Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. október 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Pétur Bjarnason, ísafirði: Einleikur á álhörpu? Um svipaö leyti og Byggðanefnd forsætisráðherra hélt fund í Borgamesi þar sem fimmtán, tuttugu lærðir menn töluðu hver fram af öðrum daglangt, vom endanlega að skýrast línur í einu stærsta byggðamáli, sem til umfjöllunar hefur verið um áratuga skeið, suður í Reykjavík. Þar staðfesti einn ráðherra ríkis- stjórnarinnar það á blaði, sem raunar hafði lengi verið vitað, að enn ætti að auka á ójafnvægið með staðsetningu álvers á Reykjanesskaganum. Reyndar var það látið líta svo út sem hér væri einleikur ráðherr- ans, það sem hann væri að skrifa undir væri svo sem ekkert að marka og meðreiðarsveinar hans þar umboðslitlir. Þrátt fyrir þetta var þessi gjörningur látinn fara fram, jafnhliða því sem lands- byggðarmenn voru kvaddir niður og þeim tilkynnt að nú væri búið að ráða í öll hlutverk og þeirra væri ekki lengur þörf. Það er borðleggjandi staðreynd, sem áðurgreind Byggðanefnd hefur gert lýðum Ijósa, að hin öra þéttbýlismyndun við Faxaflóann stendur frammi fyrir gífurlegum vandamálum vegna fólksflóttans af landsbyggðinni. Umferðarmannvirki anna ekki lengur þörfinni, byggja þarf nýja skóla, dagvistarheimili, íbúðar- hús á sama tíma og fjárfestingar til þessara sömu hluta verða van- nýttar úti á landi. Félagsleg vandamál fara þar einnig vaxandi svo til vandræða horfir. Það er einkennileg stefna í byggðamálum að fela útlendum auðhringum að ákveða hvernig atvinnuþróun verði háttað á ís- landi, en svo virðist sem þeirra rök ein séu metin og íslendingar hafi ekki umsagnarrétt um málið. Það er helvíti hart að þurfa að viðurkenna að sjónarmið komm- únista séu þau heillegustu sem enn hafa komið fram í málinu. Framsóknarflokkurinn hefur löngum talið sig vera flokk lands- byggðarinnar, enda hefur hann sótt afl sitt þangað fram til þessa. Því finnst mér þingmenn hans ekki hafa haft sig nægilega í frammi til þess að hafa áhrif á staðarval, sem var ef til vill það fyrsta sem hefði átt að ákveða, áð- ur en til samninga var gengið. Nú heyrist mér helst á þeim sem um málið skrifa að of seint sé að breyta neinu og því sé rétt að finna hæfilega dúsu fyrir syeita- varginn og grípa til sérstakra að- gerða í byggðamálum í sárabæt- ur fyrir mistökin. Kannast einhver við orðalagið? Við sem búum á landsbyggðin ni erum orðin svolítið þreytt á þess- um „sérstöku aðgerðum“, eink- um þegar við lítum til baka og hugleiðum hvað þær hafa fært okkur. Skyldi verða skipuð ný nefnd? Er meiningin að halda áfram með Fljótsdalsvirkjun og leiða orkuna yfir endilangt landið fyrir álver á Suðurnesjum eða ætla Suðurnesjamenn ef til vill að virkja fossana sína? Enn er margt óljóst í samning- um um nýtt álver og er helst að skilja að raforkusalan standi tæp- ast eða ekki undir kostnaði við öflun hennar auk margs annars. Ég held að framsóknarmenn gerðu rétt í því að láta ekki æði- bunugang iðnaðarráðherra ráða ferðinni öllu lengur í þessu máli, heldur taka í taumana, sjá til þess að vandlega verði staðið að fram- haldinu og ekki flanað að ákvörð- unum. BOKMENNTIR Greinasafn og ævisaga Martin Walsen Ober Ueutschland reden. Suhrkamp 1990. Felix Gilbert: A European Past. Memoirs 1905-1945. W.W. Norton 1988. Greinasafn Walsers nær frá 1979 til desember 1989 og fjallar um ástand og horfur á Þýskalandi á þessu tíma- bili. Fjórar síðustu greinarnar voru skrifaðar og birtar í Die Zeit og Frankfurter Allgemeine í nóvember og desember s.l. 1974 deildi Gúnter Grass á hann fyrir að styðja ekki Solzhenitsyn gegn sovéska kerfinu, en síðan hefur margt breyst, ekki síst Walser sjálfur, og nú er hann fremstur í flokki þeirra sem krefjast og hafa krafist sameiningar þýsku ríkjanna; hann beitir einkum sögulegum og menn- ingarlegum rökum. Skipting Þýska- lands er runnin frá samningagerð- inni í Yalta, en sú samningagerð bandamanna varð til þess að tals- verður hluti Evrópu varð að lifa and- lega og efnahagslega martröð í 40 ár. Hann segir