Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. október 1990 Tíminn 5 Stjórn Landsvirkjunar ósátt vid hvernig hefur verió haldiö á málum í samninga- viðræðum við Atlantsál en iðnaöarráöherra vísar gagnrýninni á bug: Landsvirkjun gefur Jóni og Jóhannesi gula spjaldið Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er óánægju með hvemig haldið hefur verið á málum af hálfu iðnaðarráð- herra við gerð orkusamnings við Atlantsál. Ályktunin var samþykkt sam- hljóða, en stjóraarformaðurinn, Jóhannes Nordal, sat hjá. í ályktuninni segir að gefið hafi ver- ið í skyn að ráðgjafanefnd á vegum iðnaðarráðherra hafi þegar lokið samningu um öll meginatriði samn- inga, sem gera þurfi, svo hefjast megi handa um virkjunarframkvæmdir og byggingu verksmiðju. í ljós hafi hins vegar komið að þetta sé ekki rétt. Ljóst megi vera að þessi málatilbún- aður og opinber umræða af því tagi, sem í kjölfarið fylgdi, hafi veikt samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart hinum erlendu viðsemj- endum nú þegar málið er loks komið í hendur þess aðila sem með orku- samninginn á að fara, þ.e. stjómar Landsvirkjunar. í lok ályktunarinnar segir að óhjá- kvæmilegt sé að stjórnin kynni sér rækilega öll gögn í sambandi við orkusamninginn. Því næst segir orð- rétt: „í framhaldi af því mun stjóm Landsvirkjunar ákveða næstu skref af sinni hálfu í þágu málsins í þeirri þröngu stöðu sem henni hefur verið komið í af hálfu ráðuneytisins." Páll Pétursson alþingismaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun var spurður hvort líta beri á samþykktina sem vantraust á Jóhannes Nordal for- mann stjórnar. Páll sagðist ekki líta á málið þeim augum. Stjórnin væri fyrst og fremst að lýsa yfir vantraust á málsmeðferð iðnaðarráðherra. Páll sagðist telja eðlilegt að stjórn Landsvirkjunar hefði átt þátt í sjálfri samningsgerðinni með beinum hætti. Óeðlilegt væri að afhenda samningumboðið „einhverri nefnd út í bæ“, eins og Páll orðaði það, jafn- vel þó að svo vilji til að í þeirri nefnd sitji formaður stjórnar Landsvirkjun- ar. Páll sagði að stjórn Landsvirkjunar ætti eftir að taka sér góðan tíma í að fjalla um fyrirliggjandi drög að orku- samningi. Það þyrfti að skoða vel alla þætti málsins og fá álit ráðgjafa sem vel þekkja til samninga af þessu tagi. „Það er verið að tala um orkuverð á bilinu 14-15 mills til næstu níu ára, sem er sá tími sem maður sér út yfir. Stjórn Landsvirkjunar hlýtur að verða gera sér grein fyrir hvernig hægt er að halda fyrirtækinu á floti með svona mikla fjárfestingu og svona litlar inntektir," sagði Páll. Jón Sigurðsson þvertekur fyrir að eitthvað hafi verið gefið í skyn um að orkusamningar væru lengra komnir á vegum ráðgjafanefndar iðnaðarráð- herra og ekkert hafl verið sagt um málið nema nákvæmlega það sem sé satt og rétt. Iðnaðarráðherra vísar því einnig á bug að samningsstaða Landsvirkjunar hafi veikst við undir- ritun þess áfanga sem staðfestur var á dögunum. Hann bendir einnig á að marga undanfarna mánuði hafi stjórnarformaður, forstjóri og að- stoðarforstjóri ásamt forstöðumanni tækniþróunardeildar og lögfræðingi fyrirtækisins tekið beinan þátt í við- ræðum við Atlantsál fyrirtækin. Þá segist ráðherrann ekki geta fallist á að það hafi verið fyrst í gær, sem stjórn Landsvirkjunar hafi verið kynnt drög að orkusamningi við