Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. október 1990 Tíminn 3 Bjarni K. Bjarna- son er látinn Bjarni Kristinn Bjarnason andaðist á Elliheimilinu Grund að morgni Hmmtudagsins 4. okt sl. Bjarni fæddist í Hafnarfirði 26. maí 1916. Hann ólst upp í Austur-Meðal- holti í Flóa hjá hjónunum Hannesi Jónssyni og Guðrúnu Andrésdóttur. Foreldrar Bjarna voru Bjarni Bern- harðsson frá Fljótshólmi í Flóa og Ragnhildur Höskuldsdóttir frá Stóra-Klofa á Landi. Eftirlifandi systkini Bjarna eru Óskar, Ragnar, Arndís, og Róbert, öll búsett í Reykjavík. Bjarni stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1936-37 og við Samvinnuskólann 1937-39. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Árnes- inga frá 1945-1968, er hann varð að láta af störfum sökum veikinda, sem hann átti í allt til dauðadags. Árið 1948 kvæntist Bjarni Ingibjörgu Guðlaugsdóttur frá Dalvík og eign- uðust þau 11 börn sem öll eru á lífi. Útför Bjarna verður gerð frá Foss- vogskirkju 11. október kl 15:00. Um 1500 skráöir á af- mælismót TR Um 1500 krakkar hafa skráð sig til leiks á afmælismót Taflfélags Reykjavíkur, sem verður sett í dag á níutíu ára afmælisdegi félagsins. Mótið er fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri af öllu landinu og fer fram að Faxafeni 12 í Reykjavík, í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Allt stefnir í það að Islandsmet það sem sett var fyrir tveimur árum í fjölda keppenda á einu móti verði rækilega slegið. Þetta er því stærsta skákmót sem haldið hefur verið á ís- landi og er framkvæmd þess sú viða- mesta sem Taflfélag Reykjavíkur hefur ráðist í. Vegleg verðlaun verða á mótinu og má þar nefna tvær ut- anlandsferðir og 50 aukaverðlaun, en þau verða dregin úr nöfnum þátt- takenda. Mótinu verður tvískipt og fer fyrri helmingur fram kl. 10.00 að morgni, og sá seinni kl. 15.30. khg. Hf. Eimskipafélag íslands býður nú til sölu á almennum markaði hlutabréf í félaginu að nafnverði 41.315.802 kr. Bréfm eru seld með áskrift. Öllum er geíinn kostur á að skrá sig fyrir hlutafé að nafnverði 5.000-25.000 kr. á genginu 5,60. Þeir sem óska eftir að kaupa fyrir hærri fjárhæð geta gert tilboð í hlutabréf á hærra gengi. Eigið fé EIMSKIPS hinn 30. júní sl. var 3,2 milljarðar króna. Áætluð velta félagsins árið 1990 er um 7 milljarð- ar króna og fyrstu 6 mánuði ársins nam hagnaður samtals 257 milljónum króna. Nánari upplýsingar um útboðið liggja frammi hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka hf., Ármúla 13a, Reykjavík, útibúum íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf., Hafnarstræti 7, Reykjavík. EIMSKIP UTBOÐfl HLUTAFÉ EIMSKIPS Umsjónaraöili útboðsins er Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf., Ármúla 13a, 108 Reykjavík, sími: 681530. Aðild íslands að EB til umræðu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Framkvæmdastjóri SÍF: Fráleitt nú að sækja um aðild Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF og formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, sagði í erindi sínu um stefnumörkun sjávarútvegsins gagnvart Evrópubandalaginu á að- aifundi Samtaka fiskvinnslustöðva sl. föstudag að ekki kæmi til greina að sækja um aðild að EB miðað við núverandi sameiginlega sjávarút- vegsstefnu bandalagsins eða sam- þykkja kröfur þess um veiðiheim- fldir. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra lýsti einnig yfir andstöðu sinni við aðild að EB eins og banda- lagið væri nú og með hliðsjón af sjávarútvegsstefnu þess. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði hins vegar að vegna nýrra viðhorfa væri það óhjákvæmi- legt að setja á dagskrá íslenskrar þjóðmálaumræðu spurninguna um hvort ísland ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þorsteinn benti á hvert grannþjóðir okkar stefndu og sagði að við fengjum aldrei að vita hvaða möguleika við höfum nema með því að láta á það reyna í samningum. Þorsteinn var- aði við því að íslendingar skoðuðu stöðu sína eingöngu út frá fiskveiði- og fisksöluhagsmunum þótt þeir yrðu auðvitað ráðandi. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði að það væri óþarfur asi að fara mikihn og segja að núna verði íslendingar að taka afstöðu til aðildar að EB, það væri ekki tíma- bært. „Það er ekkert sem knýr á um það að við tökum þá afstöðu að svo stöddu. Meðan ekki er fenginn botn í ágreining okkar við EB um forræð- ið yfir auðlindunum, þá getum við ekki tekið þá áhættu að gerast full- gildir aðilar." —SE m I 1 Karvel Pálmason, þingmaður Al- hann muni ekki veröa í kjöri fyrir þýðuflokksins á Vestfjörðum, lýsti flokkinn fyrir norðan. Ekki er vitað því yfir á fundi með fclögum sínum hvað Ámi hyggst fyrir en talað hef- fyrir vestan um helgina að hann ur verið um að hann hafi hug á að myndi efcki gefa kost á sér á lista reyna fyrir sér á Suðurlandi. Al- flokksins við komandi kosningar þýðuflokkurinn á í dag cngan þing- verði eflir því leitað. Karvel sagði mann í Suðuriandskjördæmi. þessa ákvörðun vera tekna af per- Alþýðuflokkurinn heidur lands- sónulegum og póHtískum ástæð- þing um næstu helgi. Búist er við um. Karvel neítar að svara spurn- að í þinginu fáist úr því skorið ingum um hvort hann sé þar með hvort Guðmundur Ámi Stefáns- hættur afskiptum af stjómmálum. son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, býð- Karvel var fyrst kjörinn á þing árið ur sig fram á Reykjanesi. l.íklegt er 1971. talið að hann geri það og þar með Ámi Gunnarsson, þingmaður Al- minnki Hkur á að Jón Sigurðsson þýðuflokksins á Norðurlandi iðnaðarráðherra bjóði sig fram á eysbra, hefur gefið þá yflrlýsingu að Reykjanesi. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.