Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. október 1990 Tíminn 5 Atök urðu í ríkisstjórn um álmálið í gær. Iðnaðarráðherra ætlar að staðfesta áfanga með undirskrift í þessari viku, hvað sem Svavar og Steingrímur J. segja: Ilíkisstjórnin ræddi um álmálið á sérstökum aukaíundi síðdegis í gær. Engin niðurstaða varð af fundinum, en mjög skiptar skoðanir eru uppi milli Svavars Gestssonar menntamálaráðherra og Stein- gríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra annars vegar og Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra hins vegar um næstu skref í málinu. Jón hyggst skrifa undir viljay firlýsingu um byggingu nýs álvers í lok þessarar viku. „Mín lokaorð á ríkisstjórnarfundin- um voru: Hér hef ég ekkert sam- þykkt," sagði Svavar Gestsson þegar hann kom út af fundinum í gær. Greinilegt var að Svavar og félagi hans Steingrímur J. voru ekki ánægðir með gang mála. Þeir sögðu að málið yrði til umfjöllunar hjá rík- isstjórninni áfram. Jón Sigurðsson lýsti því yfír að fundinum Joknum að hann myndi ásamt samningamönnum Atlantsáls staðfesta með undirskrift mikilvæg- an áfanga í málinu í lok vikunnar. Aðspurður um viðbrögð ráðherra Al- þýðubandalagsins, skrifi hann undir, sagði Jón að þau yrðu að koma í ljós. Jón viðurkenndi að það væri skoð- anamunur í málinu. „Menn eru ekki sammála um hversu mikla áhættu sé vert að taka til að hreppa þann mikla vinning sem ég tel og margir með mér, að fylgi því að gera slíkan samn- ing." Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur og málið væri að þokast í rétta átt. Búið væri að vinna mikið í málinu og það mjög langt komið. Hann vísaði á bug öllum vangaveltum um að stjórnarslit væru á næstu grösum. Samningsdrögin um orkuverðið hafa verið gagnrýnd og ráðherrar lyst yfir efasemdum um þau. Um orkusamninginn sagði Jón: „Það er komið vel á veg með að ná meginat- riðum í orkusamningi sem er mjög vel viðunandi. Samningurinn er ekki áhættulaus. Þetta er hlutaskipta- samningur, en í honum er líka kaup- trygging." Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á að orkusamningur- inn yrði samþykktur í ríkisstjóm- inni, sagði ráðherrann: „Ég er bjart- sýnn á það að skynsemin sigri í þessu máli." Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við útvarpið í gær að álfyrir- tækin hefðu óskað eftir því að farið yrði hægar í málið. Rangt væri því að tala um að fyrirtækin hefðu sett tímapressu á íslensku ríkisstjómina, eins og gefið hefur verið í skyn. Jón Sigurðsson sagðist leggja áherslu á að Alþingi lyki umfjöllun um málið fyrir áramót og þess vegna væri mik- iívægt að staðfesta með undirskrift það sem þegar hefur áunnist í því. Iðnaðarráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um heimild til að byggja álver á íslandi á fyrstu dögum þingsins. Ríkisstjórnin heldur annan fund f dag. Fyrirhugað var að fjárlögin yrðu þar fyrst og fremst á dagskrá, en bú- ast má við að álmálið verði einnig tekið til umfjöllunar. Akvörðun iðn- aðarráðherra um að skrifa undir liggur nú fyrir. Menn bíða eftir við- brögðum ráðherraAlþýðubandalags- ins. -EÓ Forsætisráðherra í höfuðstöðvum Alumax í Norcross: Nútíma álver litið augum Steingrímur Hermannsson for- sætisráðhcrra heimsótti aðalstöðv- ar Alumax í bænum Norcross í Ge- orgíuriki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar ræddi hann við yfirmenn álfyrirtækisins um fyrirhugaða ál- verksmiðju Atlantalhópsins hér á landi. Forsætisráðherra skoðaði einnig Mount Holly-álverksmiðju Alumax í Suður-Karólínuríki, sem er ein nú- tímalegasta verksmiðja sinnar teg- undar í heiminum. Poul Drack, for- stjóri Alumax, sýndi forsætisráð- herra verksmiðjuna. Tveir starfsmenn Mount Holly- verksmiðjunnar skýrðu Steingrími Hermannssyni sérstaklega frá mengunarvarna- og umhverfis- verndarkerfi hennar, sem mun vera með því fullkomnasta sem