Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 12. október 1990 Þjóðverjar vilja ekki selja Saúdí-Aröbum vopn Þjóðverjar munu ekki víkja frá þeirri reglu sinni að selja ekki vopn til staða þar sem milliríkjadeilur eru í gangi, þrátt fyrir núverandi ástand við Persaflóa, sagði vamarmálaráðherra Þýskalands, Ger- hard Stoltenberg í gær, eftir að Þjóðverjar höfðu hafnað beiðni um vopnasölu frá Saúdt-Arabíu. Hann sagði fréttamönnum að pönt- un á vopnum fyrir 540 milljónir marka yrði ekki afgreidd. Meðal þess sem Saúdí-Arabar vildu kaupa voru 110 Marder skriðdrekar, 100 flutn- ingaskriðdrekar, 50 loftvamaskrið- drekar og 50 skriðdrekar sem eru sér- hannaðir til að leita uppi eiturefni í andrúmslofti. „Stjórnin hefur ekki í hyggju að af- greiða slíkar vopnasendingar með til- liti til stöðunnar við Persaflóa," sagði Stoltenberg. Hann sagði þó að verið væri að íhuga vopnasölu til Tyrk- lands, sem á landamæri að lrak, vegna þess að Tyrkir væm aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Heimildarmenn segja að beiðnin hafi komið í september í gegnum þýska sendiráðið í Ryiadh. Utanríkisráðherra Saúdí-Arabíu, Saud al-Faisal prins, var staddur í Bonn á þriðjudag og miðvikudag til að ræða við Helmut Kohl kanslara og Hans-Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra um Persaflóadeiluna. Norbert Gansel, sérfræðingur við vopnaeftirlit frá flokki sósíaldemó- krata, sagði íviðtali, að hann teldi það pólitíska ósvífni af stjóminni að hafa svo mikið sem velt því fyrir sér að breyta stefnu sinni í þessum efnum. Hann sagði Þjóðverja ekki vera í að- stöðu til að selja vopn til Ryiadh eftir að upp komst að þýsk fyrirtæki höfðu selt írökum efni sem nota mætti til að framleiða eiturgas. Hann ásakaði vopnaframleiðendur um að reyna að notfæra sér ástandið við Persaflóa til að afla sér nýrra markaða, nú þegar kalda stríðið væri á enda. Norbert Gansel sagði enn fremur að greinilegt væri að menn væm að reyna að græða á deilunni og bætti því við að Saúdí-Arabar hefðu ekki nægilega marga þjálfaða hermenn til að nota þau vopn sem þeir þegar ættu. Þýskaland: ■ • ' ;,V' ÍllllÍl: -'■h . "V Graham Green má enn bíða eftir Nóbelsverðlaunum þar sem sumir meðlimir sænsku akademíunnar telja verk hans of léttvæg. Bókmenntaverðlaun Nóbels: Veitt skáldi frá Mexíkó Mexikanska ljóðskáldið og ritgerða- smiðurinn Octavio Paz hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels í gær. Sænska akademían sagði að Paz, sem er 76 ára gamall, fengi verðlaun- in fyrir ástríðuþrungin skrif með mikilli yfirsýn sem bæru einkenni skynrænna gáfna og mannlegri ein- lægni. 1 þeirri bók sinni, sem líklega er þekktust, Völundarhúsi einmana- leikans, kemur Paz á óvart með skil- greiningu sinni á Mexíkó nútímans og mexíkönsku þjóðarsálinni. Paz er fæddur í Mexíkóborg hinn 31. mars 1914. Hann gekk í háskólann í Mexíkó en starfaði síðar erlendis sem sendiráðsfulltrúi. Ritgerðir og Ijóð skrifaði hann í frítíma sínum. Hann gaf út sitt fyrsta ljóðasafn sem ung- lingur og er enn virkur á ritvellinum. Ljóð hans eru súrrealistísk og hafa breiða skírskotun og hefur verið vel tekið af gagnrýnendum um allan heim. Nýjustu verk hans eru bókin Pintura de Juan Soriano eða Mál- verkið af Juan Soriano, sem út kom í fyrra, og Ijóðasafnið Le Mejor de Oct- avio Paz eða Það besta frá Octavio Paz, sem kom út sama ár. Paz var á ferðalagi í New York þegar tilkynnt var að hann hefði hlotið verðlaunin og hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar þau varðandi. En kona hans, Marie Jose Paz, sagði við fréttamenn að þau hefðu orðið svo undrandi að þau væru ekki búin að átta sig á þessu. Akademían, sem samanstendur af sænskum rithöfundum og mennta- mönnum og var stofnuð árið 1786, hefur ávallt reynt að skipta verðlaun- unum milli mismunandi bók- menntagerða, tungumála og