda Kúvæt verði endurreist að alþjóðalögum. í þriðja lagi er lýst skuldbindingu allra aðildarríkja Nato til þess að fylgja eftir viðskiptabanninu, þar með talið ftyst- ingar á inneignum Kúvæta í viðskipta- kerfí heimsins, en það er mál upp á ísland hefur aldrei átt í stríði við annað ríki. Ráðist írakar á Tyrki verður blað brotið í þessu efni: Styrjöld á milli íslands og íraks Menn óttast nú mjög að írak ráðist inn í Tyrkland en síðustu daga hafa átt sér stað miklir liðsflutningar í írak að landamærum Tyrklands. Ef írak ræðst inn í landið mun ísland lenda i þeirri einkennilegu aðstöðu að vera orðið þátttakandi í stríði. ísland og Tyrkland em aðilar að Nato. Ein af grundvallarreglum þess er að aðildarriki þess skuldbinda sig til að veijast sameiginlega árás á eitt Nato-ríki. Árás á eitt Nato- ríki væri árás á þau öll. Ólíklegt er talið að Nato gerist beinn aðili að hugsanlegri innrás inn í Kúvæt en ekki er þó hægt að útiloka það. Frá þvi að Nato var stofnað 1949 hefur bandalagið ekki þurft að heyja strið. Island hefur því ekki þurft að gerast þátttakandi í hemaðarátökum þó að á ýmsu hafi gengið í heiminum síðustu áratugina. Ef horft er lengra aftur í tímann verður ekki séð að Is- land hafi nokkum tímann lýst yfir striði við aðra þjóð. ísland neitaði að lýsa yfír stríði við Öxulveldin í síðari heimsstyijöldinni. Þrýst var á ísland að gera það 1945 svo að það gæti gerst stofnaðili að Sameinuðu þjóð- unum. Island kaus að gera það ekki og gerðist því ekki aðili að Samein- uðu þjóðunum íyrr en 1946. -EÓ 100 milljarða dollara. Það er lögð megináhersla á að tryggja fram- kvæmdina bæði varðandi inn- og út- flutning vegna þess að það benda allar líkur til þess að þetta viðskiptabann geti skilað góðum árangri á nokkrum vikum. Bannið gegnir þvi lykilhlut- verki í því að kenna Hussein að glaspir borga sig ekki. Fjórða meginatriðið er árétting á órofa samstöðu með Tyiklandi og viðvörun til Iraks að falla ekki í þá fteistingu að hefja hemaðaraðgerðir gegn Tyrkjum. Þeir em minnti á grundvallarreglu Nato- ríkjanna. Eitt fyrir alla, allir fyrir einn. Arás á Týridand er árás á banda- lagsríkin öll. í fimmta lagi er sett fram krafan um að erlendir ríkisboigarar fái að fara fijálsir ferða sinna í samræmi við alþjóðalög og samninga. í sjötta lagi er beint sérstakri orðsendingu til leiðtogaríkja Arabaríkja í Kaíró þar sem áhersla er lögð á að viðbrögð Vest- urlanda við hemaðaraðgerðum Iraks er ekki stefnt gegn Arabalöndunum eða hagsmunum þeirra, heldur þvert á móti. í sjöunda lagi er lögð á það meg- ináhersla að Atlantshafsbandalagið muni gegna lykilhlutverki hér eftir sem hingað til sem samráðs og samræming- araðili varðandi aðgerðir ríkjanna allra fram í tímann að sjá.“ Jón Baldvin sagði að alger eining hefði verið um þessa niðurstöðu. Ráðherra sagði að ekki hefði verið rætt um neinar hemaðaraðgerðir af hálfu Nato-rikja á hendur Irak á fimdinum. ,JJér er um vamaraðgerðir að ræða til að koma í veg fyrir frekari hemaðar- árásir Iraka. Það hefur ekki verið lýst yfir styijöld. Menn em ákveðnir i að íylgja viðskiptabanninu fast eftir. Á fiindinum vom lögð fiam ítarleg gögn um það og af þeim má ráða að við- skiptabann muni skila árangri. Það bendir allt til þess að því verði íýlgt nasr undanbragðalaust eflir.“ Utanríkisráðherrafundurinn ákvað að koma upplýsingum um niðurstöðu fundarins og annað efhi um stöðu mála á framfæri við aðildarríki Varsjár- bandalagsins. Jón Baldvin sagði að að- ildarríki þessara tveggja hemaðar- bandalaga væm mjög samstiga í að fordæma yfirgang Iraka. Sovétrikin era mesta olíufiamleiðslu- ríki í heimi og koma því til með að hagnast á olíuverðshækkun þegar til skamms tima er litíð. Jón Baldvin benti hins vegar á að olíuverðshækkun kæmi til með að hafa mjög slæm áhrif á eína- hag A-Evrópuríkja og t.d. torvelda sameiningu þýsku ríkjanna. -EÓ talska herskipið San Giorgio hélt af landi brott í gærmorgun íslenskum stúlkum til mikillar sorgar. Hér sést ein stúlkan njóta síðasta kvöldsins með rtalska „draumaprínsinum" niðrí á höfri. Lögreglan fylgist með en ef vel er að gáð má sjá að hún er ekki vakandi á verðinum. GS. KJÖRBÓK IANDSBANKANS HENTAR JAFNT EINSTAKLINGUM SEM FYRIRTÆKJUM Kostir Kjörbókar sem ávöxtunarleiðar nýtast jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum. Kjörbók er óbundin, með háa grunnvexti sem eru lagðir eru við höfuðstól tvisvar á ári. Kjörbók nýtur einnig verðtryggingar á þann hluta innstæðu er stendur óhreyfður yfir sex mánaða verðtryggingartímabil, sem eru tvö á ári; frá 1. janúar til 30. júní og frá 1. júlí-31. desember. Og þeir sem láta fé sitt standa lengur á Kjörbók uppskera ríkulega: Afturvirk vaxtahækkun | reiknast eftir 16 mánuði og síðan aftur eftir 24 mánuði. / Þannig njóta stórar jafnt sem smáar fjárhæðir, um lengri i eða skemmri tíma, alltaf fyrsta flokks kjara á Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.