Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 2
\ nnifO! l 2 Tíminn^ ^ ^^ T..T."».-T,"»."> . '* -±"- -»• J. "i "i - A "J k'i-A'A-A.'*.-*.-*.-*.'fct.fcft. t. t * * t & % Í^^Í-WÍ-ll^lt^-JT-i-*^ * * * 9 * *.* * V ». V» W V» ».» Laugardagur 1. séptember 1990 Fastafloti Atlantshafsbandalagsins í óopinberri heimsókn í Reykjavík: Kvenkyns dátar og Hertoginn af York Fastafloti Atlantshafsbandalagsins er nú hér í óopinberri heimsókn. Um 1700 manns koma meö skipunum sjö, en þau eru frá sjö löndum bandalagsins, og þar á meðal eru nokkr- ir kvenkyns dátar og Andrew prins, sem eins og kunnugt er, ber tignarheitið Hertoginn af York og er giftur Söru Fergu- son. Fulltrúum íslenskra fjölmiðla var boöið í flugferð á þyrlu í gær út í eitt skipið þegar það var að sigla til hafnar og var Jórvíkurhertoginn flugstjórinn í þeirri ferð. Einar Ólason ljósmyndari, var einn þeirra sem flaug með hertog- anum og sagði hann að það hefði verið svolítið sérstakt og gaman að þessu, því það væri ekki á hverjum degi sem Hertoginn af York klæddi mann í björgunarvesti og flotgalla. Einar sagði að hertoginn hefði ver- ið ljúfasti náungi og hann sæi eng- an mun á honum og öðrum mönn- um, hann virtist vera ósköp venju- legur maður. „Hann talaði nú litið við mig", sagði Einar, „en sagði mér hvernig ég ætti að setja á mig beltið og hvað ég ætti að gera ef þyrlan hrapaði í sjóinn." Þyrlan flaug með fjölmiðlamenn- ina út í hollenska herskipið ojj sigldi það með þá aftur í land. I brúnni voru kvenkyns dátar við stjórnvölin og stýrðu þær skipinu af mikilli list. Samtals 20 kvendátar eru á herskipunum og nú er það spurningin hvort íslenskir piltar leggi leið sina niður í Sundahöfn til að gera hosur sínar grænar fyrir þeim eins og þeir töluðu svo mikið um þegar ítalska herskipið var hér í höfn sællar minningar. Skipin sjö eru frá sjö löndum Atl- antshafsbandalagsins. Skipin eru frá Bretlandi, Hollandi, Spáni, Portúgal, Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Stofnun Fastaflota- deildar Nató var samþykkt af Norð- uratlantshafsráðinu í Brussel í des- ember 1967. Þar með var flotinn fyrsta alþjóðlega fastaflotadeild heimsins sem starfar á friðartímum. Flotinn er vanalega samansettur úr 5-9 skipum, tundurspillum og frei- gátum, sem starfa stöðugt saman sem ein heild. Flotinn fer í margar hafnarheimsóknir til strandborga aðildarríkja Nató. Flotinn siglir á venjulegu ári meira en 50.000 míl- ur og heimsækir yfir 25 hafnir í 11 löndum. Michael Gretton er nú yf- irflotaforingi fastaflotans, en hann er valinn árlega úr einum af Nató- flotunum. Fastaflotadeildin á að sýna og efla einingu aðildarríkja Nató, þar sem skip frá mörgum ríkjum vinna sam- an sem einn floti. Flotinn er til stað- ar hvenær sem er og getur komið sér fljótt í herstöðu ef svæði er í hættu á kreppu- eða spennutíma og skapar kjarna sem byggja mætti ðflugrí flotadeild utan um. Síðast en ekki sist bætir flotinn samvinnu innan Nató-flotans með stöðugri þjálfun flotadeildarinnar og reynslu. Flotinn verður til sýnis í dag á milli 14 og 17 í Sundahöfn og einn- ig á sama tíma á morgun. Eitt skipanna leggur að f Sundahöfn. ~JL z* ......