menn- ingar. Listi yfir þá, sem til greina koma, er aldrei birtur. En þeir sem fylgjast vel með þessum málum höfðu þegar af- skrifað tvo þekkta breska rithöfunda, Salman Rushdie, höfund Söngva Sat- ans, og Graham Greene. Rushdie var talinn of umdeildur og Greene er enn útilokaður þar sem nokkrir meðlimir akademíunnar telja verk hans of létt- væg. Paz er fyrsti Mexíkaninn, sem hlýtur þessi verðlaun, en nokkrir suður-am- erískir höfundar hafa þegar hlotið þennan heiður, síðast Gabriel Garcia Marquez árið 1982. Njósnarar ákærðir Þjóðveijar ákærðu í gær átta njósn- ara fyrir að hafa selt vamarleyndar- mál Vestur-Þýskalands í hendur Austur-Þjóðverjum og Sovétmönn- um. Yfirmenn leyniþjónustunnar eiga í mestu vandræðum með að út- skýra hvers vegna leyniþjónustan var svona hriplek. Saksóknari ríkisins skýrði frá því að njósnararnir — sem aðallega störfuðu að varnarmálum — hefðu afhent leyniþjónustum A-Þýska- lands og Sovétríkjanna teikningar af skriðdrekum, herþyrlum, varnar- rannsóknum og að Tornado sprengjuflugvélum. Fjórir karlar og fjórar konur voru handtekin á miðvikudaginn eftir að upp hafði komist um háttsettan mann hjá gagnnjósnadeildinni, hann játaöi og var ákærður fyrir al- varleg landráð. Kvenkyns njósnari, sem vann við að útbúa gögn leyniþjónustunnar í hendur Kohls, var handtekinn fyrir tveimur vikum er hún reyndi að flýja til Austurríkis og hún var einn- ig ákærð fyrir að vinna fyrir fyrrum kommúnistastjórnir í austri. „Handtökurnar, sem stafa af því að við sameiningu ríkjanna hafa njósn- arar ýmist misst verndara sína eða gefið sig fram sjálfir, sanna að aust- ur-þýskir njósnarar eru enn starf- andi,“ sagði Lutz Stavenhagen, stjórnandi leyniþjónustunar í Bonn. Hann kvaðst ekki hafa trú á að þar væri um meiriháttar njósnir að ræða, en kvaðst ekki geta útilokað að enn væru ófundnir njósnarar sem hefðu komið sér vel fyrir. Herbert Hellenbroich, fyrrum yfir- maður gagnnjósnadeildarinnar, kvaðst ekki furða sig á því að þýskir skattgreiðendur veltu því fyrir sér hvernig á þessum leka stæði. „Við höfum gott eftirlit með starfs- mönnum okkar. En við búum við lýðræði," sagði hann. „Við getum ekki lokað starfsmennina inni á skrifstofum sínum að vinnudegi loknum. Við getum ekki fylgst með þeim allan sólarhringinn. Við getum ekki fylgt þeim eftir í frí. Við getum ekki komist að því hvernig eigin- konan hafi haft ráð á að kaupa ein- hvern skartgrip." Hellenbroich sagöi að Klaus Kur- on, starfsmaður gagnnjósnadeildar sem gaf sig fram og játaði að hafa af- hent Austur-Þjóðverjum varnar- stefnu lands síns í átta ár, hefði ver- ið fyrirmyndar opinber starfsmaður og hann hefði aldrei dregið heilindi hans í efa. Það er aðalmarkmið and- stæðinga að koma njósnurum sín- um einmitt í þau störf sem Kuron vann, sagði hann ennfremur. í upplýsingum frá saksóknara kom fram að fólk það, sem nú hefur verið handtekið, hafi starfað fyrir Stasi um 10-30 ára skeið. Einn njósnaranna, verkfræðingur, sem saksóknari nefndi Karlheinz S., hafði fært örfilmur til Austur- Þýskalands með mikilvægum varn- arupplýsingum í 18 ár. Hann reyndi að komast í samband við KGB í maí sl. og hefði haft tök á að senda þeim teikningar að nýjum skriðdreka. Annar verkfræðingur, Franz M., var ákærður fyrir að hafa smyglað upp- lýsingum um herþyrlu sem verið var að þróa hjá flugvélaverksmiðjunum Messerschmidt - Boelkow - Blohm. Hjón frá Múnchen, Dieter og Kerstin F., voru handtekin vegna gruns um að þau heföu afhent Aust- ur- Þjóðverjum leynilegar upplýs- ingar um Tornado orustuflugvé! sem Bretar, ítalir og Vestur-Þjóð- verjar þróuðu. Móðir Dieters, hin 63 ára gamla Gerlinde, var sökuð um að hafa njósnað fyrir Stasi frá því 1960 og hafa komið á fundum milli sonar síns og tengiliða hans. Stavenhagen sagði að mál Kurons sýndi að Stasi, sem var opinberlega lagt niður fyrr á þessu ári í kjölfar falls kommúnistastjórnarinnar, væri enn starfandi og í nánum tengslum við KGB. Allt mun verða gert til að binda enda á þessi tengsl. Hann sagði ennfremur að sú stað- reynd að Kuron hefði tekið við 10.000 marka greiðslu í síðustu viku sannaði að Stasi væri enn virk. Spánn: 3 fórust í sprengingu á diskóteki Aðfaranótt fimmtudags sprakk sprengja á yfirfullu diskóteki á Spáni; varð hún þremur mönnum að aldurtila. 