Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. október 1990 Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstöðumaður Rannsóknarstöðvar- innar á Mógilsá, hefur ekki sagt sitt síðasta í Mógilsárdeilunni: Ætlar að höfða mál gegn Steingrími J. Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstöðumaður Rannsóknarstöðvar- innar að Mógilsá, hefur ákveðið að höfða mál gegn Steingrími J. Sigfússyni landbúnaðarráðherra. Telur Jón Gunnar þær ásakanir sem Steingrímur hefur látið frá sér fara vegna Mógilsárdeilunnar, vera ærumeiðandi og ráðuneytið hafi reynt að koma á sig spillingar- orði með dylgjum og rangfærslum. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem Jón hefur sent frá sér. Jón Gunnar vísar þeirri fullyrðingu á bug, að beiðni landbúnaðarráðu- neytisins til Ríkisendurskoðunar um úttekt á Mógilsá, hafi verið venjubundin. Hann bendir á að ekki sé venja að ráðuneytið biðji Ríkis- endurskoðun um slíka úttekt, og það hafi ekki verið gert þegar Jón Gunnar tók við Rannsóknarstöðinni á sínum tíma, það hafi þó verið á miðju ári. Þá segir Jón Gunnar landbúnaðar- ráðherra hafa gefið í skyn fyrr í sum- ar, að Rannsóknarstöðinni hafi ekki verið haldið innan fjárheimilda og að um óeðlilega mikla yfirvinnu hafi verið að ræða. Jón Gunnar segir, að nú þegar staðfesting sé komin á að hann var hafður fyrir rangri sök, þá sé annarra leiða leitað til að sverta mannorð hans. Ráðherra neiti að draga yfirlýsingar sínar til baka þrátt fyrir bréflega ósk þar að lútandi. „Þess í stað er reynt að búa til aðrar ávirðingar með því að veita Ríkis- endurskoðun rangar upplýsingar um starfskjör mín, og gefa þannig í skyn að ég hafi misnotað aðstöðu mína sem forstöðumaður til að hagnast fjárhagslega. Dómstólar fá þetta mál til meðferðar, og þar verða þessir menn að svara fyrir gerðir sínar," segir í fréttatilkynningunni frá Jóni Gunnari. -hs. Félagsmálaráðherra boðar breytingar á húsbréfakerfinu: Húsbréf miðist við 75% af verði íbúða Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur kynnt í ríkis- stjórninni breytingar á húsbréfakerfinu. Að sögn Grétars J. Guð- mundssonar, aðstoðarmanns hennar, er meðal annars ákvæði í frumvarpinu um það að húsbréf miðist við allt að 75% af matsverði íbúða, í stað 65%, sem komi sér vel fyrir þá lægst launuðu. Þrjú atriði eru tekin fyrir í þessum frumvarpsdrögum. í fýrsta lagi er gert ráð fyrir að húseigendur geti fengið húsbréf vegna meiriháttar endurbóta á húsnæði sínu. í öðru lagi er ákvæði um það að húsbréf miðist við allt að 75% af matsverði íbúðar, í stað 65% eins og það er núna. Grétar sagði þetta tímabært, því kerfið hafi sýnt það að ekkert sé því til fyrirstöðu að hækka veðsetn- inguna. „Tilgangurinn með þessu er sá að minnka greiðslubyrði hjá þeim sem eru með lægstu meðallaunin. Þetta munar láglaunafólk mjög miklu.