Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 6
Tíniinn.6 n Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Elsta kaupfélagið I fylgiriti Morgunblaðsins um atvinnulíf og við- skipti sl. fimmtudag er greinargóð frásögn blaða- manns af starfsemi Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík, byggð á viðtali við kaupfélagsstjórann, Hreið- ar Karlsson. Meginefni greinarinnar er að segjá frá hagræðing- araðgerðum félagsins í kjölfar rekstrarerfiðleika á síðari árum, sem leiddu til verulegs taps á rekstrin- um 1987 og 1988. Árið 1989 urðu umskipti í af- komu kaupfélagsins, sem kaupfélagsstjórinn þakk- ar hagræðingaraðgerðum og bættu rekstrarum- hverfi. Það kemur fram í frásögninni að stjóm kaupfé- lagsins leitaði sérfræðilegrar aðstoðar ráðgjafarfyr- irtækis um hagræðingu í skipulagi og rekstri og tel- ur kaupfélagsstjórinn að sú ráðgjöf hafi komið að miklum notum. Er greinilegt að stjómendur hafa lagt sig fram um að koma rekstri félagsins á réttan kjöl og tryggja að framtíðarstarfsemin sé í samræmi við raunhæfa rekstrargetu í því starfsumhverfi sem félagið býr við. Það kemur í ljós sem alkunnugt er að Kaupfélag Þingeyinga rekur mjög umfangsmikla starfsemi og er máttarstólpi í atvinnulífi Húsavíkur og Suður- Þingeyjarsýslu. Þrátt fyrir ýmsan samdrátt í starf- semi og mannahaldi í þessu hagræðingarátaki stendur kaupfélagið eftir sem öflugt atvinnu- og þjónustufyrirtæki. Elsta kaupfélag landsins, sem nú er 108 ára, heldur af myndarskap uppi merki sam- vinnuhreyfingarinnar og lætur mikið að sér kveða. Starfsmenn og félagsmenn hafa sýnt hagræðingar- aðgerðum félagsstjómar skilning og áhuga í trausti þess að verið sé að tryggja ffamtíðarreksturinn og sníða starfseminni þann stakk sem hæfir. Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri segir þó að reynsla þessa árs verði einnig að segja til um hvem- ig horfur séu. Hann lét svo um mælt, að stjómend- ur kaupfélagsins leggi sig fram um að fylgja hag- ræðingarátakinu eftir, en öllum sé ljóst að þörf sé á ýtmstu aðgát um hvaðeina, enda geti ýmislegt gerst í íslensku efnahagsumhverfi. Verðbólga sem slyppi laus yrði mjög erfið fyrir rekstur Kaupfélags Þing- eyinga, segir kaupfélagsstjórinn. I þessum orðum hins reynda framkvæmdamanns á Húsavík kemur ffam að rekstrarvandi lífvænlegra fyrirtækja hefur minnkað þegar saman fara batn- andi ytri skilyrði og fjárhagsleg endurskipulagning til þess að laga rekstur að raunvemleikanum. En með orðum sínum minnir Hreiðar Karlsson á að jafnvel traustustu fyrirtæki em ekki óhagganleg. Það gildir auðvitað um samvinnufyrirtæki sem önnur. Kaupfélögin byggjast á ákveðnum hug- sjónagmndvelli sem ávallt verður að treysta. En rekstri sínum verða samvinnufyrirtæki að haga af raunsæi. Um þetta hvort tveggja er elsta kaupfélag landsins fyrirmynd. Laug.ardagur 25. -ágúst 1990. r VIÐTALI við Morgunblaðið 19. þ.m. svarar Steingrimur Hermannsson forsætisráð- herra skýrt og skorinort neitandi spumingu blaðamanns um það hvort Islendingar eigi erindi í Evr- ópubandalagið. Orð Steingríms Hermannssonar „Svo sannarlega tel ég að við eig- um ekkert erindi í Evrópubanda- lagið. Það væri eitt það versta sem gæti komið fyrir þetta þjóðfélag. Eg tel að við eigum að leita náinna samninga og samstarfs við EB og laga okkur vemlega eftir mörkuð- um þar eins og við emm raunar að gera nú, en ef við göngum í Evr- ópubandalagið verðum við ekkert gagnvart því annað en lítill út- kjálki.