frá ferðalagi um Þýska alþýðulýðveldið fyrir byltinguna s.l. ár og hugrenningum sínum í sam- bandi við nafnbreytingar. Eins og kunnugt er var ýmsum borgarnöfn- um breytt og ný nöfn gefin til heið- urs einhverjum baráttumönnum úr forystusveitum kommúnistaflokks- ins. Hann minnist í þessu sambandi á Königsberg, eina þessara borga sem breytt var um nafn á. Sú borg tilheyrir nú Sovétríkjunum og heitir Kaliningrad. Walser telur að tilfinn- ingin fyrir sögunni sé í rauninni grundvöllur menningar hverrar þjóðar, tungumáls og menningar. Afstaða rithöfunda til sameiningar Þýskalands var og er mismunandi. Gúnter Grass hefur löngum barist gegn sameiningunni; aðrir, einkum dekurhöfundar kommúnistastjóm- arinnar í Austur-Þýskalandi, héldu lengi tryggð við kommúnistastjóm- ina. Þann 29. nóvember s.l. gáfu nokkrir höfundar, stuðningsmenn fyrrverandi stjórnvalda, út yfirlýs- ingu þar sem þeir hvöttu þjóðina, þ.e. Austur-Þjóðverja, til að halda tryggð við „sósíölsk gildi“ fortíðar- innar og að stuðla að uppbyggingu nýs og sannari sósíalisma. Meðal höfunda sem skrifuðu undir þetta plagg vom m.a. Stefan Heym, Volker Braun og Christa Wolf. Sú síðast- nefnda gaf síðan út rit í sumar, sem skrifað var fyrir ellefu árum, „Was bleibt?", en þar kvartar hún undan eftirliti Stasi, leynilögreglunnar, og persónulegum óþægindum. Bók Wolfs vakti mikla andúð á höfundin- um. Hversvegna sagði hún ekkert undanfarinn áratug? Það varð eng- inn var við að þeir dekurhöfundar, sem sumir hverjir em að skrifa af- sökunarrit, eins og Christa Wolf, hafi á einn eða annan hátt reynt að Iosa þjóðina undan martröð sósíalskra stjórnarhátta. Menn eins og Martin Walser voru ekki margir, en þeir sáu hvert stefndi og þeim varð Ijóst eðli ríkjandi valdhafa í Austur-Þýska- landi. í London 5. október 1990 kl. 4 síð- degis birti breski fjármálaráðherr- ann, John Major, eftirfarandi til- kynningu: „Það er æ auðsærra, að sú stefna ríkisstjómarinnar að við- hafa háa vexti og aðhald í fjármálum ríkisins dregur nú úr verðbólgu- þrýstingi í hagkerfinu. Úr vexti pen- inga hefur svo snarplega dregið, að undir sett mörk fellur, og á vexti eft- irspumar hefur hægt og hægir enn. Til hækkunar á verðlagi olíu mun enn segja um nokkurt skeið, en horf- ur eru á verulega minnkandi verð- bólgu á komandi ámm, bæði í bein- um töium og í hlutfalli við verð- bólgu í öðmm evrópskum löndum. í þessum kringumstæðum er lækk- un vaxta nú réttmæt; svo að Eng- landsbanki er að tilkynna, að lág- marks lánavextir hans verði á mánu- daginn 14%, einu prósentustigi lægri en núverandi gmnnvextir bankans. Aðhald í peningamálum og stöðugt gengi verða enn bráðnauðsynleg til að draga úr verðbólgu. Til að styrkja umgerð okkar um ögun í peninga- málum, höfum við afráðið, að Bret- land verði nú aðili að gengis- samknýtingunni (Exchange Rate Mechanism, ERM) í Skipan evr- „Evrópsk fortíð" er skrifuð af kunn- um bandarískum sagnfræðingi, sér- grein: endurreisnartímabilið fram á 18. öld. Hann hefur stundað kennslu við bandaríska háskóla og er heið- ursprófessor við ýmsa evrópska há- skóla. Bækur hans em fjölmargar. Hann fæddist í Berlín, var af kunn- um þýskum ættum, Mendeissohn- Bartholdy, og starfaði í Þýskalandi fram til 1933. Þar sem hann var ekki talinn hreinn aríi af stjórnvöldum, flúði hann land og gerðist bandarísk- ur ríkisborgari. Hann kom ekki aftur til Þýskalands fyrr en haustið 1945, þá starfandi á vegum Bandaríkja- ópskra peningamála (European Mo- netary System, EMS). Við höfum þess vegna lagt það til við samstarfsaðila okkar í Evrópska samfélaginu, að fyrir hlutgengi að gangi mála munum við ganga til gengis-samknýtingarinnar (ERM) á mánudagsmorgun með miðgengi við DM 2,95 og í fyrstu með 6% (sveiflu)mörkum." Þeirri skýringu skal hér við bætt, að gengi sterlingspunds verður nú á bilinu DM 278 — 3,13. Viðbrögð í breskum fjármálaheimi Tilkynningunni um aðild Bretlands að skipan evrópskra peningamála (EMS) var vel tekið í bresku fjár- málalífi. í Financial Times helgina 6.