49 manns slösuðust. Klukkan hálffjögur um nóttina varð sprengingin í Canglor diskótekinu í bænum Santiago de Compostela og í kjölfar hennar skóku fleiri spreng- ingar hús í öðrum hlutum Galisíu. Lögreglan telur möguleika á að tvö fórnarlambanna, hvort tveggja kon- ur, hafi komið sprengjunni fyrir á bak við hátalara. Sjö hinna særðu liggja fyrir dauð- anum. Diskótekið, sem er á einni hæð, er nær gjörónýtt. Fimm aðrar sprengjur sprungu síð- ar á strandlengju Pontevedra, héraðs í Galisíu, þar á meðal ein í útibúi stærsta banka á Spáni. Önnur skot- mörk voru bílasala, kaffihús og lítil verksmiðja. Lítið þekktur hópur galisískra að- skilnaðarsinna, sem kallar sig Skæruliðaher hinnar frjálsu gali- sísku þjóðar (ECPCG), hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengingunum í Pontevedra en ekki sprengingunni í FRETTAYFIRUT SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er enn að reyna að koma sér saman um yfirtýsingu sem fordæmir morð- in á 21 Palestínumanni í Jerúsalem. WASHINGTON -Eru Bandarfldn að missa frumkvæðlð í Persaflóadeiiunni? Sumír frettaskýrendur vflja halda því fram að George Bush hafa slakað á sál- fræðilegum þrýstingi á íraka og að stefna hans sé að veröa óljós. LUNDÚNIR - Brettand eykur þrýsting á íraka og segir að samein- aður herafli undir stjóm Bandarikj- anna við Persaflóa verði að ákveða innan fánra vikna hvort halda eigi áfram efnahagsþvingunum eða fara istrið. WASHINGTON - Bush Banda- rikjaforseti fúndar nú með leiðtog- um repúbiikana til aö reyna að leysa úr þeim flækjum sem skapast hafa vegna afetöðu hans fil skattlagning- ar. Bush og þingið reyna að finna lefð til aö skera niður gffurteg útgjöld rikisíns. WASHINGTON - Dick Cheney, vamarmálaráðherra Bandaríkj- anná, mun halda i flögurra daga heimsókn til Sovétríkjanna til að halda áfram viðræðum um aukna hemaðarsamvinnu risaveldanna. LUNDÚNIR - John Major, fjár- málaráðherra BreÖands, segist munu hafa strangt taumhald á efna- hag landsins til að koma í veg fyrir vetðbólgu. LUNDÚNIR -Margaret Thatcher, forsætferáðherra Breta, verður 65 ára á laugardaginn. Jámfrúin virð- ast vera ryðfirf og lætur engan bil- bug á sértinna. CARACAS -Leiðtogar níu ríkja I Rómversku-Ameríku eiga nú viö- ræður sem þeír vonast til að verði ttl þess að þeir komfet að sameígin- legri niðurstöðu um tilmæli Bush fbr- seta um fijálsa verslun í ailri Amer- iku. diskótekinu. Hópurinn, sem krefst sjálfstæðis til handa Gaiisíu, sem er eitt fátækasta svæði Spánar, skaut fyrst upp kollinum árið 1987 þegar hann hóf sprengjuárásir á banka og lögreglustöðvar. Yfirvöld í Santiago de Compostela segja að engin augljós tengsl séu á milli sprengingarinnar í diskótekinu og þeirra í Pontevedra. En lögreglan er að kanna hvort sprengjan hafi ver- ið ætluð til annarra nota en sprung- ið of snemma. Að minnsta kosti þrír þeirra staða, sem sprengdir voru í Pontavedra, til- heyra fólki sem bíður réttarhalda vegna eiturlyfjasmygls. Fyrr á þessu ári kom spænska lög- reglan upp um afkastamikinn smygl- arahóp á strönd Galisíu. Klettótt ströndin hefur löngum verið vett- vangur smyglara sem hafa nýlega snúið sér frá því að smygla sígarett- um yfir í eiturlyf frá Suður-Ameríku. Lögreglan handtók í þessari aðgerð sinni yfir 30 manns, aðallega Spán- verja og Kólumbíumenn, og gerði upptækt rúmlega hálfa lest af kóka- íni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.