Atl- antsál-fyrirtækin, því það hafi verið gert á mörgum stigum málsins þó svo að orkusamningur með formlegu sniði hafi verið lagður þar fram á stjórnarfundi í gær. Til marks um það að stjórn Landsvirkjunar hafi vit- að um málið bendir ráðherra á að í júlí hafi stjórnin tekið ákvarðanir um ákveðnar undirbúningsframkvæmd- ir vegna virkjana sem ráðast þyrfti í til að geta staðið við orkusölusamn- ing ef hann yrði gerður. -EÓ Stefáni afhent fyrsta eintakið í endurútgáfu Kára-bókanna „Kári litli“ endurútgefin í veglegri afmælisútgáfu 60 ára afmæli bókaútgáfu Æskunn- ar var fagnað í gær með samkomu í Vinabæ, húseign eigenda Æskufyrir- tækjanna, Stórstúku íslands. Þar var m.a. Stefáni Júlíussyni afhent fyrsta eintak afmælisútgáfu Kárabókanna. Til bókaútgáfuÆskunnar var stofnað í því skyni að auka lesefni fyrir börn og unglinga, sem var af skornum skammti á þeim tíma, og styðja út- gáfu Barnablaðsins Æskunnar fjár- hagslega. Fyrsta útgáfubókin var Sögur Æsk- unnar. Hún hafði að geyma sögur og kvæði úr 1. og 2. árgangi blaðsins eft- ir Sigurð Júlíus Jóhannesson, fyrsta ritstjóra Æskunnar. Fyrsta íslenska skáldasagan, gefin út 1938, var Kári litli og Lappi, saga handa börnum eft- ir Stefán Júlíusson. Framhald sög- unnar, Kári litli í skólanum, Kári litli í sveit, kom út 1940 og á sama ári Ásta litla lipurtá, einnig eftir Stefán. Sög- urnar um Kára nutu mikilla vinsælda meðal íslenskra barna og hafa sögurn- ar verið endurútgefnar hvað eftir ann- að. Stefán Júlíusson varð 75 ára 25. sept- ember síðastliðinn og Kári er nýlega orðinn „fimmtugur", því þótti cinboð- ið að endurútgefa Kárabækumar, í veglegri afmælisútgáfú. Það er einnig tillag Æskunnar á ári læsis. Kári litli og Lappi er nú gefin út í 8. sinn, Kári litli í skólanum í 7. sinn og Kári litli í sveit í 5. sinn. Á 60 árum, sem bókaútgáfaÆskunn- ar hefur verið starfandi, hefur verið gefinn út flöldi fmmsaminna og þýddra bóka. Meðal sígildra sagna, þýddra, em Ævintýri og sögur eftir H.C. Andersen, ritsafn í þrem bindum, Oliver TWist eftir Charles Dickens og Ævintýri bamanna. Þessar bækur hafa allar verið endurútgefnar nýlega og em fáanlegar. Framkvæmdarstjóri útgáfunar frá upphafi til 1961 var Jóhann Ögmund- ur Oddsson en tengdasonur hans, Kristján Guðmundsson, annaðist hana frá 1964 til 1982. Auk Kárabók- anna og unglingabókar Eðvarðs Ing- ólfssonar, Haltu mér - slepptu mér, gefur Æskan út úrval ljóða Gunnars Dals, skálds og heimspekings, og nefnist bókin Raddir morgunsins. khg Parkinssonssamtök funda ParkinsonsamtÖkunum á íslandi var í fyrsta sinn boðið að taka þátt í Norðurlandaráðstefnu Parkin- sonssamtaka í lok september sl. Á ráðstefnunni, sem fór fram í Nor- egi, var einkum fjallað um bíla og húsnæðismá! parkinsonsskúk- linga sem og atvinnumál þeirra og fordóma gagnvart sjúkdómnum. Fyrir íslands hönd fóru þær Kristjan Milla Thorsteinsson og Bryndís Tómasdóttir. Parkinssonssamtökin á íslandi munu verða með fund næstkom- andi laugardag í Sjáifsbjargarhús- inu. Á fundinum sem hefst kl 14:00 mun Sigurbjöm Björnsson læknir flytja erindi auk þess sem kafflhlaðborð verður á staðnum. Nýtt frumvarp til laga um grunnskóla. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík: „Margt gott í frumvarpinu“ Svavar Gestsson, menntamála- skóladeginum og telja höfundar ráðherra, kynnti á ríkissfjómar- frumvarpsins að það geri nem- fundi á þriðjudaginn s.l. frum- endum kleift að sinna margvís- varp tíl laga um grunnskóla, sem legum verkefnum í skólanum, hann hyggst leggja fyrir Alþingi sem nú vinnst ekki tími til. Nem- nú í haust. Þar er meðal annars endum gefist því framvegis kost- gert ráð fyrir einsetnum grunn- ur á málsverði í skólanum. „Það skóla og Iengri skóladegi. Áslaug telja höfundar frumvarpsins hins Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í vegar undirstöðu þess, að unnt sé Reykjavík, telur þetta frumvarp að lengja viðverutíma baraa í vera af hinu góða, það sé lögnu skólum á sama tíma og þjóðfélag- orðið tímabært að koma á fót ein- ið byggir á þeirri forsendu að báð- setnum skóla. ir foreldrar vinni utan heimilis“, Frumvarpið er í meginatriðum segir í greinargerð. samhljóða frumvarpi til iaga um Frumvarpið gerir ráð fyrir að grunnskóla sem lagt var fyrir þessu markmiði verði náð á 10 þingið í vor. Gildandi grunnskóla- ára tímabili. Kostnaður við leng- lög eru að stofni til frá 1974. Síð- ingu skóladagsins eykst óhjá- an þá hafa verið gerðar á þeim kvæmilega og einnig við skóla- nokkrar breytingar, þær stærstu skyldu 6 ára baraa, sem þegar er árið 1989 með samþykkt laga um farið að sjá sér stað á fjárlögum. breytingu á verkaskiptingu ríkis Mörg ný ákvæði eru í frumvarp- og sveitarfélaga, og s.I. vor þegar inu, t.d. um heimild til að stofna 6 ára böm urðu skólaskyld. kennslugagnamiðstöðvar við Þær breytingar, sem þetta frum- fræðsluskrifstofur, námsráðgjaf- varp boðar í heild sinni varðandi ar geti starfað í einstökum skól- grunnskólalögin, eru margs kon- um eða á fræðsluskrifstofum og ar og segir í greinargerð með ítrekað er að kennsla sé ókeypis. frumvarpinu, að þær feli í sér að- Þá er einnig nýtt ákvæði um lögun að þeirrl þróun sem hefur grunnskólaráö, sem er sam- orðið á síðustu tveimur árum. starfsvettvangur þeirra aðila sem Þar kemur fram, að valddreiflng vinna að málefnum grunnskól- sé eitt einkenni frumvarpsins. ans. Áslaug Brynjólfsdóttír, Foreldrar, kennarar og einstakir fræðslustjóri í Reykjavík, sagði skólastjóraendur verði kvaddir margt í þessu frumvarpi vera af oftar til verka en kveðið er á um í hinu góða. „Það er opnað fyrir gildandi lögum. Þetta komi meðal það, að hægt sé að lengja daginn annars fram í auknum verkum og og koma á fót einsetnum skóla, ábyrgð fræðslustjóra, fræðslu- sem er bráðnauðsyntegt í okkar skrifstofa og skólastjóraenda. þjóðfélagi. Hvað Reykjavflc snert- Þetta birtist einnig í því, að ir, þá væri ekkí talað um að stærstu sveitarfélÖgunum verði fræðsluráð fari með hlutverk 8kipt í skólahverfi sem hvert um skólanefndar, heldur er talað um sig hafi sína skólanefnd. f grein- fleiri en eina skólanefnd í Reykja- argerðinni segir að skólanefnd- vík.“ Áslaug taldi það mjög já- iraar séu í samræmi við frum- kvætt, þvíþáværu skólanefndim- varp, sem lagt var fram í efri deild ar nær fólki í hveiju hverfi. „Ég Aiþingis 1988 af þingmönnum úr held að það sé alveg tímabært að öllum flokkum. sldpta Reykjavík upp í skóla- Þá gerir frumvarpið ráð fyrír að hverfi, og hið góða er að fulltrúar komið verði á einsetnum skóla úr hverfunum sjálfum verða í með samfelldum sjö stunda þessum skólanefndum, ekki bara skóladegi. Það þýðir lengingu á einhveijir og einhverjir." -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.