“ í þriðja lagi er gert ráð fyrir bráða- birgðaákvæði í skamman tíma, sem heimilar húsbréfadeild að skipta á fasteignaveðbréfum þeirra íbúðar- eigenda sem eiga í greiðsluerfiðleik- um og láti fyrir húsbréf í staðinn. „Þeim, sem eru ennþá í greiösluerf- iðleikabasli vegna ytri aðstæðna og ráða ekki við, verði gefinn kostur á að endurfjármagna sín íbúðarkaup eða íbúðarbyggingu." Grétar var spurður að því, hvort með þessum breytingum væri verið að nálgast gamla lánakerfið. „Nei, þetta á ekkert skylt við það, en hins vegar er fyrsta ákvæðið til þess að brúa bilið á milli þessara tveggja kerfa." Grétar sagði það liggja fyrir, að ef engir peningar komi á fjárlög- um til Byggingasjóðs ríkisins, þá verða engar nýjar lánveitingar ákveðnar af Húsnæðisstofnun á næsta ári. „Það þýðir að fólk sem núna stendur í meiriháttar endur- bótum á sínu húsnæði, fengi enga fyrirgreiöslu hjá stofnuninni. Þarna er í raun verið að bjóða upp á lausn á þeim vanda.“ -hs. Formaður ráðherraráðs EFTA heimsækir ísland Pascal Delamuraz, efnahags- og viðskiptaráðherra Sviss, var staddur hér á landi dagana 8.-9. október. Delamuraz er formaður ráðherraráðs EFTA og leiðir hann því viðraeður EFTA-ríkjanna við Evrópubandalag- ið. Tilgangur heímsóknarinnar var ræða við utanrOdsráðherra um stöðu samningaviðræðnanna. Einnig átti hann fund með forseta íslands, for- sætisráðherra, sjávarútvegsráðherra, viðskipta- og iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra. -hs. Bima Kristjánsdóttir, skólastjóri Heimílisiðnaðarskólans. Heimilisiðnaðarskólinn kennir fólki að endurvinna pappír heima hjá sér: Gomul dagbloð í endursköpun Heimilisiðnaðarskólinn býður f haust upp á námskeið þar sem fólld er kennt að endurvinna notuð dagblöð og búa til úr þeim skrífpappír. Um er að ræða hentuga aðferð við að endurvinna verðmæti sem hingað til hafa farið í ruslið að lokinni notkun og jafnframt leið til spamaðar. Endurunni pappfrinn er grófari en venjulegi pappírínn, en dálítið skemmtilegur. Bima Kristjánsdóttir hjá Heim- sagði að þessi tækni byði upp á ilisiðnaðarskólanum sagði að mikia möguleika í listsköpun, en miðað væri við að nota dagblöð, sá þáttur er ekki kenndur á nám- tölvupappír eða annan pappír. skeiðinu. Tæknin við að endur- Kúnstin værí sú að bleyta pappír- vinna pappír er reyndar þróuð út inn upp eftir ákveðinni aðferð, frá ákveðinni aðferð sem kennd hræra hann upp og móta upp á er við textíldeildir í eriendum nýtt í þau form sem hver og einn listaskólum. vill. Fólk gæti þannig búið til Bima tók fram að kringum þá jólakort, pappfrsefni, einfold endurvinnsluaðferð sem kennd form eða listaverk. „Þcssi endur- er á námskeiðinu væri „dálítið vinnsla getur verið hagnýt, mikið drullumall“, eins og hún skemmtileg og skapandi,“ sagði orðaði það. Hún sagði þetta því Bima. ekki vera fyrir hvera sem er að Námsefnið er kennt á fjórum standa í þessu. dögum. Á námskeiðinu er lögð Dæmi væm um að fólk hefði megináhersla á að kenna fólki hrökklast út úr kennsluhúsnæð- rétta tækni við að endurvinna inu þegar það gerði sér grein fyr- pappír. Bima sagði að mlðað ir að aðferðin er óhreinleg, væri að fólk héldl áfram að þróa a.m.k. meðan fólk er að komast sfna aðferð við endurvinnsluna upp á lag með hana. að námskeiðinu loknu. Hún -EÓ Ingi B. Ársælsson: OPIÐ BRÉF TIL ALÞINGISMANNA Beiðni um stuðning við kröfu mína um opinbera rannsókn á hvarfi opin- bers skjals, dags. 9.4.1984, úr fjármálaráðuneytinu og ólögmætri uppsögn úr starfi mínu hjá Ríldsendurskoðun. Ég