Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. september 1990 Tíminh'2V ARNAÐ HEILLA 90 ára: Unnur Björnsdóttir Unnur mín! Aðeins fáein orð í til- efhi af afmælinu þínu. Þú ert fædd aldamótaárið 1900 og nú hefurðu fyllt niunda áratuginn. Já, aldurinn er orðinn þetta hár. Þú ert það gömul að þú manst eftir mér á fyrsta árinu, þegar þú bjóst á Refsstöðum með manninum þínum, honum Kristjáni Sigurðssyni, og syninum Bimi Aðils, á sama aldri og ég. Gaman er að heyra þig segja frá foreldrum mínum sem bjuggu á móti ykkur á hinni hálflendunni. Þú manst sannarlega tímana tvenna. Þegar ég var víst innan tíu ára aldurs fór ég ásamt mömmu og Þóru Krist- ínu systur minni fram að Hvammi, þar sem þið bjugguð þá og lengi síð- an. Mikið man ég vel eftir þér. Þú varst svo glöð og alúðleg og okkur fannst öllum hátíð að koma til ykkar. Hvað bærinn var reisulegur, þilin hvít. Allt umhverfið var svo snyrti- legt. Maðurinn þinn var þér samstiga að gera umhverfið aðlaðandi. Túnið var slétt og nokkuð stórt, eftir því sem þá gerðist. Þetta var um hásumar og búið að hirða heyið af túninu. Það er mikil birta yfir þessari heimsókn, Unnur mín. Brosið þitt og framkom- an öll áttu stóran þátt í því. Ég veit að þú geymir ljúfar minn- KÆLIBÍLl? Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníseraö þakjárn Gott verö. Söiuaöilar: Málmiðjan hf. Saian sf. Sími 91-680640 ingar um Dalinn okkar fagra milli hárra fjalla. Þar var gott að búa fyrr á tíð, meðan fólk gerði litlar kröfur um þægindi og hver bjó að sínu. Manstu berjabrekkurnar, ána og lækina, lontu í lækjarhyl? Það var gott að vera barn á Dalnum, Unnur mín, og eiga þess kost að dvelja í nánu sambandi við hina lifandi náttúru. Þetta átti víst að vera afmæliskveðja frá mér til þin. Mér hefur dvalist nokkuð við Dalinn okkar, en þar dvöldum við lengi áður fyrr. Þú fæddist þegar byrjað var að rofa til í þjóðlífinu eftir aldalanga kyrrstöðu. Nú hefur þú fylgst með mikilli fram- vindu, framförum skulum við víst segja. En er fólk almennt talað ánægðara nú en þegar ég var að alast upp á Dalnum og þegar þú varst hús- freyja í Hvammi? Eg man þig sem unga konu og allt til þessa tíma, þeg- ar ellin sækir á. Ævin er svo sem ekki voða löng, þótt maður verði níræður. Mestu varðar að geyma í sér hinn andlega eld. Þú hefur varðveitt hann, Unnur mín. Lifðu heil að lokastund. Þinn vinur Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Umsýsludeild Útboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang húss fyrir fjar- skiptastöð að Þverholtum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu. Stærð húss er 84.3 fermetrar, og skal smíði þess lokið 17. des. nk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, gegn 20.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar, Lands- símahúsinu við Austurvöll, þriðjudaginn 18. sept. nk., kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. Bátur til sölu Sómi 600 árg. '85. Upplýsingar í síma 985-32240. ffir^Tl FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ 11591Á akureyri Matarfræðingur eða starfsmaður með starfsreynslu í eldun sjúkrafæðis, óskast strax eða eftir nánara samkomulagi í eldhús F.S.A. Uppl. um starf- ið veitir Valdemar í síma 96-22100 (283). Vegna tæknibreytinga eru eftirfarandi tæki og áhöld til sölu: CRTronic 150, 300, terminal T400 og CRlronic prentari. Framköliunarvél KODAMATIC 17B processor, Ijósa og teikniborð, Helioprint (repromaster) omfl. Upplýsingar hjá verkstjórum Lynghálsi 9, sími 686300. Tíminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.