Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Steingrlmur Gíslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sírni: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð (lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mengunarslys Á þriðjudaginn í fyrri viku varð alvarlegt meng- unarslys í Reykjaviíkurhöfn, þegar 40-50 þúsund lítrar af olíu runnu út í sjó vegna bilunar á olíu- leiðslu á sjávarbotni. Slysið átti sér stað þegar verið var að dæla svartolíu úr tankskipi í olíu- geyma Olíuverslunar íslands hf. við Laugarnes. Hér var því um óhapp að ræða í sambandi við löndunarbúnað, sem ekki er á neinn hátt marg- brotinn og ætti ekki að vera neitt vandamál að hafa í lagi þegar til hans er gripið. Ekkert liggur fyrir um það, hvert tjón hefur orð- ið nákvæmlega á lífríki og eignum vegna þessa tiltekna óhapps á vinnustað eða hvernig slíkir skaðar verða metnir til fjár. Sýnt er þó að fjár- hagsskaðinn er verulegur og landsmenn hafa séð það fyrir sér og haft af því fréttir að olían hefur drepið fugla eða gengið nærri lífí þeirra svo að sjá má fyrir sér hvað það er sem gerist þegar búnað- ur í sambandi við mengandi efni fer úr skorðum. Mengunarslysið við Reykjavíkurhöfn verður að vísu ekki talið til stóróhappa á þessu sviði, því að það var ekki umfangsmeira en svo að nægur bún- aður var fyrir hendi til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar þess. Smám saman munu olíu- áhrifin eyðast, ef litið er til þessa eina atviks. Hins vegar eru mengunarslys af olíu og bensíni ekki fátíð hér á landi. Þau gerast býsna oft og eru í rauninni alltaf yfirvofandi. Slík slys verða ekki eingöngu á sjó heldur einnig í landi. Olía og olíu- vörur eru sú tegund farms sem einna fyrirferðar- mest er í flutningastarfsemi á sjó og landi. Slys við slíka flutninga geta orðið afdrifarík eins og dæmin sanna, þegar olíuflutningaskip stranda og lenda í árekstrum, eða fullhlaðnir olíubílar verða fyrir óhöppum. Þetta hafa íslendingar reynt meira og minna á síðari árum, auk þess sem nátt- úruhamfarir hafa valdið olíuslysum eins og á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. Umræður þær sem orðið hafa í kjölfar mengun- arslyssins í Reykjavíkurhöfn hafa leitt í ljós að mörgu er ábótavant á sviði olíuflutninga og al- mennrar meðferðar olíu af hálfu þeirra sem þar koma við sögu og bera ábyrgð á að rétt sé að stað- ið. í þessu efni skortir þó hvorki lagafyrirmæli né reglugerðarákvæði. Samkvæmt lögum hvfla strangar skyldur á olíu- sölufyrirtækjum, skipaútgerðum og hafnaryfir- völdum um aðgæslu í hvers kyns meðferð olíu- vöru. í því efni er í sjálfu sér óþarfi að auka við lagabókstafinn. Þess í stað þarf að auka eftirlit með olíuflutningum, tryggja að settum reglum um meðferð olíu sé framfylgt. Eins og reynsla síðasta olíuslyssins gefur til kynna þarf að gera gangskör að því að nægur búnaður sé í landinu til þess að hægt sé að þrífa umhverfið eftir olíu- slysin. GARRI ¦p* * M ¦ W m m m /r ¦ Bokin a hrakholum arfólk að bera saman bækur sínar við sænska menningarvita {Gautaborg í Svíþjóo, og fór þar aflt mcð himin- skautum. lsknska liðið á staonum var mest á snærum Máls og menn- íngar, «em em$ og Jamnugt er telst vm lítgáfttfjatrtaetó Iróinfl Ínnvígðu í íslensku memimgariaL Siigulcg tengsl þess fyrirtækis eru ekki til umræðu frekar en saga Alþýðu- bandalagsins og forvera þess fyrir nafnbreytingu. En vel fer a því aö Svíum síu sýnd margvísleg íslensk aíbrigði, og aó þeir fái nokkra nasa- sjón af þeim þurrafúa, sem háir ís- lensku mcnningarfifi. Innan þess þJfoeinstakJingarnir elns og stroku- hestar um öræfi andans, og þykir engum mikið þótt þeir finni sfam Tðmasarhaga í Gautatwrg. Gautab<M«ántlugelda Elnum forstandsmannl var boðlð til Gautaborgar. Sfðan hefur hann orðið svo alþyofegur, aft bann teJor að heti ljóðabók sem hann orti sé knmln frá alþýotmni. Nðg um það. For- standsmðurinn er stundum hafður með á hátíðastundum Máls ög menningar. Til Gaulaborgar varð að bjóða honum vegna þess að sænskt skáld, Tanströmmer, sagðist ekki koma tfl viðtais á bókahátíð nema forstandsmaðurinn kæmi líka tíl að spjalla. ABt fór þetta eftir, og hafðl Mál og menning nokkurn vegaf máJ- inu. Ektó þó oðgan tfl að varpa skugga á yfirtílgang Lsbndsþátttök- unnar, sem í þessu tíifelli var þátt- taka MáTs og meruúngar með sínu tótal flði, sem nú oröið á cnga foru'ð frckar en skyklar stöfnanir í Austur- Evropu. Á hitíómni var samsafn vinstri hóf- ir margar 6g pyWcaf, sem væntanfeg- ar eru vfst á eburverri heimstung- unol í Skandinavfu, t>að er að vísu gaman að vera vastaddur og sjá út- W" um texta. En það þurfti cnga flug- eldasyningu úi af virðlsaukaskatti handa útgefendum. Aftur ú móti var þetta sígur fyrir fslenskar bækur í Svíþjóð, hvað setn við cigum við Minnismerki um bækur kuuiighaíaunmstrWisu^bókinni tíl handa á skömmum tíma. iiið fyrra var viroisaukastríðið, cn því lauk í Norræna húsinu sæHar minn- ingar, sem hér var reist ta að tryggja að íslendingar lentu ckki i Kanans kjaftí. Hið síoara vannst i Gautaborg við þægilegan glaum eti minni ár- angur. 1 báðum tilvikum komu bóka- útgefendurviðsögu.sústéttmanna, sem varðar minnst um rithöfunda og bækur þeirra, en herðir þvf meira roourinn í ieit að hjónabands- og ástab'fi kcriinga með von um mct- Á mcðan vcisluhöki út af vaski og bókasýningu fóru fram urðu nokkrar umræður um r^jóoarbókhiöðu hc'r heima, hús sem ckki hefur tckist að byggjayfirbækursíoastiióin tuttugu ár. Þetta er bygging sem Alþingi ákvað á sinum tíma að þjóom gæfi sjálfri sér á euefu alda afmæii byggð- ar f Iandinu. Nú s t endur tómur kass- inn vcstur á Mclum scm vitnisburð- ur um, að bókin er komin að fótuai framáíslandl Tómur kassi tneð inneign Flcst hcfur oröið rjóðarbókhlöð- unni að fótakefii á rómlega tuttugu ára æviferli. En það var ekki fyrr en í menntamáiaráðhcrrab'ö Sverris Uer- mannssonar, sem gcrö var viðhlít- an(Uraðstöfujitiladb>-ggjabókhIoo- unni tekjur, svo hægt væri að h'úka byggingunni. Sérstakur hundraós- hluti cignaskatts var lagður á og áíti hann einvðröungu að fara til bygg- ingar bókhlöðunnar. Híkis^-akiið inn- heunö þennan skatt ao vfsu, en not- aði fjármunina tit annars og bókhlað- an var alvcg cins á vegi stödd og hún var, áður en Sverrir Hcrmannsson gerði sína myndarlegu tílraun tfl að koma byggingunni frl Á þctta er minnst hér vegna þess, að Morgun- blaóið raktí nokkuð sögu málsins í forystugrein si iaugardag. JÞar var sleppt að gcta þess, að Sverrir Her- mannsson lcystí þctta rnil á sínum tóna. Vegna aðgerða hans á bókhlað- an nú inni umtakverða fjárhaeð, Vk- kganógatflaðhúkav-erkinuánfrek- iA tafa. Samkvæmt landslögum er óhcimflt aö nota innheimUo eigna- skatt eymamerktan bókhlöðu til annars en bókhlöðunnar. Hundraðs- hluti skattsins á síðan að falla niður að bókhlöðunni fuflbyggðri Höfundum otað rram iíjóðarbókhlaoan «r að verða hið versta vandra'ðamál fyrir stjórnvöld. Fjárrnálaráðherrar háfa rdndrunar- laust tckid sjoo bókhlöounnar til annarra hJuta. Kannski ciga beir sér vorkutui í minnkandi áhuga á bók- um. cinkum þeirra sem mcð þær höndla. sem hafa ruglaó saman sölu- mermskunni og skðpun skáldverka með því að róða rithöfundum í stór- ummæliíáróóursstíð, sem siiluaðil- ar t'iga sjálfir að sjá um. Þess vcgna skipbV engu máK hvað verið er að sctja í bækur rrverju sinni. ÖUu ræð- ur hvort höfundar verka eru scljan- leg vara eða ckJd. En margir þeirra eru lítið fyrir Hoflywood- kækL í bessu andrúmsloftí er ekki von aö bskur þyid fyrirhainarvcroar. Að autd fylgir viss árárta tíi ólæsis ýms- um fýrirferðarmikJum þáttum í sam- tfmamim. Alft lcggst því á eitt gegn byggingu bókhlöðunnar. í staðmn hcldur fólk að það sé að upplifa stóra tima f bókmcnntum með flugeMa- sýningum út af viroisauka eða höf- undapoti f Gautaborg, þar sem allir eru saddir fyrir nema gefin sé ein- hvcr kiljönsk mynd af íslensku þjóð- lífi, fyrst menn vilja ekki trua því Icngur að við búum í snjóhúsum. Garri AF ERLENDUM VETTVANGI Japan og Persaflói Bandaríkjastjórn leggur fast að rík- isstjórn