Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. október 1990 Tím'mn *3- Vfir 160 þús. slátur hafa selst í fjórum slátursölum: Nýtt met í sölu sláturs var sett á þessu hausti Metsala hefur veríð á slátrí á þessu hausti í lgölfar mikillar aukning- ar sem orðið hefur á slátursölu tvö s.l. haust. Ljóst virðist að slát- urgerð hefur veríð stunduð á þúsundum heimila í landinu um síð- ustu helgar. Tvær slátursölur í Reykjavík hafa selt samtals um 90 þúsund slátur síðustu vikumar hvar af milli 8 og 9 þúsund slátur voru seld aðeins síðasta fostudag. Hlutfallslega virðist slátursala vera enn meirí utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig var t.d. beðið eftir innmatnum úr hvetju lambi sem slátrað var á Akureyrí og dugði ekki til. Til að anna eftirspuminni, 35 þús. slátmm, varð dag- iega að sækja mörg hundmð til Húsavíkur. Svipað var uppi á ten- ingnum í Borgamesi þar sem varla hafðist undan að hreinsa vambir og svíða hausa. Hálf milljón slátur- keppa í Reykjavík? „Slátursala er mjög góð núna, eins og raunar síðast liðin tvö ár, en þó aldrei meiri en nú“, sagði Úlfar Reynisson hjá Afurðasölu Sam- bandsins. Hann sagði slátursölu hafa aukist verulega haustið 1988 og síðan haldist svipuð í fyrra. í haust sé svo búið að selja um 50.000 slátur sem sé enn nokkur aukning frá í fyrra. Úlfar reiknaði með að slátur- sölu hjá Afurðasölunni lyki í dag (miðvikudag). Svipað var uppi á teningnum hjá slátursölu Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík. Kristinn Skúlason sagði slátursölu hafa aukist verulega fyrir tveimur árum frá því sem áður var. Nákvæmar sölutölur í haust sagðist hann enn ekki hafa en sýndist sala svipuð nú og í fyrra. Þá seldi SS um 40 þús. slátur á sláturmarkaði í Reykjavík, en um 50 þús. slátur í heild. Kristinn sagði mesta sölu fyr- ir helgar og hann ætlar að reyna að halda opnu út þessa viku. Biðraðir eftir slátri á Akureyri „Hér á Eyjafjarðarsvæðinu seldum við yfir 35 þúsund slátur í haust, sem er aukning úr 29 þúsund í fyrra. Enda eru þetta gífurlega góð matar- kaup“, sagði Óli Valdimarsson slát- urhússtjóri hjá KEA á Akureyri. Auk þess, sem allt seldist þar jafnóðum og slátrað var, fékk hann um 400 viðbótarslátur á dag frá Húsavík og að síðustu varð hann einnig að fá sent slátur frá Kópaskeri. „Það bókstaflega hreinsaðist hér upp dag eftir dag og varð oft um klukkutíma bið eftir þessu. Það hef- ur heldur aldrei komið fyrir áður, svo ég muni eftir, að við urðum m.a.s. uppiskroppa með blóð. En slátursalan var svo mikil suma daga að við höfðum ekki undan að af- greiða vegna skorts á blóði. Það var rétt síðustu dagana sem við náðum að safna svolitlu blóði til að frysta fyrir veturinn". Þótt salan hafi verið mest á fimmtudögum og föstudögum sagði Óli það hafa verið daglegt vandamál að skaffa nóg til að anna eftirspurn- inni. , Fjölskyldusamkomur „Það er mjög algengt að fólk taki sig saman um sláturgerðina, sauma- klúbbar og fjölskyldur og annað. Þetta er ekkert ósvipað og er með laufabrauðið hjá okkur, þegar fjöl- skyldurnar koma saman um helgar til að skera út laufabrauð fyrir jólin", sagði