Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 24. október 1990 DAGBÓK Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík Vetrarstarf fclagsins hcfst mcð vctrar- fagnaði 1. vctrardag laugardaginn 27. okt. i Risinu, Borgartúni 32, áður Klúbburinn. Spiluð vcrður fclagsvist scm hcfst stund- víslcga kl. 20.30., Snæfcllingakórinn í Rcykjavík syngur nokkur lauflctt lög og hcldur uppi kráar- stemmningu. Loks vcrður stiginn dans cins lengi og sólar cndast. Au pair Tvær tvítugar írskar stúlkur óska eftir að komast í starf á íslandi scm au-pair eða bamfóstrur. Rcynsla og mcðmæli em fyr- ir hcndi. Þcir scm hafa áhuga cm bcðnir að hafa samband við: Gwen McKay 13, Beach Drive Sandymont Dublin 4 Ireland. Opió bréf til væntan- legra frambjóðenda stjórnmálaflokkanna Reykjavík, 18. október 1990. Meirihluti kjósenda eru spari- fjáreigendur, og er áberandi að fjöldi þeirra sparifjáreigenda, sem kominn er á miðjan aldur og meir, er mjög mikill. Einnig er ljóst að aukinn sparnaður og ráðdeild er undirstaða framfara og bættra lífskjara í íslensku þjóðfélagi á næstu árum. Nú þegar líður að Alþingiskosn- ingum og stjórnmálaflokkarnir eru í óða önn að undirbúa fram- boð sín, m.a. með prófkjörum, er afar mikilvægt fyrir landsmenn alla, og sérstaklega þá sem með atkvæðum sínum vilja hafa áhrif á uppstillingu flokkanna á fram- boðslistum sínum, að þekkja sjónarmið frambjóðenda varðandi það stóra hagsmunamál sem örv- un sparnaðar og varðveisla og ávöxtun spariljár er. Samtök sparifjáreigenda skora því á væntanlega frambjóðendur stjórnmálaflokkanna að gera sem fyrst grein fyrir skoðunum sínum og hvernig þeir hyggist berjast fyrir þeim innan síns flokks og á Alþingi varðandi eftirfarandi at- riði: 1. Á sumt sparifé einstaklinga eru nú þegar lagðir ýmsir skattar, t.d. eignarskattur. Hyggst þú standa fyrir lækkun eignarskattsins? Styður þú frekari skattheimtu, t.d. skattlagningu vaxtatekna ein- staklinga? 2. íslenskt efnahagslíf er í eðli sínu óstöðugt. Mikil hætta er því á eignaupptöku þegar sparifé er óverðtryggt, eins og dæmin sýna. Telur þú tímabært að afnema lánskjaravísitöluna og banna verðtryggingu sparifjár? Samtök sparifjáreigenda treysta því að væntanlegir frambjóðendur bregðist skjótt við bréfi þessu og svari í fjölmiðlum á málefnalegan hátt þeim mikilvægu spurningum sem hér er að þeim beint. Virðingarfyllst, Stjóm Samtaka sparifjáreigenda öllum þeim sem með gjöfum, skeytum og á annan hátt heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu 9. okt. s.l. sendi ég hjartans þakkir og kærar kveðjur. Halldór Klemensson, Dýrastöðum. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. BM&ámwa Miklubraut 68 S 13630 Sjáum um erfisdrykkjur RISIE) Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi séra Bergur Björnsson Háaleitlsbraut 50 verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. okt. kl. 13.30. Guðbjörg Pálsdóttir Ragnar Bergsson Guðmundur Bergsson Gerður Daníelsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Björn Guðmundsson Guðbjörg Guðmundsdóttir ITC-deildin Melkorka hcldur fúnd í kvöld, miðvikudag. Fundar- stef „Sá sem vill læra frnnur alls staðar skóla“. Á fúndinum mun Kolbrún Hall- dórsdóttir lcikari aðstoða ITC félaga mcð framsögn. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar veita Guðrún i sfma 672806 og Guðrún Lilja í síma 46751. Sjöfn Haraldsdóttir sýnir í Gallerí Borg Fimmtudaginn 25. október opnar Sjöfn Haraldsdóttir sýningu á olíumálverkum og glcrmyndum í Gallerí Borg við Aust- urvöll. Sjöfn cr fædd 1953, hún nam við Myndlista- og handiðaskóla Islands frá 1969 til 1973, útskrifaðist þá úr kennara- deild. 