Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 2
2'Tínhirih Miðvíkúdagur 24. óktober199Ö Fiskeldisfræðingar um stöðu laxeldisins: Laxeldið á brauðfótum? Landssamband íslenskra fiskeldisfræðinga hélt um helgina ráð- stefnu þar sem rætt var um stöðu laxeldis og fiskeldisstöðva. Að sögn Valdimars Friðrikssonar, formanns sambandsins, voru fyrir- lesarar harðorðir og hreinskiptir, og fundurinn einkenndist af sjálfsgagnrýni. „Ég held að menn hafi áttað sig á því að það þarf meiri samvinnu milli stöðva, og einnig við banka, sjóði og landbún- aðarráðuneytið.“ Ráðstefnugestir voru sammála um að staða greinarinnar væri slæm og menn ættu von á fleiri gjaldþrotum. „Stórvandamál í þessu núna er verð- lækkun á laxi vegna offramboðs víða. Menn hafa einnig talað um skort á rekstrarfé, háar skammtíma- skuldir og of hröð uppbygging. Þeir sem þarna voru gera sér grein fyrir þýðingu fiskeldis í framtíðinni og með aukinni samvinnu er hægt að bæta stöðuna." Valdimar sagði að menn væru að pukrast hver í sínu horni, sömu mistökin gerð aftur og einn ráðstefnugestur sagði fiskeldis- menn ekki vera búna að uppgötva símann. Allir væru að ganga í gegn- um það sama. Stjórnmálamenn voru gagnrýndir fyrir að hafa ekki getað fylgt þessari hröðu uppbyggingu eftir. Þegar þeir hafa haft einhver afskipti hafa það verið frekar fálmkennd og léleg vinnubrögð. Þá voru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir uppslátt um gróða- vænlega atvinnugrein og þar með æst bjartsýnismennina. Valdimar sagði þessa ráðstefnu vera þátt í að viðurkenna hina slæmu stöðu. „Að horfast í augu við það sem vandamál og reyna síðan að stefna upp á við.“ Landssamband íslenskra fiskeldis- fræðinga var stofnað í nóvember 1988 og er þetta önnur ráðstefnan sem sambandið heldur. í því eru 45 félagsmenn, en um 90 sem hafa lært þetta fag. -hs. Að sögn Óla Valdimarssonar slátur- hússstjóra gekk sláturtíðin vel, og góð sala bæði í innmat og kjöti. Mikil sala var í kjötinu, sérstaklega seinni Framboðsmál á Norðurlandi vestra: Fyrsta eða annaö sæti? Vegna fréttar um framboðsmál í Norðurlandskjördæmi eystra hér í Tímanum í gær skal eftirfarandi tek- ið fram að gefnu tilefni: Það má vera oftúlkun á þeim ummælum Svan- fríðar Jónasdóttur, er hún segist ekki sækjast eftir öðru sætinu á lista Alþýðubandalagsins, að þar með sé hún að sækjast eftir fyrsta sætinu eða engu ella. í framboðsfréttinni í gær segir að Svanfríður hafi ítrekað lýst því yfir að hún sæktist eftir fyrsta sætinu. Svanfríður hefur hins vegar sagt að hún sæktist ekki eftir að skipa ann- að sætið á lista flokksins við næstu alþingiskosningar. —Fréttastj. Frá ráðstefnu fískeldisfræðinga sem var haldin í Reykjavík um helgina. Sauðfjárslátrun lokið á Akureyri Sauðíjárslátrun hjá sláturhúsi KEA á Akureyri lauk sl. föstudag. Alls var 39 þúsund fjár slátrað á þessu hausti, og reyndist meðalvigt dilka vera 15,5 kg, og er það ívið betra en í fyrra en þá var meðal- vigtin 15,3 kg. hluta sláturtíðar. Þá voru 15 tonn af ærskrokkum bæði frá Akureyri og Húsavík úrbeinaðir og grófhakkaðir og sendir að botni Persaflóa á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ekkert er