“ Síðan rekur hann það sem oft ber á góma og haldið er ffam af þeim sem aðhyllast þá skoðun að Islendingar eigi ekki að útiloka aðild að EB, að hægt væri að halda uppi góðum lifsskilyrðum hér fyrir tilverknað Evrópubanda- lagsins, en þótt svo yrði, segir for- sætisráðherra, „myndum við glata sjálfsforræði okkar og sjálfstæði“ og bætir við: „Okkar verkefni núna er að ná góðum samningi við EB og aðlaga okkur því sem þar er að gerast án þess að tapa sjálfsforræðinu og fullveldinu. Eg held satt að segja að ef við náum sæmilegum samn- ingum við EB og höldum okkar sjálfsforræði verðum við mjög öf- undsverð þjóð hér í Atlantshafmu. Það er svo ótal margt sem aðrar þjóðir geta ekki boðið upp á, en við lítum á sem sjálfsagða hluti. Við eigum landið sjálft og alla dá- semd þess. Landið er tiltölulega hreint og við höfum ótal mögu- leika á útivist sem satt að segja margar þjóðir geta ekki boðið upp á. Ef við gerumst aðilar að EB er Evrópubúum fijálst að eignast hér land og þá munar ekki um að kaupa upp landið okkar. Hollensk- ir bændur kaupa nú búgarða í Danmörku. Viljum við að landið komist í eigu erlendra aðila? Ekki ég-“ Dylgjur Þjóðviljans Varla verður afstaða manns í Evr- ópubandalagsmálum skýrar sett ffam en í þessum orðum Stein- gríms Hermannssonar. Hann er af- dráttarlaust andstæðingur allra hugmynda um aðild íslands að Evrópubandalaginu. Það er auk þess kunnara en ffá þurfi að segja að Framsóknarflokkurinn er skel- eggur andstæðingur aðildar svo að þar fara eðlilega saman orð og gerðir flokksins og formannsins. Mönnum hlýtur því að koma á óvart málstúlkun ritstjóra Þjóð- viljans á þriðjudaginn þar sem hann gerir hvort tveggja að segja forsætisráðherra eiga lof skilið fyrir svar sitt um afstöðuna til EB („svaraði forsætisráðherra skýrt svo lofsvert er“), en dylgjar síðan um að Steingrímur sé oft ásakaður um að slá úr og í (hvaða stjóm- málamaður fær ekki slíkt á sig!) og geti menn deilt um „hvort hér er um persónuleg einkenni og að- ferð stjómmálamanns að ræða fyrst og ffemst, eða þá endur- speglun af miðflokksstöðu Fram- sóknarflokksins." Það er ekki nýtt að marxistum, verandi og fyrrverandi, þyki lítið til miðjustefnu koma yfirleitt og sjái hana fýrir sér sem sísláandi úr og í milli vinstri og hægri, marx- isma og markaðshyggju, þótt miðjumenn sjálfir skilji pólitíska stöðu sina nokkuð á annan veg. Kenningin um að miðjumenn slái úr og í er gömul pólitísk tugga sem lengi hefur verið notuð á ffamboðsfundum og í lélegum blaðaskrifum, þegar skort hefur rök í karpi stundarinnar. Eins og komið er fyrir Alþýðu- bandalaginu, ef ekki sjálfum Þjóðviljanum, er ákaflega nær- tækt að núa þvi tvískinnungi um nasir og segja að þar sé slegið úr og í í hverju máli. Viðhaldskraftur Alþýðubandalagsins felst ekki í hreinleika og afdráttarleysi stefnumála flokksins, það er nú síður en svo að þar sé stefhufest- unni fyrir að fara. Alþýðubanda- lagið hangir saman á því að slá úr og í í hverju máli, þegja um það sem á milli ber, salta ágreinings- málin. Ef Alþýðubandalagsfor- ingjamir hættu að slá úr og í myndi flokkurinn hrynja. Er þá Alþýðubandalagið orðið miðju- flokkur fyrir vikið? Sá sem hér setur línur á blað hef- ur ekki allra manna mest gaman af því að þræta um pólitík á þessum nótum, þótt grípa megi til þess ama á ffamboðsfundum og eld- húsdagsumræðum í nafni orð- heppninnar, ef annað brestur. Hins vegar er ekki hægt að láta það ffam hjá sér fara, þegar Þjóðvilj- inn eða hver sem er slær umræð- unum um Evrópumál upp í kæm- leysi af engu tilefni með billegum ásökunum í garð forsætisráðherra, sem mikla ábyrgð ber á þessu máli og lýst hefur fyrr og síðar eindreg- inni skoðun sinni á þvi að íslend- ingar eigi ekki að ganga í Evrópu- bandalagið. Þeir sem era sama sinnis og forsætisráðherra ættu því að fagna yfirlýsingum hans ein- læglega en spilla ekki máli sínu með getsökum um að annað liggi á bak við orð hans en þau sjálf segja til um. Ritstjóri Þjóðviljans bætir heldur ekki fýrir sér með því að segja — eins og það sé ný upp- götvun — að „Framsóknarmenn hafa áttað sig vel á því að Evrópu- mál era stórmál íslenskra stjóm- mála á næstu misserum og þeir ætla þá að ganga til þeirra deilna með fyrirvörum, gagnrýni, and- ófi.