Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 12. október 1990 Föstudagur 12. október 1990 Tíminn 9 „Þ>eir sem spáðu óábyrgu kosningafrumvarpi verða fyrir vonbrigðum“, sagði fjármálaráðherra: Markmiöiö þann „Þeir, sem spáðu því að ég mundi leggja fram óábyrgt fjárlagafrumvarp vegna al- þingiskosninga, verða fyrir vonbrigðum þegar þeir fletta þessu frumvarpi. Þeir sem hins vegar vonuðu að ríkisstjórnin mundi leggja fyrir Alþingi frumvarp, sem hefði það meginmarkmið að festa hinn efnahagslega árangur í sessi, þeir geta fagnað því frum- varpi sem hér er lagt fram. í fyrsta sinn í áratugi er það ekki markmið nýs fjárlaga- frumvarps að breyta efnahagsstærðum heldur að halda þeim óbreyttum og treysta þann stöðugleika sem náðst hefur. Að þessu leyti er þetta fjárlagafrumvarp einstakt í sinni röð“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, er hann kynnti fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1991, sem hann telur að mörgu leyti marka tímamót. Efnahagsaðgerðir úr sögunni? Ólafur sagði lengi hafa tíðkast í fjármála- umræðunni að menn hafi litið á fjárlaga- frumvarpið eins og hvert annað þingskjal útgjalda og tekna en síðan kæmi eitthvað annað sem héti efnahagsaðgerðir. Á þessu sé, sem betur fari, að verða grundvallar- breyting. „Fjárlagafrumvarpið og fjárlögin eru í reynd meginþáttur efnahagsaðgerðanna á hverju ári. í stöðugu efnahagslífi, í Iágri verðbólgu, í jafnvægi á peningamarkaðn- um eru fjárlögin þess vegna ekki bara horn- steinn, heldur samnefnari og kjarni efna- hagsaðgerða hvers árs. Þess vegna þarf nú ekki að spyrja: „Hvenær koma svo efna- hagsagerðirnar?" Því svarið er; þær verða ekki fleiri. Fjárlögin eru efnahagsaðgerð- irnar. Björgunaraðgerðir í þágu útflutn- ingsgreina, skyndilegar gengisfellingar, kollsteypur í vaxtamálum eða annað af því tagi, sem einkennt hefur íslenska hagstjórn um áratugi, því tímabili er lokið. Og það er mikilvægt að það komi aldrei aftur. Þess vegna þurfum við að geta viðhaldið þeim breytingum, sem nú eru orðnar, að fjárlög- in séu í senn meginþátturinn og kjarni efnahagsaðgerða hvers árs“. Erlendum hallalánum hætt Grundvallareinkenni fjárlagafrumvarpsins að mati Ólafs eru: Minni halli á ríkissjóði. Aðhaldi í útgjöld- um rfkissjóðs haldið áfram, þannig að ríkis- útgjöld standi í stað miðað við fyrra ár. Skattar verði ekki hækkaðir. Heildarskatt- heimta verði óbreytt á næsta ári. Áfram verði hins vegar haldið á braut skattkerfis- breytinga; nú alþjóðlegri aðlögun skatt- greiðslna atvinnulífsins. Lánsfjárþörf ríkissjóðs á að minnka. Er- lendum lántökum vegna halla á ríkisjóði verði hætt og alls lánsfjár aflað innanlands, eins og ljóst sé að takast muni á þessu ári, í fyrsta sinn í mörg ár ef ekki áratugi. Tekin verði fyrstu skrefin á nýrri braut til aukins sjálfstæðis ríkisstofnana á þann veg að þær fái ákveðnar heildarupphæðir í fjár- lögum og um leið vald til þess að skipta þeim upphæðum sjálfar. byrjar í Háskólanum. Þessi nýbreytni vegar aðeins rúmlega 3% milli ára. Fjárlögin um 400.000 kr. á mann Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 99,6 milljarðar á næsta ári. Það er 12% hækkun frá fjárlögum þessa árs en 7,5% hækkun miðað við áætlaða niðurstöðu ársins. Heildarútgjöld frumvarpsins eru 103,2 milljarðar. Það er 