gerist í álverksmiðjum. í Mount Holly-álverinu starfa 619 manns, þar af eru konur 51 en 16 þeirra gegna stjórnunarstóðum. Konur eru 16% af heildar starfs- mannafjöida. Fréttatilk. Melanie Byrd, yfirverkstjóri mengunarvama, og Cheryl Kirkland, aðstooarverkstjóri sama málaflokks (Mount Holly-álverksmiöju Alumax í S-Karólínu, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Viðræður um nýtingu sjávarspenelýra og sameigínlegra fiskistofna: Sjávarútvegsráðherra í heimsókn til Grænlands Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðbena fór í gær til Grænlands í opinbcra heímsókn í boöi Kaj Ege- de, sjávarútvegsráðherra Græn- lands. Ráðherra mun verða við- staddur setningu Landsþings Gnenlendinga í dag, en hcimsókn- inni lýkur í dag. Ráðherrann mun ciga viöræður við grajnlenska starfsbróður sinn, þar sem meðal annars veröur rætt um nýtingu sameiginlcgra fiskistofna, málefni er varða nýtingu sjávar- spendyra og önnur tnáJ sem ofar- Icga em i baugi, eins og samskipU við Evrópubandalagið. Þá mun ráð- herra fara í skoðunar- og kynnis- ferðir, bæði norður fjl Sisimiut og suður tð Qaqortoq. Mun ráðherr- ann meðal annars skooa útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. 1 för með ráðherra cru kona hans, Sigurjöna Sigurðardóttir, Jón B. Jónasson skrifstofustjóri, Krístján Skarphéðinsson delldarstióri og Jó- hann Sigurjonsson sjávarlíffræð- ingur. khg. Tvö banaslys um helgina Tvö banaslys urðu um helgina. Það fyrra varð þegar bíll valt rétt við Gerðubrekku á Tjörnesi f Þingeyjar- sýslu aðfaranótt laugardags. Tveir menn voru í bílnum og talið er að far- þeginn hafi látist samstundis. öku- maður bifreiðarinnar slasaðist mikið og var hann fluttur á sjúkrahús í Mummi tekinn meö karfapoka TEKIN I NOTKUN Varðskipið Ægir var í gær að mæla veiðarfæri í skipum fyrir Vestfjörð- um. Kom í ljós að eitt skipið, Mummi GK 120, var með karfapoka, en þeir eru smáriðnari en aðrir pokar. Mummi var því færður til hafnar á ísafirði um þrjúleytið í gær, þar sem hann var langt frá öllum karfasvæð- um. Mummi GK var tíu mílur út af Barða, þegar Ægir kom að skipinu. Skipið var í hólfi sem verið hafði lok- að, en var opnað á miðnætti í fyrri- nótt. Eins og áður sagði var Mummi færður til hafnar og er málið nú í höndum lögregluyfirvalda á ísafirði. —SE Nesjavallavirkjun var formlega vígð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd athöfnina en Davíð Odds- son borgarstjóri ræsti dælur virkjun- arinnar. Hitaveita Reykjavíkur stendur að Nesjavallavirkjun og sækir þangað um 83 gráðu heitt vatn, sem rennur eftir aðveitulögn í miðlunargeyma við Grafarholt. Meðfram aðveitulögninni liggur vegur sem fyrirhugað er að leggja á bundið slitlag. Athöfnin við Nesjavallavirkjun á laugardag fór fram aðeins nokkrum mánuðum eftir að borgarstjóri lagði hornstein þar við mikla og hátíðlega athöfn, en framkvæmdir á Nesjavöll- um hafa gengið vel. Reykjavík. Maðurinn sem lést hét Jón Trausti Aðalsteinsson, 23 ára frá Rauf- arhöfh. Hitt banaslysið varð þegar maður á hesti varð fyrir flutningabíl. Slysið átti sér stað á milli bæjanna Hamra- enda og Stafholtsveggja í Stafholts- tungum í Borgarfirði um klukkan hálfníu á sunnudagskvöldið. Maður- inn var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann þar sem hann lést nokkru eftir að þangað kom. Hann hét Eggert Bergsson, til heimilis í Borgarnesi. Hann var ógift- ur og barnlaus. Þá varð harður árekstur á Hellis- heiðinni við Skíðaskálann í Hveradöl- um á sunnudagsmorguninn. Öku- maður bifreiðar á leið til Reykjavíkur missti stjórn á bílnum við framúr- akstur vegna hálku og lenti framan á öðrum bíl sem var á leið austur. Tveir karlmenn voru í hvorum bflnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Nota þurfti klippur til að ná einum mann- anna út úr bílnum. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.