----- ¦*• % *¦¦.?.' féM -¦;¦ *¦ ~íJSlW /' Það er spuming hvort þessir sjóliðar hafi svipuð áhrif á íslenska karlmenn og kollegar þeirra frá ftalíu höfðu á íslenskar ungmeyjar. Að minnsta kosti ætti að koma í Ijós hvort þær vilji taka við hinum ókurteisu íslensku sveitalubbum eins og sumar konur hafa kallað íslenska karlmenn. Tfmamynd: Ami Bjarna „Það er ekki á hverjum degi sem Hertoginn af York klæðir mig í björgunarvesti og flotgalla", sagði Einar Ólason Ijósmyndari, en myndinni má sjá hann og Andrew príns að búa sig undir flugferð- ina Út í hollenska herskipið. Tímamynd: Áml Bjama Flugleiðir „á Arnarflugi" í tvo mánuði: Reksturinn verður lagaður á meðan Nú liggur það ljóst fyrir að sam- gönguráðherra hefur falið Flugleið- um áætlunarflugleyfi Arnarflugs næstu tvo mánuði. Strax í gærmorg- Tækniskóla- mennmótmæla bráðabirgða- lögum Félag Tækniskólakennara hef- ur samþykkt ályktun þar sem mótmælt er bráöabirgðalögum ríkisstjórnariiinar frá 3. ágúst. í ályktun kennaranna segir m.a. að með þessari aðgérð hafi ríkisstjörnin ryrt álit sitt sem trúverðugur samningsaðíli og skorar félagið á rildsstjórnina að endurreisu þetta állt með því að falla frá lögunum. un sáu Flugleiðir um að koma farþeg- um Arnarflugs til Amsterdam. Á meðan Flugleiðir sjá um áætlunar- flugið ætla forráðamenn Arnarflugs að reyna að bæta fjárhagsstöðu fé- lagsins'. I fyrrakvöld var fundur hjá sam- gönguráðherra með forráðamönnum félaganna þar sem gengið var frá þessum málum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afdrif starfs- fólks Arnarflugs en búast má við að einhverjir vinni að endurskipulagn- ingu hjá fyrirtækinu næstu tvo mán- uði. Arnarflugsmenn vonast til að geta tekið við áætlunarfluginu að tveimur mánuðum liðnum en hins vegar virðast Flugleiðamenn stað- ráðnir í því að hafa þetta flug til fram- búðar. Flugleiðir hafa leyfið aðeins til tveggja mánaða og þá er að sjá hvort þeir haldi leyfinu áfram eða hvort leyfið fari aftur til Arnarflugs. —SE Fyrsta íslenska barnamyndfn í hærri áratúg frumsýnd á morgun: Ævintýri Pappírs-Pésa A morgun verður frumsýnd kvikinyndin Pappírs-Pési sem er ný íslensk Iiarna- og fjölskyldu- iiiviid. Hríf hf. sá um gerð mynd- arinnar or Ari Kristiusson er bœði leikstjóri og bðfundur hanilrils en VilhjiHmur Ragnars- son er framleiðandi. Þetta mun vera fyrsta íslcnska barnamvnd- in i tœpan áratug. Pappirs-Pési er teikning sem liliiai við. í inyndinni segir frá ajvintýrum og uppáttekjum Pésá og vina hans. Pési lendir m.a. í óvæntri Qugferð og hörkuspenn- andi kassabílarallí. Einnig segir af prakkarasti ikum í slörmark- aði, útistöóum, sem viniriur Icnda i við geðstirðan nágranna og geimfari sem lendir i garðin- um hjá honum. Kvikmyndin var tekin upp i Hafnarfirði sumrin 1989 og 1990. Leikarar eru flest bðrn og í helstu lilutvcrkum cru Kristmann Ösk- arsson, 10 ára úr Kópavogi og svo fjórir krakkar úr Mosfellsbœ, þau Hðgní Snær Hauksson, 9 ára, Kannveig Jónsdóttir, 11 ara, Ing- ólfur Guðvarðarson, 12 ára og Rajeev M u ru Kesvan. Þá fer Mugnús Ólufsson mcð stórt hlut- verk i my ndiiini. Brúðunni Papp- írs-I'ésa er stjórnaö af Bcrnd Ogrodnik og Katrínu Þorvalds- döttur. Kvikmyndataka var í höiuluni Tony Forsbérg og Jóns Karls Helgasonar, Tðnlist er efiir Valgeir Guöjónssou og Geir Ótt- arr cr helsli Icikiiiyndahonuuður niyndaríiinar. Ævintýri Pappírs-Pésa er fyrsta kvikmvndin í fullri lengd sem Hrif hf. framleiðir. Hrif hefur áð- uir framleitt barnamyndir fyrir íslcnskar og erlcndar sjóitvarþs- stððvar, m,a. tvær myndir tun Pappirs-Pésa og myndina „Eng- inn venjulegur drengur" sém hafa verið sýndar í Sjónvarpiuu og á Norðurlöndum og auk þess sem þær hafa vérið seldar tO þýskra og bollenskra sjónvarps- stöðva. Hrif framleiddi 7 hálf- tínta þætti, sem hétu ^Bítlar og blémabðrn", og fjöUuðn þeir um sjöunda áratuginn og vorn sýndir áStöð2. Kostnaðurinn við gerð niyndar- innar cr tacpar 50 milljónir króna W kvlkmyndlnni Pappírs-Pési sem var tekin upp (Hafnarfiröi f sumar og fy rrasumar. og hefur Kvitunýndasjóður Ííh Unds styrkt framlciðslu myndar- innar. Hrif vinnur nú að gerð myndarinnar „Börn nátti'irunn- ar* en leikstjóri hennar er Frið- rík Þór Friðriksson. -SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.