leita enn til ykkar, alþingismenn, út af bæjarþingsmáli mínu gegn Rík- isendurskoðun og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ég hef síðan 1988 verið að reyna að afla gagna hjá opinberum stofnunum sem tengjast mér og mínu máli án árangurs. Hef ég lagt áherslu á að leita gagna um mál mitt utan réttar, m.a. vegna minnisleysis ríkisendurskoðandans, Halldórs V. Sigurðssonar, sem fram kom við skýrslugjöf hans fyrir dómi í máli Magnúsar Thoroddsen, forseta Hæstaréttar, og skjalafátæktar Ríkis- endurskoðunar um „áfengiskaupa- málið". Af þessum ástæðum hefur lögmað- ur minn margítrekað óskað upplýs- inga hjá stefndu í málinu, Ríkisend- urskoðun og fjármálaráðuneytinu, sérstaklega um hvarf opinbera skjals- ins, dags. 9. apríl 1984, sem var um hækkun launa minna í byrjun árs 1984, og voru bætur miðaðar við það. Þessi launaleiðrétting er mér mikils- verð vegna eftirlauna og fleira. Til að aflá nauðsynlegra gagna hef ég auk erindis til ykkar, alþingis- menn, leitað áður til ýmissa opin- berra stofnana í landinu auk Ríkis- endurskoðunar og fjármálaráðuneyt- isins. Árangur hefur ekki orðið. Fjármálaráðherra og fjármálaráðu- neytið á enn ósvarað a.m.k. sex form- legum erindum, því elsta frá 5. apríl 1989, auk áskorana sem fram hafa komið við rekstur bæjarþingmálsins. Ríkisendurskoðun hefur fyrir dómi ítrekað synjað kröfum um skriflega upplýsingagjöf og haft uppi í bréfi, dags. 19. maí 1989, til allra alþingis- manna, þá lagalegu firru að dómar- inn í bæjarþingsmálinu mundi hafa forystu um að afla nauðsynlegra gagna í málinu. Forsetar Alþingis hafa ekki sinnt óskum mínum um að beina áskorun til Ríkisendurskoðunar að upplýst verði um atriði sem varða málið og óskað hefur verið eftir. Hafa forsetar bent á að leita til dómstóla sem að nokkru er byggt á misskilningi, nema um sé að ræða opinbera rann- sókn og sakadómsmál. Einn forset- anna, Ámi Gunnarsson, hefur tekið máli mínu vel, en ekkert hefur orðið úr aðgerðum á hans vegum svo ég viti og hann hefur ekki svarað síðari ítrekuðum fyrirspurnum. Leitað hefur verið sérstaklega til dómsmálaráðherra um að hann mælti fyrir um opinbera rannsókn, vegna starfsloka minna og skjala- hvarfs, fyrst 15. janúar 1990, en án svars til þessa. Sömuleiðis hefur með bréfi dags. 14. febrúar 1990, og aftur síðar verið leitað til Þorsteins Geirssonar, ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, út af málinu, en hann var viðstaddur í fjármálaráðuneytinu 9. apríl 1984, þegar afrit týnda skjalsins var afhent mér þar. Svar hefur ekki borist. Enn hefur verið leitað til umboðs- manns Alþingis. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að vænlegast væri að afla gagna í málinu fyrir dómi. En hann hefur talið sér óheim- ilt að hafa afskipti af Ríkisendurskoð- un, en engu svarað um afskipti af fjármálaráðuneytinu. Ég bið því um aðstoð þína, alþingis- maður, um að koma í framkvæmd opinberri rannsókn vegna starfsloka minna sem opinbers starfsmanns í samræmi við ákv. III. kafla Iaga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og vegna hvarfs opinbers skjals frá 9. apríl 1984.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.