-7. október 1990, í „Markets"- dálknum, var árinni tekið djúpt í: „Vænst er, að milljarðar sterlings- punda berist á peningamarkað í City (of London) á komandi mánuðum fyrir sakir þessarar ákvörðunar. í City var talið, að pólitískar ástæður hafi legið til, að Bretland gekk ein- mitt nú til gengis-samknýtingarinn- ar. Það skref var tekið alveg eins og til var lagt á ráðstefnu Verkamanna- flokksins (fyrr) í vikunni og sviftir hers. Hann hefur söguna þegar hann kemur aftur til fæðingarborgar sinn- ar, Berlínar, borgar í rústum. Hann leitar á fornar slóðir, en það var erfitt að átta sig í öllum rústunum. Hann fann þó gamalkunnan hellulagðan stíg, sem hann kannaðist við, það var stígurinn að æskuheimili hans, en húsið og garðurinn voru horfin. Síðan segir hann frá æsku sinni, daglegu lífi í því umhverfi, sem hann ólst upp í og ættmönnum sínum, ferðalogum og námi. Sá heimur sem hann lýsir er nú all- ur, heimur þýskrar yfirstéttar og að auki hafði hann sérstöðu, því að ætt- menn hans voru nöfn í þýskri menn- ingarsögu, tónskáld og mennta- menn. Þessi heimur hrundi við valdatöku nasista 1933. Hann segir söguna án allrar tilfinn- ingasemi, margir kunnir einstak- stjórnarandstöðuna þess vegna stefnumáli. íhaldsmönnum er líka ávinningur af lágum vöxtum." Aðalgrein Financial Times um helg- ina reit aðalfulltrúi Bretlands í fram- kvæmdastjórn EBE, Samuel Brittan, og sagöi: „Ef höfuðþátturinn að baki ákvörðunarinnar um inngöngu nú fremur en síðar var sá, að hagfræð- ingar fjármálaráðuneytisins féllust á, að atvinnulegur afturkippur væri nú á Bretlandi, — ekki aðeins í banka- starfsemi og fjármála, þar sem við kveða sérlega há sársaukaóp, heldur á víðu sviði iðnvöruframleiðslu." Gvrópska gengis- samknýtingin Aðildarlönd að Efnahagsbandalagi Evrópu tóku upp þau föstu hlutföll á milli gjaldmiðla flestra þeirra, sem ganga undir nafninu „gengis- samknýtingin“ (exchange rate me- chanism, ERM). Til þeirrar samknýt- ingar gekk Bretland 5. október 1990, en Portúgal er enn utan hennar. Samknýtingin leyfir frávik, 2,25% upp og niður fyrir svo nefnt mið- gengi, en nokkru stærri fyrst í stað. Miðgengi hafa samknýttu gjaldmiðl- arnir líka gagnvart evrópsku gjald- miðilseiningunni (european curr- lingar frá millistríðsárunum koma við sögu, svo að sagan verður safn svipmynda, margra minnisstæðra. Keimurinn af liðinni tíð kemst til skila. Fyrir þá, sem lifðu þessa tíma og muna þá nú á síðasta hluta aldar- innar, er þetta hrikaleg tragedía. í bókarlok segir hann frá Þýskalandi 1945. Hann hittir Heidegger, Grotewohl og Kurt Schumacher og marga fleiri. Hann lýsir upphafinu að ósamkomulagi hemámsaðilanna og auknum ítökum Rússa í austur- hlutum Þýskalands, sem Iauk með stofnun alþýðulýðveldisins. Þetta er mjög vel skrifuð bók og sviðið er einkum Evrópa frá fyrri heimsstyrjöld og til upphafs hinnar síðari og stríðsárin og upphaf nýrra tíma 1945. En þar lýkur sögunni. Siglaugur Brynleifsson. ency unit, ecu). Við útreikning gildis ecu er gjaldmiðlum gefið vægi í samræmi við efnahagslegan styrk landa sinna. Á gjaldeyrismörkuðum er gengi gjaldmiðla haldið innan tilskilinna marka fyrir tilverknað seðlabanka þeirra. Ef verð gjaldmiðlanna á mörkuðum rís eða fellur að tilskild- um mörkum, selja seðlabankamir þá eða kaupa. Um þá íhlutun þeirra gildir svonefnd Nyborg-Basel sam- komulagsgerð 1987. Að henni hlut- ast seðlabankar raunar til, áður en gjaldmiðla þeirra ber að hinum settu mörkum, og er það nefnt „milli marka íhlutun" (intra-marginal int- ervention). í þessu skyni mælir sam- komulagsgerðin fyrir um ótakmark- aðar lánsheimildir seðlabanka á milli til örskamms tíma (VSFT). Stefnu í peningamálum marka seðlabankar meðfram meö tilliti til gengis gjaldmiðils síns. Ef þeir fá því samt sem áður ekki uppi haldið (eða niðri) æskja þeir breytts gengis gjaldmiðilsins gagnvart öðrum í „skipan evrópskra peningamála". Frá 1979 hefur komið til 12 slíkra gengisbreytinga, en aðeins 5 þeirra frá 1983. Fáfnir IIUR VIÐSKIPTALIFINU AÐILD BRETLANDS AÐ „SKIPAN EVRÓPSKRA PENINGAMÁLA"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.