Japans að taka virkan þátt í Persaflóadeilunni með því að senda herlið á umsáturs- og ófríðarsvæðið og láta ekki við það eitt sitja að leggja fram fé vegna herkostnaðar eða til mannúðar- og líknarstarf- semi í sambandi við ríkjandi ástand á svæðinu. Vel má svo fara að Japan- ar verði að láta undan þessum þrýst- ingi um að gerast stríðsaðili að nýju, þótt allt bendi til þess að almenn- ingi og stjórnvöldum sé það þvert um geð. Stríð og friður Eins og öllum er í minni var Japan eitthvert uppivöðslusamasta her- veldi á fyrri hluta þessarar aldar, sem jókst mjög á fjórða áratugnum og náði hámarki í heimsstyrjöldinni síðari. Árás Japana á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor á Filips- eyjum 7. des. 1941 leiddi til þess að Bandaríkjamenn urðu formlega stríðsaðilar og tóku beinlínis for- ystu í heimsstvrjöldinni. Það var ekki síst hlutverk Bandaríkjamanna að berjast við Japana. Eftir grimm- úðlegan hernað á báða bóga endaði stríðið með því að Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjamorkusprengj- um á japanskar borgir í ágúst 1945. Þá fyrst ákvað japanska stjórnin — e.tv. fyrir orð keisarans sjálfs — að gefast upp í stað þess að „berjast til síðasta manns" eins og örvænting- arfull stefna herstjórnarinnar var boðuð og virtist ætlun hennar að framfylgja. Bandaríkjamenn höfðu ráð Japana algerlega í hendi sér eftir styrjöldina, þótt þróun síðari ára hafi gert sam- band þessara ríkja flóknara en svo að yfirráð og áhrif séu á einn veg. Svo er m.a. komið að Japanar ráða miklu um bandarískt efhahagslíf, svo að Bandaríkjamenn eru háðir japönsku fjármagni um rekstur þjóðarbúsins. Þetta hefur gerst með því að Japanar hafa lagt alla orku sína í að byggja sig upp sem iðnaðar- og fjármagns- veldi, og notfært hvers kyns mögu- leika til að vinna markaði fyrir fram- leiðslu sína og greiða fyrir arðbær- um fjárfestingum hvar sem slíku yrði við komið. Sjálfsvarnarher Þótt það væri skýr stefna Banda- ríkjanna éftir sigurinn 1945 að Jap- an skyldi aldrei rísa upp sem her- veldi að nýju, hefur sú fyrirætlun þó ekki orðið fyllilega að veruleika. Japönum var heimilað að koma upp landvamarher sem gengur undir nafninu Sjálfsvamarlið japönsku þjóðarinnar. Þessi .^jálfsvamarher" japönsku þjóðarinnar hefur smám saman orðið svo öflugur að Japan er í raun eitt mesta herveldi heims. Bandaríkjamenn stuðluðu að þess- ari hervæðingu vegna þess að þeir töldu sér, eins og komið var, hag í því að Japanar væru við því búnir að mæta árás á land sitt, sem hefði þá átt að vera af hálfu Sovétríkjanna. Japanar hafa haldið fast við þá kenn- ingu að her þeura sé heimavarnar- lið og hafa hafnað tilmælum fyrr og síðar um að senda herlið úr landi, þótt á þá væri skorað að taka þátt í friðargæslu á óróasvæðum heims- ins, m.a. í fyrri Persaflóadeilum á undanförnum árum. Það er út af fyrir sig ekki nýtt að Bandaríkja- menn krefjist þess að Japanar láti til sín taka þegar hemaðaraðgerða er þörf, þótt Japanar hafi á hinn bóg- inn hliðrað sér hjá því og komist upp með það. Iregir bandamenn Viðbrögð Japana nú við vaxandi kröfu Bandaríkjamanna um að þeir sendi herlið á Persaflóasvæðið leiða enn í ljós tregðu þeirra til þess að breyta her sínum úr heimavamar- liði, eins og stjómarskráin ákvarðar, í almennan her sem beitt sé hvar sem er í heiminum. Hins vegar kann svo að fara að Japansstjórn standist ekki þær ögranir sem hún verður fyrir um að taka á sig þá hernaðarlegu ábyrgð sem því fylgir að vera slíkt stórveldi sem Japan er, en það em hin pólitísku og siðferði- legu rök sem Bandaríkjamenn Iáta fylgja kröfu sinni um að Japan taki ftillan þátt í hemaðarviðbúnaði á Persaflóasvæðinu með því að senda þangað vopnað lið til bardaga en láti ekki nægja að leggja til sjálfboðalið til lfknar- og hjúkmnarstarfa og fé til að standa undir herkostnaði. Hver þróun þessara mála verður ætti að skýrast þegar forsætisráð- herra Japana og Bandaríkjaforseti hittast nú næstu daga. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.