því til af ærkjöti og lambakjöts- birgðir minni en oft áður. Óli sagði að lömbin hefðu verið væn og komið feit af fjalli. Um 14% fór í fituflokk, og er það um helmingsaukning frá síðasta hausti. Þá fóru 2,2% í úrvalsflokk og er þar um aukningu að ræða miðað við síðasta ár. í þessari viku verður unnið að frá- gangi eftir sauðfjárslátrun og undir- búið undir stórgripaslátrun sem hefst af krafti á næstu dögum. ÓIi sagði að samhliða sauðfjárslátrun hefði stór- gripum verið lógað á kvöldin og svín- um á laugardögum til að anna eftir- spurn fastra viðskiptavina. Stefnt er að því að ekkert stórgripakjöt verði fryst með beini í haust, heldur úr- beinað og unnið fyrir neytendamark- að. hiá-akureyri. (Vegna mistaka í tölvuvinnslu birtist gömul frétt af slátrun á Akureyri í blaðinu í gær. Fréttin sem átti að birt- ast birtist hins vegar hér að ofan.) Kosningaundirbúningur framsóknarmanna: Tíu gefa kost á sér á Vestfjöröum Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi var haldið um helgina. Þar var ákveðið að velja á listann á aukakjör- dæmisþingi, sem haldið verður laugardaginn 24. nóvember. Þangað mun mæta tvöfaldur fjöldi fuiltrúa, eða um 150 manns, og kjósa frambjóðendur á listann. Að sögn Grnu Einarsdóttur á Kvennahóli, en hún er formaður kjördæmisráðsins, verða allir í kjöri nema annað væri sérstaklega tekið fram. Þá hafa framsóknarmenn á Vestfjörðum ákveðið að viðhafa skoðanakönnun um röðun á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Skoðana- könnunin fer fram í öllum félög- um framsóknarmanna í kjör- dæminu dagana 27. til 31. októ- ber og rétt til þátttöku hafa allir félagsmenn samkvæmt félagatali 9. september í ár, og hafa jafn- framt öðlast kjörgengi. Stjórn hvers félags sér um ábyrgð á at- kvæðagreiðslunni á hverjum stað fyrir sig og ber mönnum að merkja við fimm manns og raða þeim í sæti. Alls hafa tíu manns gefið kost á sér í skoðanakönnunina. Það eru Guðni Ásmundsson, ísafirði, Guðmundur Hagalínsson, Hrauni á Ingjaldssandi, Katrín Marísdóttir, Hólmavík, Kristinn Halldórsson, Reykjavík, Magdal- ena Sigurðardóttir, ísafirði, Magnús Björnsson, Bíldudal, Ól- afur Þ. Þórðarson, Reykholtsdal, Pétur Bjarnason, ísafirði, Ragn- ar Guðmundsson, Brjánslæk og Sveinn Bernódusson, Bolungar- vík. Um næstu helgi verða síðan haldin kjördæmisþing hjá fram- sóknarmönnum í Norðurlands- kjördæmi vestra, Austurlandi og á Suðurlandi. Þar verður að öll- um líkindum ákveðið með hvaða hætti staðið verður að vali á lista flokksins í kjördæmunum. Rithöfundar koma sér fyrir á Flatey Rithöfundasamband íslands hefur að undanfömu verið að athuga mögu- leika á því að koma upp vinnu- og dvalaraðstöðu fyrir rithöfunda í Flatey á Breiðafirði, í samvinnu við Minja- vemd, sem vinnur að endurbyggingu nokkurra húsa þar á eyjunni. Húsið sem rithöfundasambandið hefúr augastað á, Eyjólfspakkhús, er á tveimur hæðum og er hvor hæð rúm- ir 50 fermetrar. Húsið er mjög illa far- Tvímenningsmót í bridge á Akureyri Föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október verður haldið tvímennings- mót í bridge á Akureyri. Spilaður verður Mitchell- tvímenningur og keppt um silfurstig. Mótshaldarar