1973-74 var hún í myndlistadeild sama skóla. Sjöfn var einnig 1 keramik- deild Myndlista- og handíðaskólans 1979-80. Á árunum 1979 til 1984 var Sjöfh við nám í Dct Kongelige Danske Kunstakadcmi í Kaupmannahöfn. Sjöfh hcfur haldið nokkrar einkasýning- ar hér hcima og einnig í Kaupmannahöfn og tckið þátt 1 samsýningum og erlendis. Sjöfn hefúr gcrt nokkrar vcggmyndir, má þar nefna 1 Sparckassen á Kongcns Nytorv 8 í Kaupmannahöfn og Víðistaða- skóla í Hafnarfirði og í St. Fransiskusar- spítala í Stykkishólmi. Sjöfn er félagi f Félagi íslenskra mynd- listarmanna og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Eins og áður scgir verður sýningin opn- uð næstkomandi fimmtudag ffá kl. 17-19. Sýningin er opin virka daga ffá 10-18 og um hclgar ffá 14-18 cn hcnni lýkur þriðjudaginn 6. nóv. Orö og tunga Út cr kominn 2. árgangur tímaritsins Orð og tunga scm Orðabók Háskólans gcfúr út. Að þessu sinni hefúr ritið að geyma er- indi þau sem flutt voru á ráðstefhunni Þýðingar á töl vuöld scm haldin var í janú- armánuði sl. í tilcfni af því að um það leyti voru fimm ár liðin síðan Orðabók Háskólans og IBM á íslandi hófú sam- starf um þýðingar á notcndaforritum, hugbúnaði og handbókum tölvunotcnda á íslandi. Á ráðstcfhunni var fjallað um þýðingar ffá ýmsum sjónarhomum, jafnt um ís- lenska þýðingarhefð scm um tæknilegar nýjungar í þýðingum þar sem tölvunotk- un kcmur mjög við sögu. 1 Orði og tungu eru grcinar um bók- menntaþýðingar, biblíuþýðingar, orða- bókaþýðingar, íðorðaþýðingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, lciðbciningar um þýðingar og þýðingarstarf IBM 1 al- þjóðlegu samhcngi. Eskfiröingar og Reyöfiröingar í Reykjavík og nágrenni halda sitt árlega síðdcgiskaffi fyrir eldri sveitunga sunnudaginn 28. október kl. 15 1 Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Aldraðir þurfa líka að ferð jst — sýnum þeim tillitssemi iJUMFERGAP MINNING Jón Bjartmar Sigurðsson Reykjahlíð Fæddur 20. maí 1920 Dáinn 15. september 1990 Jón Bjartmar fæddist í Reykjahlíð, sonur hjónanna Jónasínu Jónsdótt- ur og Sigurðar Einarssonar, gest- gjafa, næst yngstur í hópi 7 systkina sem upp komust. Látin eru fyrir Bryndís, Svava og Baldur en Laufey, Þuríður og Guðrún syrgja nú bróð- ur sinn. Ævi sína alla vann hann á óðali feðra sinna í Reykjahlíð en fór á Laugaskóla ungur og var þar tvo vetur. Hann rak stórt fjárbú með bróður sínum Baldri, og hafði allan veg og vanda af, meðan heilsan leyfði. Hann var fjárræktarmaður. 1947-48 byggði Jón stórhýsið Hót- el Reykjahlíð af eigin rammleik og bjó þar síðan með systrum sínum, Guðrúnu og Svövu. Þau bjuggu sér þar myndarlegt rausnarheimili þar sem Guðrún rak jafnframt sumar- hótel, hélst þannig á Iofti merki for- eldranna, sem stofnað höfðu Hótel Reykjahlíð í gamla bænum miklu fyrr. Við byggingu þessa stóra húss og oftar í lífinu sýndi hann mikið áræði, kjark og metnað með ein- stökum dugnaði og vinnusemi, enda var hann fljótur að byggja. Nýtti vet- urinn til að steypa sjálfur allan stein í bygginguna, sem síðan var hlaðin. Hann var mikill áhugamaður um eflingu og uppgang Reykjahlíðar- þorps og þeirrar starfsemi sem upp óx í landareign hans og studdi þar hvert það mál sem honum þótti framför að með ráðum og dáð, var enda á mikilvægum augnablikum foringi norðanmanna í átakamálum og reyndist þá farsæll enda hafði hann einstakt lag á að sætta ólík sjónarmið og hélt vel geðró sinni. Snar þáttur í skaphöfn hans var mikil gestrisni og má Iengi minnast rausnar hans við gesti og granna. Marga leiddi hann