10,4% hækkun frá fjár- lögum 1990 en 5,8% hækkun frá áætlaðri niðurstöðu þessa árs. Hallinn er um 1% af landsframleiðslu, eða um 3,6 milljarðar. Nettó lántökur eru áætl- aðar 4,8 milljarðar í stað 6,2 milljarða á þessu ári. 7% verðbólga í forsendum fjárlagafrumvarpsins er mið- að við 7% verðbólgu á næsta ári og 1% aukningu kaupmáttar. „í frumvarpinu fellst þannig að efnahags- batinn fer að skila sér til launafólks með hægum en öruggum skrefum", sagði ráð- herra. Stöðu atvinnuveganna sagði hann komna í það horf að ekki þurfi gengisbreyt- ingar í þágu atvinnulífsins. Stöðugt gengi geti því verið meginforsenda efnahags- stefnu og fjárlagagerðar sem glímt verður við á Alþingi næstu mánuði. Skattar fyrirtækja hækka mest Þótt heildarskattheimta eigi ekki að breyt- ast munar töluvert hve einstakir skattar hækka milli ára. Glöggt kemur fram að rfk- issjóður ætlar sér aukinn skerf í bættri af- komu atvinnuveganna. Fyrrnefnd skattkerfisbreyting fyrirtækja fellst í því að sameina á fimm mismunandi launatengd gjöld (iðgjöld til lífeyristrygg- inga, slysatrygginga og atvinnuleysistrygg- inga ásamt vinnueftirlitsgjaldi og Iauna- skatti) í einn skatt (tryggingariðgjald). Þessi eini skattur á jafnframt að skila 25% hærri tekjum (9.130 m.kr.) en hinir fimm gera á þessu ári. Skattprósentan er áætluð 3% hjá landbúnaði, sjávarútvegi og iðn- greinum, sem eru undanþegin launaskatti, en 6% hjá öðrum atvinnurekstri. Mest mun hækkunin verða hjá einstaklingum í at- vinnurekstri. Þá er áætlað að tekjuskattar félaga hækki um 18% frá þessu ári (60% miðað við fjár- lög 1990). Hækkun á eignaskatti er hins Húsaleigubætur á kostnað bamabóta Tekju- og eignaskattar einstaklinga er áætlað að hækki um 10% milli ára. Fjár- málaráðherra greindi frá hugmyndum um frekari jöfnun á skattbyrði í gegnum tekju- skattskerfið. Felast þær m.a. í því tekju- tengingu barnabótanna. Hálaunafólk mundi missa barnabætur en þær hins veg- ar hækka til lágtekjufólks. Jafnframt er í at- hugun að nota sparnað af lækkun barna- bóta til þeirra betur settu til að taka upp húsaleigubætur til láglaunaðra leigjenda. Enn ein tilraun til lyfjaspamaðar Útgjaldaliðir frumvarpsins hækka mis- munandi á milli ára, ekki síður en tekjulið- irnir. Bjartsýnin blundar greinilega enn í brjóst- um manna um sparnað í heilbrigðisþjón- ustunni. Þótt kostnaður vegna sjúkratrygg- inga fari 11% fram úr „sparnaðarfjárlögum" núna á þessu ári, er aðeins reiknað með 1% hækkun á næsta ári. Og enn eru sparnaðar- vonirnar fyrst og fremst bundnar við 500- 600 millj. kr. sparnað í lyfjakostnaði. Tannlækningar 12.500 kr. á bam Á hinn bóginn hækkar tannlæknakostn- aður ríkissjóðs stórlega. Hann er áætlaður 1.035 milljónir kr., eða nær því jafn mikill og allur lækniskostnaður utan sjúkra- stofnana. Þessi upphæð, sem eru niður- greiðslur (25-100%) á tannlæknakostnaði barna og gamalmenna svarar til nær 5 milljóna króna greiðslu á hvern tannlækni landsins að meðaltali. Og miðað við að 80% upphæðarinnar séu vegna viðgerða á tönnum hátt í 70 þúsund barna og ung- linga á aldrinum 1-16 þá svarar upphæðin til þess að um 12.500 krónur kosti að halda við tönnum í hverjum þessara munna að meðaltali. Hækkanir sem kunna að verða á búvör- um á næsta ári verða landsmenn að borga úr eigin vasa því niðurgreiðslur (5 millj- arðar) hækka ekki milli ára. Hins vegar er gert ráð fyrir 74% hækkun á útflutnings- uppbótum, sem áætlaðar eru 1.430 m.kr. í fjárlagafrumvarpiinu. Um 31.670 milljónir í laun Um 40% ríkisútgjaldanna (40.400 m.kr.) eru rekstrarkostnaður. Þar af er launa- kostnaðurinn um 70%. Launakostnaður- inn er áætlaður um 31.660 m.kr. á næsta ári, sem er rúmlega 10% hækkun frá áætluðum launakostnaði á þessu ári. Um 700 m.kr. er viðbótarkostnaður sem hlýst af: Skólaskyldu við 6 ára aldur, aukinnar sérkennslu, reksturs þriggja nýrra stofn- ana fyrir fatlaða, sem taka til starfa 1991, og flutnings heilsugæslu frá sjóðum sveit- stöðugleika sem náðst hefur Frá blaöamannafundi í gær þar sem fláriagafrumvarpið var kynnt F.v.: Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi flármálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, flármálaráðherra. arstjórna til ríkissjóðs. Þá má nefna að frumvarpið gerir ráð fyrir 9.400 milljóna króna vaxtagreiðslum ríkis- sjóðs á næsta ári (um 37.000 kr. á hvern fs- lending). Er nú svo komið að vaxtakostnaðurinn einn er orðinn jafn há upphæð og ætluð er til allra fjárfestinga á næsta ári. Tugmilljarðavandamálum áfram ýtt á undan sér Þótt fjármálaráðherra færi fögrum orð- um um stöðugleika á flestum sviðum ýtir þetta fjárlagafrumvarp áfram á undan sér gífurlegum óleystum vanda, sem ráðherra nefnir „mistök fortíðarinnar". „í rauninni er hér um að ræða nokkur af þeim stórverkefnum sem íslensk stjórn- mál snúast um að verulegu leyti fram til aldamóta". í fyrsta lagi nefndi Ólafur til sögunnar Byggingarsjóð verkamanna (sem nú á að fá 700 m.kr.framlag) og Byggingarsjóð ríkisins sem ekki er ætlað neitt framlag í nýju fjárlagafrumvarpi. í öðru lagi hallar undan fæti hjá At- vinnuleysistryggingasjóði, þar sem lög- bundin framlög ríkisins og atvinnurek- enda hafa ekki dugað fyrir greiðslum síð- ustu þrjú árin. í þriðja lagi eykst fjárþörf Lánasjóðs námsmanna ár frá ári í núverandi formi. Henni hefur á undanförnum árum verið mætt með stórum lántökum, þannig að við blasir „gjaldþrot" þessa sjóðs nema gripið verði til stórfelldra aðgerða á næstu árum. í nýju fjárlagafrumvarpi Ólafs er eigi að síður gert ráð 240 m.kr. minni framlögum til sjóðsins en í fjárlögum þessa árs, sem hlýtur að þýða enn vaxandi lántökur á næsta ári. Síðastnefndi, en þó líklega stærsti vanda- málasjóðurinn, er Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins. Greiðslur ríkissjóðs vegna uppbóta á lífeyri sjóðsins eru áætl- aðar 670 m.kr. á þessu ári og 788 m.kr. á því næsta. Lausn á vanda þessa sjóðs sagði ráðherra verða að ráðast af framtíðarfyrir- komulagi lífeyrismála og stöðu Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins innan þess kerfis. Tímamynd: Pjetur Óvissuþátturinn Saddam Hussein Stærstu óvissuþættina viðvfkjandi fjár- lagafrumvarpinu sagði ráðherra óvissuna um olíuverð á næsta ári og að ákvarðanir um nýtt álver liggja ekki fyrir. í fjárlaga- frumvarpinu er reiknað með 26 dala meðal- verði á olíufatið, sem sagt er nokkru hærra heldur en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til grundvallar í síðustu efnahagsspá. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neins konar niðurgreiðslu á olíuverði. ■ '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.