“ Hvers vegna er ritstjóri Þjóðvilj- ans með þessi látalæti? Hann veit það fúllvel að frá fúndum og flokksþingum Framsóknarflokks- ins hefúr aldrei komið neitt annað en afdráttarlaus andstaða gegn að- ild Islands að Evrópubandalag- inu. Hann veit einnig að forystu- menn Framsóknarflokksins hafa haldið fast við þessa stefnu eins og nýleg ítrekun Steingríms Her- mannssonar er til vitnis um. Tím- inn hefur ætíð barist af fúllri ein- urð og alvöra gegn aðildarhug- myndinni og lagt mikla áherslu á að afstaðan til Evrópumála bygg- ist á „fyrirvarastefnu“. Ritstjóri Þjóðviljans veit vel hvað í því orði felst. Það er að vísu svo að ritstjóri Þjóðviljans afsannar jafnharðan dylgjur sínar um afstöðu forsætis- ráðherra og Framsóknarflokksins og notar til þess aðferð, sem hann þykist finna í fari annarra, nefni- lega að „slá úr og í“ í skrifúm sín- um. En til þess að gera karpið ekki endasleppt klykkir hann út með að segja að menn geti alla- vega „leyft sér að efast um“ hvort Framsóknarflokkurinn hafi vera- legt úthald í andófinu gegn hug- myndinni um aðild að Evrópu- bandalaginu. En hvers vegna beinir ritstjóri Þjóðviljans þessari athugasemd að Framsóknar- flokknum? Það skal fúllyrt hér að sú er ekki mest þörfm að brýna Framsóknarflokkinn í þessu máli og engin ástæða til að gefa í skyn að framsóknarmenn missi þolið í þessari baráttu á undan öðrum eða öðram fremur. Þvert á móti era málsvarar Framsóknarflokksins og þeir sem treysta forystu hans í sjálfstæðis- og þjóðræknispólitik við því búnir að afsanna slíkar getgátur með álíka skotum, ef umræðan um Evrópumál á að falla í þann farveg að menn skatt- yrðist hver við annan í stað þess að standa saman gegn þeim sem barist er við. Olafur gegn Svavari Ritstjóri Þjóðviljans ætti að líta sér nær um afstöðu sinna eigin flokksbræðra og samstarfsmanna gagnvart sameiningu Evrópu í stórríki með tilheyrandi afúámi þjóðríkja, aukin heldur kotríkja á borð við ísland. Nærtækast væri fyrir Ama Bergmann að rifja upp ritdeilur Svarvars Gestssonar menntamálaráðherra og Ólafs Gíslasonar blaðamanns, þar sem Svavar brá yfir sig kufli „þjóð- legrar íhaldssemi“ eins og hann hefði alist upp á framsóknarheim- ili í sveit og aldrei meðtekið snef- il af alþjóðahyggju marxismans, en Ólafúr Gíslason líkti íslenskri þjóðrækni við einangranarhyggju og afiturhald eins og það sem ein- kennt hefur sósíalistaríki á borð við Albaníu og Norður-Kóreu og reyndar mörg fleiri. í grein sinni í Þjóðviljanum 4. maí sl. (Þjóðlegi íhaldsflokkurinn) hæðist Ólafúr Gíslason að tilraun Svavars Gestssonar til þess að skýrgreina heilbrigða þjóðrækni, þ. á m. það sem kalla má „pólitíska þjóð- rækni“, það sem felst í því að þjóð vilji vera stjómarfarslega og sam- kvæmt stjómskipun fijáls og fúll- valda. Það versta við Ólaf Gisla- son og skoðanabræður hans (markaðshyggjumenn almennt, sósíaldemókrata, Birtingarmenn og slíka) er að þeir skilja ekki pól- itíska þjóðrækni vegna þess að al- þjóðahyggja þeirra er pólitísk, hún snýst um það að koma á bandaríkjaskipulagi sem víðast í heiminum, allt á að vera „feder- alt“ þegar til þess kemur að kokka saman stjómkerfi. Rökin fyrir því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.