til stofu eða eld- húss þar sem óðara var sest að veisluborði, oft af engu tilefni öðru en því að húsbóndinn hafði ríka þörf fyrir samneyti við fólk og aö ræða við það. Hinu má ekki gleyma að þær systur Guðrún og Svava höfðu einstakt lag á að veita af rausn og myndarskap hvenær sem hann kall- aði og hvernig sem á stóð hjá þeim. Ég minnist rabbstunda í olíuskúrn- um meðan hann rak bensínaf- greiðslu, sem hann gerði lengi. Þar gafst einnig gott tækifæri til að heilsa og fagna nýjum íbúum þorps- ins, sem oft bar til. Menn voru fljót- ir að finna hans hlýja viðmót sem öllum var sýnt frá fyrsta degi. Þann- ig myndaði hann undraskjótt tengsl við fjölda fólks og ræktaði síðan kunningsskapinn með heimsókn- um. Allra kærasta verkefni Jóns Bjart- mars var umhyggja fyrir Reykjahlíð- arkirkju og kirkjulegu starfi í sókn- inni, enda sat hann í sóknarnefnd nær 30 ár, lengst af sem formaður. í því starfi naut hann sín sérlega vel og vann mikið að málum kirkju og safnaðar. Kom þá oft í hans hlut að taka á móti gestum, var þá gjarnan slegið upp veislu og fylgdi skoðunar- ferð í kirkjuna. Hann flutti tækifær- isræður fyrir hönd safnaðarins bæði á gleði- og sorgarstundum. Gerði hann það ætíð, að því er virtist, án fyrirhafnar og á sinn alveg sérstaka hátt. Aldrei þurfti að biðja hann, ætíð var sjálfsagður hlutur að Jón Bjartmar sæi um þessi mál og var þá vel fyrir séð. Fyrir allmörgum árum tók heilsa hans að bila, fyrst í mjaðmaliðum og var svo komið um 1980 að skipta varð um þá báða. Þessi aðgerð tókst þó ekki sem skyldi, varð honum stöðugt erfiðara um gang og gat lít- ið borið sig um síðustu árin, Þegar við þetta bættist svo heilakölkun með vaxandi þunga má furðulegt kalla hversu hann bar sig ætíð vel og karlmannlega og kvartaði ekki. í fyrrahaust fór hann á Sjúkrahúsiö á Húsavík þar sem allt var reynt til að gera honum vistina bærilega, en þeirri hrörnun sem orðin var varð ekki við snúið, enda dvaldi hann á sjúkrahúsinu þar til yfir lauk. Jón Bjartmar var hár maður og þreklegur, glaðlyndur og góðgjarn barnavinur. Ákveðinn og fylginn sér þegar hann vildi. Höfðingi í fram- göngu. Þannig man ég hann. Bless- uð sé minning hans. Birkir Fanndal Haraldsson Aðalgeir Valgeirsson Fæddur 5. september 1990 Dáinn 18. október 1990 Guð í ndðar nafni þínu nú til hvíldar legg ég mig. Hvíl þú nú í hjarta mínu, hetga það svo elsk’ ég þig. Góði Faðirgættu mín. Gefi blessuð mildin þín, að í friði sætt ég sofi síðan þig, er vakna, lofi. (Bænabók, útg. ‘47) sb. nr. 548 Aðalgeir, systursonur okkar, var fimmta barn foreldra sinna, Aðal- bjargar S. Einarsdóttur og Valgeirs Guðmundssonar á Akranesi, falleg- ur, bjartur hnokki, heilbrigður og efnilegur. Með yndislegt bros sitt og íhugult augnaráðið, og með tilveru sinni allri hið örstutta æviskeið var hann sannkallaður gleðigjafi. En í einu vetfangi var honum kippt í burtu, hann sofnaði vært að kveldi og vaknaði ekki meir. Flestir taka velgengni, lífi og heilsu sem sjálfsögðu, en nú höfum við að- standendur Aðalgeirs litla á óvæg- inn hátt verið minnt á að „mennirn- ir ætla en Guð ræður". Við spyrjum um tilganginn með þessu öllu, en við því er ekkert svar. Elsku Aðalbjörg, Valgeir, Einar, Guðmundur, Bergþóra og Valgerð- ur, megi þið öðlast styrk á sorgar- stundu. En er tdrin heitu hrynja, harmi lostnu brjóstin stynja. Huggun fær sú vissa veitt, að ei verður heilög höndin hans er dstar tengdi böndin, stoð að veita stutt néþreytt. (Bænabók útg. ‘47) *b. 379 2 Við kveðjum lítinn frænda, hann veri Guði falinn. Auður og Freyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.