em Bridgefélag Akureyrar og Flugleiðir, en Flugleiðir gefa auk þess öll verð- laun á mótinu. Að sögn Gunnars Berg hjá Bridgefé- lagi Akureyrar hefst spilamennskan kl.20.30 á föstudagskvöld og lýkur um kl. 1.30. Á laugardagsmorguninn verður sest að spilum kl. 10.30 og gert er ráð fyrir að mótinu Ijúki um kl. 20. Spilað verður í Golfskálanum á Jaðri. Hámark þátttakenda er 50 pör, og tekið er á móti skráningum hjá Ormari í síma 96-24624, Gísla í síma 96-25000 og Gunnari í síma 96- 21503. Gunnar sagði að búist væri við að flestir fremstu bridgespilarar landsins mættu til leiks, þ.a. það yrði örugg- lega hart barist. I tengslum við mótið er boðið upp á ódýrar pakkaferðir frá Reykjavík, ísafirði og Egilsstöðum, þar sem m.a. er innifalið: flug, keppn- isgjald og gisting í tvær nætur. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin og skiptast þau þannig: 1. verðlaun 100 þúsund krónur, 2 verð- laun 60 þúsund krónur, 3 verðlaun 40 þúsund krónur og 4.og 5. verðlaun eru flugfar fyrir tvo Akureyri/Reykja- vík /Akureyri. hiá-akureyri. ið og yrði viðgerð nánast fullkomin endurbygging. Að sögn Þorsteins Bergssonar, fram- kvæmdastjóra Minjavemdar, hafa full- trúar RSÍ og Minjavemdar ræðst við nokkmm sinnum og skoðað stað- hætti á staðnum. Verið er kynna hug- myndina innan RSÍ og kanna hug allra félagsmanna til þessa máls áður en gengið verður frá nokkmm samn- ingum. I fréttabréfi frá rithöfundasamband- inu segir að áætlaður kostnaður við endurbyggingu hússins verði 6,8 milljónir króna, og hefur í viðræðum RSÍ og Minjaverndar verið gert ráð fyrir að RSÍ leggi fram u.þ.b. 4 millj- ónir sem veita fullan umráðarétt yfir húsinu í 15 ár. Minjavernd sæi um viðhald á húsinu og bæri allan kostn- að af því. Einnig yrði í samningnum ákvæði um framlengingu hans að loknum 15 ámm, ef áhugi væri fyrir hendi. Að lokinni endurreisn Eyjólfspakk- húss er gert ráð fyrir að eldhús, stofa og snyrting verði á neðri hæð, en uppi þrjú svefnherbergi og stórt vinnuher- bergi. Þar sem vinnuherbergið verður er nú stór lagerlúga með vængjahurð- um og ætlunin að halda henni, þann- ig að hægt verður að opna út og blasa þá við Hafnarey og Breiðafjörður í vestri. khg. Herhljómsveit breska fiotans aftur á íslandi: Lúðrasvelt breska sjóhersins, The Roya! Band of the HM Roy- al Marines, kemur hingað tii lands nk. fimmtudag og heldur tónleika í íslensku óperunni kl. 20. Hljómsveitin hefur komið reglulega til landsins um langt árabil, leikið á hátíðardanslelk hjá bandaríska herliðinu á Keflavíkurflugvelli og haldið tónleika í Reykjavík, m.a. í Kringlunni tvö síðustu árin. Það er breska sendiráðið og Hekla hf. sem standa sameigin- lega að komu hljómsveitarinnar hingað að þessu sinni. Hljóm- sveitin kemur fram án endur- gjaids en til að standa straum af kostnaði verða aðgöngumiðar á tónleikana í íslensku óperunni seldir á vægu verði; kr. 600, en 400 kr. fyrir börn, ellilífeyris- þega og hópa. Miðasala verður í íslensku óperunni frá og með morgun- deginum miili kl. 13 og 18 að mánudeginum undanskildum. Verði einhver ágóði, verður hon- um varið til góðgerðarstarf- semi. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.