Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASÍMAFt: 680001 SAMVINNUBANKINN L I BYGGÐUM LANDSINS i A - RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 NISSAIM Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Tímiiin LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990 Risalaxinn úr Iðu. Þetta er hængur, 25 pund og 107 cm á lengd. Stórlax úr Hvítá við Iðu Á fimmtudag kom 25 punda lax á land í Hvíta við Iðu. Það er stærsti laxinn sem veiðst hefur þar í sumar og sá næststærsti yfir landið. Það var Þorgeir Jónsson sem fékk fiskinn á flugu, sem nefnd er Imba og hefur verið notuð talsvert við Iðu. Það er þríkrækja númer 10, með silf- urlituðum önglum. Það er skemmtilegt frá því að segja að Úlfar Svein- bjömsson, sá sem veiddi stærsta lax sumarsins í fýrra, 29 pund á sama stað, hnýtti fluguna rétt áður en hún var notuð með þessum glæsilega árangrí. Að sögn Þorgeirs tók viðureignin í kringum 20 mínútur. Það gerði Þor- geiri erfitt fyrir að hann var ekki með græjur sem hentuðu til viðureignar við slíkan stórlax, 8,5 feta stöng, 8 punda flugutaum og litla flugu. Það varð honum til happs að fiskurinn rúllaði sér í vatninu í sifellu og vafði þar með línunni um hausinn á sér. Það reyndist þó erfitt að ná fisknum á land og til þess þurfti tvær tilraunir. í fyrra skiptið náði Þorgeir að landa fisknum og Úlfar, sem þama var við- staddur, náði að taka hann upp. En það vildi ekki betur til en svo að hann missti takið og fiskurinn rauk út í á aftur og viðureignin hófst á ný. Seinni löndunartilraunin bar þó til- ætlaðan árangur. Veiði hefúr gengið þokkalega við Iðu í sumar, a.m.k. nokkuð betur en annars staðar í Hvítá. Veiðin hefúr verið svipuð og í fyrra, en það var sæmilegt sumar við Iðu. Iða hefur lengi verið annáluð fyrir stórlaxa; stærsti lax sem veiðst hefúr á Islandi á stöng veiddist þar fyrir tæplega 40 ámm. Hann var „aðeins" 38,5 pund og var þar frændi Þorgeirs og Úlfars að verki. GS. Sjálfstæðismenn vilja kynna sér nánar uppsetningu á skjaldármerki á svölum alþingishússins: Engin afstaöa hefur verið tekin ennþá Forsetar Alþingis hafa ekki tekið afstöðu til bréfs Haildórs Biöndal, varaformanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem hann skrifaði fýrir hönd þingflokksins, þar sem þess er krafist að framkvæmdir við skjaldarmerki á svalir húss- ins verði þegar í stað stöðvaðar, þar til þingflokknum og þingmönnum hefur gefíst tími til að kynna sér málið. Forsaga málsins er sú að forsetar þingsins ákváðu að sett yrði upp skjaldarmerki á svalir hússins, fyrir ofan aðalinnganginn. Merkið á að vera 1,20 metrar á lengd og breidd og það prýða landvættimir úr kopar og fáninn í sínum hefðbundnu Iitum. Stefnt var að því að búið yrði að setja skjaldarmerkið upp fyrir þingsetn- ingu í haust. Jón Helgason, forseti efri deildar, sagði að forsetamir hefðu lagt áherslu á að haft væri samráð við alla sem málið væri skylt, s.s. þjóðminja- vörð og húsameistara rikisins. Hann sagði að ekki hefði verið fjallað um það af forsetum hvort kynna þyrfti þinginu málið en forseti sameinaðs þings myndi áreiðanlega kalla þá á fund ef ástæða væri fyrir hendi. SE NISSAN KINGCAB 4x4 i uci ioiiiv^i. / — — — — — — i— j — - - - ^ - 3,0 I V6 bensínvél. Bein innspýting. 2,5 I dieselvél. Ingvar Helgasonhf Sævarhöfða 2 Sími 91-674000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.