Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 16
AUGLVSINGASSMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnartiusinu v Tryggvogotu, S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 Iiminn . ÖSTUDAGUR12. OKTÓBER1990 Olafur vill hækka skatta á fyrirtæki í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem lagt var fram á þingi í gær, er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af launa- og trygg- ingagjöldum hækki úr 7.280 milljónum í 9.130 milljónir. Þessi hækkun er gerð í tengslum við breytingu á álagningu launatengdra gjalda. Til þess að þetta gangi eftir verður Alþingi að samþykkja sérstakt frumvarp um breytta innheimtu á þess- um gjöldum. í dag eru innheimt a.m.k. fimm mismunandi launatengd gjöld. Fjögur þessara gjalda eru lögð á eftir á, þ.e. taka mið af launa- greiðslum liðins árs. Þau eru líf- eyristryggingagjald, slysatrygg- ingagjald, iðgjald til Atvinnuleys- istryggingasjóðs og vinnueftir- litsgjald. Þá er innheimtur mánaðarlega 3% launaskattur sem tekur mið af launagreiðslum líðandi árs. Landbúnaður, sjávar- útvegur og iðngreinar eru hins vegar undanþegnar greiðslu launaskatts. Að undanförnu hefur verið starfandi svokölluð fyrirtækja- skattsnefnd undir forystu Magn- úsar Péturssonar ráðuneytis- stjóra. Henni er ætlað það hlut- verk að endurskoða, samræma og einfalda skattlagningu fyrir- tækja. Nefndi leggur til að fyrst um sinn verði tekið upp eitt tryggingaiðgjald sem verði Iagt á allar atvinnugreinar. Gjaldið verði í tveimur þrepum, þannig aö atvinnugreinar, sem hingað til hafa verið undanþegnar launa- skatti, greiði 3% tryggingagjald, en aðrar greinar 6% gjald. í þessu fellst 0,5% hækkun á meðalgjaldi allra atvinnugreina. Þessi breyting ein sér gæti skil- að ríkissjóði 800 milljónum í auknum tekjum. í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að lagt verði á sérstakt álag á iðgjalds- stofninn. Þetta álag á að skila rík- inu öðrum 800 milljónum. Gangi þetta eftir hækkar vægi launa- og tryggingaiðgjalda í heildartekj- um ríkissjóðs milli ára úr 7,8% í 9,2%. í sumum nágrannalöndum okkar er þetta skatthlutfall enn hærra. í greinargerð með frum- varpinu segir að í aðildarríkjum OECD láti nærri að rekja megi um fjórðung allra skatttekna hins opinbera til þessa eina þátt- ar. „Þetta er einhver misskilning- ur,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son framkvæmdastjóri VSÍ í sam- tali við Tímann þegar áform fjár- málaráðherra um að auka skatt- heimtu í gegnum launa- og tryggingaiðgjöld voru borin und- ir hann. Hann sagði vinnuveit- endur ekki útiloka að gera breyt- ingar á þessum gjöldum, einkum í þá átt að þau verði staðgreidd. Hins vegar næðu áform um að taka nærri tvo milljarða aukalega af fyrirtækjum ekki í nokkra átt. Þórarinn sagði þá fullyrðingu að allt að fjórðungur skatttekna að- ildarlanda OECD séu í formi þessara gjalda ekki standast. í þessum löndum tíðkist að lífeyr- issjóðsgjöld séu innheimt í gegn- um ríkið, en það eigi ekki við um ísland. „Verið er að bera saman hluti sem eru ekki sambærileg- ir,“ sagði Þórarinn. Hann sagði mikilvægt aö jafna samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrirtækja. Áform fjármálaráð- herra um aukna skatta á íslensk fyrirtæki séu ekki til þess fallin. „Það skiptir meginmáli að út- gjöldum ríkisins sé haldið niðri. Baráttan á að snúast um það. Ég held að það væri skynsamlegt að menn snéru sér að einhverju virkar starfi en að snúa út úr al- þjóðlegri tölfræði um skatt- byrði," sagði Þórarinn að lokum. Sauðfé fjölgar í Svarfaðardal Nú í haust fá bændur í Svarfaðar- dal ríflega 900 lömb úr Þistilflrðí og Árneshreppi á Ströndum. Á síð- asta ári fengu nokkrir bændur í Svarfaðardal um 350 lömb frá þessum sömu stöðum. Þá hafði Svarfaðardalur verið sauðlaus sveit í eitt ár, og þútti mörgum dapurt Allt fé í Svarfaðardal var skorið nið- ur haustið 1988 vegna riðu. I byijun mánaðarins komu um 450 Jömb með skipi frá Ámes- hreppi á Ströndum, og á næstu dögum mun annað eins koma úr Þistilfirðinum. Svarfdælskir bænd- ur hafa verið fjáriausir allt firá einu og uppí þrjú ár. Þeir bændur, sem fá Iömbin f haust, hafa fengið leyfi til að hefia sauðfiárbúskap að nýju, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. M.a. hafa