Óli. „Raunar var slátursalan svo mikil að við urðum oft að neita fólki um aukahluti til að geta annað eftirspurninni eftir heilum slátrum. Margir vildu t.d. fá aukahjörtu og af vömbum virtist heldur aldrei nóg. Við urðum því að einskorða okkur að mestu við heil slátur til þess að geta skaffað öllum". Þeir sem vildu t.d. ekki hausana gátu hins vegar keypt allt hitt í kflóavís. Það borgaði sig líka best fyrir þá sem bara vildu gera lifrarpylsu. Eitt mötuneyti með 1.000 slátur Hjá KEA varð slátursalan meiri heldur en innan úr öllum þeim lömbum sem slátrað var. Alls sagði ÓIi slátrað um 34 þús. dilkum þar í haust. ,Auk þess sem selt var á slát- urmarkaðnum varð ég vitanlega að skaffa búðunum innmat líka. Ég á m.a.s. enn eftir að afgreiða pöntun frá stóru mötuneyti upp á 1.000 slátur sem ég á engin hjörtu í og verð því að útvega þau annars- staðar frá“, sagði Óli. Sömuleiðis á hann eftir að að sjá um lögun á slátri fyrir fleiri fyrirtæki og stofnanir, allt upp í 200 til 300 fyrir hverja þeirra. „Fólk sér vitanlega hvað það fær þarna mikinn og góðan mat á hag- stæðu verði. T.d. tíu slátur fyrir 4.900 krónur er ekki mikill pening- ur“. Uppskríftir með í Borgamesi „Við höfum selt slátur á færibandi hér í Borgarnesi. í okkar eigin slát- ursölu fyrir heimamarkað höfum við selt allt það slátur sem við höf- um getað annað. Þ.e. jafnóðum og vambirnar voru hreinsaðar og haus- arnir sviðnir var þetta rokið út. Það má m.a. geta þess að við létum fylgja uppskriftir fyrir þá sem kynnu að vera svo bernskir í faginu að þeir hafa ekki Helgu Sigurðar undir höndum eða ömmu til aðstoðar. Hér á heimamarkaði höfum við líklega selt rúmlega 10.000 slátur, sem er nokkur aukning frá því í fyrra", sagði Gunnar Guðmundsson slátur- hústjóri f Borgarnesi. Það sem ekki seldist á staðnum var svo pakkað í kassa, 5 slátur í hvern, og sent til Reykjavíkur til sölu í verslunum. Þannig um búin hafa um 16.000 heil slátur farið í verslan- ir á höfuðborgarsvæðinu. í Borgar- nesi var slátrað tæplega 60 þúsund lömbum í haust. Heil slátur hafa því þegar verið seld úr um helmingi þeirra. „Enda er þetta líklega einhver ódýr- asti matur sem fólk getur fengi og jafnframt einn sá hollasti að ég hygg ef fólk stillir mörnum í hóf‘, sagði Gunnar. „Umbúðaþjóðfélagið“ í viðtalinu við Óla Valdimarsson kom fram að ein kostnaðarsöm breyting hefur orðið í sambandi við slátursöluna, þ.e. stóraukinn umbúðakostnaður. „Hér áður fyrr kom fólk með brúsa og önnur ílát með sér undir slátrið. En nú er þessu öllu pakkað í plast- umbúðir. Einn plastpoki utan um svipahausa getur t.d. kostað allt upp í 20 krónur og brúsi undir blóðið annað eins eða meira“. í raun sagði Óli plastið þó svolítið hættulegar eða a.m.k. varasamar umbúðir um slátur. Vegna þess að slátrið fer allt beint í sölu án þess að hafa náð að kólna nægilega. Haus- arnir fara t.d. beint úr sviðningu. Sé þeir settir í lokaða plastpoka og þeir ekki opnaðir fljótlega geti þeir verið mjög fljótir að skemmast. Það sama eigi t.d. við um mör sem ekki hefur náð að kólna nægilega vel áður. - HEl I BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJÓVÁbjínALMENNAR Eimskip: Hlutabréfin uppseld Öll þau nýju hlutabréf, sem boðin voru til sölu í Eimskip samkvæmt ákvörðun hluthafafundar í sept. sl., eru nú uppseld. Nafnverð þeirra var 86 milljónir en sölu- verð ríflega fimmfalt nafnverð. Núverandi hluthafar höfðu for- kaupsrétt að hinu nýja hlutafé, en 28 þeirra, sem áttu tæpan helm- ing hlutafjár Eimskips, ákváðu að framselja féð til féíagsins sjálfs sem síðan seldi það á almennum markaði. Aðrir hluthafar nýttu sér hins vegar forkaupsrétt sinn og keyptu allt hlutafé, sem þeir áttu rétt á, fyrir tæpar 45 milljónir króna. 41,3 milljónir voru boðnar til sölu á Verðbréfamarkaði íslands- banka. í þær bárust tilboð frá um 1600 aðilum og hljóðuðu tilboðin upp á um 50 milljónir, þannig að skerða verður áskriftarbeiðnir nýrra hluthafa um tæpar níu milljónir að nafnverði. —sá BÆNDATRYGGIING Ríkissaksóknari höfðar sakamál á ný fyrir hönd Þóris Stephensen gegn Halli Magnússyni: NY AKÆRA Ríkissaksóknari hefur ákveðið að höfða enn mál á hendur Halli Magn- ússyni vegna ummæla hans um sr. Þóri Stephensen, nú staðarhaldara í Viðey, í vettvangsgrein hér í Tíman- um árið 1988. Hallur hefur verið boðaður á fund dómara í sakadómi Rjeykjavíkur þar sem honum verður birt stefna í mál- inu. Sem kunnugt er, var málinu vísað frá Hæstarétti fyrir nokkru og aftur frá sakadómi þar sem mál- flutningur ríkissaksóknara, Braga Steinarssonar byggði á sömu ákæru og málsgögnum og Hæstiréttur hafði þegar vísað á bug. Málið er því enn komið á byrjunarreit. —sá Frá hluthafafundi Flugleiða í gær. Hluthafafundur hjá Flugleiðum: Ijón króna Á hluthafafundi Flugleiða í gær var samþykkt að veita stjóm félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 331.250.000 með sölu nýrra hlutabréfa til núverandi hlut- hafa eða nýrra hluthafa, ef ekki fæst hjá núverandi hluthöfum áskrift fyrir allri aukningunni. Hluthafar hafa forkaupsrétt til 7. nóvember n.k. Jafnframt því var stjórn félagsins falið að ákveða útboðsgengi bréf- anna og sölureglur hverju sinni sem og að útbúa ákriftaskrá þar sem nafnverð hinna nýju hluta er ákveð- ið. Heimildinni til hlutafjáraukning- ar fylgir sú kvöð að hún sé nýtt inn- an tveggja ára. Ljóst er að þessi hlutafjáraukning gæti skilað félaginu milli 730-750 milljónum króna en sölugengi bréf- anna er um 2,2. Eigið fé Flugleiða er nú 3,3 milljarðar og var hlutfall eig- infjár sem hlutfall af heildareignum 17% í júlí sl. en stefnt er að því að það verði komið upp í 25% innan tveggja ára. Hluthafafundurinn samþykkti líka í gær breytingar á samþykktum fé- lagsins um útborgun arðs og felst breytingin í því að frestur til að greiða út arð verður 3 mánuðir frá því að aðalfundur hefur ákveðið arð- greiðslu, en áður var arður gjald- kræfur strax. í skýrslu forstjóra, sem birt var á fundinum, kom fram að afkoman á fyrstu 6 mánuðum ársins var mun betri en í fyrra. Heildarhagnaður fyrstu 7 mánuði ársins í ár nam 322 milljónum króna, en þetta er í fyrsta sinn sem birtar eru niðurstöður úr endurskoðuðum reiknisskilum fyrir fýrstu sjö mánuði ársins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.