bændur þurft að sótthreinsa og mála fjárhús og önnur útihús, sem kindur höfðu komið nálægt, og skipta um jarðveg við fjárhús. Nokkrir bændur f Svarfaðardal sem héldu kindur fyrir niðurskurð, hyggjast ekki taka fé aftur og hafa annað hvort leigt sauðfiárkvótann eða breytt honum yfir í mjólk. Hins vegar mun unnt að kaupa lömb a.m.k. næstu tvö árin ef bændur vilja auka við sauðfiáreign sína. Þess má geta að þetta er í annað sinn, sem allt fé er skorið niður í Svarfaðardal í einu. Árið 1949 var hverri einustu kind lógað vegna mæðivciki, og var þá fiárlaust í eitt ár. hiá-akurcyri. Guðrún var endur- kjorin forseti Guðrún Helgadóttir, alþingismað- ur, var kjörin forseti sameinaðs þing í þriðja sinn í gær. Guðrún fékk 33 atkvæði, Stefán Valgeirsson fékk tvö atkvæði og Geir Gunnarsson, Ragn- ar Arnalds og Eggert Haukdal fengu eitt atkvæði hver. Salome Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir voru endurkjörnar varaforsetar sameinaðs þings. Þá var Árni Gunnarsson endurkjörinn for- seti neðri deildar og Jón Helgason var endurkjörinn forseti efri deildar. í gær kusu þingmenn ennfremur í nefndir sem starfa á vegum þings- ins. -EÓ Guðrún Helgadóttir Reykjavík: Götuljós eyði- lögðust Illa fór þegar flutningabíll með vinnuskúr á pallinum keyrði um gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka á leið út úr bænum. Stórt skilti stóð upp úr skúrnum og virðist ökumaðurinn ekki hafa gert sér grein fyrir hæð þess. Þegar vöru- bíllinn keyrði undir götuljós rakst skiltið í ljósin, með þeim afleiðing- um að ljósin eyðilögðust, eins og myndirnar sýna. Tímamyndir Ámi Bjama Óvenjuleg niðurstaða á safnaðarfundi á Seltjarnarnesi: Sóknarnefndin sagði af sér á fundi í gær Sóknamefndin á Seltjamamesi sagði af sér á almennum safnaðar- fundi sem haldinn var í Seltjamar- neskirkju í gærkvöldi. Formaður sóknamefndar og nokkrir sóknar- nefndarmanna gengu út af fundin- um um leið og formaðurinn hafði tilkynnt afsögn sína. Eins og fram hefur komið í Tíman- um fyrr í vikunni hafa átt sér stað deilur innan safnaðarins, sem náðu hámarki með undirskriftalista hátt á annað hundrað sóknarbarna, þar sem breytingum á skipulagi safnað- arstarfs var mótmælt sem og ýmsu sem fram hefur komið hjá kölluðum presti í sókninni, sr. Guðmundi Erni Ragnarssyni. Einkum var óánægja með þá ákvörðun sr. Guðmundar og sóknarnefndar að breyta messutíma og það að ýmsir töldu að barnastarf í kirkjunni hafi svo gott sem verið af- lagt. Þá komu fram hörð mótmæli við ýmislegt sem sr. Guðmundur Örn predikaði í stólræðum sínum. Biskupinn hafði afskipti af málinu og í kjölfar þess ákvað sóknarnefnd- in að boða til safnaðarfundar í gær- kvöldi. Til þess að slíkur safnaðar- fundur sé ályktunarfær verður að boða til hans með minnst þriggja daga fyrirvara, en fundurinn í gær var einungis boðaður með tveggja daga fyrirvara og telst því ekki lög- legur. Afsögn sóknarnefndar og brott- ganga formanns og sumra stjórnar- manna kom nokkuð flatt upp á fundargesti í gær, en þó var fundi haldið áfram og deilumál safnaðar- ins rædd. Að sögn eins fundar- manna virtist vilji fyrir því að deilu- málin yrðu Ieyst sem fyrst. Engin sóknarnefnd starfar nú í sókninni og kemur það í hlut dóm- prófasts að ákveða næstu skref í málinu. Ekið á níu ára stúlku Ekið var á níu ára stúlku við Hamraborg í Kópavogi um tvö leyt- ið í gær. Stúlkan var á gangbraut þegar óhappið varð. Mun hún hafa labbað út á götuna fyrir aftan strætisvagn sem var á stoppistöð og bílstjórinn, sem ók á hana, sá hana því ekki fyrr en um seinan. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi fór þetta betur en á horfðist í fyrstu, en talið er að stúlkan hafi sloppið við beinbrot en hlotið mar. —SE Þrír bílar í árekstri Harður árekstur var á mótum Sóleyjargötu og Hringbrautar rétt upp úr klukkan 17 í gær. Þrír bílar skullu saman með þeim afleiðing- um að ófrísk kona, sem var farþegi í einum bílnum, var flutt á slysa- deild. Meiðsli hennar munu þó ekki hafa verið stórvægileg. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 197. Tölublað (12.10.1990)
https://timarit.is/issue/280964

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

197. Tölublað (12.10.1990)

Aðgerðir: